Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. 3 Fréttir Hitaveita 1 Ölfusi: Hreppsbúar stofna hítaveitu „Hitaveitan veröur sett upp í sum- ar og haust og mun taka til starfa á árinu. Núna er verið að framleiða hitaþolin plaströr í hana en lagna- lengdin alls verður 23 kílómetrar. Vatnið verður tekið upp úr borholum við Gljúfurholt og leitt til þeirra 35 aðila sem eiga aðild að félaginu," sagði Guðmundur Karl Guðjónsson, tæknifræðingur á Verkfræðistofu Suðurlands hf., sem hefur haft yfir- umsjón með framkvæmdunum. Guðmundur segir að rekja megi aðdraganda þessa um tvö ár aftur í tímann en þeir sem aðild eiga að verkinu hafa stofnað með sér hita- veitufélag sem heitir Austurveita, Ölfusi, og kemur til með að greiða stofnkostnaðinn sem mun verða um 24 milljónir króna. Fyrst í stað er áætlað aö rennsli veitunnar muni verða um 8 sekúndulítrar af 80 gráða heitu vatni og möguleiki er á aukn- ingu síðar. - En hver er sparnaðurinn við að ráðast út í þessa framkvæmd? „Húsin eru núna að langmestu og nánast eingöngu rafkynt. Hag- kvæmni hitaveitunnar kemur fram í því að afborganir af lánum af þess- ari fjárfestingu liggja nálægt kostn- aði við raforkukaup í dag og eftir tíu ár, þegar þau hafa verið greidd, stendur eftir viðhald og rekstrar- kostnaður. Verðmæti jarðanna eykst einnig vegna þessara framkvæmda, svo og þægindi, aö ógleymdum aukn- um möguleika á kyndingu viðar á jörðum síðar,“ sagði Guðmundur Karl Guðjónsson. -JFJ Þú getur arðið hluthafi og notið góðs af. Amarflug á uppleið Síðustu misserin hafa verið hagstæð Arnarflugi. Ný rekstrarstefna hefur reynst farsæl og kom félagið út með hagnaði á síðasta ári. Reiknað er með að árið 1988 verði farþegar 50% fleiri en árið á undan. Nú gefst þér tækifæri til þess að taka beinan þátt í áframhaldandi uppbyggingu og markaðssókn Arnarflugs. Þú styrkir nauðsynlega samkeppni Með því að gerast hluthafi í Arnarflugi styrkir þú samkeppni um flug til og frá íslandi. Með samkeppni fá neytend- ur meira val og betri þjónustu. Hlutafé og hlunnindi 95% afsláttarferðir Það geta fylgt því hlunnindi að vera hluthafi í félaginu. Þau eru mest hjá þeim sem gerast hluthafar fyrir eina milljón eða meira; þeir fá m.a. eina ferð með 95% afslætti á hverju ári í 5 ár. Hlutaféð má greiða á allt að 10 árum. Arnarflugsklúbburinn Hlunnindi þeirra sem gerast hluthafar fyrir a.m.k. 25.000 kr. felast m.a. í eins árs aðild að Arnarflugs- klúbbnum. Félagar í honum eiga kost á meiri þjón- ustu og afslætti á tilteknum hótelum og bílaleigum, aðgangi að setustofum félagsins, fríum drykkjum o.fl. Hlutafjárframlag getur lægst orðið kr. 5.000. Heimilt er að greiða hlutaféð með raðgreiðslum, t.d. kr. 10.000 á mánuði í 10 mánuði. Leitaðu nánari upplýsinga um kaup á hlutabréfum í Arnarflugi. Hafðu samband við söluskrifstofu Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060 eða Svein Guð- mundsson á aðalskrifstofunni í síma 29511. ARNARFLUG - félag í samkeppni! Hörpuskjól - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólt 5056 125 Reykjavik, Sími (91)11547 HARPA lífinu llt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.