Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- 5 hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÓlafsQörður: TJónið eykst enn „Þaö er mikil rigning hér núna og ekki er sjáanleg uppstytta. Það góöa viö þetta er að götur hafa hreinsast. Það rennur enn vatn inn í kjallara húsa í neðri hluta bæjarins. Veggir húsanna eru ekki þéttir lengur, vat- nið er það mikið. Ég á allt eins von á að það renni vatn inn í kjallarana eftir að hættir að rigna. Jarðvegur- inn er það mikið blautursagði Hreinn Bernharðsson á bæjarskrif- stofunni á Ólafsfirði í morgun. Hreinn sagði að stór skurður, sem er ofan við byggðina, tæki sennilega við því grjóti sem kæmi úr hlíðinni. Fólki er ráðlagt frá því að fara Lág- heiðina. Vegurinn, sem hggur að ^eiðinni, Ólafsfjarðarmegin, hefur orðið illa úti. Grafist hefur úr honum og á köflum er hann mjór og hættu- legur umferð. „Það er enn verið að veija húsin á Brekkunni. Neglt er fyrir glugga og hurðir. Tjónið, af völdum veðurfars- ins eykst sífeht. Holræsakerfið hefur nú undan vatninu þannig að vatniö á götunum hækkar ekki. Ég get ekki séð að hættuástandi verði aflétt strax. Það er ekki hægt að útiloka fleiri skriöur," sagði Hreinn Bern- harðsson. - -^íbúar húsa á Brekkunni voru að heiman í nótt, þriðju nóttina í röð. -sme Umferðarslys: 7 ára drengur í Irfshættu Sjö ára gamah drengur er talinn vera í lífshættu eftir umferðarslys. Drengurinn varð fyrir bíl á Stekkjar- bakka í gærkvöldi. Hann hlaut alvar- lega höfuðáverka og er nú á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Drengurinn var á ferð ásamt konu . mg tveimur öðrum börnum. Þau voru ' *!o fara yfir Stekkjarbakka. Þegar þau voru komin yfir aðra akreinina hélt drengurinn áfram og skah á bíl sem kom eftir hinni akreininni. Mögulegt er að umferð, sem kom á móti bílnum, hafi byrgt ökumanni bílsins sýn. -sme SÍMAÞJÓNUSTA 624242 Sjúkrabfll 11100 Slökkviliðið 11100 Lögroglan 11166 Læknavakt 21230 LOKI Af hverju spilum við ekki heldur við þá _____„Rússa"?______ Póstur og sími: Skuldar ríkinu hálfan i milljarð í launaskuldir - og Ríkisútvarpið skuldar 200 miUjónir Rikisútvarpið og Póstur og simi munu eiga í miklum vandræöum með að greiða út laun til starfs- manna sinna á morgun þar sem launakassinn er tóraur. Launa- skuld Pósts og síma við fjármála- ráðuneytið nemur í dag um 300 milljónum en eftir aö laun hafa væntanlega verið greidd út á morg- un er skuldin komin í 500 mhljón- ir. Ríkisútvarpið skuldar um 200 milljónir á sama reikning og varö fyrirtækið að nurla saman til aö staðgreiöa starfsraönnum sínum launin upp á krónu á morgun. í morgun var skotið á neyöar- fundi yfirraanna Pósts og síma og samgönguráöherra þar sem ræða átti þetta alvarlega ástand mála og hina slæmu greiðslustöðu fyrir- tækisins almennt. Guðmundur Björnsson, aðstoð- arpóst- og símamálastjóri og fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar, sagði í samtali viö DV í morgun að ekkert væri hægt aö segja um greiöslustööuna fyrr en eftir fund- inn með samgönguráöherra. „Við erum með gjaldskrá sem hefur verið of lág og höfum veriö að reyna að vinna okkur upp úr henni. Ég get annars ekkert sagt um þessa greiðslustöðvun.