Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 34
46 ^UDAGyRaS.^Ú^T 1988, LífsstOl Flæðareyrarhátíðin 1988 Gnmnvíkingar fara heim að skemmta sér Hvað er það sem dregur fólk langan veg úr alfaraleið og á slóðir þar sem engin nútímaþægindi eru? Engin önnur leið er fær en sjóleiðin og samt drífur að fleiri hundruð manns til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Brottfluttir Grunnvikingar og af- komendur þeirra láta ekki sam- göngumál og önnur smáatriði aftra sér frá því að heimsækja fyrrum æskustöðvar. Á fjögurra ára fresti er haldið átthagamót í Flæðareyri sem er nánar tiltekið við mynni Leiruijarðar. í ár sóttu mótið ná- lægt 300 manns allt frá tveggja mánaða til áttræðs. Engin leið fær nema sjóleiðin Staðhættir eru þannig að enginn akvegur er í firðinum og því verða allir að koma sjóleiðina frá kaup- stöðunum við Djúp. Flestir koma með djúpbátnum Fagranesinu en síðustu ár hefur smábátaeign auk- ist og koma nokkrir á eigin bátum. Hins vegar geta bátar ekki lagst að bryggju við Flæðareyri og verður því að selflylja menn og vistir á litl- um skektum í land. Harmoníkan ómissandi Hátíðin er alltaf haldin fyrstu helgina í júlí. Fólk fór að drífa að strax á miðvikudagskvöldi en dag- skráin sjálf hófst á fóstudegi og stóð fjörið nánast samfleytt til mánu- dagsmorguns. Á fostudagskvöld- inu var varðeldur og skemmtun og mikið sungið eins og ævinlega þeg- ar Grunnvíkingar koma saman. Á laugardeginum var farið í rat- leik sem allir tóku þátt í, ungir sem aldnir. Þátttakendur fengu leið- beiningar um staði og verk sem þeir áttu að inna af hendi. Meöal annars að tína blóm, finna og sneiða niður banana, þeyta ijóma í plastpokum og að lokum skreyta með þessu tertur, sem auðvitað Grunnvikingar eru eins og stór fjölskylda. Fjölskylduskemmtun í gamla samkomuhúsinu á Flæðareyri. smökkuðust vel. Kvöldvaka og ball var haldið um kvöldið í samkomu- húsinu og þar dansa allir við alla. Pabbi við mömmu, böm við for- eldra og börn við afa og ömmur. Harmoníkuleikur er ómissandi á svona ekta sveitaböllum enda voru spilararnir ekki færri en fjórir þeg- ar best lét. Böllum á þessum stað lýkur ekki fyrr en um sólarupprás í fyrsta lagi og þá eru hljóðfæra- leikarar og gestir komnir í dansinn úti á túni. Fyrir fjórum árum var reynt að breyta til og hafa diskótón- list en það gafst ekki vel. Gamalt Bátar geta ekki lagst að bryggju við Flæðareyri og verður því að sel- fiytja menn og vistir í land. Mynd. K. Alexanders. Ratleiknum lokið og verið aö leggja siðustu hönd á tertuskreyt- inguna. samkomuhús eins og á Flæðareyri nýtur sín ekki nema með nikkunni. Allir eins og ein fjölskylda Að sögn formanns Grunnvík- ingafélagsins, Hlífar Guðmunds- dóttm- á ísafiröi, fór allt fram af stökustu prýði og allir lögðu sig fram við að ganga vel um. Félagið sá mn að endurkaupa allar gos- dósir og var varla hægt að finna sælgætisbréf eða sígarettustubb i reiðileysi eftir skemmtunina. „Það verður líka að segjast eins og er að samvinnan í öllum málum er eins og í stórri, góðri fjöl- skyldu,“ bætti Hlíf við. „og undan- tekning að einhver færist irndan ef til hans er leitað um aðstoð.“ Vitinn á Horni eini staðurinn í byggð Grunnvíkingafélagið var stofnað árið 1955 en á rætur sínar í gamla ungmennafélaginu í hreppnum. Hreppamörk Grunnavíkurhrepps voru frá Bjamamúpi að sunnan og að Geirólfsnúpi að norðan. Sléttuhreppur og Grunnavíkur- hreppur hggja saman og eru hreppamörkin hjá Látravik við Hombjarg. Nú er vitinn á Homi ingur sem síðar kallaði sig Grunn- víking. Hann gerðist ritari Áma Magnússonar og vann mörg nytja- verk í þágu Árnasafhs. Flæðareyrarhátíð er fastur punktur í tilverunni Aðspurð sagöi Hlíf það mjög mis- jafnt hversu mikil tengsl fólk heföi haft við æskustöðvamar eftir að það fluttist burtu. „Fyrir marga er Flæðareyrarhátíðin á fjögurra ára fresti fastur punktur í tilvemnni. Sumir hafa fariö norður árlega og eiga hér jafnvel sumarbústaði,” 1-1..............J" ' Ungir og gamlir dansa fram á nótt. eini staðurinn í byggð og er hann einn sá afskekktasti á landinu. Eft- ir að Gnmnavíkurhreppur lagðist í eyði árið 1962 er vitinn í hrepps- félagi með byggðinni í Snæfjalla- hreppi. Félagið er mjög virkt og meðal starfa þess er að halda við samkomuhúsinu í Flæðareyri, sem er eitt afskekktasta samkomuhús á landinu. „Á hverju sumri er svo farin kirkjuferð að Stað í Grunnavík sem yfirieitt er mjög fjölsótt,“ sagði Hlíf. „Staður tilheyrir nú brauðinu í Bolungarvík og hefur presturinn þar yfirleitt messað á Stað. Ef hann hins vegar er upptekinn er ekki vandamál að fá annan prest, það er eftirsótt að messa á þessum forn- fræga kirkjustað.“ Margir merkismemi hafa búið á Stað um lengri og skemmri tíma. Þar fæddist Jón Ólafsson fomfræð- sagði Hlíf og bætti við. „Aðrir koma sjaldnar og á Flæðareyrarhátíðinni núna var kona sem ekki hafði séð æskustöðvarnar í 50 ár. Það sem aöallega kemur í veg fyrir að fólk heimsæki heimaslóðimar er auð- vitað samgönguerfiðleikar.“ Það vekur sjálfsagt undrun margra hve þátttaka í átthagamót- inu er mikil miðað við aö rúmir tveir áratugir eru síðan Jökulfirðir fóm í eyði. „ Við sjáum fram á bjarta framtíð fyrir hönd Grunnvíkingafélagsins þrátt fyrir aö hreppurinn sjálfur fari ekki í byggð framar,“ sagði Hlif. „En á meðan við ölum börnin okkar upp sem Grunnvíkinga þuif- um við engu að kvíða. Það er nefni- lega sérstök tilfinning að .tilheyra þessu fólki.“ -JJ Heimild: Landið þitt fsland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.