Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Lesendur 17 Undariegir viðskiptahðettir 6594-9229 skrifar: Þann tuttugasta og íjórða febrúar 1987 keypti ég hægindastól í hús- gagnaversluninni Garðshorni. Þetta var ekki munaður hjá mér heldur bráönauðsynlegt vegna beinsjúk- dóms sem veldur mér miklum óþæg- indum. » Þann íjórða maí 1988 brotnaði stóll- inn og varð ónothæfur. Við reyndum ítrekað að hringja í eina manninn hjá Garðshorni sem gat gert við stól- inn og þegar það loksins tókst, sex dögum síðar, sagði hann okkur aö hafa samband eftir nokkra daga. í millitíöinni tókst góðum og traustum vini okkar að gera við stólinn, en hann sagði að hann væri mjög illa smíðaður. Þann sjöunda ágúst hrundi stóllinn aftur, og í það skipti gat vinur okkar ekkert aðhafst. Maðurinn minn tal- aði við Garðshom og fékk loforð um að þeir myndu koma eftir fimmtánda ágúst, en að þeir hefðu litlar vonir um að hægt væri að gera við stólinn án aðstoðar járnsmiðs. Þar sem við heyrðum ekkert frekar frá honum, og enginn hjá Garðshorni vildi hjálpa okkur, sendum viö stóhnn í viðgerð hjá Stálhúsgagnagerð Steinars, þar sem gert var það sem hægt var, en til að laga stólinn almennilega hefði þurft að kosta til meiru en stóllinn kostaði í upphafl. Þeir hjá Steinari staðfestu það álit vinar okkar að stólhnn heíði verið klúðurslega smíðaður. Þrjátíu þúsund krónurnar, sem ég borgaði fyrir þennan stól, voru tekn- ar með mánaðarlegum greiðslum af öryrkjabótum mínum. Það er ó- smekklegt að nokkur verslun skuli geta komist upp með að selja annars flokks varning og hlaupast síðan undan allri ábyrgð. Sendlar óskast á afgreiðslu DV strax. Upplýsingar í síma 27022. FRÁ MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI Kennarafundur verður haldin í skólanum 1. sept. kl. 10.00. Skólinn verður settur 1. sept. kl. 14.00 í sam- komusal skólabyggingarinnar. Að skólasetningu lok- inni fá nemendur stundatöflur gegn greiðslu 6000 kr. skólagjalds. (Gjald fyrir allan veturinn. Fyrsta árs nemendur hafa þegar greitt 2500 kr.) Deildarstjóra- fundir verða síðdegis sama dag. Skólameistari á laugardögum Á bilamarkaði DV á laugardögum auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Þroskaþjálfar Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum aug- lýsir eftir þroskaþjálfum við þjónustumiðstöðina Bræðratungu ísafirði frá hausti eða eftir nánara sam- komulagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður Bræðra- tungu, Erna Guðmundsdóttir, í síma 94-3290 og framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 94-3224. Umsóknir óskast sendar til sömu aðila. Lyfsöluleyfi Siglufjaróarumdæmis (Siglufjarðar Apó- tek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varóandi hús- næði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa bor- ist ráðuneytinu fyrir 30. september nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. ágúst 1988. ÍX Villtir sveppir á íslandi eru margir hverjir ætir. DV fór í sveppamó á dögunum og voru tíndar nokkrar tegundir undir leiðsögn kunnáttu- manns. Við segjum frá sveppunum og fjöllum um svepparétti í Lífsstíl á morgun. Hvítlaukur verðurævinsælli og í tilraunaeldhúsinu bökum við hvít- lauksbrauð og gefum einnig upp- skriftir að öðrum réttum með miklum hvítlauk. Æ fleiri notfæra sér þá möguleika sem gervihnattasjónvarp býður upp á. DV heimsótti nýlega fólk sem sat spennt við sjónvarpið. Vinsælasta efnið er fréttir „beint í æð” eins og einn viðmælandi sagði. Margir horfa líka á beinar útsendingar frá íþrótta- viðburðum. Við litum einnig á hvern- ig teletextkerfið virkar. Skyldi það eiga framtíð fyrir sér á íslandi? Á morgun skoðum við þetta nánar í Lífsstíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.