Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 35 dv Fólk í fréttum Víglundur Þorsteinsson Víglundur Þorsteinsson, formað- in- Félags íslenskra iðnrekenda, óttast aö iðnaðurinn verði settur til hliðar er tekiö verður erlent fé í endurskipulagningu útflutnings- greinanna. Víglundur Reynir er fæddur 19. september 1943 í Rvík og lauk lög- fræðiprófi frá HÍ1970 og var fram- kvæmdastjóri sjálfstæðisfélaganna í Rvík 1970-1971. Hann hefur verið framkvæmdastjóri BM Vallá hf. frá 1971 og var bæjarfulltrúi á Seltjam- amesi 1974-1978. Víglundur var í stjóm Verslunarráðs 1977-1981 og hqfur verið í stjóm Félags ísl. iðn- rekenda frá 1978, formaður frá 1982. Hann var stjómarformaður Útflutningsmiöstöðvar iðnaðarins 1979-1983, hefur verið í fram- kvæmdastjóm Vinnuveitendasam- bandsins frá 1983 og stjómarfor- maður Vikurvara hf. frá 1986. Víglundur kvæntist 14. desember 1963 Sigurveigu Ingibjörgu Jóns- dóttur, f. 9. september 1943, þjóð- félagsfræðingi og varafréttastjóra á Stöð 2. Foreldrar hennar voru Jón S. Helgason, stórkaupmaður í Rvík, og kona hans, Hanna Alvilda Helgason. Synir Víglundar og Sig- urveigar em Jón Þór, f. 4. júlí 1964, skrifstofumaður í Rvík, Þorsteinn, f. 22. nóvember 1969, og Bjöm, f. 24. júní 1971. Systur Víglundar eru Ásta Bryndís, f. 1. desember 1945, hjúkrunarfræðingur á Seltjarnar- nesi og formaöur Landssamtak- anna Þroskahjálpar, gift Ástráði B. Hreiðarssyni lækni, og Hafdís Björg, f. 25. apríl 1955, sálfræðingur í Árósum, gift Fleming Jensen tölvufræðingi. Foreldrar Víglundar em Þor- steinn Þorsteinsson, fisksali í Rvík, og kona hans, Ásdís Eyjólfsdóttir. Þorsteinn var sonur Þorsteins, sjó- manns í Rvík, bróður Guðríðar, móður Andrésar Gestssonar sjúkranuddara. Þorsteinn var son- ur Guðlaugs, verkamanns í Rvík, bróður Markúsar, afa Harðar Ágústssonar listmálara og langafa Markúsar Amar Antonssonar út- varpsstjóra. Guðlaugur var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamanna- hreppi, Jónssonar, bróður Jóns, langafa Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa. Móðir Þorsteins var Guðrún Jónsdóttir, b. í Galta- felli, Bjömssonar, b. í Galtafelli, Bjömssonar, b. í Vorsabæ, Högna- sonar, lögréttumanns á Laugar- vatni, Bjömssonar, bróður Si'gríð- ar, móður Finns Jónssonar bisk- ups. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guðmundssonar skálds og Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sona. Móðir Þorsteins Þorsteinssonar var Ástríöur, systir Sigríðar, ömmu Péturs Guðmundssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflug- velli. Ástríður var dóttir Odds, formanns í Brautarholti í Rvík, Eyjólfssonar og konu hans, Guð- rúnar, systur Þorkels, langafa Páls Jenssonar prófessors. Guðrún var dóttir Áma, b. í Guðnabæ í Sel- vogi, Guönasonar og konu hans, Steinunnar Þorkelsdóttur, b. í Krýsuvík, Valdasonar. Móðir Steinunnar var Þómnn Álfsdóttir, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, b. á Eystri-Loftsstöðum, Bergssonar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, ætt- fóður Bergsættarinnar. Ásdís er dóttir Eyjólfs, verka- manns í Rvík, Brynjólfssonar, b. í Miðhúsum í Biskupstungum, Eyj- ólfssonar, hálfbróöur Ingunnar, konu Böðvars Magnússonar á Laugarvatni. Móðir Ásdísar var Kristín, systir Finnboga, fóður Kristins, framkvæmdastjóra Tímans. Kristín var dóttir Árna, b. í Miðdalskoti í Laugardal, Guð- brandssonar, b. í Miðdal, bróður Áma, langafa Júlíusar Sólness og Hrafns Pálssonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Annar bróðir Guðbrands var Jón, afi Margrétar Guðnadóttur prófessors og Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Guðbrandur