“ „Þessar B-hlutastofnanir, sem eiga að vera sjálfstæðar, koma með launabókhaldiö til okkar og með því á að fylgja tékki upp á heildar- launaupphæöina. Þennan tékka höfum við átt erfitt með að finna og því hafa safnast upp launaskuld- ir. Þessi fyrirtæki eiga að fara í bankann og slá lán ef þau geta ekki staðiö í skilum meö launin. Það þýöir ekki endalaust að ávísa á rík- iö og þess vegna höfum viö hjá fjár- málaráðuneytinu verið æ haröari í horn að taka. En ríkiö er ábyrgt fyrir að starfsfólkið fái greidd laun og því held ég ekki að launaumslag- iö verði tómt hjá neinum starfs- manni Pósts og síma á morgun. Það er ekki tilgangurinn að pína sak- laust fólk sem ekki getur að þessu gert,“ sagði Stefán Friðfmnsson hjá Ijármálaráðuneytinu við DV. Sagði Stefán að viöræður stæöu yfir um skuldir Pósts og síma og Ríkisútvarpsins og 'væri málinu engan veginn lokiö. Hjá ríksisútvarpinu er talað um að framkvæmdavaldiö hafi ekki staöiö sig í stykkinu við að útvega fyrirtækinu tekjur og er þar átt við hækkun afnotagjaldanna. Því hafi þessar launaskuldir óhjákvæmi- lefga safnast upp. Allir helstu snillingar sovéska knattspyrnulandsliðsins mættu á æfingu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikmenn liðsins virtust óttast leikinn gegn íslendingum í kvöld og hristu hausinn er þeir voru spurðir um möguleika á sigri gegn íslenska landsliðinu. Þeir Anatoly Demyany- enko, Oleg Protasov og Rinat Dasajev, sem sjást hér undirbúa sig fyrir æfinguna, spiluðu allir í úrslitaleik EM gegn Hollandi í Þýskalandi í sumar. DV-mynd EJ Veðrið á morgun: Þurrt um sunnan- vert landið Á morgim er gert ráð fyrir norð- austanátt um vestanvert landið en suðaustanátt austanlands. Úrkoma á Vestfjörðum en víða þokuloft við norður- og austurströndina. í öðr- um landshlutum verður skýjað en yfirleitt þurrt. Hiti 6-14 stig, hlýjast sunnanlands. Ríkisfjármál og niðurfærsla í tvær nefndir Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðhérra kynnti Þorsteini Páls- syni og Halldóri Ásgrímssyni hug- myndir sínar um rúmlega 4 milljarða niðurskurð á fjárlögum. í dag mun ríkisfjármálanefnd fá tillögurnar til umljöllunar. í henni eiga sæti Jón Baldvin, Halldór Ásgrímsson og Matthías Á. Mathiesen í Qarveru Friðriks Sophussonar. Stefnt er aö því að drög að fjárlögum verði lögð fyrir ríkisstjórn á morgun. í gær átti nefnd, sem ætlað er að útfæra niðurfærsluna, sinn fyrsta fund. í henni eiga sæti Ólafur ísleifs- son, efnahagsráðunautur ríkis- stjórnarinnar, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Bolli Þór Bollason, deildarstjóri hagdeildar ijármála- ráðuneytisins, og Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins. Með nefndinni starfa Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri, Georg Ólafsson verðlagsstjóri, Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, og Eiríkur Guðnason, að- stoðarbankastjóri Seðlabankans. -gse Kostakaup gjaldþrota Kostakaup hf. í Hafnarfirði er gjaldþrota. Eigendurnir hafa beðiö um gjaldþrotaskipti. Versluninni var lokað í fyrradag. Starfsfólkið var þá boðað á fund að loknum vinnudegi og tilkynnt um gjaldþrotið. Því voru greidd laun fyrir ágústmánuð en jafnframt sagt upp fyrirvaralaust. „Hár fjármagnskostnaður er ástæða númer eitt, tvö og þijú fyrir gjaldþrotinu," segir Hákon Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Kostakaups og einn af eigendum verslunarinnar. Kostakaup hf. var stofnað fyrir 11 árum. Verslunin hefur oft veriö lægst í verðkönnunum. „Það var mikið að gera hjá okkur. En það dugði ekki til. Það þýddi ekki lengur að berja höfðinu við steininn og streitast á móti fjármagnskostnaðin- um,“ segir Hákon. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.