Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarrltstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Friðvænlegri heimur Á undanförnum vikum hefur merkileg þróun átt sér staö í alþjóðamálum. Sovétmenn ákveða að draga her sinn frá Afganistan, vopnahlé er samið í stríðinu milli íran og írak, Kúbumenn hyggjast kalla hersveitir sínar heim frá Angola og jafnvel Víetnamar eru á leið frá Kampútseu. Hvarvetna þar sem blóðug átök og styrjald- ir hafa geisað eru menn að slíðra sverðin og takast í hendur. Það eru ár og dagar síðan svo friðsamlegt hefur verið í veröldinni og menn spyrja: Hvað er að gerast? Enginn vafi er á því að slökunin milli stórveldanna hefur sín áhrif. Ekki aðeins það að sambandið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er vinsamlegra en nokkru sinni fyrr, heldur hafa þessi tvö risaveldi dregið úr afskiptum sínum af öðrum þjóðum, heimsvaldastefn- an hefur tekið á sig breytta mynd. Kapphlaupið um yfirráðin og ítökin hér og hvar í heiminum er ekki eins harðvítugt, enda hafa flestar þjóðir vaxandi bolmagn til að standa á eigin fótum. Annað er einnig, að styrjaldir og vígbúnaður er flest- um þjóðum íjárhagslega ofviða og hugsanlegir landvinn- ingar svara engan veginn kostnaði. Langvinn stríð eða herseta í fjarlægum löndum setja efnahaginn úr skorð- um heima fyrir og baka stjórnvöldum óvinsældir þegar eini afraksturinn er mannfórnir og þrengingar. Ekki er lengur hægt að æsa fjöldann upp í þjóðernisfordómum og allur almenningur er meðvitaðri um þá staðreynd að styijaldir eru ekki háðar í nafni fósturjarðarinnar heldur samkvæmt duttlungum herrastéttarinnar. Kon- ungar og keisarar reka ekki fjöldann út á vígvelhna til að deyja drottni sínum þegar fólkið veit betur. Þar að auki eru konungar og keisarar hverfandi stétt í lýðræð- islegri heimi. Auknar samgöngur, stöðug upplýsingamiðlun og vax- andi kynni þjóða í milli draga úr þjóðernishroka, mis- skildu hatri og einhliða áróðri hvers í annars garð. Al- menningur í Evrópu fæst ekki til að trúa því að handan landamæranna, handan hafsins eða hinum megin við Qallið búi óvinir í leyni sem bíði færis. Menning og menntun, fjölmiðlun og ferðalög og samtvinnuð sam- skipti í efnahagslegum og viðskiptalegum efnum færir mannfólkið nær hvert öðru og eyðir þeim ótta sem áður ríkti. Þjóðir heims eiga miklu meiri hagsmuna að gæta að starfa saman í stað þess að skiljast í sundur. Hér verða því ekki gerðir skórnir að styrjaldir heyri sögunni til. Við skulum ekki vera svo barnaleg að trúa því að allsherjarfriður sé skollinn á. En friðarsamning- arnir að undanfórnu eru góðs viti og lýsa fyrst og fremst breyttum heimi og batnandi horfum. Enn er nóg af ein- ræðisherrum með valdafíkn, enn er nóg af yfirgangi og hroka til að hrinda nýjum styrjöldum af stað. Enn er mörg milliríkjadeilan óleyst, sem getur endað með hörmungum. En hkurnar minnka og hvert það skref, sem stigið er í friðarátt, er spor í rétta átt. Auðvitað hljótum við íslendingar eins og aðrir að fagna þessari þróun. Styrjaldir hafa áhrif á efnahag, lífs- kjör og varnarviðbúnað. Átök í Persaflóa hafa áhrif á olíuverð, kalt stríð austurs og vesturs hefur áhrif á ör- yggismál íslendinga. Friðvænlegri Evrópa getur haft örlagarík áhrif á markaðsmál fyrir íslenskar afurðir og svo framvegis. Friðvænlegri heimur er öhum fagnaðarefni. Vald vopnanna og ofbeldisins er á undanhaldi. Menn eru að læra að mannvíg færa enga sigra og allar deilur má leysa með samningum og handaböndum. Ellert