Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. 13 Einn allsherjarútikamar .. fæturþeirraþúsundatvífætlinga, sem gistu Vatnsdal á fáum júlídögum 1974, eyðilögðu meira en ferfætlingarn- ir höfðu náð að gera frá upphafi byggð- ar landsins.“ Undirritaöur getur alls ekki lengur orða bundist um málefni svokallaðs friðlands í Vatnsfirði á Barðaströnd og furðulegheit Náttúruverndarráös varðandi það og álítur kominn tíma til að það sé ekki lengur einkamál Náttúruverndarráðs og landbúnað- arráðuneytis hvemig málum Vatns- fjarðar hefur verið klúðrað. Á árinu 1975 var hluti lands Brjáns- lækjar á Barðaströnd friðlýstur eftir að viðræður aöila, sem þá var áhtið að máhð varðaði, höfðu farið fram. Landinu skyldi hlíft. Stefnan var sett á að útrýma „bölvaldinum" sauðk- indinni, helst alveg úr þessu fagra umhverfí. Fáum varð htið á, hvað þá tíðrætt um, að fætur þeirra þús- unda tvífæthnga, sem gistu Vatnsdal á fáum júhdögum 1974, eyðilögðu meira en ferfæthngarnir höfðu náð að gera frá upphafi byggðar lands- ins. Friðlýsingin fór fram og varnar- lausir bændur áhtu í einfeldni að þetta væri bara betra. Þá yrði friður fyrir sífehdum fyrirspurnum um sumarbústaöabyggingar og fleira í líkum átroðningsdúr sem truflaði eðhlega dreifingu bústofns bænda á landið og sæi þvi um að ekki yrði óeðhlegt álag á einum stað frekar en öðrum. Hefðbundnar nytjar bænda af Brjánslækjarlandi áttu sem sé að haldast, þrátt fyrir friðlýsinguna, og með það sem öryggi skrifuðu þeir undir friðlýsinguna, eða alla vega gerði undirritaður það, á þeim for- sendum. Svik í samningum En þama fór líkt og forðum hjá tveim ágætum mönnum sem versl- uðu merhrossi milli sín á jólanótt því hvemig var hægt að búast viö ein- hveiju óhreinu í þeim viöskiptum. Sá sem merinni hélt um morguninn vændi hinn um svik síðar, taldi hana víxlaða. Og hvert var svar þess sem prettaði: „0, já, hún hefur alltaf ver- ið skökk.“ Þessi saga kemur mér óneitanlega í hug í viðskiptum mín- um við Náttúruverndarráð því að ekki var langt liðið frá friðlýsingar- undirskriftinni þegar rétta andlitið kom í fjós: ofstæki og órar þeirra sem geta látið geðþóttaákvarðanir gilda án tilhts til aðstæðna á nokkurn hátt. En aumast er þó að verða vitni að tvískinnungshætti og tvöfeldni þeirra sem málum hafa ráðið gegn- um árin hjá stofnun þessari því í ákvörðunum þeirra hefur jú aldeihs ráðið geðþótti og andi þess sem í „legginn blés“ í það og það skiptið. Og víst er um það; flautuleikaramir urðu fleiri en einn. Máske hefur und- irritaður veriö of „andfúll“ th að fá að blása, aha vega hafa tillögur hans og áætlanir fengið lítinn hljómgrunn hjá þessari ágætu stofnun. Augljóst var frá upphafi að „ábúendur" væru óæskilegar verur og aðeins til ógagns, það þyrfti að útrýma þeim helst alveg. Hefðbundnu nyfjarnar gleymdust furðufljótt. Samráðsnefnd var stofnuð um friðlaridið. Þar máttu bændur tilnefna einn mann, jafnt og félagasamtök sem notuð voru sem leppur th að fá samþykki til bygging- ar orlofsbyggðar í friðlandinu. Nátt- úruvemdarsamtök sýslunnar áttu og þar mann, auk Náttúruvemdar- ráös. Staðan var því orðin æskheg: bændurnir orðnir valdalausir á sínu ábýli og því hægur vandi að álykta hvað sem var þess vegna, hvort sem þeim hkaði betur eða verr, og það var gert. Mótmæli mín sem fulltrúa bænda vom túlkuð sem hroki, yfir- gangur og þó langoftast sem virðing- arleysi fyrir náttúrunni og velferð landsins. En á hverjum eru nú eyrun farin að lengjast? Það skyldi nú ekki vera að almættisforsjón Náttúm- vemdarráðs félli undir máltækiö um það sem auðþekkt er á eyrnastærð- inni? Víst væri freistandi að birta hér öh bréfaskipti viö þá ágætu