Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. 15 Stefnuleysi, óstjóm eða... ? „Óánægjan með hvernig Ferðamálaráð hefur varið fjármunum sinum elur einnig af sér allra handa kjaftasögur um ráðið.“ „Við veitum fjármuni til umhverf- ismála og mest af því eru óaftur- kræf fjárlög til sveitarfélaga og ferðamálasamtaka til lagningar göngustiga, uppbyggingar á snyrti- aðstöðu á tjaldsvæðum, útgáfu bæklinga o.s.frv." (Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri í blaðinu Degi 25. júní sl.). Fögur orð en marklaus En hvað kemur svo í ljós þegar Utið er á málin? Vissulega lýsir Birgir feröamálastjóri hér einmitt í þessum oröum því sem ég vildi sjá einhverjar af þeim 35 milljón- um, sem Ferðamálaráð fékk til ráð- stöfunar í ár, fara í. En það „mest af ‘ sem Birgir lýsir er mest af engu því að í næstu efnis- grein viðtalsins upplýsir hann „að við höfum ekki getað veitt neina fjármuni til þessa málaflokks, hvorki í fyrra né í ár“. Stefnuleysi eða óráðsía? Hver hefur ákveðið að svona skuli á málum haldið? Er það Al- þingi, sem sker niður fjárveitingar, eða er það ráðið sjálft? Vissulega er ráöinu vandi á hönd- um að fara með takmarkaða fjár- muni sína sem þó eru eins og gull- kistur í samanburöi við ráðstöfun- arfé Náttúruvemdarráðs sem klór- ar í bakkann til að halda í horfmu á friðlýstum svæðum. Og auðvitað er það bara skoðtrn mín á móti KjaHarinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Mývatnssveit skoðun Birgis Þorgilssonar að hér sé rangt að málum staðið. Aftur á móti er mín skoðun byggð á reynslu og þekkingu á náttúru- vernd og móttöku ferðamanna á friðlýstu svæði og í þjóðgörðum. Og ég er ekki einn um að telja illa að málum staðið. Óánægjan með hvernig Ferðamálaráð hefur varið fjármunum elur einnig af sér allra handa kjaftasögur um ráðið. Er það t.d. rétt að ráðið láti prenta erlend- is bæklinga sem ódýrara væri að prenta hérlendis? Ferðalög íslendinga á ís- landi Enn kemur fram í margnefndu viðtah við feröamálastjóra að litlu fé sé eytt til auglýsinga þar sem íslendingar séu hvattir til ferðalaga innanlands, sem á þó að vera eitt hlutverka ráðsins. Trúlega er uppbygging aðstöðu og þjónustu á borð við þá í þjóð- garðinum í Skaftafelh albesta leið- in til að örva íslendinga til náttúru- skoðunar. Mín reynsla af því að taka á móti feröafólki sem land- vörður í Skaftafelli og Mývatns- sveit segir mér að íslendingar séu kröfuharðir um góða aðstööu til snyrtingar og þvotta en kunni líka vel að meta það sem vel er gert. Og enn eru víða til smugur til að bæta úr á þessum stöðum og öðr- um, svo ekki sé fastara að orði kveöið. Peningum Ferðamálaráðs væri þvi ágætlega varið til uppbyggingar á útivistarsvæðum, uppbyggingar sem myndi ekki síst koma íslensk- um fjölskyldum til góða, fullorðnu fólki og börnum sem vilja njóta náttúrunnar og hvíla sig um leiö. Ingólfur Á. Jóhannesson „Er það t.d. rétt að ráðið láti prenta erlendis bæklinga sem ódýrara væri að prenta hérlendis.“ Þingmannsriða og Tilefni þess að ég sting niður penna er sú frétt að komin sé upp ný tegund af riðuveiki í sauöfé. Þykir sá riðuveikistofn með öhu hættulaus og því ástæðulaust að skera niður það fé sem fær þann stofn veikinnar. Þetta ku vera svonefnd „þing- mannariða“ og hefur hún aðeins fundist á einum bæ á landinu, þ.e. hjá Pálma Jónssyni, alþingismanni á Akri í Austur-Húnavatnssýslu. Við hjónin erum ein af þeim sem verðum aö sæta því að fé okkar verði skorið niður í haust vegna þess að riðuveiki greindist í því, okkur til mikilla vonbrigða. Hefði það verið vitað þegar við geröum niðurskurðarsamninginn í sumar að ekki sætu ahir við sama borð í þessum efnum hefði að sjálf- sögðu verið athugandi hvort ekki væri hægt að fá okkar