Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
35
Afmæli
Snæbjöm Pétursson
Snæbjörn Pétnrsson, Reynihlíð í
Mývatnssveit, verður sextugur í
dag. Snæbjöm er fæddur í Reynihlíð
í Mývatnssveit og ólst þar upp.
Hann varð garðyrkjufræðingur frá
Garðyrkjuskólanum á Reykjum í
Ölfusi 1948, var farkennari veturna
1951-1965 og vann við móttöku gesta
í Hótel Reynihlíð á sumrin. Snæ-
björn tók þátt í stofnun Léttsteyp-
unnar hf. í Mývatnssveit upp úr
1963 og var fyrsti stj órnarformaður
hennar. Hann tók mikinn þátt í upp-
byggingu Kísiliðjunnar hf., fyrst við
rannsóknir á námum með Baldri
Líndal 1952-1965 og síðan við bygg-
ingu verksmiðjunnar. Snæbjörn
hefur verið gæðamatsstjóri Kísiliðj-
unnar frá því að framleiðslan hófst
1967 og verið stjómarformaður Hót-
el Reynihlíðar frá 1972. Hann hefur
ætíð verið mikill áhugamaður um
útivist og eyöir stærstum hluta frí-
tíma síns til fjallajafnt sumar sem
vetur.
Snæbjörn kvæntist 28. apríl 1951,
Guðnýju Halldórsdóttur, f. 2. mars
1930, starfsmanni í Hótel Reynihlíð.
Foreldrar hennar eru Halldór Óla-
son, b. á Gunnarsstöðum í Þistil-
firði, og kona hans, Þuríður Árna-
dóttir. Börn Snæbjamar og Guðnýj-
ar eru: Þuríður, f. 10. ágúst 1952,
gift Agli Steingrímssyni, verkstjóra
í Kísiliðjunni, og eiga þau þrjú börn;
Þórunn, f. 19. febrúar 1953, póstfull-
trúi í Rvík, og á hún eina dóttur;
Pétur, f. 29. desember 1959, hótel-
rekstrarfræðingur, hótelstjóri á
Húsavík, kvæntur Maríu Rúriks-
dóttur viðskiptafræðingi og eiga þau
eina dóttur; Halldór, f. 19. mars 1966,
starfsmaður í Hótel Reynihlíð, og
Bryndis, f. 25. janúar 1968, nemi.
Systkini Snæbjarnar eru: Gísli, f.
10. maí 1922, d. 25. apríl 1950, gisti-
hússtjóri í Reynihlíð; Ármann, f.
24. maí 1924, b. í Reynihlíð; Hólm-
fríður, f. 17. júlí 1926, gift Sverri
Tryggvasyni, b. í Víðihlíð við
Reykjahlíð, og Helga Valborg, f. 26.
júni 1936, starfsmannastjóri í Hótel
Reynihlíð, gift Arnþór Björnssyni
hótelstjóra.
Foreldrar Snæbjarnar voru Pétur
Jónsson, b. og vegaverkstjóri í
Reynihlíð, og kona hans, Þuríður
Gísladóttir, hótelstýra í Reynihlíð.
Pétur er sonur Jóns, b. í Reykjahlíð,
Einarssonar, b. í Reykjahlíð, Frið-
rikssonar, b. í Hrappsstaðaseli í
Bárðardal, Þorgrímssonar, b. í
Hraunkoti, Marteinssonar. Móðir
Friðriks var Vigdís Hallgrímsdóttir,
b. íHraunkoti, Helgasonar, ætt-
fóður Hraunkotsættarinnar. Móðir
Jóns var Guðrún Jónsdóttir, b. í
Baldursheimi, Illugasonar, b. í Bald-
ursheimi, Hallgrímssonar, bróður
Vigdísar. Móðir Péturs var Hólm-
fríður Jóhannesdóttir, b. á Krákár-
bakka við Mývatn, Jóhannessonar,
b. á Geiteyjarströnd, Þorsteinsson-
ar. Móðir Jóhannesar var Þóra
Jónsdóttir, b. í Reykjáhlíð, Einars-
sonar og konu hans, Bjargar Jóns-
dóttur, prests á Völlum í Svarfað-
ardal, Halldórssonar.
Þuríður er dóttir Gísla, b. í Prest-
hvammi í Aðaldal, Sigurbjörnsson-
ar, b. á Hömrum í Reykjadal, Hjálm-
arssonar, b. á Brettingsstöðum,
Kristjánssonar, b. á íshóli, Jónsson-
ar, b. á Mýri, Halldórssonar, ætt-
Snæbjörn Pétursson.
föður Mýrarættarinnar. Móðir Þur-
íðar var Helga, systir Sigtryggs, afa
IngaTryggvasonar, fyrrv. formanns
Stéttarsambands bænda. Helga var
dóttir Helga, b. á Hallbjarnarstöðum
í Reykjadal, Jónssonar. Móöir Helga
var Herborg Helgadóttir, b. á Skútu-
stöðum við Mývatn, Ásmundssonar,
ættfóður Skútustaðaættarinnar.
