Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Side 4
4 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Fréttir Efiiahagsaðgerðimar bjarga ekki verst settu frystihúsunum: Munum ekki moka fé í gjaldþrota fyrirtæki - segir Jón Baldvin Hannibalsson „í þeirri vinnu sem hingað til hefur farið fram um þessar efnahagsráð- stafanir hefur ekkert verið fjallað um að gera sérstakar ráöstafanir fyrir einstök fyrirtæki. í þeim dæmum sem liggja fyrir um einstök fyrirtæki er ljóst aö almennar ráðstafanir bjarga þeim ekki öllum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra. Eins og fram hefur komið í DV eru tugir fyrirtækja í sjávarútvegi nú nánast rekin gjaldþrota. Þessi fyrir- tæki skulda meira en sem nemur eignum þeirra. Meðal þessara fyrir- tækja eru nokkur sem eru einu at- vinnutæki heilu byggðarlaganna. Þannig mun Fiskiöjan Freyja á Súg- andafirði, Einar Guðfmnsson í Bol- ungarvík, Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri, Hraðfrystihús Patreks- fjarðar, Meitillinn í Þorlákshöfn og fleiri fyrirtæki standa mjög illa. - Má búast við að einhver þessara fyrirtækja verði gjaldþrota þrátt fyr- ir efnahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar? „Það eru fyrirtæki í þessu landi sem eru sannanlega gjaldþrota. Ef ekki eru uppi sérstakar áæflanir um að moka í þau meira fé fara þau á hausinn. Það er stundum svo að þessi fyrirtæki eru einu atvinnutæki við- komandi byggðarlaga. Þá er matsat- riöi hvort það sjávarpláss er betur statt ef mokað er peningum í fyrir- tækið þótt fyrirsjáanlegt sé að það geti ekki gengið heldur en að gjald- þrot fari fram og nýir eigendur taki við. Eignirnar fara ekki af staðnum." - Má þá búast við að ríkisstjórnin aöstoði nýja eigendur við að fjár- magna kaup á þessum fyrirtækjum? „Það eru auðvitað uppi tillögur um það í einstökum tilfellum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -gse Fríkbkjudeilan: Um 200 í messu hjá séra Gunnari Bjömssyni Séra Gunnar Bjömsson fri- kirkjuprestur hélt sína fyrstu al- mennu messu í gærmorgun eftir sumarleyfi. En sfjóm FríkirKjunn- ar hefur sem kunnugt er sagt hon- um upp störfum. Messan vár hald- in í Háskólakapellunni og mættu þar um tvö hundmð stuðnings- menn hans. Á þriöjudag sóttu nokkrir stuðn- ingsmanna Gunnars um leyfi til stjómar Frfkirkjunnar um messu- hald í kirkjunni. Þeim barst síðan neitun frá stjóminni seint á fimmtudag. Séra Gunnar taldi eins- dæmi í kristnum sið að söfnuði væri neitað um eigin kirkiu til messuhalds. „Ég held aö slikt hafi ekki áður gerst hér á landi," sagði hann. „Við báöum yfirvöld í guöfræði- deild Háskólans um leyfi til messu- halds og okkur var ekki úthýst þaöan. Eg vona að þessi deila verði sett niður bráðlega því auðvitaö vfijum viö halda messu í okkar eig- in kirkju. Bráðum fer sá tími í hönd að bamaguðsþjónustur bytji. Ég tel mjög mikilvægt að kirkjustarfið verði komið í eðlilegan farveg áð- ur, þannig að þessi misklíð komi ekki niður á þeim sem sfst skyldi," sagði séra Gunnar Björnsson. -EG Um tvö hundruð manns sóttu messu hjá séra Gunnari Björnssyni í Háskólakapellu. Frá slysstað i Elliðavoginum á laugardag. Hjólreiðamaður slasast: Keyrt var á hjólreiðamann á EPC- iðavogi síðdegis á laugardag Hjólreiðamaðurinn, sem var kona, slasaðist talsvert og var flutt á slysa- deild. Hún mun hafa handleggs- og fótbrotnað. Konan var að hjóla norður Elhða- Siapp ómeidd úr bílveltu Ung stúlka slapp ómeidd úr bíl- veltu sem átti sér staö viö Kúa- gerði snemma á laugardagsmorg- un. Stúlkan, sem var ein í bilnum, var á leiðinni til Reykjavíkur og sofnaði undir stýri. Rétt í því er hún var að missa bifreiðina út af veginum náöi hún að sveigja inn á veginn aftur og forða þvi að bifreiðin lenti út af. En þá valt bíllinn á toppinn og rann þannig um 40-50 metra eftir veginum. Ökumaður var í öryggisbelti. RóG. voginn. Svo virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi verið á nokkuð miklum hraða og ekki séð hjóhð fyrr bíllinn skah á það. -RóG. Kviknaði í út frá eldavél Eldur kom upp í fjölbýlishúsi að Kleppsvegi 74 á laugardagsmorgun. íbúar hússins urðu varir við mik- inn reyk sem lagði frá einni íbúð- inni. Kom í ljós að straumur hafði gleymst á eldavél og hafði kviknað í nálægum hlutum. Einn maður var sofandi inni í íbúö- inni en tekist hafði að vekja hann áður en slökkvihðið kom að. Manninum var ekkert meint af. -RóG. Arekstur á Vesturiandsvegi Ökumaður bifhjóls slasaðist nokk- uð