Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 33 Lífsstíll Bonsai-tré: rrrT""'i f,í \ ■ t < t'<\ i í/ ■ \y: ff 4 + x ^4 ^MWIW Margir vilja gjama hafa trjáplöntur á svölum eöa viö veröndina. En þaö er yflrleitt ógerlegt vegna þess hve ræktunin veröur plássfrek. En bonsai-tré gera þetta þó kleift. Getur einhver ímyndað sér að rækta birki á svölunum í meðalstórum blóma- potti? Þetta er vel hægt - meö natni og þolinmæði. Ræktunin er einfóld, leyndarmáhö er aö rætur plantn- anna era khpptar meö nokkurra ára mihibih. Stöðug umhyggja er nauðsynleg Bonsaiplöntur geta í rauninni veriö hvaða trjátegund sem er. Ræktun harðgerðra tegunda er þó heppileg- ust, a.m.k. fyrir byrjendur. Þaö helsta sem ber að varast er að plant- an ofþómi. Miöað við önnur tré hafa bonsai-plöntur mjög lítið rými fyrir rótina og næringartöku vegna þess að rótin er khppt og pottarnir smáir miðað við trén. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með raka moldarinnar og vökva daglega ef svo ber undir. Rigning og snjó- koma skaða yfirleitt ekki bonsai-tré á veturna. Hins vegar geta frostvind- ur og sól skaðað. Þessu er best að verjast með því að klæða með striga eða því um líku utan um. Það fer eftir tegundum hve oft ræt- ur trjánna eru klipptar. Þetta getur verið á 1-4 ára fresti. Yfirvöxtur er einnig khpptur. Af þessum sökum verður plantan smávaxin, bolur, greinar og lauf/barr. Listgrein upprunnin í Kína Vesturlandabúar kynntust ræktun bonsai-trjáa fyrst eftir seinni heims- styrjöld. Það voru Bandaríkjamenn sem fluttu þessa listgrein inn frá Japan. Elstu heimildir eru þó tvö þúsund ára gamlar frá Kínverjum. Bonsai merkir; planta í potti. Jap- anir kynntust þessari ræktun um árið 1200. Hún var notuð við trúar- brögð - Zenbúddisma. Vaxtarlag trjánna var formaö með tilliti til trú- arbragðanna. Vesturlandabúar hafa hins vegar hin síöustu ár formað ræktunina á sinn hátt. Markmiðið er að ná fram smækkaðri mynd af stærri tijám - litlar eftirlíkingar. Þetta er tilvalið fyrir þá sem dreymt hefur um að hafa trjáplöntur við aðkomu húsa þar sem ekkert beð er eða lítið pláss. -ÓTT. Tilvalið við inngang, tröppur eða svalir ~Já lp \% S\\\ llv s* *■< * * * ** ** ‘ % * * * % N N '-4 > * "> * * „ \ V V S ■ WtM* i. Bonsai-tré er hægt að rækta úr mörgum trjátegundum. Fremst á myndinni er lítið birkitré sem hentar vel við slika ræktun. Heimilið Smækkaðar eítírlíkingar stæni triáa Qott skjól er mikilvægt þar sem rósir eru ræktaöar. Leióbeiningar um rósaræktun Rósir eru sérlega fallegar við aðkomu húsa. Sé nægilega skjólg- ott og bjart eru skilyrði fyrir rósa- rækt prýöileg hér á landi. Algeng- ast er að beð eða blómaker með rósum séu staðsett við suðurhhð. Þó mun það ekki algild regla. Þegar rósir eru gróöursettar er mikilvægt að jarðvegur sé vel und- irbúinn. Plöntumar þurfa um 50-80 cm dýpt til að vaxa niöur í. Þannig má einnig miða viö að rósa- runninn þurfi álíka mikið'svæði og laufkróna hans verður. Heppi- legt er að blanda húsdýraáburöi, mómold eða leirmold og sandi sam- an við jarðveginn. Gróðursetning Áöur en gróðursett er skulu ræt- ur plöntunnar klipptar jafnt, þann- ig aö þær vísi til allra átta. Æskilegast er að ágræöslustaöur plöntunnar sé um 5-10 cm undir yfirborði jarðar. Þannig fer hluti greinanna niður í jarðveginn og hætta á frostskemmdum minnkar. Sé hins vegar gróðursett of djúpt nýtist lofthiti ekki sera skyldi. Vöxtur rósarunna verður falleg- astur sé ágræðslustaöur hafður of- an moldar, með því móti myndast sprotar þaðan og endurnýjun á sér stað, en þetta er þeim skilyröum háð að hitastig og skjól fyrir plönt- uxia sé nægjanlegt. í þessu sambandi má nefna aö heppilegt er að strengja plast yfir rósabeð - festa lista t.d. við húsvegg og niöur við jörð. En það verður aö gæta þess að loftstreymi sé nægilegt Áburðargjöf er alltaf mikil- væg Eins og með annan gróður er áburðargjöf mikilvæg til að vaxtar- skilyrði séu góð. Húsdýraáburður eykur örverugróður og bætir rækt- unarskilyrði rósa mjög. Einnig er tilbúinn áburður, s.s. græðir, hent- ugur. Auk þessa er ráðlegt að bera á fosfór síðla hausts eða snemma vors. Við lok blómstrunar er svo heppilegt að undirbúa plönturnar fyrir veturinn með þvi að bera á kali. Viö rósaræktun í gróðurhúsi er mikilsvert að fylgjast með sýrustigi jarðvegs. Til þess fást einfold tæki. Þegar rósir eru gróðursettar skyldi síður hafa þær þar sem rósir hafa verið áður. I slíkum tilfellum er nauðsynlegt að endurnýja jarðveg- inn. Vökvun og klipping Rakur jarðvegur er bestur fyrir rósir. Of blautur jarðvegur verður gjarna kaldur og of þéttur í sér. Því má ekki vökva of mikiö, þá loftar ekki nógu vel um jarðveginn. Hver plantaþarfnast um 10 lítra vatns á viku. A vaxtartímanun má gjaraa blanda áburöarlegi við vatniö. Lög- ur af húsdýraáburði er í því sam- bandi einkar góöur. Ef lítiö er klippt af rósarunna í upphituðu húsi fást blóm fyrr en ella. En rósategundir eru fjölmarg- ar - hver með sina eiginleika. Því er ekki um neina algjlda reglu aö ræða hvað snertir klippingu þeirra. Þess vegna er bent á hér að ráö- færa sig viö fagmenn í hveiju til- viki. -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.