Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Fréttir Gjaldþrot Miðfells: Skuldir umfram eignir nærri 200 milljónum - sýnt að ekkert fæst upp 1 almennar kröfur sem eru 180 miUjónir Gjaldþrotameðferð á þrotabúi verktakafyrirtækisins Miðfells er langt komin. Þegar er sýnt að ekk- ert fæst upp í almennar kröfur í búið en þær eru alls um 180 milljón- ir króna. Ekki þótti ástæða til að meta rétthæfni þeirra né fjárhæðir þar sem sýnt var að ekkert fengist upp í kröfurnar. Einni kröfu frá tollstjóra var hafnað þar sem gögn skorti en hún nam 30 milljónum króna. Veðkröfur í þrotabúið voru um 60 milljónir og forgangskröfur um 12 milljónir. Fasteign og lausafé Miðfells gera ekki meira en að nægja upp í forgangs- og veðkröfur. Alls voru því kröfur í þrotabúið 282 milljónir króna. Útvegsbankinn á hæstu kröfuna í búið, eða 95 milljónir króna. Krafa Útvegsbankans flokkast meö al- mennum kröfum. Bankinn á einnig veð fyrir skuldinni í eignum Hvammsvíkur, sem er dótturfyrir- tæki Miðfells, en búast má við að það veð sé lítils virði. Fátt getur bjargað Hvammsvík frá sömu ör- lögum og urðu hlutskipti móður- fyrirtækisins, það er gjaldþrot. Skuldir Hvammsvikur munu vera töluvert meiri en eignir. Skiptafundur í þrotabúi Miðfells verður haldinn í september. -sme Mikill (ögnuður var meðal þeirra þúsunda ungmenna sem sáu og hlýddu á hina heimsfrægu rokkhljómsveit Kiss I Reiðhöllinni i gærkvöld. Og svo ört slógu hjörtu hinna fjölmörgu aðdáenda að kæla varð liðið með þvi að sprauta yfir þaö vatni. DV-mynd J.Hansen 6000 á hljómleikum Kiss: Fóru vel fram en ólæti í strætó Hjómleikar með rokksveitinni um allan miðbæ fram eftir nóttu. KissíReiðhölhnniígærkvölditókust Reiðhölhn h/f hélt hljómleikana. vel og fóru vel fram. Ahs mættu um Þessi góða aðsókn mun væntanlega 6000 manns, mest unghngar. bæta stöðuna frá hinu mikla tapi sem Ólæti urðu í strætisvögnum að varð á hljómleikum með hljómsveit- loknum hljómleikum. Unghngarnir . inni Status Quo fyrr í sumar. rifu setur úr sætum strætisvagn- -sme anna. Seturnar fundust á víð og dreif Fyrsti fundurinn Ásmundur Stefánsson, forseti hvaöa form yrði á viðræðum ríkis- Alþýöusambandsins, hitti Þorstein stjórnarinnar við Alþýöusamband- Pálsson forsætisráðherra í morg- ið í tengslum viö könnun á niður- un. Á fundi þeirra var rætt um færsluleiðinni. -gse Guömundur Sigurðsson, viðskiptafræömgur Verðlagsstofhunar: „Davíð Scheving brann inni með hækkanimar" „Við höfum farið fram á að Sól hf. og Smjörlíki dragi hækkanir sínar til baka,“ sagði Guðmundur Sigurðs- son, yfirviðskiptafræðingur Verð- lagsstofnunar, og játaði um leið að þessar aðgerðir sýndu vel þá hörku sem stofnunin verður að beita th að tryggja framgang verðstöövunarinn- ar. „ Þetta tilvik er líklega mest á jaðr- inum því að í júní kom hækkunar- beiðni frá fyrirtækinu vegna verð- hækkana erlendis. Gerðum við ekki athugasemd við það. Nú höfum við hins vegar tilkynnt Davíð Scheving aö hann hafi brunniö inni með þess- ar síðustu hækkanir.