Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Side 20
20 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. KENNARI - EGILSSTAÐIR Egilsstaðirervaxandi bær og liggurvel við samgöng- ur. I Egilsstaðaskóla eru 290 nemendur og 22 kennar- ar. Okkur vantar einn kennara í viðbót. Margvísleg kennsla kemur til greina. Við erum að vinna að mót- un skólastefnu og nýjungum í kennsluháttum meðal annars í 9. bekk. Ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri, sími 97-11146 eöa 11632. REYKJMIÍKURBORG m Acuctein Stádíci Mr BYGGINGADEILD BORGARVERKFRÆÐINGS óskar að ráða skrifstofumann. Starfið felst í tölvu- skráningu reikninga, ritvinnslu, móttöku skilaboða, skjalavörslu og fl. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Byggingadeildar, Skúlatúni 2, sími 18000. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR HÚSVÖRÐUR óskast í fullt starf fyrir 72 íbúða sambýlishús. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með umgengni og ræstingu. Góð íbúð fylgir starfinu. Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson, húsnæðis- fulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 34, sími 685911. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist Starfs- mannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást fyrir 20. ágúst nk. -MnrMn Th FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURB0RGAR FELAGSRAÐGJAFAR - FORSTÖÐUMAÐUR UNGLINGAATHVARFS Laus er staða forstöðumanns í unglingaathvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða ö.nnur mennt- un á sviði sálar- eða uppeldisfræði, ásamt starfs- reynslu í meðferðarmálum. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirmaður fjölskyldu- deildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 26. ágúst. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsóknareyðublöð- um sem þar fást. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirt'jldum fasteignum ferfram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 52, Esk'ifirði, á neðangreindum tíma: Skólavegur 58, Fáskrúðsfirði., þingl. eig. db. Ragnars Jónassonar en talinn eig. Guðjón Jóhannsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. ágúst nk. kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Ámi Halldórsson hrl., Búðahreppur, Byggingarsjóður ríkisins, Grétar Har- aldsson hrl.,_ Magnús M. Norðdahl hdl., Róbert Ami Hreiðarsson hdl. og Skúli Pálsson hrl. Fjósbygging á lóð íbh. Eskifjörður, þingl. eig. Bjami Björgvinsson, fer fram á eigninni sjálfii mánudaginn 22. ágúst nk. kl. 13.00. Uppboðsbeið- endur em Ámi Halldórsson hrl. og Ólafúr Axelsson hrl. Síldarverksmiðja á Djúpavogi, þingl. eig. Búlandstindur hf., fer fram á eign- inni sjálfri mánudaginn 22. ágúst nk. kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Björn Jósef Amviðarson hdl., Eggert B. Ól- afsson hdl., Innheimta ríkissjóðs, Landsbanki Islands og Póstgíróstofan. BÆJARFÓGETINN Á ESKIFIRÐI SÝSLUMAÐURINN1SUÐUR-MÚLASÝSLU Menning Nýr Teningur: Of margir fletir á einum Teningi í Teningi sem kominn er út í nokkuð breyttri mynd er aö finna efni af ýmsum toga. Fjölbreytnin er sannast sagna helst til mikil, þama ægir öllu saman. Fyrsti flötur Tenings er ágæt grein Berglindar Gunnarsdóttur um gamla manninn í perúanskri ljóðagerö, César Vallejo. Þarft verk að kynna hann íslenskum lesðnd- um enda er það rækilega gert hér því greininni fylgja þýðingar á tíu ljóðum eftir skáldið. Eru þau í þýð- ingu Berglindar, Sigfúsar Bjart- marssonar, og Gunnars Harðar- sonar. César Vallejo tilheyrir þeirri kynslóð skálda og rithöfunda sem lögöu grunninn að absúrdisma og súrrealisma. í hugarheimi Vallejo er mannskepnan ein og yfirgefm í vondum heimi. Þetta, ásamt upp- gjöri Vallejo viö kristindóminn, setur mjög mark á skáldskap hans. Ljóöin tíu sem birtast í Teningi bera þessu merki. Vallejo skortir hins vegar hinn gráa húmor sem einkennir svo marga absúrdista og súrrealista. Að ljúfum ljóðalestri loknum er stokkið yflr í höggmyndalist ívars Valgarðssonar. Birt er viðtal sem þeir Eggert Pétursson og Ingólfur Arnarson áttu við listamanninn um verk