Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 18
.6 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Fréttir Bolungarvík: Hlaut æðstu viðurkenningu Lions-hreyfingarinnar Ibúum fjölgar á Flateyri Sigurján J. Sigurðsson, DV, (safirði: Sigurður Bernódusson frá Bolung- arvík var fyrir stuttu geröur að Mel- vin Jones félaga innan Lions-hreyf- ingarinnar á Islandi sem er æðsta viðurkenning sem Lions-félagar geta fengið innan síns félagsskapar. Mjög fáum einstaklingum er veitt þessi viðurkenning og er Sigurður fyrsti Vestflrðingurinn sem hlýtur hana. Sigurður fær þessa viðurkenningu fyrir langt og vel unnið starf innan lions-hreyfingarinnar og þá sér- staklega þegar hann var umdæmis- stjóri fyrir norð-vestursvæðið en þá heimsótti hann m.a. alla þá 30 klúbba sem starfandi eru á því svæði, auk þess sem Sigurður sótti alþjóðleg þing Lions-hreyfingarinnar. Melvin Jones viðurkenningin er veitt í minningu Melvin Jones sem var stofnandi Lions-hreyfíngarinnar. Vejtingin getur aðeins komið til ef allir klúbbar á svæði umdæmisstjór- ans samþykkja að veita honum hana. Frá veitingu Melvin Jones viðurkenningarinnar. F.v. Adolf Adolfsson, bæjar- fógeti í Bolungarvík, Víðir Benediktsson, Sigurður Bernódusson með viður- kennlnguna og Þórir örn Guðmundsson frá Þingeyri sem var svæðisstjóri fyrir Vestfirði. DV-mynd BB. Ujónin Gunnar Sigurðsson og Jóhanna Jónsdóttir eru vel þekktir borgarar á Þingeyri. Þau hafa rekiö matvöruverslun * þar i bráðum þrettán ár og auk þess hefur Gunn- ar verið þar með trésmíðaverk- stæði fram að þessu en fyrir stuttu hætti hann rekstri þess. Fyrir tæpum tveim árum var sjálf verslunin stækkuð og flutt til í húsinu, þangað sem hún er í dag. Á gamla staðnum, þar sem versl- unin var áður, hafa þau hjón nú hins vegar opnað sjoppu sem er opin til kl. 22 á hveiju kvöldi. Að sögn Jóhönnu og Gunnars hefur verslunin gengið nyög vel. Það hefur veriö raikið aö gera í matvör unni og bæjarbúar hafa tek- ið breytingunum vel. Þau hjónin starfa aö miklu leyti sjálf við versl- unina en hafa auk þess tvær stúlk- ur í vinnu. Jóhanna og Gunnar, verslunareigendur á Þingeyri, i nýja hluta verslun- arinnar. DV-mynd BB, ísafirði. Sigmjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Það er mál margra að góðærið i Reykjavík sé nú að verða aö hálf- gerðu hallæri. Nokkur afturkippur virðist vera kominn í þensluna á höfuðborgarsvæðinu. Glöggt dæmi þess er fólksfjölgun á Flateyri. Þar fjölgaði íbúum á síðasta ári og er nú mikil eftirspurn eftir húsnæði þar. Kristján J. Jóhannesson sveitar- stjóri tók svo sterkt til orða er blaða- maöur ræddi við hann aö húsnæðis- vöntun stæði uppgangi sveitarfélags- ins fyrir þrifum. Sveitarfélagið er með 16 íbúðir í sölu- og leiguíbúða- kerfinu en nú er verið að athuga að fá þær íbúöir keyptar inn í verka- mannabústaðakerfið. Mynd úr flugstöðinni á annatimanum mikla. DV-mynd Ómar Vestmannaeyjar: Lendingamet á flugvellinum Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: „Þegar mest var hjá okkur aö gera á mánudeginum eftir þjóðhátíð lenti vél á þriggja mínútna fresti og alls urðu þær 203 sem er nýtt met hjá okkur. Á fóstudeginum lentu 195 flugvélar og þá slógum við metið frá 1986 sem var rúmlega 180 lendingar á einum degi,“ sagði Jóhann Guð- mundsson, flugvallarstjóri í Vest- mannaeyjum, í samtali við DV. Flugtök voru samsvarandi mörg þannig að á einnar og hálfrar.mínútu fresti var flugvél ýmist að lenda eða Tara í loftið. Frá fóstudegi til mánu- dags, að báðum dögum meðtöldum, voru lendingar hvorki fleiri né færri en 566. Farþegar, sem komu á föstu- deginum, voru á milli 16 og 1700 en á mánudeginum fóru rúmlega 1700. Flugleiðir fluttu tæplega 500 farþega héðan á mánudeginum, aðrir fóru með leiguvélum. „Maður getur svo sannarlega glaðst yfir því hve þetta gekk allt saman vel og ég er þakklátur fyrir að ekkert óhapp skyldi verða,“ sagði Jóhann og gat þess að lokum að far- þegar hefðu verið hinir prúðustu og hefði það hjálpaö til hve allt gekk greiðlega. ms. Esja leggst fyrst kaupskipa að i Sundahöfn. DV-mynd BB. ísaQöröur: Esja fyrst kaupskipa í Sundahöfn Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirdi: Þriðjudag í síðustu viku lagðist ms. Esja fyrst kaupskipa að kaup- skipakantinum í Sundahöfn. Til þessa hafa aðeins minni bátar og fiskiskip notað sér þá aðstöðu sem þar er komin. Meðal þess sem Esja flutti Vestur í þessari ferð voru ýmis tæki sem notuð verða til dýpkunar í nýju höfninni. Gunnar Jónsson skipamiðlari, um- boðsmaður Ríkisskips á ísafirði, sagði í samtah við DV að uppskipun úr skipum Ríkisskips yrði áfram á innri höfninni. Menn hefðu aðeins gert tilraun í þetta eina skipti þar sem ýmsir aðilar hefðu verið svolítið gagnrýnir á aðstöðuna þarna. Hefði þar helst verið nefnt straumar og það að skipin þyrftu bæði að snúa og bakka að höfninni. Lendingin í þetta fyrsta skipti hefði gengið ljómandi vel enda aðstæður upp á það besta. -----------..ýL Skraut'egar kofaborgir hafa risið hver af ann- arri á höfuðborgarsvæðinu í sumar sem ungir nútímaarkitektar og bygingameistarar hafa reist. Hugmyndaflugið er hvergi meira en á smíðavöllunum og hver og einn á sér sitt eig- iðathvarf á vellinum. Einnig eru skólagarðar Reykjavíkur í fullum skrúða og þegar eru krakkarnir byrjaðir að fylla ísskápana heima hjá sér af grænmeti. DV fylgdist með nokkrum krökkum sem voru við þessa iðju í Laugardalnum. Þau höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja og léttleikinn var kominn yfir þá eftir langvarandi leiðindaveður. Há húsaleiga og fjármagnskostnaðurgera það að verkum að það er erfitt að leigja eða eign- ast þak yfir höfuðið. Leiðir út úr vandanum virðast einnig af skornum skammti. Ein lausnin gæti verið sú að kaupa og leigja í senn. Þetta er sú leið sem Búseti býður upp á en í því kerfi kaupir fólk rétt til að leigja sér íbúð á kostnaðarverði. Þetta kerfi kann að virka nýstárlegt í landi þarsemsjálfseignarstefnan hefur ætíð verið í hávegum höfð. Hún hefur þó veriðfarin um árabil í nágrannalöndunum með góðum ár- angri. Nánar um Búseta í Lífsstíl á þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.