fé flokkað undir hina nýuppgötvuðu þing- mannariðu og við þá ekki þurft að sæta því að láta skera niður. Eða hvað? Það skyldi þó aldrei vera að ekki sé meiri alvara í aðgerðum gegn riðunni en svo aö einstaka flokks- gæðingar og alþingismenn, sem telja sig til bænda, komist hjá nið- urskurði í krafti pólitískra sam- banda? Ég hef sem sé haft það á tilfinningunni að riðuveikin sé aukaatriði í þessum niðurskurði, aðaltilgangurinn sé að fækka bændum, með illu eða góðu, það sé bara betra vegna almenningsá- htsins að kalla aðgerðirnar riðu- veikivarnir! Það er líka ansi hart og í rauninni leitt til þess að vita að einn aðalhöfundúr reglugerðar um sauðfjárveikivarnir, þ.m.t. riðuvarnir, Pálmi Jónsson, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra og núverandi alþingismaður, skuli ganga á undan meö slíku fordæmi. Er búið að skera nóg? Forsendur þess að skrifað var undir niðurskurðarsamninginn á þessum bæ voru þær að nú ætti að hreinsa á öhum bæjum, sem riða hefði fundist á eftir 1983 og síðar, hér í varnarhóhinu milli Blöndu KjáUarinn Sigrún Valdimarsdóttir húsmóðir Dæli, Vestur-Húnavatnssýslu og Miðfjarðargiröingar, og eftir því fæ ég ekki betur séð en að þær for- sendur séu brostnar. Eða hvað verður í náinni framtíð? Er búið að skera nóg, eða þarf að fækka sauðfé og bændum enn meira? í Bændablaðinu er haft eftir Kjartani Blöndal, framkvæmda- stjóra Sauðíjárveikivarna, að fjár- glöggur maður hafi skoðað fé Pálma í vetur og ekki séð neitt at- hugavert við fé hans. Hér í sveit var einnig fjárglöggur maður á ferð fyrripart ársins og skoðaði hann fé á vegum yfirdýralæknis, mjög stuttu eftir skoðun hans kom upp riðuveikitilfelli þar sem hann hafði ekki fundið neitt athugavert svo þessi fullyrðing fellur um sjálfa sig, eins og svo margt annað sem þessi ágæti maður segir og gerir í þess- um málum. Hreppsnefnd Torfalækjarhrepps mun hafa mælt með undanþágu til handa alþingismanninum. Samt hefur hreppsnefndin nýlega skrif- að undir samning, ásamt öhum hreppsnefndum, (eða oddvitar voru það víst,) utan ein í varnar- hólfinu, um að skorið yrði niöur á öllum bæjum sem upp kæmi eða hefði komið riðuveiiri á á áöur- nefndu tímabih. Það virðast því ekki allir þurfa að standa við undir- skriftir sínar. Þá vaknar sú spurn- ing hvort við getum ekki bara hætt við líka. Getum við það? Dregnir á asnaeyrunum! Ég tel þaö nú mjög hæpið að svona óbreyttur bændalýður kom- ist upp með shkt múður, en það er óneitanlega heihandi tilhugsun að neita að skera niður í haust og láta virkilega reyna á málið fyrir dóm- stólum! Það gefur nokkurn frest, ef ég þekki kerfið rétt, 2 til 3 ár. Er það ekki meðalhraði mála fyrir dómi? Og þá verður jafnlangt um liðið hjá okkur og alþingismannin- um? En þetta eru nú bara svona vangaveltur! Ég skora á alla þá sem eftir eiga að gera sína niðurskurðarsamn- inga aö athuga vel sinn gang og láta ekki draga sig á asnaeyrunum hvað þessi mál öll varöar, eins og nú virðist vera að koma í ljós. Að lokum óska ég eftir því, og krefst þess í rauninni, að fá alveg skýlausa og eindregna yfirlýsingu þeirra sem að þessum málum standa, þ.e.a.s. Sauðfjárveikivarna og landbúnaðarráðuneytis, um framhald aðgerða í þessu máli nú og á næstu árum. Með vegsemd, en heldur lítilli virðingu fyrir aðgerðum Sauöfjár- veikiVarna. Sigrún Valdimarsdóttir „Þaö er óneitanlega heillandi tilhugsun að neita að skera niður 1 haust og láta virkilega reyna á málið fyrir dómstól- um!“ önnur riða! Það skyldi þó aldrei vera að ekki sé meiri alvara i aðgerðum gegn rið- unni en svo að einstaka flokksgæðingar og alþingismenn, sem telja sig til bænda, komist hjá niðurskurði í krafti pólitiskra sambanda?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.