Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 39
' MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. 51 Fólk í fréttum Bjöm Friðfinnsson Björn Friðfinnsson, aðstoðarmað- ur dómsmálaráherra, hefur verið í fréttum vegna smíði fanga á Litla- Hrauni á númeraplötum. Bjöm Rúnar er fæddur 23. desember 1939 á Akureyri og lauk lögfræðiprófi frá HÍ1965. Hann var fulltrúi yfirborg- ardómara í Rvík 1965-1966 og bæjar- sfjóri á Húsavík 1966-1972. Bjöm var framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. við Mývatn 1972-1976, vqr fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar 1978-1982 og lögfræði- og sijóm- sýsludeildar Rvíkurborgar 1983- 1987. Hann var í stjóm Stjómunar- felagsins 1978-1983 og formaður Orkuspamaðarnefndar 1979-1983. Björn hefur kennt opinbera stjórn- sýslu í HÍ frá 1977 og verið í stjórn og formaður flóttamannaráðs Rauða kross íslands frá 1977. Hann var formaður Sambands ísl. sveitar- félaga 1982-1987 og í skipulagsstjórn ríkisins 1982-1987, formaöur 1985- 1987. Bjöm hefur verið í stjóm Þró- unarsamvinnustofnunar Isl. frá 1982 og í leyfi frá störfum, er hann varö aðstoðarmaður dóms-, kirkju- og viðskiptamálaráðherra, frá 1987. Björn kvæntist 5. maí 1962Iðunni Steinsdóttur, f. 5. janúar 1940, kenn- ara og rithöfundi. Foreldrar hennar em Steinn Stefánsson, skólastjóri á Seyðisfirði, og kona hans, Arnþrúð- ur Ingólfsdóttir. Böm Björns og Ið- unnar em: Leifur, f. 20. nóvember 1961, fiskmatsmaður; Steinunn Am- þrúður, f. 14. október 1963, guð- fræöinemi og fréttamaður á Stöð tvö. Unnusti hennar er Þórir Guð- mundsson, fréttamaöur á Stöð tvö; Halldór, f. 5. október 1965, verk- fræöinemi. Systkini Bjöms em Guðríður Sol- veig, f. 17. janúar 1942, gift Her- manni Árnasyni, endurskoöanda á Akureyri; Ólafur, f. 27. nóvember 1945, fulltrúi hjá Eimskip, kvæntur Unni Aðalsteinsdóttur; Stefán, f. 21. apríl 1948, aðstoðarmaöur fjármáia- ráðherra, kvæntur Ragnheiði Ebenezersdóttur; Sigrún Bára, f. 3. janúar 1950, gift Guðmundi H. Haga- lín, bókhaldara í Kópavogi; Stein- grímur, f. 10. febrúar 1952, starfs- maður hjá Álafossi, og Elín Þóra, f. 13. október 1956, dagskrárgerðar- maðuríRvík. Foreldrar Björns em Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Háskólabíós, og kona hans, Halldóra Sigurbjörns- dóttir. Föðursystir Björns er Sol- veig, móðir Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Friðfinnur var sonur Ól- afs, útvegsbóndaá Strandseljum í Ögmrsveit, Þórðarsonar. Móðir Ól- afs var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Skjaldfónn, Jónssonar og konu hans, Jóhönnu Egilsdóttur, systur Sveinbjarnar, langafa Alfreðs, fóður Alfreðs Jolsons biskups. Móðir Friöfinns var Guðríður Hafliðadótt- ir, smiðs í Ögri, Jóhannessonar, bróður Hannibals, afa Hannibals Valdimarssonar. Móðir Guðríðar var Þóra Rósinkransdóttir, b. á Hesti, Hafliðasonar, bróður Sigurð- ar, afa Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins og lang- afa Ingigerðar, móður Þorsteins