Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 65 ■» Afmæli Garðar Steinarsson Garðar Steinarsson flugstjóri, Vesturströnd 27, Seltjámamesi, varð fimmtugur í gær. Garðar er fæddur í Rvík en ólst upp á Seltjam- arnesi frá 1945. Hann byijaði að læra að fljúga í Flugskólanum Þyt 1955 og tók atvinnuflugmannspróf 1959. Garðar lauk námi í loftsigl- ingafræði 1960, varð loftsiglinga- fræðingur 1961-1963 og hefur verið . flugmaður hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum frá 1963. Hann var í stjóm Róðrarfélags Reykjavíkur og varð íslandsmeistari í kappróðri og hnefaleikum og hefur starfað í Sam Frímúrarareglunni um árabil. Garðar kvæntist 30. september 1961, Ástu Sveinbjarnardóttur, f. 9. júlí 1939. Foreldrar hennar em Svein- bjöm Högnason, prófastur og al- þingismaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og kona hans Þórhildur Þorsteinsdóttir. Böm Garðars og Ástu eru Hróðný, f. 7. apríl 1962, þroskaþjálfaranemi, Þórhildur, f. 15. júlí 1965, þroskaþjáfari og Páll, f. 9. júlí 1971. Systkini Garðars era Steinunn, f. 26. október 1933, gift Guðna Siguijónssyni, vélstjóra á Seltjamamesi, og Sigm-ður, f. 1. jan- úar 1948, rafvirki í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Eysteinsdóttur. Foreldrar Garðars voru Steinar Bjamason, trésmiður á Seltjarnar- nesi, og kona hans Hróðný Páls- dóttir. Steinar var sonur Bjama, b. í Glæsibæ í Sæmundarhlíð, bróður Sigurlaugar, móður Jakobs Bene- diktssonar, fyrrv. orðabókarrit- sjóra. Bjarni var sonur Sigurðar, b. á Stóra-Vatnsskarði, Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Þorsteins- dóttur, b., skálds og hreppstj óra á Reykjavöllum, Pálssonar, bróður Sveins, læknis og náttúrufræðings í Vík í Mýrdal. Móðir Steinars var Valgerður Jónsdóttir, b. og hrepp- stjóra á Hafsteinsstöðum, Jónsson- ar og konu hans Steinunnar Ám'a- dóttur. Hróðný er dóttir Páls, bókbindara í Rvík, Jónssonar, b. í Hákoti á Akranesi, Pálssonar, fóöur Jóns, langafa Sigríðar, móður Hauks Gunnarssonar, heimsmethafa í 100 og 400 m hlaupi fatlaðra. Móðir Páls var Anna Magnúsdóttir, b. í Skógum í Flókadal, Jónssonar, b. og dbrm. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ætt- fóður Deildartunguættarinnar. Móðir Önnu var Elísabet Björns- dóttir, aðstoöarprests á Húsafelli, Snorrasonar, prests og skálds á Húsafelli, Björnssonar. Móðir Hróðnýjar var Steinunn Gísladóttir, b. í Gröf í Ytrihreppi, Jónssonar, b. í Efra-Langholti, Magnússonar, b. í Efra-Langholti, Eiríkssonar, b. í Bolholti, Jónssonar, ættfóður Bol- holtsættarinnar. Móöir Steinunnar var Guðrún Álfsdóttir, b. í Nýjabæ á Eyrarbakka, Jónssonar, b. á Garðar Steinarsson. Eystri-Loftsstöðum, Ólafssonar. Móðir Jóns var Sesselja Aradóttir, b. á Eystri-Loftsstöðum, Bergsson- ar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfóður Bergsættarinnar. Móðir Álfs var Gróa Álfsdóttir, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, bróður Sesselju. Guðlaugur Guðmundsson Guðlaugur Guðmundsson vél- stjóri, Skipholti 45, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Guölaugur fæddist á Arnarstapa í Tálknafirði en flutti tveggja ára með foreldrum sínum til Súgandaíjarðar þar sem hann ólst upp í foreldrahús- um. Hann fór flórtán ára til sjós á bát frá Súgandafirði en var síðar á Samvinnubátum frá ísafirði. Guð- laugur var á togurum öll stríðsárin og sigldi þá oft til Englands. Eftir stríð var hann á togurum og bátum en síðan á verslunarskipum. Hann tók mótornámskeið hjá Fiski- félaginu 1937-38 og stýrimannanám- skeið á Akureyri 1940-41. Guðlaugur kom í land 1973 og fór þá að vinna hjá Glæsibæ. Hann starfaði síðan hjá Sambandinu um skeiö en hefur nú starfað sem vakt- maður hjá Granda í átta ár. Guðlaugurkvæntist21.6.1952 Margréti Dagbjartsdóttur, f. 24.5. 