Guðmunda Haraldsdóttir
Guðmunda Haraldsdóttir, hús-
freyja á Sandhólum í Bitrufirði, er
sextugídag
Guðmunda fæddist í Reykjavík og
ólstþarupp.
Eiginmaður Guðmundu er Kjart-
an Ólafsson, b. á Sandhólum, f. 27.1.
1931, sonur Ólafs Elíasar Einarsson-
ar, b. á Þórustöðum í Bitrufirði, en
hann lést 15.7.1973, og Friðmeyjar
Guðmundsdóttur sem lést 23.2.1969.
Guðmunda og Kjartan hafa búið á
Sandhólum allan sinn búskap en
þau eignuðust fjögur börn. Þau eru:
Óla Friðmey sem býr á Þórustöðum
en sambýlismaður hennar er Gunn-
ar Sverrisson og á hún tvö börn;
Ólafur Haraldur, en hann lést af
slysfórum tuttugu og fimm ára; Ein-
ar Ingvar býr á Sandhólum,
ókvæntur, og Gísli Kristján býr í
Reykjavík, ókvæntur.
Guðmunda átti þijú systkini en á
nú einn bróður á lífi. Systkini henn-
ar: Hafdís, f. 16.2.1926, d. 13.121967,
en hún var gift Magnúsi Tómassyni
frá Helludal í Biskupstungum og eru
börn þeirra Ólaíia, ðsk og Lára;
Samúel, f. 12.4.1932, d, í apríl 1968,
en hann var kvæntur Kristínu Sig-
ríði Guðjónsdóttur frá Fremstuhús-
um í Dýrafirði og eignuðust þau tíu
börn, Harald Guðjón, Guðrúnu Ól-
afíu, Borgnýju, ArnlaugKristján,
Dreng Helga, Jónínu Ingibjörgu,
Gísla Sigurjón, Samúel er dó ungur,
bam er lést nýfætt og Gauk sem
varð kjörbarn Guðrúnar, systur
Kristínar, en auk þess átti Samúel
Kristínu Björk u'tan hjónabands;
Harald, f. 8.12.1933, kvæntur Elísa-
betu Ólafsdóttur frá Þórustöðum í
Bitrufirði, systur Kjartans, en þau
eiga þijú börn, Harald, Hafdísi og
BrynjuÁstu.
Systir Kjartans auk Elísabetar er
Ásta Kristjana sem gift var Brynj-
ólfi Kristjánssyni frá Hólslandi á
Snæfellsnesi en hann lést 1960. Börn
þeirra em Ólafur Friðmar og Dan-
fríður Kristín. Sambýlismaður Ástu
Kristjönu varð síðar J.ens Guð-
brandsson frá Höskuldsstöðum í
Laxárdal en hann lést 15.4.1988, en
börn þeirra eru Brynjólfur Bjarki
og Ingibjörg.
Guðmunda Haraldsdóttir.
Foreldrar Guðmundu voru Har-
aldur Guðjónsson stýrimaöur, f. í
Reykjavík 24.4.1904, en hann fórst
með togaranum Jóni Ólafssyni
23.10.1942, og kona hans, Ólafía
Samúelsdóttir húsmóðir, f. í Reykja-
vík 20.10.1904, d. 1967.
Foreldrar Haraldar voru Guðjón
Knútsson skipstjóri, f. 26.10.1898r
og kona hans, Jónína Jónsdóttir, f.
23.10.1879.
Guðmunda verður ekki heima á
afmælisdaginn.
Sigríður Jóhannesdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir húsmóð-
ir, Álftröð 5, Kópavogi, er sjötug í
dag.
Sigríður fæddist að Lokinhömrum
í Arnarfirði en ólst upp að Bessa-
stöðum í Dýrafirði og á Flateyri.
Hún var búsett á ísafirði frá 1942-63
er hún flutti í Kópavoginn þar sem
hún hefur átt heima síðan. Sigríður
hefur ætíð verið heimavinnandi
húsmóðir á barnmörgu heimili.
Maður Sigríðar er Jón H. Guö-
mundsson, fyrrv. skólastjóri á
ísafirði og í Kópavogi, f. 3.12.1913,
sonur Guðmundar Einarssonar, b.
á Brekku á Ingjaldssandi, og konu
hans, Guðrúnar Magnúsdóttur.
Böm Sigríðar og Jóns eru Sverrir,
kvæntur Rannveigu Guðmunds-
dóttur; Jóhannes, kvæntur Sigrúnu
Sigurðardóttur; Jóna Elísabet, gift
Úrik Arthúrssyni; Önundur, kvænt-
ur Gróu Stefánsdóttur; Guðrún
Helga, gift Baldvini Erlingssyni;
Erlingur, kvæntur Sigrúnu Sigurð-
ardóttur; Halldóra, gift Edvard
Sverrissyni, og Kristín Sigríður, gift
Jóni Sigurði Ólafssyni. Barnabörn
Sigríðar eru nú orðin átján og
langömmubörnin orðin þrjú.