Pálssonar. Halldóra var dóttir Sigurbjöms, útvegsbónda á Sveinsstöðum í Grímsey, Sæmundssonar, b. í Grímsey, Jónatanssonar, bróður Friðriks, afa Ásgeirs Blöndals Magnússonar orðabókarritstjóra. Móöir Halldóru var Sigrún Indriða- dóttir, b. á Skriðuseli í Aðaldal, Kristjánssonar. Móöir Indriða var Rósa Indriðadóttir, systir Hólmfríð- ar skáldkonu, ömmu skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns Friöjónssona á Litlu-Laugum og langamma Indriða Indriðasonar rit- höfundar. Móðir Halldóru var Dýr- Björn Friöfinnsson. leif, systir Guðmundar, langafa Guðnýjar Guðmundsdóttur kon- sertmeistara og Solveigar Ásgeirs- dóttur, konu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Dýrleif var dóttir Guð- mundar, b. á Syertingsstöðum í Eyjafirði, Jóhannessonar, bróður Sigurlaugar, langömmu Sigrúnar, móður Kristjáns Eldjáms. Afmæli Jón Bragi Bjamason Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði við HÍ og forstöðumað- ur Raunvísindastofnunarinnar, til heimibs að Funafold 89, Reykjavík, erfertugurídag. Jón Bragi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1969, BS-prófi í efna- fræði við HÍ1973 og prófum í fram- haldsnámi í lífefnafræði frá ríkis- háskólanum í Colorado í Bandaríkj- unum 1977. Jón Bragi var skipaður lektor í lífefnafræði í efnafræðiskor Raun- vísindadeildar HÍ1978; varð dósent í sömu grein 1979 og loks prófessor 1985. Þá hefur hann verði forstöðu- maður Raunvísindastofnunarinnar frá 1987. Jón Bragi var formaður Félags háskólakennara 1984-86 og sat í Háskólaráði 1986-87. Hannhefur setið í nefndum varðandi líftækni- þróun hér á landi fyrir HÍ, Rann- sóknaráð ríkisins og ráðuneyti. Jón Bragi er varaþingmaður Reykvík- ingafrál987. Kona Jóns Braga er Guðrún Stef- ánsdóttir kennari, f. 17.8.1952, dóttir Stefáns Helgasonar, útgerðarstjóra HB í Vestmannaeyjum og síðar öku- kennara og bifreiðaeftirlitsmanns, og Sigríðar Ingibjargar Bjamadótt- ur. Jón Bragi og Guðrún eiga tvær dætur. Þær eru: Sigurrós, f. 1972, og Sigríður Dröfn, f. 1976. Systkini Jóns Braga eru Ólöf Erla leirkerasmiður, f. 1954, gift Sigurði Axel Benediktssyni, starfsmanni bútæknideildar á Hvanneyri í Borg- arfiröi, en þau eiga tvö börn, Bene- dikt Braga og Kristínu Erlu, og Guð- mundur Jens, lyíjafræðingur í Reykjavík, f. 1955, kvæntur Guð- rúnu Steinarsdóttur, innkaupa- stjóra Marel hf., en þau eiga einnig tvö börn, Steinar Braga og Rósu. Foreldrar Jóns Braga eru Bjarni Bragi Jónsson aöstoðarseðlabanka- stjóri, f. 8.7.1928, og kona hans, Rösa Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.3.1930. Bróðir Rósu er Gunnar Guð- mundsson, aðaleigandi GG íDuggu- vogi. Móðurforeldrar Jóns: Guð- mundur Matthíasson, verkstjóri í Reykjavík, og Sigurrós Þorsteins- dóttir, b. á Horni, Þorsteinssonar. Systir Þorsteins á Horni var Katrín, föðuramma Lúðvíks Jósepssonar, fv. ráðherra. Móðir Sigurrósar var Halldóra, systir Stefáns, afa Stefáns Jónssonar, rithöfundar og fv. al- þingismanns. Guðmundur var son- ur