Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 11 Utlönd biðst náðar Sonur breska lestarræningjans Ronalds Biggs fór áleiðis til Englands í gær frá Brasilíu með bréf til Elísa- betar drottningar. í bréflnni segist Biggs vonast til þess að geta eytt ell- inni í Bretlandi. Biggs, sem nú er 59 ára gamall, var talinn höfuðpaur í lestarráni í Bret- landi árið 1963. Komust ræningjarnir yfir tvær og hálfa mifijón sterlings- punda. Biggs náðist og var dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Honum tókst að flýja fjórtán mán- uöum síðar. Fór hann fyrst til Ástral- íu en síðan til Brasiliu þar sem breska lögreglan fann hann árið 1974. Hann slapp viö brottvísun þar sem hann átti von á erfingja meö vinkonu sinni. ' Lestarræninglnn Ronald Bíggs réttir syni sinum, Míke, brét til Bretadrottningar þar sem hann ter fram á náðun. Símamynd Reuter Capufo forseti Utanríkisráöherra Argentinu, Dante Caputo, var i gær kjörinn torséti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Simamynd Reuter Það var utanríkisráöherra Argentínu, Dante Caputo, sem bar sigur úr býtum í baráttunni ura forsetastólinn hiá allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna i gær. Caputo sigraði Nita Barrow, fulltrúa Barbados, i leynilegri kosningu. Embættið er álitið hið virðulegasta innan Sameinuðu þjóðanna á eftir framkvæmdastjórastöðunni Er því skipt á milli svæöishópa og í ár var röðin komin að Suður-Ameríku en meðlimir þessa heimshluta gátu ekki komið sér saman um einn frambjóðanda. Caputo er sérfræðingur i alþjóðasamskiptum og hefur verið utanríkis- ráðherra Argentínu síðastliöin fimm ár. Hungurbarátta Hjálparvana börn I Bangladesh horfa á mæður sinar berjast um stað I biðröðinnl ettlr matarskammti. Símamynd Reuter Þijátiu milijónir manna í Bangladesh misstu heimili sín í flóöunum sem gengið hafa yfir landið aö undanfórnu, að sögn yfirvalda. Fimmtán hundr- uð eru sagðir hafa týnt lífi og sex hundruð þúsund eru án matar og lyfja. Þúsundir tonna af matvælum og hjálpargögnum hafa verið send til landsins en samt sem áður hafa þúsundir manna neyðst til aö fara frá flóttamannabúðunum f Dacca vegna matarskorts. Erfitt hefur verið aö senda þjálpargögn til afskekktra svæða þar sem vegir og brýr eyöilögöust í flóðunum. íbúamir hafa ekkert útsæöi til aö sá, ekkert fé til aö endurbyggja hús sín og engar matarbirgöir. Loforð svikin Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu 1 gær aö þúsund- ir manna í Sómalíu væru ofsóttir og að yfirvöld þar í landi hefðu virt að vettugi tilmæli um að binda enda á misþyrmingar og aftökur á stjómar- andstæöingum. Að sögn Amnesty eru margir hinna handteknu, sem sumir hverjir eru aðeins tólf ára aö aldri, í fangelsi fyr- ir að hafa gagnrýnt herforingjastjórn landsins. Mannréttindasamtökin kveðast hafa fengiö fregnir af misþyrmingum á stjómarandstæðingum frá því að núverandi stjóm komst til valda árið 1969 en fregnunum hefúr fjölgað frá árinu 1980. Þúsundir manna i Sómaliu eru ofsóttir og |>eim misþyrmt at yflr- völdum. Bankastarfsmaður eiturlyfjakóngur Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Norska lögreglan handtók í gær bankastarfsmanninn Abdul Rahid sem grunaður er um eiturlyfjasölu. Maðurinn er ákærður fyrir heróín- sölu og ólöglegar peningayfirfærslur úr norska bankanum Creditkassen og yfir til banka í Englandi. Lögreglan heldur að Abdul Rahid sé æðsti maður í norsku eiturlyfja- mafíunni sem er hluti af alþjóðlega heróínkerfmu. Rahid, sem er Pakistani, er 54 gam- all og hefur um árabil stjórnað deild í norska bankanum sem sér um að hjálpa Pakistönum, sem vinna í Nor- egi, við að senda peninga til heima- lands síns. Hér hefur maðurinn mis- notað aðstööu sína til þess að koma ágóðanum af heróínsölu í Noregi út úr landinu. Lögreglan vill ekki segja um hve mikla peninga sé að ræða annað en að það séu margar milljónir. Fleiri hafa verið handteknir í sam- bandi við Rahid-málið, bæði í Nor- egi, Englandi og Hollandi. Hand- tökurnar geta haft umfangsmikil áhrif á atvinnulíf í Pakistan og þar óttast nú margir frammámenn um stöðu sína. En stjórnin í Pakistan vill helst ekki þurfa aö grípa inn í eiturlyfja- söluna út úr landinu, bæði vegna þess að margir áhrifamestu menn landsins eru viðriðnir þessa sölu og einnig vegna þess að Pakistan, sem er fátækt land, er orðið háð eitur- lyfjatekjunum. Pakistanar selja að minnsta kosti sjötíu prósent af öllu heróíni sem selt er í heiminum. í 29 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Haustnámskeið hefjast mánudaginn 26. sept. Kennslustaðir: Leikfímisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. jP Fjölbreyttar æfíngar Músík - Dansspuni Þrekæfingar - Slökun Jh Innritun og upplýsingar í síma 33290 Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari STJORNMALASLITIN OG STjORNMALAVIÐHORFIÐ Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til almenns félagsfundar í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 20. september kl. 20.30. Frummælendur eru: for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra, og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra. m ■ i SJALFSTÆÐISFELOGINIREYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.