Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 2
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. - Fréttir Enn nýjar upplýsingar um slæma stöðu atvinnuveganna: Raungengl hækkar enn og samkeppnisstaðan versnar Hagfræðideild Seðlabankans spáir því að raungengi krónunnar verði tæplega 8 prósent hærra í ár en í fyrra miðað við verðlags- þróun. Miðað við launaþróun spáir hag- deildin að raungengið hækki um tæp sex prósent. Hagdeildin spáir þessari hækkun raungildis krón- unar þrátt fyrir að gengi krónunn- ar hafi tvívegis verið fellt á þessu ári en aldrei í fyrra. Hækkun á raungildi sýnir versn- andi samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreinanna. Hag- fræðideildin reiknar samkeppnis- stöðu þessara greina sem frávik frá árinu 1979 sem hún telur að hafl sýnt vel jafnvægisskilyrði þjóðar- búsins. í fyrra var samkeppnis- staða sjávarútvegsins metin 6,9 prósent hærri en á árinu 1979. {ár hefur samkeppnisstaðan fall- ið og spáir hagfræðideildin að hún verði 5.8 prósent lakari en á árinu 1979. Samkeppnisiðnaöurinn þarf sömuleiðis að þola fall. í fyrra var sarakeppnisstaða hans metin 1,5 prósent lægri en 1979 og spáin ger- ir ráð fyrir að hún verði 6,7 prósent lakari í ár. -gse Myndin sýnir hvar menn frá verksmiðjum flugvélarinnar, sem fórst við Reykjavíkurfiugvöll á þriðjudag, rannsaka mælaborö vélarinnar. Voru einstakir mælar teknir, pakkað í svamp og settir í kassa. Verða þeir fluttir til verk- smiðjanna til frekari rannsókna, þar sem nauðsynlegur tækjakostur til þeirra rannsókna fyrirfinnst ekki hér á landi. Er sér mælaborð fyrir hvorn hreyfil vélarinnar og eru mælarnir væntanlega í þeirri stöðu sem þeir voru þegar flugvélin hrapaði og sprakk. Má þá sjá hvor hreyfillinn hefur bilað eöa hvort eitthvað annað hefur verið í ólagi með hreyflana. Fór rannsóknin fram undir eftirliti flugslysanefndar Kanada og íslands. DV-mynd S Starf Frikirkjuprests: Tveir hafia sótt um „Það er ekki ennþá komin dagsetn- ing á safnaðarfundinn, það eru marg- ir í sumarfríum og við bíðum með að ákveða dagpetninguna uns fólk fer að koma í bæinn aftur. Gísli Baldur Garðarsson, lögfræðingur prestsins, hefur líka sagt að það þýði ekki aö halda fundinn fyrr en í ágúst/sept- ember og við ætlum aö virða það,“ sagði ísak Sigurgeirsson, stjórnar- maður í Fríkirkjunni. - Hafa einhverjir sótt um prestsstöð- una? „Já, það hefur verið gert.“ - Fleiri en tveir? „Áð minnsta kosti það, ef þú vilt vita eitthvað meira um þetta átt þú aö tala við formanninn, Þorstein Eggertsson," sagði ísak og skellti á. Ekki reyndist unnt að ná sambandi við Þorstein. Starf Fríkirkjuprests var auglýst laust til umsóknar fyrri hluta júlí- mánaðar og rennur umsóknarfrest- ur út þann 15. september. Séra Gunn- ar Bjömsson sagöi að hann ætlaði aö sækja um stöðuna. „Ég hef ekki sent bréfið ennþá en ég ætla að gera það. Þetta er einungis formsatriði og ef til vill kemur ekki til slíks," sagði Gunnar. -JFJ Mikiö aö gera hjá Gunnari Bjömssyni: Hefur framkvæmt í Fríkirkjunni „Það hefur verið mikið að gera hjá mér og núna er ég nýkominn úr hálfs mánaðar fríi og það bíða tvær jarðar- farir, fjögur brúðkaup og fjöldinn allur af skírnum. Það er enginn mun- ur á vinnu minni núna og áður en stjórn kirkjunnar rak mig, að undan- skildu því að ég messa ekki,“ sagöi séra Gunnar Bjömsson. Undanfarin ár, þegar Gunnar hefur tekið sér sumarleyfi, hefur prestur leyst hann af en svo mun ekki vera nú. Aöspurður um hvert Fríkirkju- meðlimir leituðu í prestleysinu sagði Gunnar að margir leituðu til sín. Sagðist Gunnar framkvæma athafn- irnar í heimahúsum, kapellunni á prestssetrinu, í Fríkirkjunni og öðr- um guðshúsum. En af hverju fram- kvæmir hann athafnir í Fríkirkj- unni? „Ég get það eins og hver annar prest- ur þegar fólkið pantar kirkjuna. Fólkið er með kirkjuna að láni og mætir síðan með mig. Síðan þeir ráku mig hef ég framkvæmt tvær athafnir þar,“ sagði Gunnar. Stuðningsmenn séra Gunnars em ennþá að safna undirskriftum hon- um til stuðnings og sagði Gunnar að söfnunin þokaöist áfram en þó hægar en vonir stóðu til. „Við hringjum fyrst í fólk og fáum jáyrði og síöan er listunum ekið til fólksins. Þetta hefur allt tekið