Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988.
Fréttir dv
Bjartsýnn á að
grænlenskir togarar
komi næsta vetur
- segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafíröi
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson skipamiölari og Pétur
Jónasson í sýningarbás ísfirðinga á sýningunni í Nuuk.
Sigmjón J. Sigurösson, DV, fsafiröi:
Fyrir stuttu héldu nokkrir fulltrú-
íslenska krónan
í fullu gildil
(og reyndar vel það)
Dollarinn er á uppleið, þýska markið í
vörn, pundið og yenið fremur stöðugt, en
STÖÐUGAST er verðið hjá okkur!
Nýjar sendingar af heimilistækjum frá
BRAUN, CANDY, PFAFF, STARMIX og
SENNHEISER á
GAMLA GÓÐA VERÐINU!
Síðustu þrjá mánuðj hefur verðið hjá
okkur verið ÓBREYTT.
Fjögur dæmi um okkar góða verð í dag,
miðað við staðgreiðslu:
Kæliskápar
Kaffikanna
Rakvél
Sama verð um land allt!
h/f Borgartúni og Kringlunni
S: 2 67 88 S: 68 91 50
ar Isafjarðarkaupstaðar til Græn-
land's til þess að taka þátt í norrænu
sjávarútvegssýningunni í Nuuk.
Fulltrúar ísafjarðarkaupstaðar
gerðu meira en að skoða sýninguna
þar nyröra því að sögn Haralds L.
Haraldssonar, bæjarstjóra á ísafirði,
var þessi ferð m.a. farin til þess að
kanna hvaða möguleikar væru á því
að Grænlendingar kæmu til ísafjarð-
ar með togara sína og hverjar væru
ástæðurnar fyrir því að‘ þeir heföu
ákveðið aö hætta komum sínum til
bæjarins.
Haraldur kvað. það hafa komið
fram hjá öllum þeim aðilum, sem
rætt var við, að það hefði ekki verið
tekin ákvörðun um að hætta að koma
til ísafjarðar. Nefndin átti viðræður
við Jonathan Motzfeldt, formann
grænlensku heimastjórnarinnar, og
ráðamenn útgerða grænlensku
heimastjórnarinnar og fulltrúa tog-
ara í einkaeign. Ýmsar skýringar
komu fram á því hvers vegna frekar
væri siglt til Hafnarfjarðar en menn
voru þó nokkum veginn sammála
um að þetta væru frekar léttvægar
orsakir.
Haraldur kvaðst vera mjög bjart-
sýnn á að þessir togarar, eða aö
minnsta kosti einhverjir þeirra,
kæmu til Ísaíjaröar á næsta vetri.
Hann undirstrikaði að þessar við-
ræður heföu verið mjög jákvæðar og
að menn á Grænlandi hefðu virst upp
til hópa vera mjög ánægðir með þjón-
ustuna á ísafirði.
Gísli Valur við tækin fullkomnu í brúnni. DV-myndir Ómar
Nýtt skip til Vestmannaeyja:
Hægt að fylgjast
með vinnusvæðum í
sjónvarpi í brúnni
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Gísli Valur Einarsson, útgerðar-
maður og skipstjóri Vestmannaeyj-
um, kom nýlega með nýtt skip,
Björgu VE 5, til heimahafnar frá
Svíþjóð. Gísli sagði að skipið hefði
reynst mjög vel á heimleiðinni. Þeir
hefðu lent í alls konar veðrum en
allt gengiö vel. Ganghraöi var frá 10
upp í 10,8 mílur á heimsiglingunni.
Björg er rúm 123 tonn, 24,7 metrar
á lengd og sjö metra breið. Aðalvél
er Caterpillar, 715 hestöfl. Þá eru
tvær ljósavélar, spilin frá Rapp og
er togspilið búið „autotrolli“.
Brúin er mjög rúmgóö og búin öll-
um nýjustu og fullkomnustu sigling-
ar- og fiskileitartækjum, m.a. litarat-
sjá frá Kevin Hughes og Atlas-dýpt-
armæli svo eitthvað sé nefnt. Einnig
er í brúnni sjónvarp til að fylgjast
með öllum vinnusvæðum um borð.
Aögerðarbúnaður er frá Vélsmiðj-
unni Þór - einnig Sigmundsgálgarnir
fyrir gúmmíbáta
Gert er ráð fyrir átta manna áhöfn
og eru íbúðir hinar glæsilegustu.
Sérstaklega er borðsalurinn rúmgóö-
ur. Gísli Valur reiknaði með að kom-
ast á sjó öðrum hvorum megin við
helgina en unnið er að lokafrágangi
og því að koma trollum um borð.
Björg er hönnuð fyrir togveiöar eins
og togari af minni gerðinni með
tveimur skeifum fyrir troll en á
henni er netalúga. Þá má geta þess í
lokin að gamla Björg var sett upp í
kaupverð þeirrar nýju og er skipa-
smíöastöðin þegar búin að selja hana
fyrir sportveiöiskap.
Nýja Björg við bryggju í Eyjum.