Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 37
LAÚGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 49 exd5 5. Bf4 Rf6 6. e3 Bf5 7. Db3 , Talið best í stöðunni en Kasparov afréð þó ekki að fara þessa leið gegn Karpov í Sevilla lék 7. Rge2. Forvitn- in rekur Karl áfram. 7. - Rc6 8. Dxb7 Rb4 9. Bb5+ Kf8 10. Kd2! Þannig teíldi Helgi Ólafsson gegn Karli á alþjóðlega mótinu á Akureyri í mars. Karl lék 10. - a6 11. Ba4 c5 en náði ekki að jafna taflið. Zaitsjév hugsaöi sig nú um í tæpa klukku- stund. Spurningin er auðvitað hvort hann velji besta leikinn eða hvort svartur eigi enn betri kosti sem þola ekki dagsljósið? 10. - Re4!? 11. Rxe4 Bxe4 12. Bxc7!?. Eftir 12. f3 mætti hugsa sér fram- haldið 12. - Hb8 13. Dxc7 Dxc7 14. Bxc7 Hxb5 15. fxe4 og nú 15. - dxe4, eða 15. - Ra6 með óljósu taíli. Leikur Karls virtist koma Sovétmanninum á óvart. 12. - Dc8 lji. Dxc8 Hxc8 14. f3 Hxc7 15. fxe4 dxe4 16. a3 Rd5 17. Rh3 g5 18. Ba4 g4 19. Rf2 £5 20. Bb3?! Svartur á peði minna en hefur virka stöðu og allgóð gagnfæri. Þessi leikur Karls er þó ekki sem nákvæm- astur. Betra er 20. Hacl. 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 20. - Rxe3! 21. Kxe3 Hb7 22. Be6 Eða 22. Bc2 Hxb2 og síðan -Bg5 + og svartur hefur rífandi spil. 22. - Bg5+ 23. Ke2 Ke7! 24. Bxíd Hvítur verður að gefa manninn aft- ur, ef kóngshrókur svarts kemst í leikinn veröur staða hans allt of sterk 24. -Hxb2+ 25. Kel HÍ826. Rxe4! Hxía Og Zaitsjév bauð jafntefli sem Karl þáði. Eftir 27. Rxg5 Hxg5 28. Hfl Hxg2 29. Hf2 er staðan hnífjöfn. A-flokkur einkenndist af miklum flölda jafntefla og var engu líkara en sumir skákmannann væru í sum- arfríi. E.t.v. hefur hitabylgjan við Moskvu átt sinn þátt í því en skáksal- urinn fór ekki varhluta af hitanum. Fjórir skákmenn deildu efsta sæt- inu: Stórmeistararnir Psakhis og Razuvajev og Kajdanov og Vizmana- vin sem báðir eru sterkir alþjóðlegir meistarar og náðu stórmeistara- áfanga. Þeir hlutu allir 6 v. af 10 mögulegum og voru taplausir, utan Psakhis sem beið lægri hlut í einni skák. í 5.-6. sæti komu Kharitonov ogTsjernín með 5,5 v.,Englendingur- inn Davies fékk 5 v., Smagin og Júgó- slavinn Drashko 4,5 v., og Englend- ingamir Levitt (3,5) og Conquest (3 v.) ráku lestina. Rennum yflr frísklega skák frá mótinu. Það er Kajdanov sem er í aðalhlutverki en hann teflir rólegt afbrigði af enska leiknum frumlega og skemmtilega. Fyrr en varir nær hann stórsókn og mótherja hans eru allar bjargir barinaðar. Hvítt: G. Kajdanov Svart: Stuart Conquest Enskur leikur. 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Hbl Be6 7. b4 Dd7 8. b5 Rd8 9. Rd5 Svipaöar aðferðir viöhafði Kasp- arov í einvíginu við Karpov í Sevilla. Ætlunin er að fá svartan til að stugga viö riddaranum svo taflið opnist drottningarmegin en hvítur tapar leik. 9. - c6 10. bxc6 bxc6 11. Rc3 Re7 12. Rf3 Bh3 13. Bxh3 Dxh3 14. Re4 Rc815. Hgl!? Dd7?! Betra er 15. - h5. Nú nær hvítur miklum þrýstingi með frumlegri áætlun. 