Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Fréttir Frá sjávarútvegssýningunni í Nuuk. DV-mynd BB, ísafirði _ < fflj mr < >11 mSril H m r! ? 11 H&? | Óánægja með sjávarútvegs- sýninguna á Grænlandi Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: Sjávarútvegssýningin í Nuuk á Grænlandi er nú afstaðin og fulltrúar hinna ýmsu landa komnir til síns heima. ísfirska sendinefndin, sem fór til Grænlands, kom fyrir réttri viku. Elías Oddsson var einn af þeim sem fóru fyrir hönd ísafjaröarkaupstaðar á sýninguna og DV leitaði álits hans á sýningunni. „Sýningin frá okkar bæjardyrum séð heppnaðist bara ágætlega. • Ég held að okkur hafi tekist það sem að var stefnt með þátttöku í sýning- unni. Við kynntum okkur og komum bæklingnum okkar mjög víða. Aftur á móti voru mistök í framkvæmd sýningarinnar sem menn eru mjög óánægðir með. Hún var lokuð fyrstu dagana. Það voru bara hagsmunaaö- ilar sem fengu að skoða hana framan af,“ sagði Elías. - Haföi sýningin tilætluð áhrif? „Það er afar erfitt að meta það. En sýningin, ásamt fundaherferöinni, held ég aö komi til meö að skila því sem að var stefnt í upphafi, að minnsta kosti miðað við þær undir- tektir sem við fengum. Miðað við þær fregnir,,sem við höfðum fengið áður en viö fórum, voru menn mun já- kvæðari en við bjuggumst við.“ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í sepíember og janúar. Stúdentar af hag- fræðibraut Ijúka námi á þremur önnum en aðrir geta þurft að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk s'em í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvu- deildum fyrirtækja auk nýstúdenta. Sérstaklega skal bent á að þeir sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest I starfi þurfa að sækja nú þegar um innritun á vorönn. Nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn: Grunnnámskeið Turbo Pascal Alrhenn kerfisfræði Stýrikerfi Verkefni önnur önn: Kerfishönnun Kerfisforritun Gagnasöfn og upplýsingakerfi Forritun í Cobol Gagnaskipan Þriðja önn: Lokaverkefni Stutt námskeið I ýmsum greinum svo sem: tölvufjarskipti, verkefnastjórnun, forritunar- málið ADA, „Object-oriented" forritun, þekkingarkerfi, OS/400 stýrikerfi. Innritun á haustönn stendur yfir til 15. ágúst en umsóknar- fresturfyrirvorönn ertil 16. september nk. Umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi á meðan innritun stendur yfir og í síma 688400. TÖLVUHÁSKÓU V.í. ÚTSALAN HEFST í DAG 15% afsláttur af öllum vörum medan útsalan stendur yfir. SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505-14303

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.