1914. Foreldrar hennar voru Dag- bjartur Einarsson, útvegsb. í Grindavík, og kona hans, Valgeröur Guömundsdóttir. Sonur Guðlaugs og Margrétar er Einar, kaupmaður á Seyðisfirði, f. 22.2.1955 Guðlaugur var næstyngstur tíu systkina en hann á nú einá systur á lífi. Hún er Unnur, húsmóðir, f. 27.7.1910, en hún dvelur nú á Hrafn- istuíReykjavík. Foreldrar Guðlaugs vom Guð- mundur Sturluson, b og smiður að Amarstapa í Tálknafirði, f. 18.12. 1870, d. 23.11.1931, og kona hans, Guðrún S. Oddsdóttir húsmóðir, f. 24.5.1874, d.28.2.1962. Föðurforeldrar Guðlaugs voru Sturla Ólafsson, b. og skipstjóri í Krossadal, og Agnes Jónsdóttir. Móðurbróðir Guðlaugs var Hall- björn, ættfaöir Hallbjarnarættar- innar. Móðurforeldrar Guölaugs vom Oddur Hallgrímsson, prestur í Gufudal, og Valgeréur Benjamíns- dóttir. Oddur var sonur Hallgríms, prests í Görðum, Jónssonar, vígslu- biskups á Staðastað, bróður Skúla fógeta Magnússonar, prests á Húsa- vík, Einarssonar, prests í Garöi í Kelduhverfi, Skúlasonar, prests í Goðdölum, Magnússonar, prests á Guðlaugur Guðmundsson. Mælifelli, Jónssonar. MóðirHallgrímsvarÞórunn ’ Hansdóttir Scheving, systir Vigfús- ar, fööur Guörúnar, konu Magnúsar Stephensen konferensráðs og Ragn- heiðar, konu Stefáns Thorarensen, amtmanns og konferensráðs á Möðruvöllum. Mó’ðir Odds var Guð- rún Egilsdóttir, systir Sveinbjarnar rektors. Guðlaugur verður að heiman í dag. Friðrik Guðmundsson Friðrik Guðmundsson verkamað- ur, Skúlagötu 68, Reykjavík, veröur áttatíu og fimm ára á morgun. Friðrik fæddist á Eyvindarstöðum viö Vopnafjörð. Hann missti ungur föður sinn og ólst upp hjá móður sinni fram yfir fermingu en flutti svo með henni til Hornafjarðar 1928 þar sem hann dvaldi á annað ár.. Friðrik flutti síðan til Suðurnesja þar sem hann var á vertíð í Ytri- Njarðvík og í Görðum en flutti til Reykjavíkur 1933. Hann stundaði þá sveitavinnu á sumrin en var við höfnina á veturna. Friðrik réðst síð- an til Rafmagnsveitunndr þar sem hann starfaöi í átta ár og síðan til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar en þar starfaði hann í tuttugu og níu ár eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Friðrik var einn þeirra fyrstu sem fluttu í sambýlishúsin austast við Skúlagötu er þau voru reist eftir stríð en þar býr hann enn. Kona Friðriks var Elín Eggerts- dóttir frá Gljúfurá í Arnarfirði, f. 1905, en hún lést fyrir fimmtán árum. Friðrik og Elín eignuðust þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Sonur þeirra á lifi er Öm, raftæknifræð- ingur hjá Álverinu, f. 1938, kvæntur Unni Guömundsdóttur en þau búa í Kópavogi og eiga fiögur börn. Friðrik átti bróður og systur og er bróðir hans látinn. Systir hans er Sigurlaug sem nú dvelur á Elli- og hjúkrunarheimihnu á Horna- firði. Foreldrar Friðriks voru Guð- mundur Metúsalemsson, b. á Ey- vindarstöðum, og kona hans, Þor- björg Jónatansdóttir. Guömundur var sonur Metúsal- ems, sonar Kristjáns á Síreksstöð- um í Vopnafirði, Guðmundssonar. Móðir Kristjáns var Judit Sigurðar- dóttir, ein Ljósavatnssystkina sem þekkt vorU fyrir skáldskaparhæfi- leika sína. Móðir Juditar var María Sörensdóttir, b. á Ljósavatni, Kristj- ánssonar, og konu hans, Guðrúnar Þorvaldsdóttur, prests á Hofi í Vop- nafirði, Stefánssonar, prófasts og skálds í Vallanesi, Ólafssonar, próf- asts og skálds á Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðssonar. Móðir Guðmundar var Guðný Eggertsdóttir, b. í Saurbæ, Einars- sonar og konu hans, Ólafar Guö- laugsdóttur. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að þerast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Tii hamingju með daginn 90 ára 50 ára Ágúst Jóhannesson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði, er níræður í dag. Ragnhildur Árnadóttir, Vesturgötu 50A, Reykjavík, er fimmtug í dag. Alda Sigurðardóttir Kaldrananesi 1, Kaldfananes- 75 ára hreppi, Strandasýslu, er fimmtug í dag. Elísa Eliasdóttir, Túngötu 12, ísafirði, er sjötiu og fimm ára í dag. Ásgerður Guðjónsdóttir, Grenimel 23, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Jónas Jóhannesson, Austurbyggð 16, Akureyri, er fimmtugur í dag. Ásgeir Þorleifsson, Borgarheiöi 17, Hveragerði, er fimmtugur í dag. Sigrún Guðný Guðmundsdóttir, Norðurtúni 8, Miðneshreppi, Gull- bringusýslu, er fimmtug í dag. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 20. 70 ára Margrét Sigurðardóttir, Brunngötu 1, Hólmavík, er sjötug í dag. Sigurður Evje Markússon, Uröárbraut 2, ReyHjavík, er sjötug- ur í dag. Valgerður Sigurvinsdóttir, Keilusíðu 1A, Akureyri, er sjötug í dag. Sigriöur Björnsdóttir, Vesturgötu 15, Ólafsfirði, er sjötug í dag. Hákon Jónsson, Skálbrekku 21, Húsavík, er sjötug- ur í dag. Auður Hákonardóttir, Langholtsvegi 169, Reykjavík, er fimmtug í dag. Örn Engilbertsson, Depluhólum 4, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Hólmfriður Hclgadóttir, Setbergi, Fellahreppi, N-Múla- sýslu, er fimmtug í dag. Kristinn Þorsteinsson, Skólabraut 2, Geröahreppi, Gull- bringusýslu, er fimmtugur í dag. 40 ára Steinþór Eyþórsson, Víðilundi 7, Garðabæ, er fertugur í dag. 60 ára Sigurrós Marteinsdóttir, Háagerði'18, Reykjavik, er fertug í Sigurlaug M. Ámadóttir, Jórufelli 12, Reykjavík, er sextug í dag. Sigurður Stefónsson, Fornhólura, Hálshreppi, Suður- Þingeyjarsýslu, er sextugur í dag. Kristin Sigbjörnsdóttir, Bjamhólastig 3, Kópavogi, er sex- tug í dag. dag. Árni Erlendsson, Birkilundi 40, Kópavogi, er fertug- ur í dag. Snorri Siguijónsson, Hringbráut 33, Hafnarfirði, er fer- tugur í dag. Guðrún Sverrisdóttir, Þverholti 7, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Emst P. Sigurðsson EmstP. Sigurðssonmjólkurfræð- ingur, Grænumörk 3, Selfossi, er sjötugurídag. Ernst fæddist á ísafirði, sonur Ól- afs Sigurðssonar, kaupmanns þar, og konu hans, Petra Sigurðsson, sem Var af dönskum ættum. Ernst flutti ungur með foreldrum sínum til Kaupmannahafnar þar sem þau bjuggu á Amager en kom með þeim til íslands aftur 1932 þar sem þau settust að í Reykjavík. Ernst hóf snemma störf hjá Mjólk- ursamsölúnni í Reykjavík, fyrst á Snorrabraut en síðar við Laugaveg. Hann fór til Danmerkur eftir stríö og læröi þar mjólkurfræði en starf- aði síðan áfram hjá Mjólkursamsöl- unni þar til hann flutti austur til Selfoss 1961 þar sem hann hefur síð- an starfað hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Ernst er þekktur fyrir frímerkja- söfnun en hann hefur um árabil leiðbeint unglingum við þá tóm- Ernst P. Sigurðsson. stundaiðju. Kona Ernst er Ingeborg Sigurös- son, f. 10.9.1917. Eigaþautvær dæt- ur: Kristínu, húsmóður í Hafnar- firði; og Margréti, húsmóður í Reykjavík. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.