Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Hin hliðin á vöxtunum
Ráðherrar og efnahagssérfræðingar guma nú mjög
af því að vextir séu að lækka. Fulltrúar viðskiptabank-
anna hafa samþykkt að lækka vextina sjálfviljugir og
almennt er búist við að nafnvextir lækki í dag um níu
til tíu prósentustig. Raunvextir lækki í framhaldi af
minnkandi verðbólgu og Steingrímur Hermannsson
lætur þau orð falla að strax í næsta mánuði megi af-
nema lánskjaravísitöluna.
Þetta eru eflaust góðar fréttir fyrir skuldara og van-
skilamenn. Aðalefnahagsvandi þjóðarinnar ku liggja í
því að einstaklingar og fyrirtæki eigi ekki fyrir vöxtum
og afborgunum og Q ármagnskostnaður sé að sliga at-
vinnulífið. Vaxtafrelsinu er kennt um. Segja má að allar
ráðstafanir stjórnvalda að undanfórnu hafi gengið út á
að skera skuldarana niður úr snörunni. Gildir þá einu
hvort briálæðislegar Qárfestingar á þeirra vegum hafi
steypt þeim í skuldir eða yfirleitt án tillits til orsaka
vanskilanna. Um daginn var jafnvel gefin út fréttatil-
kynning um að vanskilamenn skatta frá fyrra ári fengju
fellda niður dráttarvexti ef þeir gerðu upp skuldir sínar
eða semdu um þær. Ríkisendurskoðun heldur því fram
að þessi eftirgjöf brjóti í bága við lög og sést af þessu
hve stjórnvöld vilja ganga langt til hðs við vanskila:
mennina.
En hvað þá með hina sem hafa sparað fé og lagt það
inn til ávöxtunar? Hvað með alla þá einstaklinga og
fyrirtæki sem hafa staðið í skilum og hafa fundið farveg
fyrir peninga sína í vöxtum og verðtryggingu? Þetta eru
peningarnir sem hafa skapað lánastofnunum skilyrði
til útlána, þetta eru peningarnir sem skuldararnir hafa
fengið að láni og haldið atvinnulífmu á floti. Samkvæmt
Hagtíðindum eru spariinnlán milli sextíu og sjötíu millj-
arðar króna og hvers á það fólk að gjalda sem hefur
lagt traust sitt á jákvæða vexti þegar nú gengur maður
undir manns hönd að lækka vextina með handafli og
uppi eru hugmyndir um að afnema lánskjaravísitöluna?
Við sjáum hvað þessi markaður er viðkvæmur að um
leið og gefið er í skyn að verðbréfasjóðirnir standi höh-
um fæti rýkur fólk til og leysir inn bréf sín. Sama mun
og gerast ef bankarnir verða neyddir til að lækka nafn-
vexti og lánskjaravísitölu ér kippt úr sambandi. Þá er
ekki lengur nein trygging fyrir því að fólk fái raunvirði
fyrir ávöxtun fjár síns og peningarnir munu annað-
hvort streyma út á okurmarkaðinn eða fara í stein-
steypu og spákaupmennsku. Sparifjáreigendur láta ekki
aftur plata sig th að sólunda fjármunum sínum með
neikvæðum vöxtum.
Þessu verða menn að átta sig á þegar nú er látið sem
mest með lækkandi raunvexti. Það er hættulegur leikur
og óábyrg afstaða ef stjórnvöldum dettur í hug að kippa
lánskjaravísitölu úr sambandi og innleiða neikvæða
vexti á ný. Vaxtalækkun er af hinu góða ef hún fylgir
minnkandi verðbólgu en þeir tímar eru runnir upp á
íslandi að fólk lætur ekki lengur bjóða sér upp á nei-
kvæða vexti. Fólk lætur ekki stela af sér krónunum.
Það kann að þykja sniðugt að bölva vaxtafrelsinu og
kenna því um ófarir skuldaranna og efnhagsþrenging-
amar.En það er ekki vaxtafrelsið sem er að drepa okk-
ur heldur verðbólga og óhófleg eftirspurn eftir lánsfé.
Ef ríkisstjórninni tekst að draga úr verðbólgunni og
ganga á undan með því að draga úr þenslunni lækkar
fjármagnskostnaðurinn af sjálfu sér án þess að hrófla
þurfi við vaxtafrelsi eða hegna sparifj áreigendum.
