Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
Sandkom
Þjóðviljinn og
staði
Þjóöviljinn
villstundum
faraftjálslega
nn-ð staðreynd
irogsúvarö
rauniníslöasta
helgarblaöi.
Þar Jjailar blaðiö um frétt DV frá
fyrsta brúðkaupinu í Viðey og segir
aö fréttinni hafi ekki tylgt sú staö-
reynd að bróðir brúðgumans var tíð-
indamaöur DV, brúöguminn hafi
verið blaðamaður á Morgunblaðinu
og að síðustu segir Þjóðviljinn að all-
ir hafi verið látnir hrópa húrra íyrir
Davíö Oddssyni vegna framkvæmd-
annaíViöey.
Til að leiörétta „staöreyndir" Þjóö-
vilj ans er vert að benda á þaö að tið-
indamaður DV var kona og því ckki
bróöir bniðgumans þótt bróðirinn
starfi á blaðinu. Brúðguminn var af-
leysingamaður á Þjóöviljanum i sum-
ar en hefur aldrei starfað á Morgun-
blaðinu. Aö síöustu hrópaði enginn
húrra fyrir borgarstjóranum þótt
kannski hafi verið tilefrii tiL Honum
var þakkað fy rir í einni ræðu en
stundum verður ein fjööur aö fimm
hænum.
FréttirTímans úr
DV?__________
Daablaöið
Timinn iieíúr i
dálk svipaðan
þessumsem
berheitið
Dropar. N'afn-
laus dálkritari
varal
í sandkornsritara og sveið það sárt
að upplýst hafði verið að Timinn tæki
íþróttafréttir upp eftir Ríkisútvarp-
inu. Skammast dropinn yfir því aö í
sama sandkorni var sjón varpsmaður
gagnrýndur fyrir að geta ekki heim-
ilda við tilvitnanir og sagöi dropa-
skrifari aö sandkornsritari heföi
sjálfúr tekiö upp úr Tímanum í nánar
tilgreindri frétt. Blaðamanni Tímans
til upplýsingar skal bent á að það
hendir oft að fjölmiðlar hérlendis
Ö alla efnislega um sömu mál, vinnu-
brögðin eru hins vegar ólik, sem bet-
ur fer. Ef nota á sömu hundalógík er
hægt aö staðhæfa það að megniö af
fréttum Tímans á þriðjudögum séu
teknar upp úr mánudagsblaöi DV.
í lok dropa er svo sagt aö umþótt-
unarþörf fylgi nafninu Jónas og
meira hrós er vart hægt að fá h)á
Tímanum. Að láta líkja sér við sjálfan
Hriflu-Jónas.
Kyndugtað rekast
ákind
Fyrir *
skömmu var :
sagtfráþvíí
fréttumaðbíl-
stjórinokkur
varðfyrirþvi
ólániaðvelta
bifreið sinni í Oddsskaröi. Slíkt er
ekki í frásögur færandi heldur hitt
hvaöa skýringar ökumaðurinn gaf
lögreglunni á tildrögumóhappsins.
Segir sagan að ökumaðurinn hafl
sagt að kind hafi hlaupið fyrir bílinn
og til að foröa fjallalambinu frá svip-
legum dauðdaga hafi hann sveigt frá
meö þeim afleiðingum að bíllinn valt.
Lögreglan mun hafa skráð þetta niö-
ur en verið í hjarta sinu heldur van-
trúuð enda ekki furöa, nýbúið er aö
skera niður fé á þessu svæði vegna
riðu og því kyndugt að ökumaðurinn
skyldirekastákind.
Rúmlega 50%
gengishagnaður
ífréttumDV
hefurveriðsagt
fráþviaðút-
séðiraurapúk-
arhafaupp-
| götvaðþaðað
; hægteraðnota
gamla einnar krónu peninga til að
greiða í stöðumæli og þannig sleppa
billega frá stöðumælagjaldinu. En
það er hægt að græða á fleiru en notk-
un verölausra króna. Sagt er aö sjálf-
salar í Bretlandi, þar sem greiöa á
með eins punds peningL taki viö 50
króna peningi islenskum. Munu
landar okkar hafa notað sér þetta
óspart enda er pundið skráö á um 78
krónur og gengishagnaöurinn rúm-
lega50%.
Umsjón: Jónas Fr. Jónsson
Fréttir
Grandi hf.:
Söluverðmæti togaranna
yffir 1300 milljónir
„Ég myndi áætla að söluverðið á
skipunum með kvóta væri miðað við
þetta svona um 1300-1400 milljónir
króna, en á skipunum hvíla auðvitað
einhver lán,“ sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson, útgerðarmaður Sam-
herja á Akureyri.
