Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. UtLönd Ohreinsað skolp rennur í Oslófjörð Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Óhreinsað skolp úr stærstu hreinsistöð Noregs rennur nú í stríð- um straumum út í Oslófjörð. Þetta skolp er frá tveimur þriðju hlutum Oslóborgar og er yfirleitt hreinsaö i þessari stöð sem hefur verið óvirk og á kafi síðan í gær. Yfirvöld í Noregi fylgjast nú með menguninni og kemur til greina að loka baðströndum við Oslófjörð um óákveðinn tíma ef ekki tekst að stöðva rennslið í dag. Ástæðan fyrir óhappinu var mann- leg mistök. Einn starfsmanna hreinsistöðvarinnar gleymdi að loka lúgu þegar hann fór í mat og þar með rann skolpiö frjálst inn í stöðina sem bókstaflega fylltist af skít. Flóðið varð ekki stöðvað og varastöðin fór líka á kaf. Forstjórar hreinsistöðvarinnar halda því fram að ekki sé um alvar- lega mengun að ræða ennþá en trú- lega munu flestir hika við að baða sig í sjónum næstu daga. Stúdentar í húsnæðishraki Sumarliði fsleifeson, DV, Árósum: Um þessar mundir hafa stjórnend- ur stúdentagarðanna hér í Dan- mörku verið að afgreiða umsóknir frá námsmönnum. Svörin, sem námsmenn fá, eru flest í sama dúr. Þau hljóða upp á synjun. í Kaupmannahöfn fá um níutíu prósent námsmanna, sem sækja um herbergi eða íbúð, afsvar og svipað er ástandið í Árósum. Þar eru nú fyrirliggjandi,um 2.500 umsóknir um stúdentaíbúöir og herbergi. Búist er við að einungis um 230 af umsækj- endum fái jákvæð svör. Ástandið hefur verið slæmt undan- farin ár en er nú í verra horfi vegna þess að stúdentum hefur fjölgað. Til dæmis voru nú teknir inn um 2.500 nýir stúdentar í háskólann í Árósum eða 12 prósent fleiri en í fyrra. Húsnæðisskorturinn hefur leitt til þess aö sumir stúdentar hafa neyðst til þess að hætta námi. Aðrir, sem ekki hafa fengið neina úrlausn áður en námið hefst en vilja þó ekki gef- ast upp, hafa sumir hverjir sætt sig við að búa í tjaldi fyrstu mánuöina þar til ræst hefur úr. Undanfarin ár hefur nokkur hópur stúdenta búið þannig fyrstu námsmánuðina. Búist er við að svo verði einnig í ár. 13 ára sógð skotin til bana Þrettán ára gömul stúlka lést í gær eftir hörð átök miili mótmæienda og ísraelskra hermanna í flóttamanna- búðum á Gazasvæðinu í gær. Palestínskir heimildarmenn segja að stúlkan hafi látist eftir að hafa verið skotin í magann af ísraelskum hermönnum sem reyndu aö dreifa mótmælendum í flóttamannabúðun- um. Tveir aðrir eru sagðir hafa særst í átökunum. Talsmaður ísraelshers viður- kenndi að stúlkan hefði verið skotin en sagði að hún hefði særst á fæti og kvaðst ekki hálda að hún hefði látist af sárum sínum. Kvað hann herinn ekki hafa getað rannsakaö málið til hlítar þar sem ættingjar hefðu flýtt sér að grípa líkið á sjúkra- húsinu til þess að jarðsetja það. Þetta var annar dagurinn í röð sem til harðra átaka kom í Shati flótta- mannabúðunum. Fylgdu þau í kjöl- far lausnar hundrað íjörutiu og átta Palestinumanna úr fangelsi ísraels- manna. Útgöngubann var sett á í flóttamannabúðunum vegna óeirð- anna. Palestínumenn segja að átökin hafi hafist þegar unglingar veifuðu ólöglegum palestínskum fánum, kveiktu í hjólbörðum og gengu í hóp- um fyrir utan flóttmannabúðirnar. Talsmaður