Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. 21 Morozov, þjálfari Sovétmanna, á æfingu liðsins í gær. DV-mynd EJ „Verðum að ná toppleik“ - sagði Morozov, þjálfari Sovétmanna „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur. íslendingar tefla fram sínum bestu mönnum og eru staðráðnir í aö sýna sitt besta. íslenska liðið er mjög sterkt - það er ekkert álitamál - og ef við ætlum að sigra verðum við að ná toppleik. Við stefn- um auðvitað að sigri og það gerðum við líka hér 1986 en máttum þá þakka fyrir jafntefli,“ sagði Morozov, þjálfari sovéska landsliðsins, eftir æfingu Uðsins á Laugar- dalsvellinum í gær. Morozov hefur í gegn- um tíðina veriö aðstoðarmaður hins kunna þjálfara, Valery Lobonowski, sem komst ekki til íslands vegna veikinda. „Það er ljóst að þessi riðill er erfiður og til þess að eiga möguleika á efsta sætinu verðum viö líklega að vinna hér í kvöld. Við mætum með okkar sterkasta hóp en við höfum mikla breydd í liðinu. Það er ekki ljóst hverjir munu heíja leikinn en það verður sennilega ekki afráðið fyrr en seint í dag,“ sagði Morozov. íslendingar eiga góða leikmenn „íslendingar eiga marga góða leikmenn og við berum mikla virðingu fyrir lands- hðinu þeirra. Þeir sýndu og sönnuðu í Evrópukeppninni að þeir hafa sterku Uði á að skipa og verða því ekki auðunnir," sagði Vagis Khidiatullin, vamarmaðurinn snjalU, eftir æfinguna. Hinn heimsfrægi markvörður, Rinat Dasayev, var á sama máli og félagi sinn og sagöist búast við erfiðum en skemmti- legum leik. „Við höfum átt í miklu basli með íslendinga og vorum heppnir aö ná hér jafntefli fyrir tveimur ámm. í kvöld verðum viö bókstaflega að sigra og ég veit að íslendingar munu án efa hugsa hið sama,“ sagði þessi frábæri markvörður sem margir telja þann besta í heimi og má búast við að verði íslensku sóknar- mönnunum erfiöur í kvöld. Arnór Guöjo- hnsen fann samt sem áður leið framhjá honum í hinum eftirminnilega jafnteflis- leik þjóöanna fyrir tveimur árum og von- andi eiga íslensku leikmennimir eftir að fmna smugu hjá þessum frábæra mark- verði í kvöld. -RR Evrópukeppni félagsliða: Heppnin með íslensku liðunum - eiga öll góða möguleika á að komast áfram í gær var dregið til fyrstu umferðar í Evrópumótunum í handknattleik. Mót- herjar íslensku Uðanna eru ekki mjög sterkir og möguleikar á því að öU íslensku Uðin fjögur komist áfram í 2. umferð eru vissulega fyrir hendi. • íslandsmeistarar Vals drógust gegn færeysku meisturunum í KyndU í Evrópu- keppni meistaraliða. Valsmenn sem sagt öryggir í 2. umferð. • Breiðablik leikur í Evrópukeppni bik- arhafa og dróst liðið gegn Stavanger frá Noregi. Búast má við jöfnum leikjum en Breiðablik hefur möguleika á að komast áfram. • FH-ingar taka að þessu sinni þátt í IHF-keppninni. FH dróst gegn norska Uð- inu Fredensborg Ski og eiga FH-ingar mikla möguleika á að komast í 2. umferð. • íslandsmeistarar Fram í kvenna- flokki taka nú þátt í Evrópukeppni og í gær dróst Fram gegn ensku meisturunum Wakefield Metros. Nánast formsatriði að ljúka þeim leikjum ef að líkum lætur. • í karlaflokki fara fyrri leikimir fram á biUnu 24.