16. g4! h6 17. d4 exd4 18. Rxd4 De7 19. Dd3 Kf8 20. Hg3 a6 21. He3 Dd7 22. h3 Dc7 23. Bb2 Hb8 24. Rb3 Re6 25. Bxg7 Rxg7 26. Hdl Re8 27. Hf3 Kg8 28. h4! Svartur er ótrúlega bjargarlaus gegn sókn hvíts. • De7 29. h5 Hb7 30. hxg6 fxg6 31. Rec5! dxc5 32. Dxg6+ Rg7 33. Rxc5! Hb2 Ekki 33. - Dxc5 34. Hd8 mát. 34. He3 Df8 35. Rd7 Db4+ 36. Kfl Re7 37. Rf6+ Kf8 38. Hd8 Og svartur gafst upp, enda mát í næsta leik. . -JLÁ Unglingalandslið íslands í bridge sem keppir um þessar mundir á Evrópu- móti í Búlgaríu. Frá vinstri Eiríkur Hjaltason, Þröstur Ingimarsson, Matthias Þorvaldsson, Bernódus Kristinsson, Hrannar Erlingsson, Jón Páll Sigurjóns- son fyrirliöi og Olafur Týr Guðjónsson. Evrópumót unglinga Dagana 5 -13. ágúst næstkomandi fer fram Evrópumót yngri spilara í bridge. Miöaö er við aldurinn 25 ár, til þess aö vera gjaldgengur í ungl- ingalandslið. Keppnin fer fram í borginni Plovdiv í Búlgaríu, og spil- aðar verða 20 umferðir (þátttöku- þjóðir eru 21). Hver leikur er 20 spil, og spilaðir verða þrír leikir á dag, þannig að ljóst er að dagskráin verð- ur stíf. Unglingalandsliðið er skipað Matt- híasi Þorvaldssyni, Hrannari Erl- ingssyni, Eiríki Hjaltasyni, Ólafl Tý Guðjónssyni, Þresti Ingimarssyni og Bernódus Kristinssyni. Fyrirliði án spilamennsku er Jón Páll Sigurjóns- son, en honum til aðstoðar verður Ásgeir Ásbjörnsson. Unglingalands- liðiö hefur æft stíft undanfarna mán- uði undir stjórn Jóns Páls og Ás- geirs, og landsliðsþjálfari A-liösins, Hjalti Elíasson, veitti ráðleggingar síðustu vikurnar fyrir brottför. IþróttapistiH Dómaramir þurfa mun meira aðhald Dómaramál hafa veriö mikiö til umræðu manna á meðal á síðustu dögum og vikum og þeir eru marg- ir sem enn eru að ræöa bikarleik Vals og Fram sín á milli. Allir sem sáu þann leik voru sammála um að dómari leiksins hefði geflð Vals- mönnum sigur með kolröngum vítaspyrnudómi þegar staðan var jöfn, 1-1. Auðvitað er alltaf hæpið aö full- yrða um einstök atvik sem skjóta upp kollinum í knattsþyrnuleikj- um sem öðrum knattleikjum en eftir að hafa skoðaö vandlega aö- dragandann að umræddri víta- spyrnu er ég ekki í nokkrum vafa um að dómarinn gerði þarna af- drifarík mistök. Knötturinn fór alls ekki í hpndi varnarmanns Fram heldur í lærið innanvert. Umhugsunarefni Aö mínu mati hefur dómgæslan í knattspyrnunni í sumar verið á alla kanta, léleg í sumum leikjum en framúrskarandi í öðrum, eins og gengur. Ég tel afar mikilvægt að menn staldri við eftir yflrstand- andi keppnistímabil og að dómara- málin verði tekin til endurskoðun- ar. Þar er víða pottur brotinn og ekki aðeins varðandi frammistöðu einstakra dómara. Skipulag dóm- aramála má betur fara. Dómararnir allt of margir Fyrir nokkrum árum var fjöldi þeirra dómara sem fá verkefni í 1. deild takmarkaður við ákveðna tölu. Nú er svo málum komið að