Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 27
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 27 Smælki Sælt veri fólkið... Gömlu jaxl- arnir Crosby, Stills og Nash eru byrjaðir samstarf rétt eina ferðina og eru nýlagðir upp í hljómleikaferð um Bandarik- in. Margir biða þó með enn meiri eftirvæntingu eftir plötu sem kemur út um miðjan sept- ember en þar koma þeir félag- ar saman á ný með Neil Yo- ung og er þar með upprisinn kvartettinn gamli Crosby, Stills, Nash & Young sem hafði gifurleg áhrif á tónlistar- sköpun í heirninum upp úr 1970... Neil Young stendur i fleiri stórræðum en þeim sem um getur hér að framan þvi um þessar mundir á hann í harðvítugum deilum við bandarísku myndbandasjón- varpsstöðina MTV. Deilan stendur um bann sem sjón- varpsstöðin setti á myndband við nýtt lag frá Young en i laginu og myndbandinu gerir hann góðlátlegt grín að mynd- böndum nokkurra stórstjarna eins og Michael Jackson og Whitney Houston. Young og hans menn ásaka stöðina fyr- ir að vera undir hælnum á stóru stjörnunum og að ban- nið á myndbandið hafi verið sett vegna þrýstings frá við- komandi stjörnum... Sænska hljómsveitin Imperiet sem verið hefur i fararbroddi sænsks rokks í nokkur ár er hætt. Þessi tiðindi geta þýtt það að plata sú sem Bubbi Morthens hefur verið að vinna að i Svíþjóð i ein tvö ár, fari að líta dagsins Ijós. Og ástæðan er einfaldlega sú að helsti samstarfsmaður Bubba við gerð plötunnar er Christ- ian Falk bassaleikari Imperiet sem ætti að hafa rýmri tima aflögu eftir að Imperiet er hætt. Bubbi kemur reyndar fram á nýjustu og síðustu plötu Imperiet og er um þess- ar mundir á ferð um Svíþjóð með hljómsveitinni í loka- ferðinni... Á hljómleikaferð Michaels Jackson um Evrópu að undanfömu hefur vakið athygli að apinn Pebbles, sem verið hefur nánasti vinur Jack- sons undanfarin misseri, hef- ur vikið fyrir ellefu ára göml- um dreng, sem Jackson hefur mikið dálæti á. Foreldrar piltsins hafa iíka verið með i för og i þakklætisskyni fyrir að hafa leyft drengnum að koma með rétti Jackson þeim einn daginn ávisun og sagði þeim að kaupa eitthvert litil- ræði fyrir. Þau keyptu sér Rolls Royce... sjáumst... -SþS- Nýjar plötur Ómar Óskarsson - Rækjukokkteill Góður kokkteill Á fyrri hluta áttunda áratugarins var Pelican ein allra vinsælasta hljómsveitin á landi voru. Lög eins og Jenny Darhng og Sprengisandur geröu hjjómsveitina fræga vítt og breitt um ísland. Einn meðhma Pelican var Ómar Óskarssori. Ekki er hægt að segja að hann væri mjög* áberandi í hljómsveitinni. Það eru því ábyggilega margir sem hlusta hvað mest á íslenska popptónlist í dag sem kannast ekki við nafnið og kemur það þeim sömu á óvart að út er komin plata með Ómari Óskars- syni. Forvitni ætti samt að fá þá til að hlusta á Rækjukokkteil og víst er að ekki verða vonbrigðin mikil. Platan er vel heppnuð tónlistarblanda þar sem víða er komið við í efnisleit. Ellefu lög eru á plötunni og hefur Ómar samið þau öll í samstarfi við Hafhða Magnússon. Nokkuö misjöfn eru þau. Það besta er með því betra sem hér gerist. Platan byrjar á hinu ágæta lagi Einnar konu nætur, léttrokkað lag sem auðveldlega spilar sig inn í hlustandann og langar mann strax til að heyra það aftur. Góð tilþrif 'finnast næst í Bomban svífur, blúsað rokk sem Ómar fer skemmtilega meö. Síðasta lagiö á fyrri hlið plöt- unnar, Nelson Mandela, er nær ein- göngu spilað, boðskapur lagsins er óljós þar til í lokin en því miður held- ur slök lagíina ekki .áhuganum við lagið. Lögin á seinni hliðinni eru öllu jafnari. Þó er þaö eitt lag sem ber af, Ég er að fara yfir um, og er þaö lagið á plötunni þar sem manni finnst vera tekið á hlutunum. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um einstök lög. Heildin er nokkuð góð og kemur á óvart hversu góður lagasmiður Ómar er. Ekki er hægt aö skilja við plötuna án þess aö minnast á textana sem flestir hafa einhvem boðskap handa hlustand- anum þó missterkur sé. Rækjukokkteih er þess virði að hlustað sé á hana og er leitt að hún flóði sem duniö hefur á þjóðinni að skuh nær hverfa í því mikla plötu- undanförnu. HK Buster Poindexter Eitt sinn var til hljómsveit sem hét New York Dohs, af mörgum talin fyrirmynd Sex Pistols. Þegar sú síð- arnefnda hóf upp raust sfna höfðu Dolls hætt störfum. Söngvari sveitar- innar, David Johansen, er hú kom- inn fram á sjónarsviðið að nýju eftir langa fjarveru. Ekki undir sínu rétta nafni heldur sem Buster Poindexter. Á plötu Busters, sem kom út fyrir nokkrum vikum, er ekki að finna pönk. Ekki einu sinni rokk. Það kem- ur sem sé í ljós aö á meðan David Johansen djöflaðist með félögum sín- um í New York Dolls í gamla daga og lagði grunninn að músiksprengju áttunda áratugarins hafði hann mest gaman af að hlusta á sölsur, sömbur og big band tónlist. Og nú er ghmt við gömlu uppáhaldsslagarana. . Platan Buster Poindexter er afar fagleg. Hljómsveitin Banshees of Blue, sem leikur undir, er firnahress og blásararnir í The Uptown Horns gefa tónhstinni þann blæ sem henni ber. Satt best að segja er platan gjöró- lík öllum þeim sem koma út um þess- ar mundir og hafa á sér poppstimpil. Enda hefur upptökustjórinn, Hank Medress, ekki getið sér orð fyrir sam- starf við Van Halen, Whitesnake né neina shka, heldur Tony Orlando, Dan Hill og The Chiffons sv.o að fáir einir séu nefndir. Á plötunni Buster Poindexter eru ellefu lög. Þar af aðeins tvö frumsam- in. Hin eru, virðist mér, frá ýmsum tímum en mynda fína heild. Minnis- stæðast er að sjálfsögðu rúmban Hot Hot Hot. Oh Me Oh My (I’m A Fool For You Baby) er bráðsmelhð þótt ólíkt sé. Þá má ekki gleyriia útgáfu Poindexters á House Of The Rising Sun sem er ein af þeim betri sem ég hef heyrt af því lagi. Lög Poindext- ers, Cannibal og Heart Of Gold, eru einnig áheyrileg og þannig gæti ég sjálfsagt haldið áfram með öll lög plötunnar. Gamlir aðdáendur New York Dolls hafa ekkert gaman af Buster Po- indexter. Fólk sem kann að meta kontrabassa, hálfkassagítar, trommusett, fjóra blásara og stjórn- anda sem getur gripið í píanó þegar mikið hggur við - að ógleymdum fín- um barítonsöngvara sem eitt sinn var fínn rokkari - það fólk finnur áreiðanlega eitthvað viö sitt hæfi hjá Buster Poindextar. -ÁT Bjami Arason - Þessi eini þama: Aðeins sautján Þegar Bjarni Arason var kosinn látúnsbarki þjóðarinnar fyrir ári bjuggust fæstir við aö þessi táningur yrði ein skærasta söngstjaman að ári liðnu. Sú er samt raunin. Djúp rödd hans ásamt hflegri sviösfram- komu hefur gert hann að popp- stjömu nútímans á íslandi. Með hjálp góðra manna, sérstak- lega Stuðmannanna Valgeirs Guð- jónssonar og Jakobs Magnússonar, sem verið hafa honum hjálplegir, hefur Bjarni fengið upp í hendurriar lög sem passa vel fyrir rödd hans og er auðvelt að gleyma því að á ferð- inni er rétt nýorðinn sautján ára strákur. Samt er það svo að plata hans, Þessi eini þarna, ber þess merki að lítt reyndur söngvari með óvissa stefnu- mörkun er þar á ferðinni. Nokkru áður en platan kom út var eitt lagið af henni, Það stendur ekki á mér, farið að hljóma reglulega á öldum ljósvakans. Skemmtilegt erlent lag með ágætum texta eftir Sverri Stormsker sem er eins og samið fyrir Bjarna. Þar með var salan tryggð og eftirleikurinn léttur fyrir útgefend- ur. Nú, fleiri lög em á plötunni en ekk- ert jafngrípandi, lög sem eiga samt ábyggilega eftir að hljóma meira og minna á næstu misserum. Því miður er meðalmennskan allsráðandi, lög- in fara inn um annað eyrað og út um hitt án þess að mann langi til að heyra þau aftur. Jakob og Valgeir leggja sitt af mörkum ásamt Ragn- hildi Gísladóttur. Fleiri ágætir menn koma viö sögu, má nefna að Bubbi Morthens á eitt lag, Undir tungunnar rót, lag sem er langt frá að vera meö- al bestu laga hans. í heild er Þessi eini þarna bragð- . laus kokkteill sem ber þess merki að þrátt fyrir fullorðinsrödd er Bjarni Arason aðeins sautján ára og á eftir að marka sér stefnu. Eins og er minnir hann meira á söngvara sem er aö leita fyrir sér. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.