Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Spumingin Hvað finnst þér um sölu Reykjavíkurborgar á hiutabréfum sínum í Granda hf.? Kristín Magnúsdóttir: Nú veit ég ekki. Ég er ekki frá Reykjavík, en mér fmnst kvótinn hafa sitt aö segja og Reykvíkingar eiga aö hafa eitt- hvaö af þjóðarframleiðslunni. Hróbjartur Lúthersson: Ég var alltaf á móti því aö bærinn ætti Granda. Það á að vera einkafyrirtæki. En kannski var þetta ekki nógu há upp- hæö, þó að þeir sem best þekkja til segi annaö. Eyþór Benediktsson: Mér fmnst rétt aö selja Granda vegna þess aö þaö verður lægð í fiskveiöunum og verö lækkar erlendis. Guðný Kristinsdóttir: Ég hef eigin- lega ekkert hugsað um þetta. Er ekki samt ágætt aö selja Granda? Steinar Erlendsson: Mér finnst þetta vel eiga rétt á sér. Ég held aö verðið sé ágætt vegna þess aö fyrirtækið er mjög skuldugt. Gunnar Jónasson: Mér er alveg sama. Ég hef engan áhuga á þessu. Lesendur DV Landbúnaðurinn er bölvaldurinn Skattpíndur neytandi skrifar: Undanfama daga hefur mikið verið rætt um efnahagsvanda okk- ar íslendinga og þær leiðir sem við sjáum upp úr feninu. Blessaðir stjórnmálamennirnir eru loksins komnir á þá skoðun að ekki þýði lengur að rúlla boltanum á undan sér, fella gengið, líta undan og von- ast svo eftir kraftaverki. Þetta hefðu nú margir getað bent lands- feðrunum á fyrir aUmörgum árum. En batnandi mönnum er best að lifa og ber okkur að gleðjast yfir því aö kjörnu leiðtogarnir okkar skuli nú loks hafa komið auga á það sem lengi hefur blasað við hveiju mannsbarni. Fjármálaráðherrann og aðrir ráðherrar tala nú um að skera verði á ríkisútgjöld og reka ríkis- búskapinn hallalaust á næsta ári. Meðal annars á að fækka ríkis- starfsmönnum um eitt þúsund og er þaö vel, og þaö þótt fyrr heföi verið og í meira mæli. Aðhald er þaö sem koma skal. Gott og vel. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig koma á lagi á rekstur ríkissjóðs, ef menn humma alltaf ff am af sér stærsta efnahagsvanda- mál íslensku þjóðarinnar. Hér á ég aö sjálfsögðu við landbúnaðarvit- leysuna sem allir stjórnmálaflokk- ar virðast hafa lagt blessun sína yfir. Hve lengi á að skattpina ís- lensku þjóðina til að halda uppi botnlausum taprekstri í landbún- aði á þessu landi sem alls ekki hent- ar til landbúnaðar? Það er tími til kominn að gefa íslenskum neyt- endum kost á að kaupa ódýra og aíbragðsgóða landbúnaðarfram- leiðslu frá nágrannalöndum okkar. Við getum ekki rekið þjóöfélagið á óskhyggjunni einni saman til lengdar. Ef við afnemum niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum og gefum innflutningfrjálsanþýðir það að við rekum ríkissjóð ekki aðeins hallalausan á næsta ári heldur mun hann skila hagnaði. Einnig munu kjör íslenskra neyt- enda batna til muna því að innflutt- ar landbúnaðarafuröir veröa mikl- um mun ódýrari en niðurgreidd íslensk framleiðsla. Reiður bifreiðareigandi skrifar: Það er gleðilegt til þess að vita að hækkunin gífurlega, sem varð á ið- gjöldum bifreiðatrygginga um síð- ustu áramót, skuli hafa bætt hag tryggingafélaga svo mikið sem raun ber vitni. í þaö minnsta virðist Sjóvá ekki á flæöiskeri statt. Það kom mér og fleirum mjög á óvart þegar tilkynnt var í síðustu viku að' Sjóvá hefði ásamt þremur öðrum fyrirtækjum gert tilboð í að kaupa hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. fyrir hálfan milljarö. Sjóvá hefur, eins og önnur trygginga- félög, veriö sívælandi um bágborinn hag og fengið hækkanir á iðgjöldum langt umfram verðbólgu á undan- förnum árum af þessum sökum. Nú ber svo við að fyrirtækið stendur svo Reiðum bifreiðareiganda finnst gleðilegt að Sjóvá skuli svo vel statt að það geti keypt fiskvinnslufyrirtæki sem rekið er með tapi. vel að það veit ekkert hvað það á að gera viö tugi eða jafnvel hundruð milljóna. Til