Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Útlönd Filarnir í Afríku eru nú í útrýmingarhættu vegna ágangs veiðiþjófa. Hætta á útiýmingu Landadeilur Dana og Kanadamanna Þjóögarðsverðir í Kenýa berjast nú hatrammri baráttu gegn ágangi veiðiþjófa sem drepa fíla í tugatali vegna beinanna. Nú er svo komið að dýrin eru í útrýmingarhættu og telja sérfróðir menn að helmingur allra fíla í Austur- Afríku verði dauðir innan sex ára. Verð á fílabeini er gífurlega hátt í dag. Fimm kíló eru seld á eitt þúsund dollara miðað við 50 dollara árið 1971. Samkvæmt upplýsingum ferða- mannaráðs Kenýa hafa fílabeins- þjófar drepið 92 fíla síðasthðna íjóra mánuði. Þar af voru 64 drepnir í Tsavo þjóðgarðinum þar sem fjöldi þeirra er mestur. Richard Leakey, formaður dýra- vemdunarsamtaka Kenýa, hefur sagt að spilhng og skrifræði innan ríkisstjómarinnar ásamt nýtísku- lega vopnuðum veiðþjófum sé um að kenna að fjöldaslátrun stefni öllu dýralífi í hættu. Fjöldi fíla í Kenýa árið 1982 var tuttugu og tvö þúsund. Leakey telur að nú hafi stofninn minnkað um a.m.k. helming og það stefni í frekari fækkun. í talningu, sem gerð var fyrr á þessu ári, fundust aðeins 5.700 fÖar í Tsavo þjóðgarðinum í Kenýa en þaö er meira en helmingi minna en þjóö- garðsverðir bjuggust við. Leakey boðaði víðtækari talningu þegar í stað til að komast að raunverulegum íjölda dýranna í öhum þjóðgörðum landsins. Veiðiþjófar skutu th bana þrjá þjóðgarðsverði síðasthöinn laugar- dag í norðausturhluta Kenýa. Þjóö- garðsverðir eru fáir og hafa ekki roð við vel vopnuðum veiðiþjófum. Stjómvöld hafa gripið til sinna ráða og em verðir í þjóðgörðum Kenýa nú þjálfaðir í notkun nútímavopna th að reyna að hefta framgang veiði- þjófanna. Tuttugu og sjö opinberum starfs- mönnum hjá ferðamálaráði Kenýa var sagt upp störfum í janúar sökum ásakana um spihingu og sölu á fíla- beini. En þrátt fyrir þessar aðgerðir er hætta á að stjómvöld hafi gripið í taumana of seint. Reuter Sumarliði ísleifsson, DV, Árósum: Danir eiga í deilum við fleiri en Norðmenn og íslendinga um yfir- ráðasvæði. Bæði Danir og Kanada- menn gera kröfu um yfirráð yfir Hans-eyju sem er norðan við Thule á Norður-Grænlandi. Hingað til hefur stríðið um Hans- eyju tekið á sig þá mynd að báðar þjóðir hafa sent leiðangra th eyjar- innar til þess að ítreka eignarrétt sinn á henni. Aö sögn danska blaðs- ins Information gerði fyrrum Græn- landsmálaráöherra, Tom Höyem, sér ferð til eyjarinnar árið 1984, reisti þar danska fánann og skhdi eftir flösku af góðu koníaki th sannindamerkis um að hann hefði verið á eynni. Jafn- framt var Kanadamönnum ritað bréf sem var skhið eftir á eynni þar sem sagði að þeim væri velkomið að koma th hinnar dönsku eyjar. Sögunni fylgdi reyndar aö koníaks- flaskan hefði ekki legið lengi niðui» grafin. Hún hafi verið grafin upp um leið og ráðherrann var úr augsýn og innihaldið notað th þess að slökkva eðlhegan danskan þorsta. Var það gert að sögn Information með þeirri röksemd að það væri synd að láta gott koníak eyðileggjast í Pólarkuld- Nú fjórum árum síðar var aftur danskur leiöangur á Hans-eyju. Við komuna þangað var leiðangurs- mönnum ljóst að Kanadamenn höföu fært sig upp á skaftið. Þeir höfðu komið upp htlum kofa þar sem unnt var að sofa og elda sér mat. Önnur merki voru þó ekki um nágrannann í vestri. Dönsku leiðangursmennimir sáu að brýn nauðsyn var á að svara fyrir sig. Enn á ný var grafin niður flaska, að þessu sinni ekki koníak heldur Gammel-dansk. Og danski fáninn var dreginn að húni á ný. í kanadíska kofanum var skihn eftir orðsending: „Við vorum hér í dag og reistum fán- ann okkar á eyjunni okkar.“ Þetta friösamlega stríð hefur leitt th þess að skipuð hefur verið dönsk- kanadísk nefnd til þess aö reyna að leysa málið. Eru umræður nefndar- innar hafnar og gert ráð fyrir að þær haldi áfram á næsta ári. anum. Danir og Kanadamenn deila nú um yfirráðarétt yfir Hans-eyju sem er norð- ur af Thule á Grænlandi. Framköllun imiimmiiiinillllllillll ILJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavesi 178 - Reykjavik - Simi 685811 nmmmmmnnmnirn Dulinn hæfileiki mun blómstra Sælir eru hljómglaðir ef hljóðfæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.