Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 11
MANUDAGUR_15.ÁG^SJ 1988fÆ
dv Útlönd
ABB Traust þjónusta ^omx
ASEA BROWN BOVE0I____* S______________Hátuni 6A Simi (91) 24420
SAS kaupir
hlut í
Aerolines
Argentína
Gizur Hélgason, DV, Reeisnaes:
Um næstu helgi mun stjóm SAS
taka endanlega ákvöröun um kaup á
40 prósentum hlutafjár í argentíska
flugfélaginu Aerolines Argentína og
innan hálfs mánaöar er gengiö út frá
því að þingið í Buenos Aires hafi tek-
iö ákvörðun um heimild sölunnar.
Ef báöir aðilar samþykkja þá hefst
samruni og samvinna í október nk.
Síðastliöinn iostudag undirrituðu
samningsaðilar samningsuppdrátt
en málin hafa verið til umræðu síðan
í vor. Ekki liggur á lausu hve hátt
gjald SAS-menn greiða fyrir 40 pró-
sent hlutafjár eða hvort um 45 pró-
sent hlutafjár er að ræða. Hitt er á
hreinu að Argentínumenn halda
hreinum meirihluta og virðist SAS
ekkert hafa á móti því. Talið er að
kaupverðið sé um tólf milljarðar ís-
lenskra króna.
Þegar málin eru komin á hreint
verður um beint flug milli Kaup-
mannahafhar og Argentínu að ræða.
Þegar hinn innri markaður Evrópu-
bandalagsins er kominn á er enginn
vafi á því að mikil verslun verður
við Suður-Ameríku.
Við kaup SAS á Aerolines Argent-
ína eru SAS-menn komnir vel áleiðis
við aö framfylgja stjómunarstefnu
sinm því að reynsla síðustu ára í
sambandi við flugumferð sýmr að
aðeins þau flugfélög sem geta bætt
við sig flugleiðum hafa möguleika á
að standast samkeppnina. Þetta gera
öll hm stærstu flugfélög sér ljóst og
því er það að kaup og sala flugfélaga
er mikið í fréttum á meginlandinu.
Við íslendingar megum að vísu
vera stoltir af að eiga lítiö flugfélag
er tengir eyju okkar við umheiminn
en eins og verðlagi er nú háttað á
flugleiöinni Evrópa-Bandaríkin hafa
Flugleiða-menn sáralitla möguleika
á að ná í erlenda flugfarþega, a.m.k.
ekki sem neinu nemur. Þá er það
spumingin hvort ekki sé kominn
tími til að huga að sölu 40-45 prósent
hlutafjár Flugleiða til erlends flugfé-
lags. Það leikur enginn vafi á því að
Flugleiðir eiga í örðugleikum fjár-
hagslega og óþarfi er að láta stolt
leggja félagið í gröfina.
Gregorio Rosel, einn af leiðtogum skæruiiða, losar hlekkina af John Jacob, liðsforingja úr stjórnarhernum, a sunnu-
daginn. Simamynd Reuter
ABICYLINPA
ASEA BROWN BOVERI
STÓRLÆKKAÐ VERD
ABB CYLINDA er hluti stórfyrirtækisins ABB (Asea
Brown Boveri), sem er heimsþekkt fyrir tækniiðn-
að í hæsta gæðaflokki. ABB CYLINDA sérhæfir
sig í framleiðslu þvottavéla, tauþurrkara og upp-
þvottavéla. Takmark ABB CYLINDA er einfalt:
„Aðeins það besta er nógu gott." Árangurinn er
vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda-
prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu.
Við bjóðum vélar við hvers manns hæfi - og nú á
STÓRLÆKKUÐU VERÐI. Vegna hagstæðra magn
innkaupa lækkum við nú verðið um 10%. Við
bjóðum líka góð greiðslukjör: 5% aukaafsláttur
gegn staðgreiðslu, afborgunarkjör, VISA-rað-
greiðslur, EURO-kredit (engin útborgun).