sinn tíma. Viö erum búin að fá jáyrði frá um 2000 manns þó að einungis um helmingur sé kominn á blað. -JFJ Alþjóðlegu þlngmannasamtökln koma fram með tillögu: Samningaviðræður um algjórt bann við tilraunum með kjamorkuvopn - tillagan neyðir stórveldin að samningaborðinu Ólafur Amarson, DV, Washingtoru Alþjóðlegu þingmannasamtökin, Parlamentarians Global Action, héldu blaðamannafuhd í skrifstofu- húsnæði bandarísku öldungadeild- arinnar í gær. Tilgangur fundarins var að kynna breytingartillögur sem fimm ríki hafa lagt fram viö samning stórveldanna frá 1963 um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Forseti samtakanna er sem kunnugt er Ólafur Ragnar Grímsson. Samningurinn hljóðar upp á bann við tilraunum í andrúmslofti, geimn- um og í hafinu. Breytingartillagan felur þaö í sér að kjamorkutilraunir veröi með öllu bannaðar. Þingmannasamtökin hafa undan- farin þrjú ár reynt aö fá hóp af þjóð- um til að leggja fram breytingartil- lögu við samninginn. í fyrradag sendu sendiherrar fimm ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum, Indónesíu, Perú, Mexíkó, Júgóslavíu og Sri Lanka, bréf til utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands þar sem þeir tilkynntu að ríki þeirra myndu leggja fram form- lega breytingartiUögu við samning- inn á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. 116 ríki eru aöilar að samningnum og ef einn þriöji þeirra styður breytingartillögu eru kjarn- orkuveldin skyldug að setjast að samningaborði og ræða hana. Tvö kjamorkuveldi, Frakkland og Kína, era ekki aðilar að samningnum. Til að breytingartillögur séu samþykkt- ar endanlega þarf einfaldan meiri- hluta en Bandarikin, Sovétríkin og Bretland hafa neitunarvald. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við DV í Washington í gær að á næstu vikum myndi tilskilinn fjöldi lýsa yfir stuðningi við breyting- artillöguna. Það þýðir að á næstu sex til tíu mánuöum verði kjamorku- veldin að setjast niður að samninga- borðinu og endurskoða samninginn. Ólafur sagði að Aaron Tovish, fram- kvæmdastjóri samtakanna, hefði fengið hugmyndina að þvi að nýta ákvæði samningsins um breytingar- tillögur. Samtökin hefðu síðan haft samband við ýmsa ráðgjafa Kennedystjórnarinnar og fengið þá í lið með sér en það var einmitt John F. Kennedy sem af hálfu Bandaríkj- anna skrifaði undir samninginn um takmarkað bann við kjamorkutil- raunum í Moskvu þann 5. ágúst 1963. Ólafur sagði aö hingað til hefði allt- af veriö talið að tvíhliða samninga milli stórveldanna þyrfti til að breyta vígbúnaðarsamningum en nú væri búið að sanna að kjamorkuvopna- laus ríki gætu haft áhrif á þessi mál. Á fundinum í gær flutti Paul Sim- on, öldungadeildarþingmaður frá 111- inois og fyrrverandi forsetafram- bjóöandi, ávarp. Simon sagðist vera ákaflega þakklátur Ólafi Ragnari fyr- ir ötult starf hans að þessum málum og sagði það aðdáunarvert að menn læsu samninga sem þennan og fyndu möguleika til breytinga. Paul Wamke, sem var aöalsamn- 'ingamaður um afvopunarmál í tíð Jimmys Carter, sagði hugmynd þing- manna samtakanna um að nýta ákvæði samningsins til þess að gera breytingar á honum snilldarlega og aö hún gæti jafnvel gengiö upp. Wamke sagði í samtali við DV í gær að hann teldi mögulegt að gera breyt- ingar á samningnum innan eins árs. Hann sagði að það skipti ekki máh þótt eitthvert af kjamorkuveldunum þremur, sem aðild eiga að samningn- um, beittu neitunarveldi vegna þess að kjamorkuveldin myndu lenda í gíslingu almenningsálitsins í heim- inum ef þau hygðust standa í vegi fyrir algeru banni við kjamorkutil- raunum. Þvi væri það skoðun hans að nú væri það einungis spuming um tíma hvenær öllum tilraunum með kjamorkuvopn yrði hætt. í gær gaf Edward Kennedy, öld- ungadeildarþingmaður frá Massa- chusetts og bróðir Johns F. Kennedy, út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði mjög breytingartillögu ríkjanna fimm og hrósaði þingmannasamtök- unum hástemmt fyrir framgang þeirra í afvopnunarmálum. Kennedy lýsti þeirri ósk sinni að nú yrði hægt að halda áfram í anda stefnu Johns F. Kennedy og banna með öllu til- raumr með kjamorkuvopn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.