“ Guðmundur sagði að þetta væri vissulega alveg á mörkunum en öðruvísi hefði ekki verið hægt að standa að þessu máh - verðstöðvun væri í gangi. Hann sagði að sams konar mál hefði komið upp varðandi hækkunarbeiðni frá málningarverk- smiðjunni Hörpu sem heföi orðiö að draga hækkun sína til baka. -SMJ Sól hf. skikkað til að lækka vörur sínar: „lög eru lög og við hlýðum þeim“ - segir Davíð Scheving. íscola áfram á kynningarverði „Lög eru lög og við hlýðum þeim,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson hjá Sól hf. en í gær var hann skikkað- ur til aö lækka vörur sínar aftur til samræmis við það sem þær voru fyr- ir 19. ágúst þegar hækkanir, á mihi 5 og 10%, áttu sér stað hjá honum. Þessar aðgerðir eru dæmigeröar fyrir þá hörku sem verðlagsyfirvöld beita nú en Davíð sagði að hann hefði haft leyfl frá verðlagsstjóra fyrir þessum hækkunum. „Þetta leyfl hefur verið afturkallað en það hefur ekki gerst í 37 ár hjá verðlagsyfirvöldum. Verölagsstjóri tjáði mér að heimild um hækkun, sem ég hafði fengið, stæðist ekki lagalega, og því hefði hún verið aftur- köhuð. Við munum því lækka allar okkar vörur sem áður höfðu hækkað samkvæmt heimild verðlagsyflr- valda.“ Davíð sagði að fyrst og fremst heföi verið um að ræða hækkun á vörum unnum úr jurtaohum en uppskeru- brestur í kjölfar þurrka i Bandaríkj- unum hefði stuðlað að verulegri hækkun á heimsmarkaðsverði. Þá veröur Davíð að lækka verð á íscola sem hann segir að hafi verið á lág- marksverði vegna kynningar. Sagði Davíð að verð á því ætti að vera áfram um 22 til 24 kr. út úr búö. „Við verðum bara að selja flmm sinnum meira til að ná þessu inn.“ Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að dæmið með íscola væri sérstaklega erfitt viðureignar og játaöi Guðmundur Sigurðsson yfirviöskiptafræðingur að hart væri fyrir Davíö að þurfa að selja áfram á kynningarverði en viö núverandi kringumstæður færi best á því að svo yrði. - En hvað segir Davíð um þessa lagasetningu? „Ég held ekki aö þessi lög séu hugs- uð th enda. Þau eru svo götótt að það er varla heh brú í þeim. Hvað verður t.d. um verðhækkanir úti á landi en þangað eru veröbreytingar lengur að berast. Þá verður þeim refsað núna sem ekki hafa hækkað lagera sína. Ég held að menn hafi ekki hugsað um svona tilvik.“ -SMJ Verðlagseftirlit: Flestir svörtu sauðanna hafa tekið við sér Njarðvlk: Bruggarar stöðvaðir Tveir menn hafa játað hjá rann- sóknarlögreglunni í Keflavik að hafa eimað og lagað rúmlega eitt hundraö htra af áfengi. Mennim- ir voru stöðvaðir af lögreglu. í sendiferðabfl, sem þeir voru á, fannst rnjööurinn og tæki th framleiöslunnar. Að sögn Jóhanns Jenssonar rannsóknarlögreglumanns hefur ekkert komiö fram viö rannsókn málsins sem bendir th þess að mennimir hafi ætlaö aö gera mjöðinn að söluvöru. Þeir munu hafa ætlaö hann th einkaneyslu. Ekkert bendir th annars en aö um frumraun mannanna hafi verið að ræöa. Rannsókn málsins er lokiö. -sme Mikið af athugasemdum streymdu inn th Verðlagsstofnunar í gær þó að sértengdur sími stofnunarinnar væri ekki kominn í gagniö. Þeir hjá Verölagsstofnun vonast th að hann verði tengdur í dag. Þá munu verka- lýðsfélög taka þátt í verðgæslunni og er Dagsbrún meðal annars með þjón- ustu á þessu sviði. Er ætlunin að efla enn frekar það samstarf. Að sögn Guömundar Á. Sigurös- sonar hjá Verölagsstofnun hafa flest- ir svörtu sauðanna, sem em á skrá hjá þeim, lagað verð hjá sér. í dag veröur þó gengiö af meiri hörku að þeim sem eftir eru. Nokkur iðnfyrirtæki hafa orðið að lækka vöm sína. Eru það meðal ann- ars Akra, Flóra, Smjörlíki, Sól og Harpa. Nokkrir bakarar hafa orðið að lækka vömr sínar og sömuleiðis framleiðendur franskra kartaflna. Þá ætlaöi Sölufélag garðyrkju- manna aö fresta söluuppboðum og taka upp lágmarksverð en Verðlags- stofnun hefur kraflst þess að miðað sé viö verð síðasta föstudag. Þá er Ijóst að ein hækkun mun bíða við næstu mánaðamót, þegar verð- stöðvuninni lýkur, en það er hækkun á húsaleigu. Hún hækkar 1. október. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.