Talsmenn minnihlutans í borgar-
stjórn hafa margir hverjir gagnrýnt
söluna á Granda hf. og sagt söluverð
hlutabréfa borgarinnar vera of lágt,
þó um tvöfalt nafnverð sé að ræða.
Söluverðið er 500 milljónir en hlutafé
borgarinnar er á nafnvirði 241 millj-
ón. Eigið fé Granda var um áramótin
um 623 milljónir króna og af því er
eignarhlutur Reykjavíkur um 480
milljónir. Ef reiknað er með áætluðu
tapi ársins verður reikningslegur
hagnaður Reykjavíkur af sölunni um
45 milljónir króna.
Það sem aðallega hefur verið gagn-
rýnt af minnihlutanum er að sölu-
verðmæti togara fyrirtækisins sé
meira en bókfært verð. Skipasali,
sem DV ræddi við í gær, sagði að
þetta væri erfitt að meta en vátrygg-
ingarverðmæti skipa væri oft haft til
hliðsjónar við ákvörðun söluverðs.
Bókfært verð hinna sex skipa
Granda hf. var um áramótin 867
milljónir króna en vátryggingarverð
var á sama tíma 1078 milljónir.
Eitt af skipum Granda, Snorri
Sturluson, mun nú vera í Hollandi
þar sem verið er að breyta skipinu í
frystitogara. Breytingin mun kosta
um 120 milljónir króna og eykst verð-
mæti skipastólsins í takt við það, en
á móti kemur að breytingarnar þarf
að greiða. Verðmæti óveidds afla
Grandaskipanna sex er áætlað vera
um 112 milljónir króna en þau hafa
heimild til að veiða 23.000 tonn sem
áætlað er að nemi 15.000 þorskígild-
um.
JFJ
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Frá því snemma í vor hefur verið
unnið að gerð nýrrar loðnulöndun-
arbryggju fyrir framan loðnu-
bræðslu Hraöfrystihúss Eskiíjarðar
hf.
Framkvæmd verksins, sem nú er á
lokastigi, hefur verið á vegum Hafna-
málastofnunar og hefur Aðalsteinn
Aðalsteinsson verkstjóri stjórnað
verkinu.
Gamla bryggjan, sem var úr tré,
var illa farin og afar óheppileg
margra hluta vegna, auk þess sem
hún var nánast að hruni komin og
þoldi ekki þau miklu átök sem oft
voru þegar skip lágu við hana ef eitt-
hvaö var að veðri. Rekið hefur verið
niöur stálþil umhverfis hana og
gamla bryggjan rifrn og síðan fyllt
upp meö möl. Nú er verið að ljúka
við að steypa kant meðfram nýja þil-
inu.
Viö þessar breytingar hefur aðstað-
an batnað til mikilla muna, bæði fyr-
ir loðnuskipin og ílutningaskipin
sem þarna leggjast að til að ferma
framleiöslu verksmiðjunnar, en
verðmæti hennar nemur hundruð-
um milljóna króna á ári.
Bryggjan er nú 60 metra löng eöa
um 9 metrum lengri en sú gamla og
hreiddin er 26 metrar í stað 14 metra.
Til marks um þá nákvæmni, sem
Nyja loðnubryggjan a Eskifirði
viöhafa þurfti við gerð þessa stálþils,
er að unnið var viö það samhhða að
reka niður þiliö sitt hvorum megin
og endað í miðjunni, þannig að það
mátti ekki skeika mörgum millímetr-
um að síðasta platan kæmist í. Og
þrátt fyrir að Aðalsteinn verkstjóri
hafi ekki nema 3 mánaða skólagöngu
um ævina og notaði sína eigin aöferð
við verkið gekk þetta allt upp hjá
honum en hann hefur unnið sl. 20
ár hjá Hafnamálastofnun á 40 stöðum
á landinu. Aðalsteinn sagði í samtali
við DV aö sér þættu mjög skemmtileg
þau verkefni sem hann hefði fengist
við á vegum stofnunarinnar.
Áætlaður heildarkostnaður við
framkvæmdirnar í sumar var um 34
milljónir. Þar af voru 24 milljónir
samþykktar á fjárlögum en sveitarfé-
lagið sér um mismuninn. Aðalsteinn
taldi að þessi áætlun ætlaði að stand-
ast, auk þess sem hægt verður aö
dýpka svæðið kringum bryggjuna og
er sanddæluskipið þegar komiö til
Eskifjarðar.
Á næsta ári er svo gert ráð fyrir
að steypa þekju á bryggjuna og ganga
frá lögnum og lýsingu.