var sonur Áma, b. á Galtarlæk, Finnbogasonar, bróður Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs Jakobssonar veðurfræðings og Boga Ágústssonar fréttastjóra. Jón var einnig faðir Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Móðir Guðbrands var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jónsson- ar. Móöir Jóns var Guðrún Brands- dóttir, b. á Felli í Mýrdal, Bjama- sonar, b. á Víkingslæk, Halldórs- sonar, ættföður Víkingslækjarætt- arinnar. Móöir Áma var Sigríður, systir Ófeigs, afa Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Annar bróðir Sig- ríðar var Vigfús, afi Grétars Fells rithöfundar. Sigríður var dóttir Ófeigs, b. í Fjalli á Skeiðum, Vigfús- sonar og konu hans, Ingunnar Ei- Viglundur Þorsteinsson. ríksdóttur, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættfóður Reykjaættarinnar, langafa Sigur- geirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Kristínar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Ranakoti í Stokks- eyrarhreppi, Jónssonar og konu hans, Guðfmnu Bjarnadóttur, vinnumanns í Efri-Gegnishólum, Sigurðssonar. Móðir Bjarna var Margrét Aradóttir, systir Álfs í Tungu. Afmæli Kristján Reykdal Kristján Reykdal, ökukennari og leigubílstjóri, Sjávargötu 17, Njarð- vík, er sjötugur í dag. Kristján fæddist að Heiði í Sléttu- hlíð í Skagafirði en ólst upp á Reykjarhóli í Vestur-Fljótum hjá Eiríki Ásmundssyni, b. þar og odd- vita, og sambýliskonu hans, Önnu Sigríði Magnúsdóttur. Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1940. Hann rak um skeið trilluútgerö með mági sínum, var á síldveiðum fyrir Norðurlandi nokkur sumur og skurðgröfustjóri á Skagaströnd sex ár en hann hefur verið öku- kennari frá 1946. Kristján var á biblíuskóla hjá Filadeífíu í Stokkhólmi 1950 en hann hefur starfað sem sunnu- dagaskólakennari viö starf Hvíta- sunnusafnaðarins á Skagaströnd, í Njarðvík, Grindavík og Garði. Þau hjónin voru meðal stofnenda Fílad- elfíusafnaðarins á Sauðárkróki. Kristján kvæntist 18.5. 1940 Jó- hönnu Ögmundsdóttur frá Sauöár- króki en foreldrar hennar voru Ögmundur Magnússon söðlasmið- ur og kona hans, Kristín Pálsdóttir. Kristján og Jóhanna eignuðust flögur börn. Þau em: Sigurjón Reykdal vélstjórl, f. 26.1. 1941, en hann á tvo syni og tvo fóstursyni, var fyrri kona hans Guðrún Jó- hannesdóttir en seinni kona hans er Makkew Seelark og búa þau í Njarðvík; Ásmundur Reykdal, verkstjóri, f. 27.7. 1945, en hann á tvo syni og tvo fóstursyni, giftur Stellu Stefánsdóttur og búa þau í Reykjavík; Ingibjörg K. Reykdal, húsmóðir í Keflavík, f. 12.2. 1948, gift Margeiri Margeirssyni for- stjóra en þau eignuöust íjórar dæt- ur og einn son sem lést 5.11. 1980; Anna S. Reykdal, húsmóðir á ísafirði, f. 30.4. 1949, gift Snæbirni Halldórssyni skrifstofumanni en þau eiga einn son og átti hún tvo syni fyrir. Kristján á tvo hálfbræður, sam- mæðra. Þeir eru Símon Jónsson smiður, f. 5.11.1922, og Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 13.4.1934. Foreldrar Kristjáns voru Krist- ján Jónsson listmálari, f. að Torfu- Kristján Reykdal. felli í Saurbæjarhreppi 19.4. 1893, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Reykjarhóli í Haganeshreppi 3.10. 1895. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Guðvarðarson, b. á Reykjarhóli, og kona hans, Guðbjörg Magnúsdótt- ir. Kristján og Jóhanna taka á móti gestum á heimili sínu, Sjávargötu 17, Njarðvík, klukkan 5 síðdegis. Hrafn Jóhannsson Hrafn Jóhannsson, bæjartækni- fræðingur á Seltjarnarnesi, Viöi- hvammi 10, Kópavogi, er fimmtug- ur í dag. Hrafn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk prófi í múrsmíði við Iðnskól- ann 1962 og í byggingatæknifræði frá Odense teknikum 1967. Hrafn starfaði í Danmörku 1967-69 og á Grænlandi frá 1970-71 en kom þá heim og starfaði hjá Vatnsveitu Reykjavíkur frá 1972-73. Hann var síðan deildar- stjóri flugvallardeildar hjá Flug- málastjórn 1973-81 og hefur verið bæjartæknifræðingur Seltjarnar- ness frá 1.6.1981. Hrafn er í stjórn Skógræktarfé- lags Kópavogs og starfar í Lions- klúbbi Seltjarnarness. Kona Hrafns er Arndís Finnsson hjúkrunarfræðingur, f. í Reykjavík 5.6.1943, dóttir Sveinbjarnar Finns- son, fyrrv. verðlagsstjóra, og konu hans, Thyru Finnsson Hrafn og Arndís, sem áttu silfur- brúðkaup í gær, eiga fimm börn. Þau eru: Sveinbjöm búfræðingur í Reykjavík, f. 19.3. 1964; Marta menntaskólanemi, f. 1.5.1968; Guð- laug menntaskólanemi, f. 17.7.1969; Kristín Inga, f. 26.4. 1973; og Olga, f. 23.12. 1975. Hrafn á þrjár systur. Þær eru: Elva, f. 26.12.1936, kennari og leið- sögumaður í Reykjavík; Gíslunn, f. 19.11. 1940, húsmóðir á Reyðar- firði, og Þórunn Margrét, f. 19.9. 1946, starfsmaöur bæjarfógeta á Norðfirði. Foreldrar Hrafns voru Marta Tryggvadóttir, f. 22.8.1907, d. 1981, og Jóhann Þorsteinsson, litasér- fræðingur hjá málningarverk- smiöjunni Hörpu, f. 23.8. 1906, d. í apríl sl. Jóhann var sonur Þorsteins Gíslasonar, b. í Miðhúsum í Hvol- hreppi, og konu hans, Þórunnar Hrafn Jóhannsson. Guðmundsdóttir frá Bakka í Land- eyjum. Marta var dóttir Tryggva Jó- hannssonar, útgerðamanns í Hrís- ey, og konu hans, Margrétar Gísla- dóttur. Hl hamingju með daginn 85 ára 60 ára Jóakim Magnússon, Faxabraut 13, Keflavík. Ólafia Jónsdóttír, Klapparstíg 17, Reykjavik. Lilja Guðbjamardótrir, Álftamýri 12, Reykjavík. Jón Hjörleifsson, Borgarvegi 44, Njarðvík. Gunnar Sturla Gestsson, 80 ára Krummahólum 8, Reykjavik. Hann er erlendis þessa dagana. Ragnar G. Kristjánsson, Brával- lagötu 44, Reykjavík. Björn Stefánsson, Strandgötu 32, Neskaupstað. 50 ára 75 ára Sigurður Guðmundsson, Háaleit- isbraut 125, Reykjavík. 40 ára Marta Hannesdóttir, Sólvalla- götu 60, Reykjavík. Kristbjörg Eiðsdóttír, Böggvis- braut 3, Dalvik. Jón R. Sævarsson, Búhamri 36, 70 ára Vestmannaeyjum. Pálmi Stefánsson, Skólavegi 88A, Búðahreppi. Grétar Gissurarson, Eiðistorgi 7, Seltjamarnesi. Kristín Marie Sigurðsson, Hjalla- braut 39, Hafnarfirði. Elís P.G. Viborg, Bannahlíö 36, Reykjavík. Lilja L. Knudsen, Hofsvallagötu 17, Reykjavík. Edith Ásmundsson Edith Ásmundsson húsmóðir, Meistaravöllum 27, Reykjavík, er sextug i dag. Edith fæddist í Stettin í Austur- Þýskalandi en foreldrar hennar eru Paul Gerhardt, f. 22.1.1900, og Minna Gerhardt, f. 23.4. 1894. Edith átti fimm systkini en á nú einn bróður á lífi, Herbert. Hún kom frá Lubeck til íslands sem landbúnaðarverkakona 1949 og fór þá að Haga á Barðaströnd. Árið 1951 kom hún svo til Reykja- víkur og sama ár giftist hún Erni Ásmundssyni, f. á Djúpavogi, 4.5. 1932. Edith starfaði í ísbirninum í fjölda ára en sl. átta ár hefur hún starfað í borðstofunni á ElliheimO- inu Grund í Reykjavík. Edith og Örn eignuðust sex börn. Þau eru: Þórunn, f. 18.11.1951, gift Ásgeiri Jóhannssyni, en þau eiga eina dóttur; Ásdís, f. 20.4.1953, gift Unnsteini Björnssyni, en þau eiga þrjár dætur; Erna, f. 7.8. 1955, gift Gunnari’Þór Jakobsen, en þau eiga tvö böm; Anna María, f. 28.6.1958, Edith Ásmundsson. gift Hermóði Gestssyni, en þau eiga tvö böm; Páll Ingóífur, f. 6.7.1960, kvæntur Halldóru Ingadóttur, en þau eiga tvær dætur, og Guöjón Pétur, f. 21.4.1962, kvæntur Svövu Bjamadóttur, en þau eiga eina dótt- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.