Matthíasar, sjómanns í Reykja- vík, Péturssonar og Guörúnar Sig- urðardóttur á Hálegsstöðum. Föðurforeldrar Jóns Braga: Jón Halivarösson, sýslumaður í Stykk- ishólmi, og kona hans, Ólöf Bjarna- dóttir. Bræöur Jóns sýslumanns voru Einvarður, starsfmannastjóri Landsbankans, Jónatan hæstarétt- ardómari og Sigurjón, skrifstofu- stjóri lögreglustjóraembættisins. Jón sýslumaður var sonur Hall- varðs, b. í Hítarnesi, Einvarðssonar, Jón Bragi Bjarnason. b. í Skutuley, Einarssonar. Móöir Jóns var Sigríöur Jónsdóttir, b. í Skiphyl. Ólöf var dóttir Bjama læknis á Breiöabólstað á Síöu, Jenssonar rektors Sigurðssonar, bróður Jóns forseta. Móðir Bjarna var Ólöf, dótt- ir Björns Gunnlaugssonar, yfir- kennara og stærðfræðings. Bróðir Bjarna var Jón yfirdómari, afi Jó- hannesar Nordals. Til hamingju með daginn 80 ára Guðrún Ólafsdóttir, Borgarbraut 18, Grundarfirði. 75 ára Guðjón Magnússon, Hrútsholti I, Eyjahreppi. 70 ára Jón Pálmason, Ölduslóð 34, Hafnarfiröi. Magnús Þór Helgason, Sólvallagötu 9, Keflavík. Hannes Guðmundur Ámason, Miðgarði 4, Egilsstöðum. Þórarinn Eiríksson, Finnbogastöðum, Ámeshreppi. Sigurbjörg Friðrika Gísladóttir Sigurbjörg Friðrika Gísladóttir verslunarmaður, Lyngholti 19, Keflavík, er fertug í dag. Sigurbjörg fæddist að Grund í Súðavík. Hún flutti til Keflavíkur 1969 og hóf þá störf við verslun Sölva Ólafssonar, starfaði síðan hjá Kaup- félagi Suðurnesja en var starfsmað- ur hjá Járn og skip frá 1971-88. Sig- urbjörg hefur nú nýverið hafið störf hjá Hitaveitu Suðurnesja. Maður Sigurbjargar er Hallgrím- ur Jóhannesson, f. 22.6.1948, sonur Jóhannesar Bjarnasonar og Hjalt- línuAgnarsdóttur. Dóttir Sigurbjargar og Hallgríms er Guðríður Hallgrímsdóttir, f.28.3. 1976. Sigurbjörg á fimm systkini. Þau eru: Sigrún, bankastarfsmaður í Neskaupstað; Svanfríður, þroska- þjálfi í Reykjavík; Halldór, vélstjóri í Reykjavík; Jóhann, matreiðslu- maður á ísafirði, og Egill Heiðar, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjargar: Gísli Sig- urbjörsson frá Ökrum í Fljótum, f. 26.4.1919, ogGuðríðurHalldórs- dóttir frá Grund í Súðavík, f. 27.7. 1920, d. 1983, en heimili þeirra hefur ' veriðlengstafíSúðavík. Sigurbjörg Friörika Gisladóttir. 60 ára Lilja Árný Egilsdóttir, Mannskaðahóii, Hofshreppi. Eiríkur Magnússon, Hólmatungu, Hlíðarhreppi. Þórunn B. Sigurðardóttir, Hliðarvegi 25, Kópavogi. 50 ára Gunnhildur Hannesdóttir, Bjarkargrund 28, Akranesi. íris Geelnard, Sjafharstíg 1, Akureyri. Sigriður Hannesdóttir, Blöndubakka 8, Reykjavík. Heimir Danielsson, Fjarðarseli 3, Reykjavík. 40 ára Bjarai Finnsson, Glæsibæ 10, Reykjavik. Guðjón Gunnarsson, Hringbraut 136B, Kefiavík. Þorbjörg Björnsdóttir, Hafnarbyggö 26, Vopnafirði. Hjálmar Hermannsson, Hverfisgötu 32, Reykjavík. Áslaug B. Hafstein, Bakkageröi 16, Reykjavík. Ágústa Guðmundsdóttir, Grófarseli 20, Reykjavík. Sigurður Einar Lyngdal, Aðallandi 1, Reykjavik. Pétur Pétursson, Bergstaðastræti 50, Reykjavík. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.