stofnun, bæöi beint við mig og sömuleiðis þau sem farið hafa í gegnum landeiganda sem er ríkissjóður og því landbúnað- arráðuneytið mhliaðhi. Það hefur nefnhega færst nú á seinni tímann í þá vem að Náttúruvemdarráð hefur vikiö sér undan beinum bréfavið- skiptum við mig sem ábúanda Bijánslækjar en kosið landbúnaðar- ráðuneýtið sem milhlendingu. KjaHarinn Ragnar Guðmundsson bóndi, Brjánslæk Fara má fljótt yfir sögu. Árið 1984 var aht fé skorið niður í Barða- strandarhreppi og því kjörið að end- urskipuleggja búskap á Brjánslæk með það fyrir augum að létta hugsan- legu álagi af beithandi jarðarinnar. En hvað var gert? Ekkert. Jú, Nátt- úmverndarráð nöldraði út af veiði- húsi sem ég á í Vatnsdal og var þar áður en friðlýst var. Það varð svo að aðalatriði hjá því að fá þetta hús í burtu af friðlýsta landinu. Ekkert annað komst að á þessum tímum og allt th síðasta vetrar hefur verið þrætt og tuðað stöðugt út af þessu húsi sem á engan hátt stingur í stúf eða skemmir landið á nokkurn hátt. Húsið varð að fara Haustið 1986 sendi ég landbúnaðar- ráðuneytinu hugmyndir mínar eftir beiðni þess, óformlega þó, og tek þar til atriði sem mjög féllu í fækkunar- átt hvað sauðfé varðar og fleira í þeim dúr. í október sama haust er svo fundur minn með Náttúmvemd- arráði og landbúnaðarráðuneyti þar sem ég legg fram fuhmótaðar tillögur mínar og áætlanir, að framkominni beiöni beggja nefndra aðha, þar sem fram kemur fækkunarhugmynd um helming sauðfjár en aftur á móti úr- skipting 15 ha. lands th nytja fyrir mig ásamt heimild til borunar eftir heitu vatni. Þessar thlögur báru mjög glöggt með sér að álag það sem Náttúruvemdarráð vildi meina að hefði verið á landinu af sauðfé var nú nánast úr sögunni. Landbúnaðar- ráðuneytinu leist mætavel á þetta svo ég varð bjartsýnn á að þarna fengist loksins friður en þar skjátlað- ist mér fyrst hrapallega. Nei, Nátt- úruverndarráð var nú ekki thbúið að samþykkja svona nokkuö, ekki aldehis. Húsið mitt skyldi burt fyrst ef ég átti að fá að fækka fénu um helming. Og nú mátti segja að fyrst tæki steininn úr hvað varðar Nátt- úruverndarráð. Samningsdrög vom gerð milli mín og landbúnaðarráðu- neytis um búháttabreytingu. Nátt- úruverndarráð féllst ekki á þau nema að breyta og þær breytingar, sem ráðið hefur komið með i öhum þeim sex drögum sem ég hef fengið til skoðunar, hafa helst líkst nöldri óánægðs óvita. Rakalaust nöldur og missagnir hafa ráðið þar flestu enda er svo komið að ég sá ekki ástæðu th að svara lengur thlögum land- búnaðarráðuneytis þar sem þær breyttust stöðugt að geðþótta Nátt- úruverndarráðs. Thgangslausar hártoganir og hrein vitleysa, sem frá ráðinu kom, voru aö mínum dómi ekki svaraverðar lengur og eru nú mál komin á það stig aö við hæfi er hjá Náttúruverndarráði að fjarlægja skilti um friðlýsingu af þessu landi Bijánslækjar því efndir ráðsins um gæslu, skipulag og þrif á svæðinu eru slíkar að segja má að helst megi álíta vilja ráðsins að svæðiö verði einn allsherjarútikamar. Þaö er ekkert hugsaö um þrif, engu haldið við af merkjum við tjald- og bílastæði. Útik- amrar og ruslakassar eru í ólestri, ruslið og óþverrinn fýkur um allt. Svona hefur þetta gengið meira og minna síöustu ár þó að nú í fyrra og á þessu sumri æth að taka algjörlega út yfir allt. Ragnar Guðmundsson „Stefnan var sett á að útrýma „böl- valdinum" sauðkindinni, helst alveg úr þessu fagra umhverfi," segir í greininni. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984- 2. fl. 1985- 2. fl.A 10.09.88-10.03.89 10.09.88-10.03.89 kr. 333,32 kr. 222,85 *lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiöslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.