Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir Lónin eru orðin græn og illa lyktandi. Suðureyri: llla lyktandi lón valda óánægju íbúa - Vegagerð ríkisins lofar betrumbótum Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: Fyrir nokkrum árum var lagður nýr vegur inn til Suðureyrar við Súgandafjörð á vegum Vegagerðar ríkisins. Við þessa vegarlagningu mynduöust tvö lón vinstra megin við veginn sem í dag eru orðin stöðnuð, illa lyktandi og græn að lit því ekk- ert ræsi var sett í gegnum veginn út í sjó er vegurinn var lagður. Lónin hafa gert það að verkum, þar sem austanátt er ríkjandi á Suður- eyri, að ólyktin berst þvert yfir bæ- inn, bæjarbúum til mikils ama. Einn- ig hafa flugurnar dafnað vel í þessu umhverfi og þegar verst var máttu bæjarbúar varla geispa utan dyra án þess að munnurinn fylltist af flugum, eins og einn íbúi sagði í samtali við DV. Sá hinn sami sagði einnig að fyrir löngu hafi hluti bæjarbúa undirritað skjal og sent hreppsnefndinni þess efnis að eitthvað yrði gert í málinu, en engin viðbrögð hefðu fengist enn. Kristján Kristjánsson hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði sagði í samtali viö DV að forsaga málsins væri sú að fyrir um átta árum hefði verið lagður þarna nýr vegur sem lægi út í sjó og á þeim tíma hefði Suðureyrarhrepp- ur lagt mjög hart að Vegagerðinni að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess að land það sem fengist við að búa til þennan veg ætti að nýta sem byggingarland. „Hreppurinn ætlaði að fylla þarna upp strax og hefja framkvæmdir en það hefur á einhvern hátt brugðist því ekki er farið að fylla upp og því síður að byggja þar sem lónin tvö eru í dag,“ sagði Kristján. Kristján sagði að nú upp úr mán- aðamótum væri á áætlun að setja tvö til þrjú ræsi út í sjó, undir veginn, til þess að fá einhverja hreyfmgu á vatnið. Það ætti aö hindra gróður- vöxt í vatninu og þar með óþefmn og sóðaskapinn. Listaverkið langa á Súlnabergi er 15 metra langt og nær yfir lengsta vegg veitingastaðarins. DV-mynd gk Akureyri: Lengsta lista- verkið á Súlnabergi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lengsta listaverk á Akureyri hef-. ur nú verið sett upp í veitingastaðn- um Súlnabergi á Hótel KEA en það er 15 metra langt myndverk eftir Sig- urð Árna Sigurðsson. Listaverkið nær yfir lengsta vegg salarins og sagði Sigurður Árni að um væri að ræöa form sem hann hefði lengi velt fyrir sér og byggist það upp á tveimur bogum sem sker- ast til endanna. Verkið er unnið í birkikrossvið. Sigurður Árni Sigurðsson lauk námi frá Myndlista- og handíöaskól- anum í Reykjavík vorið 1987 og stundar nú framhaldsnám í París. Verslun ■ Bátar BOar til sölu Audi 80 quattro 4x4, árg. ’87, ekinn 20 þús., topplúga og fl. Uppl. í síma 31615. Hafsteinn. Scout 74 til sölu, sko. ’88, original ein- tak, ekinn 118 þús., 8 cyl., sjálfskipt- ur. Tilboð. Uppl. í síma 17908. Toyota Hilux ’81, ekinn 150.000 km, nýjar Rancho fjaðrir + demparar, ný 33" dekk + felgur, verð 560.000, skipti á ódýrari fólksbíl. Uppl. í síma 46772 e. kl. 19. Peugeot 505, dísil, ’84, beinsk., skipti á sjálfsk. dísilbíl. VW pickup, ’82, verð 320 þús. Suzuki 4x4 L.J., ’80, ekinn aðeins 40 þús., verð 180 þús. Buick Regal, 2ja dyra, ’78, v. 290 þús. Mustang Cobra, 8 cyl, sjálfsk., ’80, v. 450 þús. Toyota Cressida, sjálfsk., ’82, v. 300 þús. Bronco, 8 cyl., beinsk., ’74, v. 220 þús. Bílasalan Hlíð, sími 17770 - 29977. VEISTU . . . að aftursætið fer jaftihratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bilnum. _ UUMFEBÐAR 'Jfit' RAÐ STVie NR. 36:ó Ný sending af haustvörum, kjólar, blússur, pils. Dragtin, Klapparstíg 37, sími 91-12990. Rafstöóvar fyrir: handfærabáta, spara stóra og þunga geyma, sumarbústaði, 220, 12 og 24 volta hleðsla, iðnaðar- menn, léttar og öflugar stöðvar. Verð frá kr. 27.000. Vönduð vara. BENCO hf., Lágmúla 7, simi 91-84077. Til sölu M. Benz 1417 í góðu lagi 54 sæti, ýmis skipti koma til greina á bílum eða bát, allt kemur til greina. Einnig óskast keypt felgur 15x10, 8 gata. Uppl. í síma 41383 og 985-20003. Loksins! er hann til sölu, þessi glæsi- legi eðalvagn sem er Trans Am ’80, með öllu. Uppl. í síma 91-21712. Toyota Hi-Lux disil, lengri gerð, '83 til sölu, rauður, lítur mjög vel út. Verð 590 þús. Uppl. í vinnusíma 91-44666 og hs. 91-32565. Dodge '64. 50 ára afmælisútgáfa. Ný- standsettur, lakkaður og dekkjaður, takkasjálfskipting í mælaborði. Sann- gjarnt verð. Tilboð óskast. Uppl. í síma 623002 og 622990. Timarit fyrir alla O. BURÐARFOLK í eýtx/Ctafiiyv tweAsjjis .* 1 I % % % n ft ft Garðabæ HReykjavik Furulund Grettisgötu 64 - út Hofslund Snorrabraut 29-35 Espilund Baldursgötu Grenilund Bragagötu Heióarlund Hörgslund Reynilund Löngufit Bakkavör Lækjarfit Skólabraut 1-21 Hraunhóla Unnarbraut ÞVERHOLTI 11 AFGREIÐSLA SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.