Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Andlát Jóhanna María Jóhannsdóttir, Miklubraut 88, lést 29. ágúst. Guðmundur Steindórsson frá Stóru Ávík andaðist í sjúkrahúsinu á Hólmavík 29. ágúst. Glúmur Hólmgeirsson, Vallarkoti, er látinn. Guðjón E. Guðmundsson lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 29. ágúst. Jona Olsen, Jagtvej 51, Kaupmanna- höfn, andaðist 26. ágúst. Sigurbjörn V. Þorsteinsson húsa- smiöur, Skarðshlíð 25a, Akureyri, lést 29. ágúst sl. Tapað fundið Veski tapaðist Rautt veski úr tauefni tapaðist á Lækjar- torgi mánudaginn 22. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 673137. Jarðarfarir Marjorie Ann Sæmundsson, Arnesi, Gnúpverjahreppi, andaðist í Land- spítalanum sunnudaginn 21. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástríður Guðrún Beck, Flyðru- granda 10, sem andaðist 24. ágúst, verður jarðsungin fimmtudaginn 1. september kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Guðlaug Margrét Þorsteinsdóttir, Goðabyggð 1, Akureyri, lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ákureyri mánu- daginn 29. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 5. september kl. 13.30. Sigutjón Guðjónsson frá Melkoti, Akranesi, lést í Dvalarheimilinu Höfða 22. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Innilegar þakkirtil allra sem glöddu mig á afmæli mínu. Guð blessi ykkuröll. Herborg Ólafsdóttir Öllum þeim sem sýndu mér hlýhug með kveðjum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu hinn 20. ágústsl. sendi ég hinarbestu kveðj- ur. Lifið heil. Hallur Guðmundsson Kirkjustíg 4 Eskifirði Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, á neðangreindum tíma: Merkigerði 10, þingl. eigandi Jens I. Magnússon, föstudaginn 2. september ’88 kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður G. Guðjónsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Magnús Norðdalil hdl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Merkigerði 6, neðri hæð, þingl. eig- andi Rósa M. Salómonsdóttir, föstu- dag 2. september ’88 kl. 14.30. Upp- boðsbeiðendur eru Tryggingastoihun ríkisins og Veðdeild Landsbanka ís- lands. Presthúsabraut 24, talinn eigandi Jó- hann Haraldsson, föstudaginn 2. sept- ember ’88 kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Verslunarbanki Islands hf., Veð- deild Landsbanka íslands, Sigríður Jósefsdóttir hdl., Baldur Guðlaugsson hrl., Andri Ámason hdl. og Lands- banki íslands. Vesturgata 115, þingl. eigandi Jóhann Jensson, föstudaginn 2. september ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlacius hdl. Garðalóð 33, hesthús, talinn eigandi Kristján Leósson, föstudaginn 2. sept- ember ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Sigríður Thorlacius hdl, Landsbanki íslands, Othar Öm Petersen hrl. og Jón Sveinsson hdl. Jörundarholt 103, þingl. eigandi Sig- urður J. Halldórsson, föstudaginn 2. september ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeið- andi er Landsbanki íslands. Mánabraut 11, neðri hæð, talinn eig- andi Guðrún Sumarliðadóttir, föstu- daginn 2. september ’88 kl. 13.15. Upp- boðsbeiðendur eru Útvegsbanki Is- lands, Jón Sveinsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Stiliholt 18, þingl. eigandi Akraprjón h£, föstudaginn 2. september ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Iðnþró- unarsjóður, Iðnlánasjóður, inn- heimtumaður ríkissjóðs og Ákranes- kaupstaður. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, á neðangreindum tíma: Jörundarholt 230, þingl. eigandi Guð- brandur Þorvaldsson, föstudaginn 2. september ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeið- endur em Steingrímur Eiríksson hdl, Landsbanki íslands, Útvegsbanki ís- lands, Jón Sveinsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Vallabraut 11, 3.h.t.v., þingl. eigandi Grétar Sigurðsson, föstudaginn 2. september ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeið- andi er Tryggingastofiiun ríkisins. Vallholt 13, kjallari, þingl. eigandi Guðni Jónsson, föstudaginn 2. sept- ember ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Akraneskaupstaður, Guðmundur Markússon hrl., Veðdeild Lands- banka Islands, innheimtumaður ríkis- sjóðs, Akraneskaupstaður og Veð- deild Landsbanka Islands. Vesturgata 78brþingl. eigandi Hjörtur Júlíusson, föstudaginn 2. september ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Ami Einarsson hdl., Jón Sveinsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Landsbanki íslands. Akurgerði 4 (kjallari), talinn eigandi Hjörtur Líndal Guðnason, föstudag- inn 2. september ’88 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðandi er innheimtumaður rík- issjóðs. Einigrund 9 (02,02), þingl. eigandi Þórir Axelsson, föstudaginn 2. sept> ember ’88 kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Tryggingastofiiun ríkisins, Guðmund- ur Kristjánsson hdl., Akraneskaup- staður, Guðmundur Þórðarson hdl., Ævar Guðmundsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands og Lögmenn Hamraborg 12. Heiðargerði 24 (neðri hæð), þingl. eig- andi Steinunn Eldjámsdóttir, föstu- daginn 