Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 40
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27Ó22 MIÐVIKUDAGUR 27. JULÍ 1988. Vegir rofha vegna flóða _ í Vopnafirði Vegir rofnuöu vegna flóða í V opna- firði í gær. Þrír bæir einangruðust þegar Sunnudalsvegur fór í sundur á tveim stöðum og um tíma leit út fyrir að minkabúið á Svínabökkum yrði vatnselgnum að bráð. Eftir úrhellisrigningar undanfarna tvo daga óx vatn svo í Selá og Hauksá að elstu menn muna varla annað eins. Að sögn Einars Friðbjamarson- ar, verkstjóra Vegagerðar ríkisins, er sjaldgæft að vatnavextir verði slíkir sem raun varð á í gær. Sunnu- dalsvegur rofnaði við brýmar yfir Selá og Hauksá, á öðrum staðnum myndaðist um tuttugu metra skarð en eitthvað minna á hinum. ■*jr Með naumindum tókst að bjarga minkabúinu á Svínabökkum, sem hggur við Hauksá. Taldi Einar að einhverjar skemmdir hetðu orðið á húsum en dýrin öll sloppið lifandi. Einar sagði að unnið yrði að því í dag að koma einangruðu bæjunum þrem í vegasamband áftur og bjóst hann við að það tækist upp úr hádegi. pv ^ Vegir lokuðust vegna veðursins Vegna veðursins, sem geisað hefur norðanlands með roki og rigningu, hafa vegir orðið illa úti á nokkrum stöðum. Féll aur og grjót á veginn í Ólafs- fjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Um niuleytið í morgun vann Vegagerðin að því að opna Siglufjarðarveg. Lög- reglan á Siglufiröi sagði við DV í morgun að þó vegurinn opnaðist yrði hættulegt að keyra hann meðan enn rigndi. Gæti hrunið á veginn hvar sem væri. Ólafsfjarðarmúh var lokaður og ekki útiit fyrir að hann opnaðist fyr- ir umferð fyrr en úrkoma minnkaði ' veralega eða stytti alveg upp. Á veginn norður Strandir, norðan Bjarnarfjarðar, féh einnig aurskriða. Að sögn vegaeftirlitsins er hefih á leið norður og hefst hann handa við að opna veginn um leið og veður leyf- ir. -hlh LOKI Ætli göngugarpurinn á hálend- inu gangi í veðraskilunum? Tveggja manna frá Siglufirði saknað: Báturinn fannst mannlaus i morgun - skorðaður milli steina undir Strákafjalli Tveggja manna, sem fóru á gúmmíbát með utanborðsraótor frá Siglufirði síðdegis í gær, hefúr verið leitað frá því um hálftíuley- tið í gærkvöldi. Bátur mannanna fannst í fjör- unni undir Strákafjalh í morgun en ekkert hefur spurst til þeirra. Mennirnir, sem báðir eru á þrít- ugsaldri, lögðu upp frá Siglufirði um hálfijögurleytið í gær og var ekki vitað nákvæmlega hvert þeir ætluöu að fara, Vitavörður- inn í Sauðanesvita sá til mann- anna á bátnum um sexleytið þar sem þeir virtust vera á leið til lands. Veður var þá farið að versna með roki og úrkomu. Þeg- ar ekkert hafði spurst til mann- anna um hálftíuleytið í gærkvöldi var ákveðið að hefja leit að þeim. Var veður þá orðið slæmt. Var farið á bátum með strönd- inni en mikið brim var og sást htið þegar lýst var upp í fjörurn- ar. Þótti ekki þorandi að leita mikið frá sjó vegna veðursins og vora fjörur því gengnar. Stóð leit yfir í aha nótt og fannst bátur mannanna um hálfáttaleytið í morgun þar sem hann var skorð- aður mihi steina í fjörunni undir Strákafjalh, um fimm khómetra frá Siglufirði. í morgun hafa björgtmarsveit- irnar Strákar, Grettir og Skag- firðingasveitin leitað mannanna stanslaust með hjálp þyrlu. Að sögn björgunarsveitarmanna var haugabrim í fjörunum í morgun og þvi ekki hægt að greina neitt þar. Virtist vindinn vera að herða aftur og því erfitt um vik fyrir leitarfólk. Eins var töluvert grjót- hrun úr fjöhunum sem gerði ih- mögulegt að vera á ferh þar sem leitaö var. Að sögn manna í björgunarmiö- stöðinni voru hátt í 50 manns viö leit í morgun. -hlh GUMBATUR FINNST Á jöíðiaP^. Siglufjörðui ^^ Ólafsfjörður Togarinn Asgeir RE-60 siglir úr Reykjavíkurhöfn í gær meö fullfermi af þorski sem seldur verður í Hull á mánudaginn. DV-mynd S Veðrið á morgun: Slydda á hálendinu Spáð er norðan- og norðaustan- átt, viöast kalda eða stinnings- kalda. Rigning eða súld veröur um norðanvert landið en þurrt og sums staðar léttskýjað um landið sunnanvert. Á hálendinu er gert ráð fyrir slyddu eða jafnvel snjókomu á stöku stað. Siglta Bretland Togarinn Ásgeir RE-60 sigldi í gær áleiðis til Huh í Bretlandi með full- fermi af vænum þorski. Að sögn skipstjóra, Guðmundar Björnssonar, veiddist aflinn á átta dögum. Hann sagði magnið vera um 190 tonn, svo til eingöngu þorskur. Skipið mun selja á mánudaginn í Huh og kvaðst Guðmundur ekki ótt- ast lágt verð. Nokkrar sveiflur hafa verið á Bret- landsmarkaði undanfarið og eftir metsölur í síðustu viku lækkaði verðið á þorski og ýsu í þessari viku. pv Helgarveðrið: Sól sunnan- lands en hálf- skýjað nyrðra „Það má skipta landinu í tvennt varðandi veður á landinu, frá Snæ- fehsnesi og að Dalatanga. Sunnan megin verður bjart yfir en hálfskýjað norðanlarids,“ sagði Eyjólfur Þor- bergsson veðurfræöingur um helgar- veðrið. Eyjólfur spáir því að slagviðrið, sem var í gær og nótt sunnanlands, gangi niður á næsta sólarhring en um helgina verði hæg norðlæg átt og sól sunnanlands. Hiti verði á bh- inu 8-14 stig og 3 vindstig. Norðan- lands verður sennilega hálfskýjaö inn til landsins en skýjað og úrkomu- vottur við ströndina. í nótt snjóaði á hálendinu og víða fyrir norðan gránaði í íjöh. Ástæður þessa um mitt sumar sagði Eyjólfur vera að lægð væri fyrir austan landið sem drægi loft að sér að norðan en þar væri loftiö 1-3 gráðu heitt. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.