fjöldi þessara dómara er orðinn allt of mikill og dómarar komast því aldrei í nægilega leikæfingu. Ef valinn væri takmarkaður fjöldi til aö dæma í 1. deildinni myndu dómarar gjarnan standa sig mun betur, það gefur auga leið. Maður hefur það á tilfinningunni að verið sé að gera óteljandi meöaldómur- um greiða meö því aö leyfa þeim að dæma leik og leik í 1. deild en í raun er verið að gera flestum þess- ara dómara óleik. Dómurum á að refsa eins og leikmönnum Ellefu leikmenn leika í knatt- spyrnuliði. í öllum liðunum er mik- il barátta manna á meðal um sæti í viðkomandi liði. Standi leikmaður sig mjög illa í einum leik er hann svo til alltaf settur á varamanna- bekkinn og tekur þannig út sína refsingu fyrir slaka frammistöðu. Lítum á málin hjá dómurunum. Og minnumst aftur atviksins í bi- karleik Vals og Fram sem getið er um í byrjun þessa pistils. Dómar- inn stóð sig afleitlega og gerði aragrúa mistaka. Auðvitað eiga dómarar sína slæmu leiki eins og leikmenn og þeir eru mannlegir og geta gert mistök. En af hverju má ekki refsa dómurum eins og leik- mönnum. Mistök dómarans í leik Vals og Fram voru svo alvarlegs eölis að ef allt hefði verið með felldu hefði sá hinn sami ekki átt aö fá að koma nálægt leik í 1. deild í nokkrar vikur á eftir. En dómarinn var mættur í leik í 1. deild nokkrum dögum síðar. Vantar aðhald Nú er því þannig variö hjá dóm- urum að eftir keppnbistímabil er farið yfir leikskýrslur sumarsins og frammistaða dómara metin. Sumir detta út af listanum yfir 1. deildar dómara en aðrir fá að halda sæti sínu. Þetta er engan veginn nógu gott fyrirkomulag. Dómarar geta gert mistök leik eftir'leik og eiga því að taka út sína refsingu jafnóðum verði þeir uppvísir að algerum byrjendamistökum eins og dómarinn í leik Vals og Fram. Dómurum væri mikill greiöi gerð- ur með því að fá slíkt aðhald og þá myndu þeir örugglega standa sig betur. Slíkt kæmi öllum til góða. Landsleikur gegn Búlgaríu Mjög sterkt landsliö Búlgaríu er mætt til landsins og leikur gegn íslenska landsliðinu á Laugardals- velli á morgun, sunnudag. í liðinu eru margir sterkir leikmenn þótt ekki séu þeir ofarlega í hugum ís- lenskra knattspyrnuunnenda. Búlgarir komust í 16-liða úrslit í heimsmeistarakeppninni síðustu í Mexíkó en töpuðu þar fyrir heima- mönnum. Óhætt er að segja að lið Búlgaríu sé á meðal tíu bestu landsliða í Evrópu og því ættu knattspyrnuunnendur að geta orð- iö vitni að góðum leik. Ekki er enn vitað hvernig íslenska liðið verður skipaö þegar þetta er skrifað. Líkur benda þó til þess að Ásgeir Sigur- vinsson leiki með og finnst mörg- um tími til kominn. Stefán Kristjánsson • íslenskir knattspyrnudómarar sjást hér undirbúa sig fyrir keppnistimabil knattspyrnumanna. Margir eru þeirrar skoðunar að dómarar þurfi aukið aðhald og þeir þurfi jafnframt að axla meiri ábyrgð á frammistöðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.