í árekstri við fólksbifreið síðdegis á laugardag. Slysiö átti sér stað á Vesturlandsvegi, rétt við Korpúlfs- staði. Ökumaður bifhjólsins var í þann mund að keyra fram úr bifreiðinni er henni var beygt inn á Korpúlfs- staðaveginn og skelitist hjóhð þá í hlið bifreiðarinnar. Ökumaður bflsins slapp við meiðsl. -RóG. í dag mælir Dagfari_______________________ Hvar er afjgangurinn af mér? Þá er heimsókn Þorsteins Páls- sonar lokið og Steini kominn í frí til Flórída. Ekki veitir honum af enda ekki heiglum hent að heim- sækja Bandaríkjaforseta í hefla tvo daga. Þorsteini hggur heldur ekki á heim því hann er búinn að skipa sérstaka ráðgjafamefnd til að útkljá fyrir sig efnahagsmálin og mundi ekkert hafa að gera þótt hann kæmi heim. Annars er það að frétta af þessari heimsókn að hún var eitt samfeht faðmlag þeirra þjóðarleiðtoganna. Reagan var afskaplega elskulegur aö sögn íslendinganna og Þorsteinn var afskaplega vingjamlegur að sögn Kananna. Þess í milh útkljáöu þeir heimsmálin og hvalamáhð og vegabréfsáritanimar og fríversl- unina og snæddu hádegisverð í Hvíta húsinu. Litlar spumir hafa verið af því hvemig öll þessi við- kvæmu deilumál vora leyst en Þor- steinn mun hafa gefið Bandaríkj- unum nokkur góð ráð í sambandi við Efnahagsbandalagið enda veitir Bandaríkjamönnum ekki af heil- ræðum í því máli. Enginn getur veitt þeim betri ráð en Islendingar enda era þeir ekki í Efnahags- bandalaginu og ætla ekki að ganga í það. Reagan þakkaði íslendingum fyr- ir gestrisnina í Höfða, þegar hann hitti Gorbatsjov, og forsetinn mundi eftir styttunni af Leifi heppna og staðfesti að Leifur væri íslendingur. Sú yfirlýsing er mikill sigur fyrir ísland enda hafa Norð- menn gert margar tilraunir og læ- visar til að telja Bandaríkjamönn- um trú um að Leifur hafi verið norskur. Er gott að þetta alþjóðlega deilumál er úr sögunni, þökk sé styttunni af Leifi á Skólavörðuholt- inu og árvekni Bandaríkjaforseta að taka eftir henni. Þegar upp er staðið verður samt að telja merkasta atburð þessarar heimsóknar þegar einn af fylgi- nautum Þorsteins, Geir Haarde, fékk sjálfsævisögu Reagans að gjöf eftir að hafa sagt Reagan að hann hefði enn ekki lesið bókina. Geir var búinn aö segja Reagan að Þor- steinn hefði ekki lesið bókina en Reagan gaf Þorsteini ekki bókina heldur Geir sem sýnir að forsetan- um þótti Geir líklegri til lesturs heldur en forsætisráðherrann. En kannski ætlast hann til þess að Geir láni Þorsteini bókina þegar Geir er búinn að lesa hana? Það er heldur ekki amalegt fyrir Þorstein að taka ævisögu Reagans með sér tfl Flórída ef Geir vill sjá af henni rétt á meðan. íslenski forsætisráðherrann og fylgdarlið hans áttu sannarlega er- indi til Hvita hússins og fá þar ókeypis bók sem enginn þeirra hafði lesið áður. Reagan er sjálfsagt súr yfir því að ævisaga hans sé enn ólesin af fyrirmönnum frá íslandi en það var þó bót í máh að úr því hefur verið bætt. Kannski Reagan hafi veriö svo áfjáður að fá Þor- stein í heimsókn, einmitt tfl að geta gefið Geir Haarde bókina svo Þor- steinn gæti lesið hana? Bók Reagan heitir: „Where is the rest of me?“ eða „Hvar er afgangur- inn af mér?“ Það hefur stundum vafist fyrir Bandaríkjamönnum hvaða líkamspartur af forseta þeirra hafi horfið en Reagan hefur fyrir löngu sannað að höfuðið er á sínum stað svo það er ekki rétt að hann hafi saknað þess. Hins vegar hefur Alþýðublaðið bent á þaö, eft- ir að fréttir bámst af þessari merku bókagjöf, að þeir sjálfstæðismenn- imir í vesturfórinni gætu skrifað bók sem héti:, ,Hvar er afgangurinn af flokknum mínum?“. Eins gæti Þorsteinn skrifað „Hvar er afgang- urinn af ríkisstjórninni?“ eða „Hvar em leifarnar af fastgengis- stefnunni?" Og Steingrímur gæti skrifað: „Hvar er afgangurinn af Þorsteini?" því Steingrímur hefur lýst áhyggjum sínum vegna fjar- vera forsætisráðherra og skilur ekki hvernig nokkur íslendingur geti verið í útlöndum án sín. Já, það er margt hægt að læra af þessari bók sem Geir Haarde fékk út úr forsetanum í Hvíta húsinu með því að segja honum að Þor- steinn heíði ekki lesið bókina. ís- lenski forsætisráðherrann átti svo sannarlega erindi til Washington, þó ekki væri fyrir annað en Geir fengi bókina. Ef Þorsteinn hefði ekki farið hefði Geir þurft að kaupa bókina hjá Eymundsson og Þor- steinri aldrei frétt af því að Geir ætti þessa bók. Segið svo að opin- berar heimsóknir komi ekki að gagni! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.