Ellert B. Schram
„Lenging skólaársins á sínum tíma var ákvörðun sem kostaði og kostar talsvert fé. Eru menn sannfærðir um
að virkur skólatími hafi lengst með þeirri ákvörðun? Það dreg ég í efa.“
Að spara í ríkisrekstri
. Enn á ný er hafin umræðan um
sparnað í ríkisrekstri. Sú umræða
hefur verið árviss á þessum tíma.
Hún er nú, sem áður, með hefð-
bundnum hætti. Einna helst er
rætt um niðurskurð framkvæmda
og um almennt orðaðan sparnað í
ríkisrekstri.
Reynslan ætti að hafa sýnt mönn-
um að shkar umræður og áform
skila afskaplega takmörkuðum ár-
angri þegar upp er staðið. Hvað
framkvæmdirnar varðar þá eru
staðreyndimar þær aö fram-
kvæmdafé ríkisins verður stöðugt
minni hundraðshluti ríkisútgjalda.
í samstarfsverkefnum ríkisins og
sveitarfélaga á framkvæmdasvið-
unum liggur ríkishluturinn langt á
eftir svo árlegar fjárveitingar duga
ekki einu sinni til þess að koma í
veg fyrir að skuldahstinn lengist
ár frá ári. Stöðu íþróttasjóðs og fé-
lagsheimilasjóðs þekkja þeir vel
sem sinna þeim málum, en þar er
langt í frá að ríkið geti sinnt sínum
lögboðnu skyldum. í hafnarmálum
hafa menn stundum seilst svo langt
til sparnaðar að heils árs framlag
ríkisins til nýrra hafnarfram-
kvæmda í landinu hefur ekki num-
ið hærri fjárhæð en 12-15 mihjón-
um króna. Það er einna helst að
eitthvert svigrúm sé í framkvæmd-
um 1 flugmálum og í vegamálum -
en í síðasttalda framkvæmda-
ílokknum telst ríkissjóður þó
skulda Reykjavíkurborg um 500
mihjónir króna vegna sameigin-
legra stofnbrautaframkvæmda rík-
isins og Reykjavíkur þar sem
Reykjavíkurborg hefur orðiö að
leggja til hlut ríkisins ásamt með
sínum eigin því ríkissjóður hefur
ekki getað staðið við sitt.
Smáaurar
Eftir margra ára tilraunir til þess
að spara í ríkisrekstri með því aö
skera niður framkvæmdafé er sem
sé svo komið að það sér alls staðar
í tunnubotninn. Tilraunir til frek-
ari niðurskurðar á því sviði ríkis-
umsvifanna skila engum árangri í
hlutfahi við þaö erfiði sem í slíkt
er lagt. Með harmkvælum má ef til
vhl klípa af þeim fjárlagaliðum
örfáa tugi mhljóna, sem fyrst og
fremst er samtíningur af smáaur-
um hér og smáaurum þar. Hætt er
við að þær tilraunir verði til lítils
þegar upp er staðið því ýmsar af
þessum framkvæmdum s.s. í hafn-
armálum og í skólamálum eru svo
brýnar að sveitarfélögin geta ekki
annað en haldið þeim áfram með
einhverjum ráðum svo togararnir
strandi ekki í innsiglingunum eða
skólahald leggist ekki af. Neyðast
þau þá th þess að leggja fram ríkis-
hlutann jafnframt sínum eigin og
er þá spamaður ríkisins að engu
orðinn þvi þá hefur bara lengst
skuldahstinn.
Almennur samdráttur
Með sama hætti er það borin von
að ráðast að almennum rekstrarút-
gjöldum ríkisins og stofnana þess
með einhveijum aögerðum eins og
þeim að fyrirskipa 5% lækkun á
almennum rekstrarútgjöldum rík-
isstofnana eða að banna yfirvinnu.
Kjallarinn
Sighvatur
Björgvinsson
alþingismaður Alþýðuflokks
að bera ef menn vilja ná árangri.
Stærstu útgjaldahðina s.s. eins og
th heilbrigðismála og skólamála
þarf einnig að skoða. Lenging
skólaársins á sínum tíma var
ákvörðun sem kostaði og kostar
enn talsvert fé. Eru menn sann-
færðir um að virkur skólatími hafi
lengst með þeirri ákvörðun? Það
dreg ég í efa.