B. Schram Staða sjávarútvegs Ekki þarf að íjölyrða um það að atvinnumál eru nú venju fremur í brennidepli. Ástæður þessa eru margar. Mjög mörg fyrirtæki um land allt eiga nú í mesta rekstrar- basli og eiginfjárhlutfall margra versnar stöðugt. Sagt er að mörg fyrirtæki í fiskvinnslu séu að stöðvast. Hvað er um að vera? Sumir segja að þjóðin lifi um efni fram. Launakostnaður sé orðinn of hár og auk þess sé fjármagns- kostnaður orðinn yfirgengilegur. Sum fyrirtæki greiða orðið meira í íjármagnskostnað heldur en laun og kann það ekki góðri lukku að stýra. Hvaða breytingar vilja menn sjá gerast í sjávarútvegi? Flestir munu segja að bæta þurfi rekstrar- stöðu fyrirtækja. Hvaö er meint með því? Fella gengið! Það þýðir að lækka skuli kjör launafólks í landinu og hækka allar verö- tryggöar skuldir. Ólíklegt er að ASÍ muni fallast á það. Gullkistan hefur aðeins ver- iðopnuðtil hálfs Sjávarútvegur hefur lagt af mörkum u.þ.b. helminginn af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og nálægt þrjá íjórðu af útflutnings- tekjum af.vöruútflutningi. Sumir landsbyggðarmenn misskilja þetta og tönnlast sífellt á því ranglega aö sjávarútvegur skapi þrjá fjórðu af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Enginn gerir lítið úr sjávarútvegi. en óþarfi er að vanvirða aðrar gjaldeyrisöflunarleiðir til þess að upphefja sitt byggðarlag í enda- lausu rifrildi og samanburði. En hvað sem því líður geta allir orðið sammála um það að aukinn af- rakstur af sjávarútvegi sé það eftir- sóknarverðasta. En hvernig getur það gerst? Margir segja að sjávar- útvegur sé fullnýttur og finna verði aðrar leiðir ef afla skuli aukins gjaldeyris. Þetta er sem betur fer alrangt. Gullkista sjávarútvegs hefur ekki veriö opnuð nema til hálfs. Leiðir til aukningar verð- mætasköpunar eru mjög margar en flestar þeirra stranda á því að núverandi stjórnendur fyrirtækja sjá ekki hagkvæma og arðbæra möguleika við þær aðstæður sem ríkja. Til þessa hefur sjávarútvegur að mestu byggst á því aö fleyta rjómann ofan af mjólkinni og skilja undanrennuna eftir. Allir hafa ver- ið í kapphlaupi við að ná í sem mestan rjóma en ekki eru nema fáir sem telja aö vinnsla undan- rennunnar borgi sig. Hún er aðeins sett í fiskimjöl, þ.e. dýrafóður, og aöeins að hluta til. Hverjir eru möguleikarnir? 1. Hámarksafla er ekki náð nú vegna ofveiði og smáfiskadráps. Með breyttum veiðiforsendum (veiðileyfasala) og bættri stjórn- un er unnt að auka afla flestra nytjafiskstofna. 2. Umtalsveröur hluti verðmætasta aílans skemmist í veiðarfærum (net) og með of mikilli eða lé- legri geymslu til sjós eða á landi. Skemmdimar valda verðmæta- rýrnun vegna minnkaðra bragð- gæða, aukins loss og lélegrar nýtingar. 3. Töluverðu af aukaafla (skrap- fiskur, smáfiskur) er fleygt fyrir borð og úrgangur frá helstu fisk- stofnum fer einnig fyrir borð. 4. Ýmsar nýtanlegar fisk- og aðrar dýrategundir eru nú ekki eða lítið nýttar. 5. Unnt er að auka framleiðslu á mörgum afurðum til.manneldis úr aukaafurðum sem nú fara í dýrafóður eða í súginn. 6. Unnt er að framleiða mikið af verðmætu fóðri (fiskifóður) í staðinn fyrir ódýrt. 7. Með bættri meðferð afla og með bættri vinnslu í landi er unnt að hækka gæðastig (gæðaflokka) á mörgum helstu fiskafurðun- um. 8. Með endurskipulagningu og auk- inni upplýsingamiðlun er unnt að auka framleiðslu á verðmeiri afurðum á kostnað verðminni. Stundum getur þetta átt við sölu á ferskfiski í stað vinnslu í landi KjaUarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur þegar vel stendur á á mörkuð- um. 9. Með frekari úrvinnslu (vinnslu- stig) á sumum fiskafurðum er unnt að auka söluverðmæti (nið- urlagning, nýjar pakkningar, til- búnir réttir). 