Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 19 Sviðsljós Heimsins stærsta heimili, St. Emmeram-kastalinn i Regensburg i Vestur-Þýskalandi. 517 herbergi á emkaheimili Þaö yrði ekki erfitt aö villast á heimsins stærsta einkaheimili, því það hefur 517 herbergi, 300 klukkur, rúmlega 900 glugga og 146 starfs- menn sem sjá um aö allt sé í lagi. Höll þessi er St. Emmeram-kastali í Regensburg í Vestur-Þýskalandi. Hefur kastalinn nærri því jafnmörg herbergi og finnast í Buckingham- höllinni í Bretlandi, eða langtum fleiri en nokkurt hótel hefur. En munurinn á Buckingham-höll og St. Emmeram er sá aö hölhnn tilheyrir bresku krúnunni og má því ekki selj- ast, en eigandi kastalans er marg- milljarðamæringurinn prins Jó- hannes von Thurn und Taxis. Hafa Það tekur prins Jóhannes von Thurn und Taxis um tuttugu mínútur að ganga frá skrifstofu sinni og til bóka- safnins. honum verið boðnar 6,8 milljaröar fyrir slotið en prinsinn aíþakkaði boðið hæversklega. Eigandinn eyðir um 188 milljónum á ári i viðhald og annan kostnað. Heimili þetta mun vera svo stórt að hægt væri að breyta því í húsnæði fyrir aö minnsta kosti 150 fjölskyld- ur. Tekur það prinsinn um 20 mínút- ur að ganga frá skrifstofu sinni, sem er í einum tuminum, og til bóka- safnsins. Ef einhver gerðist svo hugrakkur að leggja í það að ganga frá einum enda til annars í öllum fjórum hlut- um kastalans þá tæki það rúmlega þrjá tima. Þá er tekið með að gengn- ar séu allarfjórar hæðimar, kjallar- arnir, háaloftin og stigarnir. Þrjátíu og sex baðherbergi Hér er sumt af því sem finna má í húsinu: Um 95 herbergi fyrir íjölskyldu prinsins. Þar á meðal er leikfimisal- ur, geymslur, fimm borðstofur, eld- hús (í fleirtölu), þvottaherbergi,. svefnherbergi þjóna, keilusalur og einka-kapella. Um 120 herbergi eru notuð fyrir starfsliðið sem skrifstofur og íleira. Gestasvítumar em 10 og hefur hver þeirra fimm svefnherbergi. Auk þess er 21 venjulegt gestaherbergi. Á efstu hæðinni eru svo önnur 90 herbergi sem sjaldan em notuð. Einnig em þarna 19 forstofur og 15 veislusalir. Og til þess að veislugestir geti nú Þeir eru vissulega glæsilegir, veislusalirnir fimmtán í kastalanum létt á sér em 36 baðherbergi í húsinu. Ekki er allt upptalið enn. í viðbót við það sem komið er eru um 100 önnur herbergi sem geyma dýrmæti eins og 50 antiksófa, 225.000 bækur og 4.800 antik-klukkur, sem ekki em notaðar. Punkturinn yfir i-ið er svo vínkjallarinn sem inniheldur um 150.000 flöskur af gæðavíni. Eignin, sem hefur framgarð á stærð við fótboltavöll, var í upphafi klaustur fyrir 1300 ámm. Fjölskylda prinsins byggði svo þessi glæsilegu húsakynni og fékk aðeins litill hluti klaustursins að halda sér. Hefur eignin að mestu leyti verið óbreytt frá þvi að byggingu hennar lauk á nítjándu öld. Fasteignasali einn sagði að húsið væri svo stórt og sérstakt að næstum ómögulegt væri að verðleggja það. Blautt í vætu Það er margt skrýtið i kýrhausnum. Þetta viðvörunarskilti má sjá við þjóðveg á Flórída og stendur á þvf, (lauslegri þýðfngu, „Varúð, vatn á veginum f rigningu"! Skóregla Þessi skemmtilega mynd var tekin i Bílaborg á dögunum. Þarna eru á ferðinni inniskór starfsmanna fyrirtækisins sem bíða í röð og reglu eftir að vera færðir ylvoigir á iljar eigenda sinna. Þaö má segja að það sé skóregla á hlutunum á þessum stað. DV-mynd RS Ólyginn sagði... Paul McCartney hefur nú rétt til þess að kalla sig doktor McCartney. Háskólinn í Sussex í Brighton útnefndi hann heiðursdoktor fyrir hina óvenju- legu tónlistarhæfileika hans. Paul tók á móti doktorsgráðunni íklæddur rauðri slá og með svárt- an hatt eins og venjaer við slíkar athafnir. Cher tók á móti óskarsverðlaunun- inn fyrir nokkmm mánuðum. Ástæðan fyrir heiðrinum mun hafa verið leikur hennar í Moon- stmck. Cher er þó sjálf ekki í . vafa um aö allar fegrunaraðgerð- imar sem hún hefur gengist uftd- ir hafi haft þar áhrif á því útlitið hafi ekki spillt fyrir. Það hefur líka kostað hana talsvert, því samtals er hún búin að eyða 1,9 milljónum í skrokkinn á sér. Meðal annars borgaði hún 700.000 krónur fyrir bijóstin á sér og 200.000 krónur fyrir andlitið. Joan Collins hefur nú sett fram kröfu við framleiðendur Dynastyþáttanna, sem fær John Forsythe til að hrista höfuðið. Joan vill að síð- asti þáttur syrpunnar á þessu ári endi með því að Blake Carrington yfirgefi Krystle og hann og Alexis gangi hönd í hönd saman út í sólarlagið. John sagð^að áhorf- endur kærðu sig ekki um slíkan endi og það gerði hann ekki held- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.