..^ipiMpWip^pjpB: >*-***
ABB CYLINDA 1400
uppþvottavél
14-manna, 3-falt lekaöryggi,
barnaöryggislæsing, lyktar/
hljóð- og gufugildra. Þær gerast
ekki hljoðlátari (44 dB).
Verð nú: 56.040 (stg. 53.238)
Einnig:
1300:49.930 (stg. 47.434)
1500:62.170 (stg. 59.062)
ABB CYLINDA 11000
Þvottavél, framhlaðin
frjálst kerfisval, frjálst hitaval,
kerfi f/ull oq viðkvæmt, E-hag-
kvæmnisrofí, sparnaðarrofi,
áfangavinding, mesti vindu-
hraði 1200 sn/mín.
Verð nú: 57.300 (stg. 54.435)
Einnig:
9500: 54.495 (stg. 51.770)
12000:62.415 (stg. 59.294)
ABB CYLINDA 16000
Þvottavél, topphlaðin
margir velja topphlaðna
þvottavél frekar en fram-
nlaðna. Hafa alla sömu eig-
inleika og þær framhlöðnu,
en spara gólfpláss, og þú
þarft ekki að bogra við
þvottinn.
Verð nú: 56.530 (stg. 53.704)
Einnig:
13000: 53.620 (stg. 50.939)
ABB CYLINDA 7000
tauþurrkari
114 Itr. tautunna úr ryðfríu
stáli, tvö hitastig, rakaskynj-
ari (sjálfvirk þurrkkerfi), kalt
loft eingöngu (til að viðra
fatnað), má standa ofan á
þvottavél.
Verð nú: 44.290 (stg. 42.076)
FRESCO FS-403
tauþurrkari
Bjóðum einnig margargerð-
ir FRESCO þurrkara, t.cf FS-
403 með 92 Itr. tautunnu.
25 ára frábær reynsla hér-
lendis. Getur staðið ofaná
þvottavél, borði eða hangið
á vegg.
Verð nú: 23.980 (stg. 22.781)
Fleiri gerðir fást, t.d.
FS-501C, sem ekki þarf út-
blástursbarka.
Sjón er sögu ríkari. Komdu því í
heimsókn til okkar og skyggnstu
undir glæsilegt yfirborðið, því þar
er ekki síður að finna muninn sem
máli skiptir; trausta byggingu og
tækni í hæsta gæðaflokki.
Slepptu
hermönn-
um úr haldi
Skæruliðar kommúnista á Filipps-
eyjum slepptu um helgina fimm
stjómarhcrmönnum úr haldi eftir að
hafa haft þá á sínu valdi í sjötíu og
fjóra flaga. Hermennimir voru
geymdir í fjallaþorpi einu þennan
tíma og vom ómeiddir og vel á sig
komnir þegar þeim var sleppt í gær.
Hermönnunum fimm var sleppt í
þorpi einu við rætur fjallsins Bana-
haw, tun sjötíu kílómetra suð-austur
af Manila, höfuðborg Filippseyja.
Skæruliðamir losuðu af hermönn-
unum hlekki og aíhentu þá yfirvöld-
um á staðnum í viðurvist meira en
eitt hundrað fréttamanna.
Hermennirnir fimm höfðu allir
verið teknir í varðstöð nærri þorpi
þessu þann 1. júní síðastliðinn.
Hermennirnir fimm vora látnir
lausir eftir langvinnar samningavið-
ræður milli skæruliðanna og emb-
ættismannanefndar undir forystu
Juanito Ferrer ráðherra. Ráðherr-
ann féllst á móti á að þeir sem orðið
hafa fyrir ofbeldi af hálfu stjórnar-
hersins í Quezon-héraði fái skaða-
bætur og að framvegis verði enginn
hermaður skyldaður til að ganga í
hersveitir sem beitt er gegn skæra-
liðum kommúnista.