hans. Ágæt innsýn í vinnuforsendur myndhöggvarans, en heldur erfiður lestur eftir ljóðin á undan. Þarna kemur einmitt fram galli Tenings. Stokkið er úr einu í annað og hefur lesandinn ekkert ráðrúm til að skipta um gír. Þessu mætti breyta t.d. með kafla- skiptingu í ritinu eða annarri upp- rööun. En nóg um það. Næsti áfangi á ferð lesandans er mjög svo grafískt ljóð Mary Guð- jónsson um snjó. Orðin svífa niður Perúanska Ijóðskáldið César Vallejo. síðuna rétt eins og snjókom í logni og skapa angurværa vetrar- stemmningu. Þetta er áhrifamikil aðferð til aö vekja hugarástand og vandmeðfarin. Mary veit hins veg- ar upp á hár hvað hún 'er að gera. Skemmtilegt innskot. Magnús Gezzon á næsta flöt. Þetta er prósaljóð upp á eina síðu og fjallar það um tremmann hans Jakobs. Magnús veður úr einu í annaö, úr kirkjugaröi í brúðkaup sem endar með skelfmgu. Þetta er lifandi texti og skemmtilegur þótt ekki sé verið að lýsa fogru mannlífi. Menningarlíf í Mið-Ameríku Sigurlaug Gunnlaugsdóttir á næsta leik. Hún hefur þýtt viðtal sem kúbanski blaðamaöurinn Bemardo Marqués átti við Tomás Borge, en hann er innanríkisráð- herra í stjórn Sandinista í Nic- aragua. í viötalinu er rætt um menningarmál Mið-Ameríku út frá þeirri forsendu að bylting sé menn- ingarviðburður. Þetta viðtal, þó stutt sé, spannar flestar listgreinar sem blómstra í álfunni og er fróð- legt aflestrar. Enn heldur Teningur sig við Mið-Ameríku. Birt er þýðing Guð- bergs Bergssonar á ljóði eftir nig- aragúíska erkiklerldnn Ernesto Cardenal. Cardenal er einn af boð- berum frelsunarguðfræðinnar og menningarmálaráðherra í sandin- istastjórninni í Nicaragua. Að auki er Cardenal í hópi magnaðri ljóð- skálda Mið-Ameríku. í Teningi er birf eitt frægasta kvæði skáldsins, Beðið fyrir Marilyn Monroe. Hin dapurlega ævi stjörnunnar er yrkisefni skáldsins og er þetta svo sterkur skáldskapur að það borgar sig að kaupa Tening, þótt ekki væri nema til að koma hönd- um yfir þetta ljóö. Úr örlögum Normu Jean í viötal viö myndlistarmann. Helgi Þorgils Friðjónsson ræðir norræna mynd- list við Norbert Weber sem rekur gallerí í Norður-Þýskalandi. Weber þessi virðist mikill áhugamaður um norræna myndlist og lætur móðan mása. Viðtaliö er hins vegar ekki á nokkurn hátt aðgengilegt þeim sem ekkert vita um viðfangs- efnið þannig að hinn almenni les- andi er engu nær eftir lesturinn. Friðrika Benónýs hefur þýtt nokkur ljóða Sylviu Plath og eru þau birt í Teningi. Sylvia dregur upp sterkar myndir í ljóðum sínum og er óspör á kenningarnar. Þetta er magnaöur skáldskapur og heföi verið vel þegiö að fá smá greinar- korn um skáldkonuna. Myndlist í Mið-Evrópu Hallgrímur Helgason á viðtöl við tvo listamenn, annan svissneskan og hinn austurrískan. Þessi viðtöl eru létt aflestrar, en meir hefði mátt byggja á myndum því um- fjöllunarefnið er jú myndlist þess- ara manna. Ástráöur Eysteinsson skrifar grein um merka skáldkonu, Louise Erdrich. Greinin er ýtarleg og áhugavekjandi. Sá sem les slíka grein fer strax að leita að bókum eftir Erdrich og því ekki verið að teygja lopáhn. Og bókmenntirnar taka það sem eftir er ritsins. Peter Handke fær . umfjöllun nafna síns Gunnarsson- ar og Eyjólfur Kjalar Emilsson birt- ir kafla úr þýðingu sinni á Ríki Platóns. Ekki beint nýtt efni né eru þessir höfundar með öllu óþekktir hér á landi. í lokin er aö finna eins konar prósa og nægir þar að nefna ljóða- leik Sjóna Sands og nútíma þjóð- sögu eftir Björgúlf Ólafsson. Þá' kemur myndræn lýsing á timbur- mönnum eftir Óskar Árna Óskars- son. Létt efni og skemmtUegt. Gott bókmenntaefni Eins og sést af framansögðu er þó nokkuð um áhugavert bók- menntaefni í Teningi. Og það er raunar sterkasta hlið blaösins. Þarna skapast svigrúm tU að kynna skáld og rithöfunda og birta sýnis- horn af vinnu þeirra. Að öðru efni Tenings ólöstuðu þá ber þetta af. Smáljóð hinna og þessara skálda skilja aö kafla í tímaritinu og veita hvOd í lestri. Ernesto Cardenal biður fyrir örlögum Marilyn Monroe, en hún er dæmi um persónu sem drukknar í eigin ímynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.