Borgin
hefur hætt
við allar
hækkanir
„Viö höfum kastaö frá okkur
hugsanlegum verðhækkunum að
sinni þar til við sjáum hvaða áhrif
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
hafa,“ sagði Eggðrt Jónsson borg-
arhagfræðingur um áhrif verð-
stöðvunar á gjaldskrár borgar-
innar. Sagði Eggert að öllum
hækkunum hefði verið slegið á
frest en árleg breyting á mörgum
gjaldskrárliðum stæði fyrir dyr-
um nú. Eggert sagðist ekkert geta
sagt til um það hvort þessar
hækkanir myndu síðan dynja
yfir þegar veröstöðvuninni yrði
lokið.
Að sögn Eggerts þá væri nú t.d.
fyrir dyrum hækkun hjá strætis-
vögnum og leigu fyrir íþróttasali
borgarinnar. Þá hefði verið
ákveðið að falla frá 60% hækkun
á gæsluvallagjaldi sem koma
hefði átt 1. september.
Þess má geta að hjá verðlags-
stofnun fengust þær upplýsingar
að haft hefði verið samband við
borgaryfirvöld og þau beðin að
draga fyrirhugaðar hækkanir til
baka en hjá þeim starfsmönnum
borgarinnar sem haft var sam-
band við kom fram að frumkvæð-
ið væri borgarinnar í þessu máli.
-SMJ
Vinna vegna staðgreiðslulaganna:
Nýtt skattframtals-
eyðublað 1. október
„Vinna viö þetta nýja skattfram-
talseyðublaö hófst í sumar og miö-
ar allvel. Þetta er ílókið mál því
breyta þarf forritum í sambandi við
úrvinnslu framtalanna en mark-
miðiö er aö einfalda framtalseyðu-
blaðið frá því sem nú er. Reitum
verður fækkaö og hugsanlega verð-
ur þeim raðað öðru vísi upp, þann-
ig að blaðið verði aðgengilegra fyr-
ir hinn almenna borgara. Hann á
þá frekar að geta áttað sig á skatt-
stofninum án mikillar fyrirhafn-
ar,“ sagði Skúh Eggert Þórðarson,
forstöðumaður staðgreiðsludeildar
Ríkisskattstjóraembættisins.
Skúli sagði að ríkisskattstjóri
heföi skipað fimm manna vinnu-
hóp sem ætlað væri að vinna aö
gerð nýs skattframtals og nýrra
launamiða. í fréttabréfi ríkisskatt-
stjóra, Tíund, kemur fram að stefnt
er að verulegri einföldun fyrir
framteljendur og hagræðingu
vegna úrvinnslu og álagningar.
Það eru breytingarnar á skatta-
lögunum um áramótin með fækk-
un frádráttarliða og staðgreiðslu
skatta, sem knýja á um breytingar.
Standa vonir til að álagningar-
vinna verði mun fljótvirkari með
einfaldara skattframtali.
„Skattframtalseyðublaðið verður
tilbúið í stórum dráttum þann 1.
október en þá á vinnuhópurinn aö
skila hugmyndum sínum. Þegar
þaö verður fullklárað verður þaö
kynnt fyrir almenningi, en fólk fær
blaðið í hendur í lok janúar 1989
og ber að afhenda eigi síðar en 10.
febrúar eins og verið hefur," sagði
Skúli. Þegar vinnuhópurinn hefur
skilað hugmyndum sínum verða
þær kynntar skattstjórum og fjár-
málaráðuneyti, áður en endanlegar
breytingar verða ákveðnar.
Helstu breytingamar á launa-
miöum verða þær, samkvæmt Tí-
und, að afdregin staðgreiösla
launamanns komi fram á launa-
miðanum ásamt launafjárhæð og
bifreiðahlunnindum, en hingað til
hafa bifreiðahlunnindi veriö tiltek-
in á sérstökum miða.
JFJ
Útvegsbank-
inn til sölu
aftur
Viðskiptaráðherra hefur skipað
starfshóp til að kanna möguleika á
og undirbúa sölu hlutabréfa ríkisins
í Útvegsbanka íslands hf. í nefndinni
sitja eftirfarandi menn: Björn Friö-
fmnsson, aðstoðarmaður ráðherra,
Jónas A. Aðalsteinsson hrl. og Árni
Tómasson, löggiltur endurskoðandi.
Starfshópurinn á að hafa eftirfar-
andi markmið að leiðarljósi:
- Að ríkissjóður fái rétt verð fyrir
hlutabréfin. - Að með sölu bréfanna
verði stuðlað að sameiningu banka-
stofnana. - Að eignarhald á bankan-
um verði dreift. Mun starfshópurinn
á næstunni hefja viðræður viö ýmsa
aðila til þess að kanna áhuga á kaup-
um bréfanna í ljósi nýrra aðstæðna.
-SMJ