Lenging skólaskyldunnar var
einnig ákvörðun sem kostaði og
kostar enn mikiö fé. Að hluta til
er hún th komin ekki síður með
þarfir útivinnandi foreldra fyrir
augum en þarfir barnanna - ef við
vhjum vera hreinskilin. En er ekki
hka ástæöa til þess fyrir okkur að
athuga hvort ekki eigi að þjappa
námsefninu meira saman en gert
er og stytta skyldunámið um eitt
ár í hinn endann? Þá myndi stúd-
„Menn hjá ríkisstofnunun slökkva
ekki á ofnunum, láta loka símanum,
taka öryggið úr rafmagnstöflunni eða
hætta að kaupa sápu og klósettpappír
ef ríkisstjórnin ákveður að fella gengið,
hækka raforkuverð, símagjöld eða
gjaldskrár hitaveitna.“
Verulegastur hluti almennra
rekstrarútgjalda ríkisstofnana eru
liðir eins og húsaleiga, ljós og hiti,
ræsting og rekstrarvörur - og for-
stööumenn stofnananna ráða í
rauninni afskaplega litlu um hesta
þessa útgjaldaliði. Það eru t.d. ekki
þeir sem taka ákvörðun um hækk-
un á töxtum pósts og síma eða
gjaldskrá rafmagnsveitna og hita-
veitna, heldur ríkisstjórnin. Menn
hjá ríkisstofnunum slökkva ekki á
ofnunum, láta loka símunum, taka
öryggin úr rafmagnstöflunni eða
hætta aö kaupa sápu og klósett-
pappír ef ríkisstjórn ákveður að
fella gengið, hækka raforkuverö,
símagjöld eða gjaldskrár hita-
veitna. Þess vegna er út í hött að
halda sig ná einhverjum árangri
með aðgerð eins og þeirri að fyrir-
skipa 5% sparnað í almennum
rekstrarútgjöldum ríkisstofnana.
Svipað má segja um þá ákvörðun
að frá og meö einhverju miðnætti
falli niður öll yfirvinna hjá ríkinu.
Ég nenni ekki að ræöa það frekar.
Þau útgjöld sem skipta máli
Ef menn vilja ná árangri verða
menn auðvitað að taka sérgreindar
og afmarkaðar ákvarðanir um
breytingar og bera niður þar sem
útgjöld ríkisins fyrst og fremst eru.
Framlög til sjóða, atvinnuvega og
niðurgreiðslna eru meðal slíkra
afmarkaðra viðfangsefna þar sem
menn geta náð árangri - en þá aö
sjálfsögðu aðeins á grundvelli þess
að menn séu reiöubúnir til þess að
breyta til og vikja út af þeirri stefnu
sem fylgt hefur verið hvað þessa
málaflokka varðar við fjárlagaaf-
greiðslu. Þar geta menn ekki bæði
sleppt og haldið - bæði náö árangri
til lækkunar útgjalda en samt við-
haldið óbreyttri stefnu í afstöðu til
þessara málaflokka.
En það er víðar sem niður þarf
entsaldurinn á íslandi lækka um
eitt ár og verða svipaður og gerist
og gengur meðal grannþjóðanna.
Slíkt myndi spara talsvert fé í
menntakerfi þjóðarinnar, spara
tíma nemenda og gera það að verk-
um að kunnátta þeirra og menntun
kæmi þjóðinni að gagni einu árinu
fyrr en nú.
Heilbrigðiskerfið
Með sama hætti veröa menn að
gera sér grein fyrir því að eftir því
sem íslenska heilbrigðisþjónustan
tekur að sér flóknari og sérhæföari
verkefni þá margfaldast kostnað-
urinn. Jafnvel þó við viljum hafa
heilsuþjónustuna eins og best ger-
ist alveg eins og skólakerfið þá er
það einfaldlega staðreynd að fá-
mennri þjóð er þrengri stakkur
skorinn en stórþjóðum. Það er því
spuming með þessa þjónustu eins
og aðra hvar mörkin eigi að liggja
milli þess sem landsmenn treysta
sér sjálfir til þess að sjá um og lúns
sem leita verður að út fyrir land-
steinana.
Ábendingar
Með þessum tiltölulega fáu
ábendingum er ég ekki að gera
beinar tillögur heldur aðeins að
vekja athygli á hvar menn verða
aö bera niður ef menn meina eitt-
hvað með því að draga eigi úr út-
gjöldum lúns opinbera. Það verður
ekki gert í neinum umtalsverðum
mæh nema meö breyttum áhersl-
um á sumum sviðum og með því
að fórna, hætta við eða sleppa öðr-
um. Ekkert er einfalt og sjálfsagt í
þeim hlutum og allt orkar þar tví-
mælis en þar verða menn að bera
niður.
Flest annað er því miður aðeins
kák eða þá smámunir sem engum
sköpum skipta.
Sighvatur Björgvinsson