Foreldrar Sigríðar: Jóhannes
Andrésson, sjómaður á Flateyri, og
kona hans, Jóna Ágústa Sigurðar-
dóttir.
Sigríður tekur á móti gestum á
heimili sínu, Álftröð 5 í Kópavogi,
Sigríöur Jóhannesdóttir.
laugardaginn 3.9. milli klukkan 15
og 18.
Friðný Sigurbjorg Sigurjónsdóttir
Friðný Sigurbjörg Sigurjóns-
dóttir, Fjöllum 2 í Kelduhverfi, er
níræð í dag. Friðný Sigurbjörg er
fædd á Grashóli á Melrakkasléttu
en fluttist að Ærlæk í Öxarfirði á
fyrsta ári. Þá missti hún föður sinn
og var síðan á fleiri bæjum í Öxar-
firði. Friðný giftist Ólaii Jónssyni,
f. 21. nóvember 1881, d. 19. maí 1953,
b. á Fjöllum. Foreldrar Ólafs voru
Jón Jónsson, b. á Fjöllum, og kona
hans, Anna Sigurðardóttir. Börn
Friðnýjar og Ólafs vom sex og eru
fimm á lífi: Héðinn, f. 14. janúar 1918,
rafvirki á Fjöllum, kvæntur Sjöfn
Jóhannesdóttur; Ragnheiður, f. 23.
ágúst 1920, gift Þorgeiri Þórarins-
syni, b. á Grásíðu í Kelduhverfi;
Jón, f. 1. janúar 1925, b. á Fjöllum,
kvæntur Jófríði Vigfúsdóttur; Jó-
hanna, f. 4. febrúar 1927, gift Sigurði
Jónssyni, b. í Garði í Kelduhverfi,
og Anna Guðný, f. 5. desember 1930,
gift Friðrik Jónssyni, verslunar-
manniáKópaskeri.
Foreldrar Friðnýjar vo'ru Sigurjón
Pétursson, b. á Grashóli í Keldu-
hverfl, og kona hans, Rósa Jóns-
dóttir.
Sigurjón var sonur Péturs, b. á
Hvappi, Guttormssonar. Rósa var
dóttir Jóns, b. í Árholti í Öxarfirði,
Jónssonar og konu hans; Jóhönnu
Jónsdóttur, b. á Hafursstöðum í
Öxarfirði, Brynjólfssonar. Friðný
býr nú hjá Héðni syni sínum og
tengdadóttur á Fjöllum 2.
Friðný tekur á móti gestum í fé-
lagsheimilinu Skúlagarði laugar-
daginn 3. september.
Friðný Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.
Til hamingju með daginn
Emmy Magda Hansson,
Hjallavegi 48, Reykjavík.
Guðlaugur Magnússon, ,
Dalbraut 27, Reykjavík. 50 ara
90 ára
Guðrún Guðmundsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
85 ára
Friðlaug Guðmundsdóttir,
Mánagötu 5, ísafirði.
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Karlagötu 9, Reykjavik,
80 ára
Ásgeir Samúelsson
Brekkubraut 23, Akranesi.
Ósk Jóhannesdóttir,
Garðabraut 18, Akranesi.
Þór Rúnar Þorsteinsson,
Nýbýlavegi 26, Kópavogi.
Kolbrún Ingjaldsdóttir,
Húnabraut 11, Blönduósi.
Anna Margrét Þóroddsdóttir,
Bekansstöðum, Skilmannahreppi.
40 ára
Þorbjörg Líkafrónsdóttir,
Sundstræti 21, ísafirði.
70 ára
Guðfinna Kristjánsdóttir,
Jakobshúsi, Svalbarðsstrandar-
hreppi.
Ástvaldur Tómasson,
Hólavegi 5, Sauðárkróki.
60 ára
Þorvarður Guðmundsson,
Vesturbergi 86, Reykjavík.
Ólafrn G. Jóhannsson,
Brekkulandi 1, Mosfellsbæ.
Guðrún Friðriksdóttir,
Strandgötu 15A, Eskifirði.
Valdemar Bragason,
Grashaga 6, Selfossi.
Páll Ólafsson,
Orrahólum 7, Reykjavík.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Ólafsvegi 17, Ólafsfirði.
Egill Hjartar,
Ásbúð 54, Garðabæ.
PáU Dagbjartsson,
Skógarstíg I, Seiluhreppi.
Hallur Leopoldsson,
Hringbraut 119, Reykjavík.
Leiðréttingar
í grein um Björgu ívarsdóttur
komu fyrir nokkrar rangfærslur.
Valgarður Valgarðsson er fæddur
1. febrúar 1960. Yngsta systir Bjarg-
ar er Svala ívarsdóttir og Leifur
Ivarsson á einn kjörson.
Þess skal getið aö Sigurjóna Jak-
obsdóttir, langamma Magnúsar
Gauta Gautasonar, verður níutíu og
sjö ára 16. september.
Tilmæli til
afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og að-
standendur þeirra til að senda því
myndir og upplýsingar um frænd-
garð og starfssögu þeirra. Þessar
upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda
okkurmyndir