10. Framleiðsla nýrra og verðmik- illa afurða úr ódýru hráefni á eftir að gefa mikið í aðra hönd. Víða er farið að framleiða krabbalíki (surimi) og fiskhleifa úr ódýrum fiski. Augljóslega er þetta aðeins fremur yfirborðskennd upptalning og hvergi tæmandi. Hversu mikið unnt er að auka verðmæti sjávaraf- uröa á íslandi er aðeins hægt að giska á. Það er ekki fráleitt að tvö- falda megi verömætin á einum til tveimur áratugum ef aðstæður eru jákvæðar. Hvað þarf að gerast? Sem dæmi má nefna að ýmis lag- metisfyrirtæki hafa getað lifað á útflutningi á undanfornum árum þrátt fyrir rangskráð gengi yfirleitt og slæm samkeppnisskilyrði, á sama tíma og t.d. húsgagnaiðnaður og fataiðnaður eiga enga möguleika yfirleitt. Flestar verksmiðjuiön- greinar fá e.t.v. ekki nema helm- inginn af nauösynlegu verði til þess að endar nái saman ef byggt er á útflutningi. Hvers vegna geta iðn- fyrirtæki í sjávarútvegi lifað á út- flutningi? Það ei* aðallega vegna þess að framboð af góðu hráefni á Islandi er sérstakt og nálægð viö það nægir mörgum fyrirtækjum til mótvægis við óhagræði af ýmsu öðru tagi. En hvers vegna viröast fáir koma auga á möguleika sjávar- útvegs? Það er sennilega vegna þess að flestir framtaksmenn á umræddu sviði hafa veriö ijóma- þeytarar, þ.e. þeir hafa fleytt ijóm- ann ofan af sjávarútveginum með því að veiða verðmætasta fiskinn á bestu fiskislóðunum og keppst við að selja afurðimar á einfaldasta, augljósasta og hentugasta mátann á stærstu mörkuðunum. Þjóðfélag- ið hefur síðan viljað vera aðili að hagnaðinum með því að rangskrá gengi krónunnar og tolla innfluttar vörur sem keyptar em fyrir þann gjaldeyri sem sjávarútvegur aflar. Við þessar aðstæður sjá menn ekki hvernig hagkvæmt á að vera að vinna undanrennuna þegar tekju- þörf útgerðar og sjómanna miðast við frjálsan aðgang aö rjóma. Spurningin sem vaknar er sú hvort þjóðhagslega hagkvæmt sé að auka verðmæti sjávarafla með því aö fara eihverja af leiðunum tíu áður- nefndu. Hvernig á að bera saman valkosti á því sviði og framleiðslu- möguleika á öðrum sviðum, eins og í loðdýrarækt, ullariðnaði, garðávaxtaframleiöslu eða sauö- fiárrækt? Enginn vafi er á því að stærstu möguleikar þjóðarinnar til aukinnar gjaldeyrisöflunar eru á sviði sjávarútvegs og fiskræktar. En til þess að atvinnugreinin skynji möguleikana þarf að verðleggja sókn í verðmætustu fisktegundirn- ar og lækka gengi krónunnar til hagsbóta fyrir úrvinnslugreinar. Þannig er unnt aö jafna aðstöðu á milli veiða á verðmeiri og verð- minni fisktegundum og á milli framleiðslu á verðmeiri og verð- minni afurðum. Auk þess er unnt í leiðinni að koma „skikki“ á gengi íslensku krónunnar og fiskveiöi- stjórnun. Einnig þurfa framtaks- menn í sjávarútvegi að leggja mun meira en verið hefur upp úr þróun og rannsóknum á sviði markaös- mála og vöruþróunar. íslenskur sjávarútvegur á aö vera í broddi fylkingar, ekkert minna. Jónas Bjarnason „Með bættri meðferð afla og með bættri vinnslu í landi er unnt að hækka gæðastig (gæðaflokka) á mörgum helstu fiskafurðunum,“ segir greinarhöfundur m.a. „Enginn gerir lítiö úr sjávarútvegi en óþarfi er aö vanvirða aðrar gjaldeyris- öflunarleiðir til þess að upphefja sitt byggðarlag 1 endalausu rifrildi og sam- anburði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.