Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. 35- Fréttir íslensk kona í Sviþjóð og bankakerfið: Lífeyririnn var þrjár vikur á leiðinni „Þetta gekk heldur illa og þaö er veila í þessu öllu saman sem ég veit ekki hvar hggur en ég fékk þó pen- ingana loksins á fimmtudagsmorg- un. Ég er mjög sár yfir því að þetta skuli geta komið fyrir og vona að svona gallað kerfi taki viö sér og fari að starfa af samviskusemi,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður er 76 ára gömul íslensk kona sem flutti í júnímánuði til Husgvarna í Svíþjóð. Hún átti von á tryggingabótum og lífeyrissjóðs- greiðslum frá íslandi og bað bankann sinn hér heima að senda peningana út á bankareikning sinn í Jönköping Ljenssparbank. Upphæðin, sem hér um ræðir, var 45.530 íslenskar krónur og var hún send frá Búnaðarbankanum þann 19. Bensínsjálf- sali á ísafirði Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: „Bensínsjálfsali verður settur upp á Isafirði seinni hluta þessa mánað- ar. Það var á áætlun að setja hann mikið fyrr upp en ýmsar orsakir hafa orðið til þess að af þessu hefur ekki orðið enn,“ sagði Ágúst Karls- son hjá Olíufélaginu Esso er DV spurði hann hvenær ísfirðingar gætu átt von á því að geta keypt bensín eftir kl. 21 á kvöldin. Ágúst kvað Olíufélagið hafa haft mjög mikið á sinni könnu í sumar, sérstaklega eftir að félagið fékk til- kynningu um að selja ætti blýlaust bensín um land allt. Sú tilkynning hefði haft það í för með sér að aðrar framkvæmdir hefðu setið á hakan- um á meöan á breytingum stóð. „Við erum búnir að fá nokkra sjálf- sala til landsins og er nú verið að leysa þá úr tolli. Þeir verða síðan prófaðir og síðan fer einn vestur á Isaflörð nú síðar í mánuðinum. Hvaö varðar ísafjörð þá þarf að gera þón- okkuð meira en aö setja upp einn sjálfsala því skipta þarf um allar dælur á staðnum þar sem þær eru orðnar ónýtar. Sjávarúði hefur skemmt þær, sérstaklega á vetuma. Því verður skipt um ahan dælubúnað á ísafiröi," sagöi Ágúst. LITASTÁL ER LISTASTÁL Plasthúðaðar stálklæðningar á þök og veggi frá Inter Profiles eru til i 17 litum. - Prófílhæð 20 mm og 35 mm - Allir fylgihlutir - Skrúfur frá SFS - Þéttilistar frá DAFA - Verkfæri frá BOCH - Fáanleg bogalaga - Fáanleg með ALUZINK húð - Ókeypis kostnaðaráætlanir VÉRÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍM! 91-53511 GÆÐI TJR STÁLI - segir að það hafi komið sér illa júh. Konan fékk þó ekki peningana inn á reikning sinn og fór fljótlega að ókyrrast og spurðist fyrir um þetta í Búnaðarbankanum. Bankinn mun hafa sent telexskeyti til við- skiptabanka síns í Svíþjóð bæði þann 2. ágúst og 8. ágúst og bað um skýr- ingar á þessum töfum. Hafði Búnað- arbankanum ekki borist svar við bréfunum fyrir helgina. Sænski bankinn, sem fékk peningana senda, er Skandinaviska Enskildabanken í Stokkhólmi og sagði starfsmaöur í Búnaðarbankanum að þetta væri leiðinlegur banki í svona viðskiptum og seinn. Blaðamaður DV haíði sam- band við þennan umrædda banka en þeir höfðu þá sent peningana áfram til útibús síns í Gautaborg en þaö tekur við erlendum greiðslum. Það- an vora svo peningarnir loksins sendir í fyrradág inn á bankareikn- ing Sigríðar. rúmlega þremur vikum síðar. Ahur þessi dráttur vekur upp þá spurningu hvemig peningamihi- færsla á milh bankastofnana geti verið svona lengi á leiðinni á upplýs- ingaöld. „Þetta kom sér frekar illa því ég fór ekki meö mikla peninga út og bjóst ekki við því að þetta tæki svona lang- an tíma en ég þekki hér gott fólk sem betur fer. Auðvitað hlaust af þessu kostnaður og þetta var dýrt fyrir mig. Ég þurfti aö hringja mörg sím- töl í bankann á íslandi og í ættingja þar,“ sagði Sigríöur. Sigríður segist hafa lært af þessari slæmu reynslu af bankakerfinu en hún á von á fleiri shkum greiðslum frá íslandi. „Ég læt senda mér þessa peninga eftir persónulegum leiðum næst,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir' -JFJ Ég undirrituö/aður óska eftir að fá sendan nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Nafn Heimilisfang Póstnúmer Nafn.nr. PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÖRÐUR Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburðargjald sitrti 53900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.