Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. 45 Þriggja tíma „sporbnagasín” „Nei, viö erum ekki aö reyna að kæfa Stöö 2,“ sagði Sverrir Friöþjófsson, dagskrárgerðar- maöur hjá ríkissjónvarpinu, þeg- ar hann var spurður hvort það væri tilgangurinn meö þriggja tíma íþróttaþætti sem veröur á laugardögum í vetur. „Viö gerum okkur grein fyrir samkeppninni og viljum sinna okkar áhorfend- um sem best, jafnvel af veikari mætti en hin stöðin því viö höfum ekki auglýsingar í okkar íþrótta- þáttum. Slíkt leyíisl okkur ekki enda brot á útvarpslögunum." íþróttaþáttur ríkissjónvarpsins er ekki enn fulhnótaður og nýr yflrmaður íþróttadeildar, Ingólf- ur Hannesson, sem hefur yfirum- sjón meö þættinum, er erlendis. Sverrir sagði hins vegar ákveðíð að þættírnir yrðu alla laugardaga frá kl. 15-18 og yrði sá fyrsti send- ur út í lok september. „Hugmynd- in er að taka fyrir þaö sem verður að gerast í það og það skiptið i íþróttaheiminum. Við munum verða með beinar útsendingar og ætlum að reyna að sinna sem flestum íþróttagreinum.“ Hann sagöi að til dæmis yrðu beinar útsendingar frá íslandsmeistara- mótinu i handknattleik þegar þeir leikir færu framá laugardög- um. Enska knattspyrnan verður á sínum stað og í þáttunum verð- ur haldið uppi meiri þjónustu við „tipparana“ í getraunum. Þættir þessir verða sendir út samtímis á rás 2 og í ríkissjónvarpinu. „Þetta er geysilega spennandi og verður gaman að sjá hvemig til tekst," sagöi Sverrir Friðþjófsson. -akm Seffoss: Brynleífur læknir í námsdvöltilLundar Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Brynleifur Hásteinn Steingríms- son, læknir á Selfossi, er að fara til Lundar í Svíþjóð ásamt eiginkonu sinni og syni til námsdvaiar í hálft ár. Kvaddi hann Selfossbúa í gær og er væntanlegur aftur heim í febrúar. Eiginkona hans, Hulda Guðbjörns- dóttir, verður þar einnig í framhalds- námi í hjúkrunar- og lyfjafræöi. Brynleifur er mikilhæfur læknir og mjög vinsæll hér. Hans verður því sárt saknað af mörgum meðan á námsdvölinni stendur. Fréttir Hafnarframkvæmdir á Stöövarfirði: Sniglarnir fylltust af dekkjum Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfiröi: Undanfarnar vikúr hefur skip Dýpkunarfélagsins á Siglufirði unnið Hrafnkell Hall og Daníel Sigurgeirs- son, starfsmenn Dýpkunarfélagsins, fá sér kaffisopa að iokinni dælingu á Stöðvarfirði. DV-mynd Ægir viö dýpkun á höfninni á Stöðvar- firði. Verkiö hófst 14. júní sl. og því lauk um síðustu helgi. Daníel Sigurgeirsson, starfsmaður félagsins, sagði að verkið hefði verið mjög erfitt, meðal annars hefði dælu- hjól farið í sundur og basl hefði verið með barkana eða lagnirnar svo til allan tímann og botninn harður. „Við hefðum getaö opnað eitt dekkjaverkstæði á degi hverjum, svo mikið kom af dekkjum í sniglana. Þeir voru varla komnir niður þegar hífa þurfti aftur til að hreinsa úr þeim dekk,“ sagði Daníel og Hrafn- kell Hall tók undir þaö. Alls var dælt um 22 þúsund rúm- metrum af efni úr höfninni og næst liggur fyrir að draga dæluprammann til Eskifjarðar þar sem einnig á aö dýpka höfnina. Dýpkunarframkvæmdir í höfninni á Stöðvarfirði. DV-mynd Ægir Einstakt tækifæri Stórlækkað verð t UTSALA SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 - SIMI 621780 ? 22 ending ng revnsln ú íslnndi UTANHUSS- MÁLNING Olíulímmálning, 18 litir, hentar vel á nýjan og áður málaðan stein, svo og á jám- og asbestklædd hús, bæði á veggi og þök. PERMA-DRI EE ÆTLAÐ SÉRSTAKLEGA Á BÁEUJÁENSÞÖK. PERMA-DRI, ,andar“* hefur lágt PAM-gildi (m2 h • mm Hg/g) (Niðurstöður Teknologisk Institut í Danmörku) Ken-Drí (SILICONE) notast á alla lárétta áveðursfleti áður en málað er, hentar einnig vel á múrsteinshlaðin hús og á hlað- inn stein. , , Greiðslukiör Sendum í nóstkröfu SIVIIÐSBU^} / Sigurður Palsson L»reiOSlUK]Or. aenaum 1 pOStKrom. byggingavÖruverslun / byggingameistari Málning hinna vandlátu ^1 91- 656300^* ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.