hersins segir að ekki hafi verið skotið fyrr en mótmælendur köstuðu gijóti að hermönnunum. Sjónarvottar halda því hins vegar fram að óeinkennisklæddir, vopnað- ir menn hafi hafið skothríð áður en nokkrum steini hafi verið kastað. íbúar á Gazasvæðinu gerðu ráð fyrir að efna til allsherjarverkfalls í dag. Reuter Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðlauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasælufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! Og fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar er nýja kota- sælan auðvitað laukrétt val. Nýja kotasælan kætir bragðlaukana enda krydduð með lauk Um þrjú hundruð Palestínumenn söfnuðust saman í gær til að syrgja landa sinn sem skotinn var til bana af ísraelskum hermönnum á Vestur- bakkanum. Á Gazasvæðinu eru her- menn sagðir hafa skotið þrettán ára stúiku til bana. Simamynd Reuter Munchverkum stolið í Noregi Björg Eva ExJendsdóttii. DV, Osló: Málverkaþjófar, sera eru sér- hæfðir I verkum hins fræga norska raálara Edvards Munch, leika laus- um hala í Noregi. Síðast fyrir tveiraur dögum stálu þeir eliefú af verkum listaraannsins, aö andvirði 2,3 railijóna norskra króna. Málverk þessi voru í einkaeign og hiuti heimilisfólksins svaf í hús- inu á meðan þjófarnir létu greipar sópa. Fjöldi annarra verðmætra listaverka var í húsinu en þjófarnir litu ekki við neinu öðru en Munch. Lögreglan er ekki í neinum vafa um aö listaverkaþjófamir vinni eft- ir pöntunum erlendis frá. Þetta er í þriðja skiptið sem Munchmál- verkum er stoliö af einkaheimilum í Noregi nú í sumar. En bíræfnasta rániö var framið í vor þegar brotist var inn í Munch- safhiö í Osló og myndinni Blóðsug- unni stolið, Munchsafhið hefur að geyraa flest merkustu verk lista- mannsins og er vel varið íyrir hugsanlegum innbrotum. Engu aö síður tókst þjófunum að komast inn og ná máiverkinu án þess að skiija eftir sig nokkur spor. Castro bjartsýnn á frið í Angóla Fidel Castro, forseti Kúbu, hét því í gær í ávarpi á þjóðhátíðardegi landsins að draga til baka í áfóngum kúbanska hermenn frá Angóla þegar samkomulag um frið í Angóla og sjálfstæði Namibíu hefði verið undir- ritað. Áætlað er aö um fimmtíu þús- und kúbanskir hermenn séu nú í Angóla. Castro sagði að ákveðið hefði verið að senda fleiri hermenn til Angóla í desember síöastliönum, um tíu þús- und að áhti aðila á Vesturlöndum, þar sem sjálfstæði Angóla hefði verið í hættu vegna árása Suður-Afríku- manna gegn bænum Quito Cuanav- ale. Castro ljóstraði því upp aö í þess- ari viku hefði verið lokið við þrjú þúsund og fimm hundruð metra langan flugvöll í frumskóginum ná- lægt landamærum Namibíu. Castro kvaðst vera þeirrar skoöun- ar að bardögunum milli kúbanskra og suður-afrískra hermanna, sem styöja hægri sinnaða skæruliða, lyki brátt. Sagði hann að verulegur ár- angur hefði náðst í undanfornum Luanda i^Zaire Angóla Horfur á friði i Angóla þykja nú góð- ar eftir árangursríkar viðræður deiluaðila. viðræðum. Ávarp Castros til þjóðar sinnar fiallaði þó aðallega um innanríkis- mál og segja stjórnarerindrekar að hann hafi forðast beinar árásir á Bandaríkin. Hann hafi heldur ekki minnst á Mið-Ameríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.