2. september ’88 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Jón Sveinsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Lilja Steingrímsdóttir frá Hörgs- landskoti, Bugðulæk 11, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 31. ágúst, kl. 13.30. Jarðarför Hólmfríðar Björnsdóttur, frá Nesi í Loðmundarfirði, fer fram frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 1. september kl. 15. Þorbjörg Ingimundardóttir Lausten lést 24. ágúst sl. Hún var fædd 11. ágúst árið 1900 á Kletti í Gufudals- sveit, dóttir hjónanna Sigríðar Þórð- ardóttur og Ingimundar Þórðarson- ar. Þorbjörg fór til Reykjavíkur þegar hún var 18 ára gömul og hóf nám í sjúkranuddi og síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar til frekari náms. í Danmörku giftist hún Peter Laust- en en hann lést eftir skamma sam- búð. Þau eignuðust tvo drengi. Útför Þorbjargar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Gunnlaugur G. Björnsson Skipulags- stjóri lést 26. ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 7. mars 1912. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson og Margrét Magnúsdóttir. Gunnlaugur lauk stúdentspróti frá MR 1931, nam síðan stærðfræði við háskólann í Berlín 1931-1934, hóf störf í Lands- banka íslands 1935 og starfaði þar allt til þess að hann réðst í þjónustu Útvegsbanka íslands 1. október 1942. Hann var lengi forstöðumaður spari- sjóðsdeildar bankans og síðar skip- aður forstöðumaður sjávarútvegs- lánadeildar bankans. Hann kvæntist Margréti Jónsdóttur en hún lést fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvær dætur. Útför Gunnlaugs verður Leifur Miiller lést 24. ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920, sonur Maríu og Lorens MiiUer. Eftir lát föður síns tók Leifur við verslun hans, herra- og sportfata- verslun í Austurstræti 17, og rak hana þar til húsið var rifið. Síðan rak hana saumastofu og heildverslun. Leifur stofnaði Skíðafélag Reykja- víkur árið 1914. Eftirlifandi eigin- kona hans er Bima Sveinsdóttir. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Útför Leifs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Kvikmyndir Háskólabíó: Áferð og flugi - kostuleg kvikmynd Bandarisk 1988 Pianes, Trains & Automobiles Leikstjóri: John Hughes Aðalhlutverk: Steve Martin og John Candy Maður nokkur ætlar heim til sín, til Chicago, til að eyða þakkar- gjörðardeginum með fjölskyldu sinni. Fljótlega fer óheppnin að elta hann er hvert farartækið bregst á fætur öðru. Hann tefst hvað eftir annað ásamt hræðilegum ferðafé- laga sínum. Eftir langa hrakfallasögu kemst hann loks heim en uppgötvar þá að hann á erfitt með að skilja við ferðafélagann. í þessari makalausu mynd er lög- mál Murphys í fullu gildi. Allt fer úrskeiðis hjá félögunum og meira til. í henni gerist nákvæmlega allt sem ferðalangurinn óttast. Þægi- legt ferðalag breytist í martröð. Þarna hafa handritshöfundar sýnt hreint ótrúlega útsjónarsemi í ill- kvittni sinni. Leikur Martin/Candy tvíeykisins er í sérflokki. Árangurinn er fyrsta flokks gamanmynd og tveggja tíma hláturkast. Sérstaklega er minnis- stætt atriði þar sem félagamir eru á ferð í bíl. Martin reynir að sofa en Candy hlustar á Ray Charles með þvílíkum tilþrifum að áhorf- endur liggja í hláturkrampa í stóln- um. Tvímælalaust fyndnasta myndin í bíóhúsum borgarinnar um þessar mundir. -PLP Helga Pálsdóttir Geirdal lést 22. ágúst sl. Hún var fædd á Melum í Mela- sveit þann 21. október 1911, dóttir hjónanna Páls Guðmundssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Helga gift- ist Braga S. Geirdal en hann lést árið 1967. Þau hjónin eignuðust sex dæt- ur. Útför Helgu verður gerð frá Akra- neskirkju í dag kl. 14.15. Tilkynningar Nordisk Forum Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 17 ætla konur úr Hafnarfirði og Garðabæ, sem tóku þátt í kvennaráðstefnunni í Osló, að hitt- ast í kaftistofunni í Hafnarborg. Takiö með ykkur myndir og minjagripi. Frek- ari upplýsingar hjá Hjördísi í s. 53510 og Ásthildi í s. 651511 og 52911. Ferðalög Félag eldri borgara I Reykjavík og nágrenni fer í skemmtiferð að Gullfossi og Geysi laugardaginn 3. september. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð B.S.Í. kl. 10. Leiðin liggur um Selfoss, Skeið og Hreppa að Gullfossi síðan að Geysi og matast þar. Heimleiðis verður keyrt um Laugar- vatn, Gjábakkaheiði og Hveragerði. Komið til Reykjavíkur um kl. 18. Upplýs- ingar í s. 28812 eða 25053. Hjónaband I DomkirKjumu voru gefrn saman i hjónaband 23. júlí sl. Lísa Björk Ingólfs- dóttir og Theodór Barðason. Sr. Lárus Halldórsson gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra er að Austurströnd 4, Sel- tjamamesi. ffɧf||||lfj§|g|§ Rammamiðstöðin stækkuð og endurbætt Rammamiðstöðin, Sigtúni 10, sem er bæði fyrsta flokks innrömmunarverk- stæði og verslun með alls konar plaköt, hefur nýlega stækkað og endurbætt hús- næðið á mjög smekklegan hátt. Á efri myndinni sést hluti verslunarinnar og á neðri myndinni sjást eigendur, þau Sig- urður Ingi Tómasson og Hjördís Haralds- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.