að gera eitthvað þá kaupa þeir fiskvinnslufyrirtæki sem er rekið með tapi og kalla það fiár- festingu. í mínum huga er engin spurning um það að fyrirtæki, sem hefur efni á að fara svona með peninga, er vel statt og þarf ekki á hækkun iðgjalda að halda, og þykir mér sérlega ánægjulegt aö sjá fVam á það að ekki skuli þurfa að hækka iðgjöld hjá tryggingafélögum á næstunni. Ef farið verður fram á hækkun á iðgjöldunum þykir mér eðlilegt að gerð verði rannsókn á bókhaldi og rekstri tryggingafélaganna því að þá er greinilega eitthvað athugavert á þeim vígstöðvum. SAS til fyrirmyndar Víðir hringdi: Mig langar til að vekja athygli á lélegrí þjónustu Flugleiða. Ég þarf að ferðast um það bil fiórum sinn- um á ári til Kaupmannahafhar. í lok júh flaug ég frá Kaupmanna- höfh til Keflavíkur með Flugleiö- um. Með mér var dóttir mín, fiög- urra og hálfs árs. Fyrir einhvern misskiining var ég meö miða á Saga Class, en dóttir mín ekki. Ekki fékkst leyfi til aö við sætum bæði á Saga Class og vorum viö sett aft- ast, í reykingar, sem við ekki vild- um. Nú þarf ég að senda dóttur mína til Danmerkur og hjá Flugleiðum fæ ég þau svör að vegna þess að hún er ekki orðin fimm ára þurfi einhver fullorðinn að ferðast með henni. Öh þjónusta Flugleiða í þessu máli var slök og óliðleg og finnst mér félagiö hafa versnað á undanförnum árum. I þessum vandræðum mínum sneri ég mér th SAS. Þar kvað við annan tón og vildu þeir allt fyrir mig gera. Þeir höfðu uppi á farþega sem getur haft auga meö dóttur minni á leiöinni svo að ég þarf ekki að fara sjálfur. Ég þarf ekki aö taka það fram að þetta mun ég hafa í huga næst þegar ég þarf að fljúga til Kaupmannahafnar. Lítilmannleg aðför að mink J.P. á Sauðárkróki hringdi: Ég sá í sjónvarpsfréttum í síöustu viku fiahað um minkadráp í Reykja- vík, inni í íbúðabyggö, að ég held, á svæði þar sem ætla mátti að börn væru að leik. Það var haft viðtal viö veiðimennina og veiðivopnið sýnt, htil blóðug steinvala. Bráðin var líka mynduð, htih minkræfill, sem virtist vera ungi. Og ég sem haföi haft áhyggjur af því aö í Reykjavík byggju menn sem ekki kynnu að bregðast rétt við á hættustund. Þessi frétta- flutningur minnti mig nefnilega óneitanlega mjög mikið á það þegar ísbjörninn var drepinn hér norður í Skagafirði í vetur. Hvers vegna í ósköpunum slepptu mennirnir ekki litla greyinu einhvers staðar, eða fóru með hann til mömmu sinnar, sem átti jú greni þarna rétt hjá. Þetta er líka mál fyrir dýravini. Þettá mál ætti að koma þeim við vegna þess að ef einhvers staðar hef- ur verið notaö undirmálsvopn þá er það þarna, í þetta skipti. Svona óargadýr á ekki að drepa með lítilli steinvölu heldur með stórum og öflugum riffii, af manni sem kann til verka. Annað er ekki samboðið virð- ingu þess. Misnotkun gang- brautarljósa Reiður ökumaður hringdi: Ég hef orðiö mjög var við það aö krakkar misnoti gángbrautarljós gegndarlaust. Vegna atvinnu minnar eyði ég megninu af vinnudeginum undir stýri, og það er mjög hvimleitt að lenda í því aftur og aftur á hverj- um degi að þurfa að bíða á rauðu ljósi við gangbrautir þegar enginn gang- andi vegfarandi er að fara yfir. Oftar en ekki sér maður krakka hlaupa í burtu frá ljósunum. Ég vil biðja for- eldra um að brýna þaö fyrir börnum sínum að misnota ekki gangbrautar- ljós. Fyrr eða síöar sýöur upp úr hjá ökumönnum og þeir hætta að virða þessi ljós, og hver er þá tilgangurinn með þeim? Umferðaryfirvöld mættu taka það til athugunar að setja göng eða brýr fyrir gangandi vegfarendur á mikl- um umferðaræðum. Þetta er víða gert erlendis, og það segir sig sjálft að því kerfi fylgir miklu meira ör- yggi en næst með gangbrautarljós- unum. Lesanda finnst mikið um að krakkar misnoti umferðarljós við gangbraut- ir. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.