-30. október en síðari leikirnir em á dagskrá frá 31. október til 6. nóvemb- er. • í kvennaflokki fer fyrri leikur Fram og Wakefield Metros fram á tímabUinu 5.-11. desember og síðari leikurinn á tíma- biUnu 12.-18. desember. -SK Iþróttir krafð I st mm ■■■■ 50 milhona Anderlecht setti í gær fram kröfu um að Knatt- fyrir rúmar 50 milljónir íslenskra króna vegna þátttöku hans í landsleiknum við Sovétmenn á Laugardalsvelhnum í dag. Fyrirtætó það sem sér um trygg- treysti sér til að greiöa iögjald af ingar belgískra leikmanna neít- slíkri upphæð. Fundahöld um aði að tryggja Arnór fyrir þessa þaö voru í þann veginn að hefjast upphæð en hún er helmingi þegarblaöiöfóríprentuní morg- hærri en gengur og gerist meö un. belgíska landsliösmenn. Seint í Ljóst er að Amór leikur ekki gærkvöldi var útUt fyrir að KSÍ með íslenska landsliöinu í dag tækist að fá annaö tryggingafyr- nema bæði þessi atriöi hafi geng- irtæki til að tryggja Araór fyrir ið eftir, þ.e. aö trygging fyrir 50 50 miUjónir en þá var eftir aö taka milljónum hafi fengist og að KSÍ ákvöröun hvort sambandið ráði við iðgjaldið. Þessi krafa Anderleeht sýnir berlega hversu hátt Arnór er metinn hjá félaginu og í belgisku knattspyrnunni. Félagið telur sig fá á annaö hundrað milljónir fyr- ir Amór ef kaupandinn væri ít- aiskt lið en tvö shk reyndu að fá Amór til sín fyrr í sumar án ár- angurs. Til samanburðar má nefiia aö Ásgeir Sigurvinsson er tryggöur fyrir um 25 miUjónir en KSI þarf jafnan aö tryggja hann og Amór sérstaklega fyrir landsleiki. Aörir landsliðsmenn falla undir þá heföbundnu tryggingu sem KSÍ ermeð. -VS Leikmenn sovéska landsliðsins á æfingu í Laugardalnum í gær. Hér sjást þeir Vagiz Khidiatullin, Oleg Protasov og Alexei Mikhailichenko með boltann á milli sín. DV-mynd EJ Jugoslavinn villti á sér heimildir - KA-menn réðu til sín svikara „Þetta er eiginlega stórfurðulegt mál. Við vorum búnir að ráða að því er við best vissum mjög þekkt- an júgóslavneskan þjálfara. Síðan kemur í ljós að þetta er einhver óþekktur maður sem hefur villt á sér heimildir og tetóð upp nafn hins rétta þjálfara. Það var hrein tilvilj- un aö við komumst að þessu. Júgó- slavinn Slavko Bambir, sem þjálfar kvennalandslið íslands, benti okk- ur á fyrir stuttu að af mynd að dæma væri þetta ekki hinn rétti þjálfari. Við grennsluðumst fyrir um þetta og þá kom í Ijós að þetta var rétt. Við höfðum auðvitað eng- an grun um að þetta væri einhver svikari í byrjun enda er þetta sennilega alveg einstakt mál,“ sagði Þorleifur Ananíasson, liðs- stjóri KA-liðsins í handbolta, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Mál þetta er eins og Þorleifur seg- ir stórfurðulegt. KA-menn virtust hafa ráðið til sin einn besta og virt- asta handknattleiksþjálfara Júgó- slavíu en þegar allt kemur til alls þá er hér einhvers konar svikari á ferð sem ætlaði að koma sér áfram á nafni hins. „Þessi maður kom til okkar í sumar meðan viö sömdum viö hann og við höfðum auðvitað engar grunsemdir í garö hans. En ber- sýnilega komast svik upp um síð- ir,“ sagði Þorleifur ennfremur um þetta. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.