Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
Útlönd
Skotárásir
ísraelskir hermenn skutu á aö
Faöir Palestínudrengsins á mynd-
inni var skotinn til bana á heimili
sinu af óþekktum árásarmanni.
Stmamynd Reuter
minnsta kosti tuttugu og sjö Palest-
ínumenn þegar þeir lentu í átökum
viö mótmælendur á herteknu
svæðunum um helgina.
Upphaf átakanna var dauði þrett-
án ára gamallar Palestínustúlku
sem skotin var í höfuðiö með
plastkúlu.
Tvær neðanjarðarhreyfingar
Palestínumanna, sem báðar vilja
ráða hvernig uppreisnin fer fram,
hafa hvatt til verkfalls í dag. Vilja
þær meðal annars mótmæla fanga-
búðum þar sem rúmlega tvö þús-
und aröbum er haldið án réttar-
halda.
Utanríkisráðherra ísraels, Shim-
on Peres, mun í dag hitta Reagan
Bandaríkjaforseta og utanríkisráð-
herra Egyptalands, Esmet Abdel-
Maguid, í New York.
Hjálpargögn með flugi
Búddamunkar mótmæia stjómvöldum í Burma. Myndin var tekin áður
en herinn tók völdin. Simamynd Reuter
Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti á laugardaginn að send
yrðu flugleiðis rúmlega áttatíu tonn af lyfium og hjálpargögnum til
Burma. Mikill skortur er nú á sjúkrahúsum þar vegna þeirra mörgu sem
slasast hafa í átökum hermanna og mótmælenda.
Frá því að herinn tók völdin hefur þurft að binda um sár fimm hundr-
uð manna sera flestir hafa fengið skot í bijóstið eða bakið. Þurft hefur
að gera minniháttar skurðaðgerðir án svæfingar og sjúklingar fyOa alla
ganga sjúkrahúsanna. Hafa sjúkrahúsmenn neyðst til þes að kaupa fúka-
lyf á svörtum markaði.
Hins vegar er enginn skortur á blóðgjöfum og hjúkrunarfólki.
Nóbelsverðlaun
Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna eru taldar hafa góðan möguleika á
að vinna friðarverðlaun Nóbels í ár, að því er norska sjónvarpiö skýrði
frá í gær.
.Friöarsveitirnar eru sagðar vera meðal þeirra sex sem helst koma til
greina, það er Corazon Aquino, forseti FOippseyja, Nelson Mandela,
mannréttindaleiðtoginn, sem setið hefur í fangelsi í Suður-Afríku í 26 ár,
Diego Cordovez, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunin og Alþjóða verkamannasambandið.
Ekki gat norska sjónvarpið um heimildir sínar sem einnig telja að Reag-
an Bandarikjaforseti og Gorbatsjov Sovétieiðtogi, sem báðir hafa verið
nefndir í sambandi við friðarverðlaunin, eigi litla möguleika.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 29. september næstkomandi.
Átök í Aþenu
Um þrjú hundruð ungmenni
köstuðu gijóti og bensinsprengjum
að lögreglunni í Aþenu á laugar-
daginn. Atökin urðu í kjölfar mót-
mælagöngu stjórnleysingja.
Göngumenn mótmæltu dómi yfir
lögreglumanni sem kveðinn var
upp á fóstudaginn. Var lögreglu-
maöurinn dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að hafa skot-
ið til bana fimmtán ára gamlan
ungling.
Kveiktu göngumenn í tveimur
bílum og stjórnarbyggingu. Einnig
brutu þeir gluggarúður og hindr-
uöu umferð um tvær aðalgötur
með þvi að komd þar fyrir vega-
tálmum.
Lögregluraaðurinn, sem var
dæmdur, skaut unglinginn til bana
í mótmælagöngu áriö 1985.
Hann hefur áfrýjað dómnum.
Reuter
Ungir stjórnleysingjar með bens-
insprengjur hrópa slagorö að
grisku lögreglunni. Slmamynd Reuter
ekki afgerandi
sína í utanríkismálum en reynslu-
leysi Dukakis í þeim málaflokki er
hans veiki punktur. Að áliti margra
fréttaskýrenda tókst Bush það sem
hann ætlaði sér í þessum kappræð-
um, þaö er að sýna Dukakis sem
frjálslyndan demókrata. Hann sagði
að vegna hinna frjálslyndu skoðana
sinna vissi Dukakis ekki hvað meiri-
hluti Bandaríkjamanna vildi eða
hugsaði. Dukakis svaraði fyrir sig og
ásakaði Bush fyrir að hafa „gleymt“
millistéttinni og þörfum hennar.
í umræðu um efnahagsmál lagði
Bush áherslu á reynslu síðustu ára
undir stjórn Reagans forseta. Hvor-
ugur frambjóðenda hafði neitt nýtt
fram að færa þegar þeir voru spurðir
um hvernig þeir hygðust rétta við
gífurlegan íjárlagahalla ríkissjóös.
Bush kvaðst myndu skera niður
nokkra fjárlagaliöi en nefndi ekki
hvaöa liði. Dukakis kvaöst myndu
herða skattalögin, beita sér fyrir nið-
urskurði í fjárlögum sem og í útgjöld-
um til vamarmála. Líkt og Bush gaf
Dukakis ekki nánari skýringar á
hvar hann myndi bera niður.
Hvorugur frambjóöenda gerði al-
varleg mistök. Nokkur minniháttar
mismæh áttu sér stað og hafði Duk-
akis betur í þeim efnum. Stuðnings-
menn Bush höíðu haft töluverðar
áhyggjur af því aö varaforsetinn
myndi klúðra þessum kappræðum,
annaðhvort með mismæli eða röng-
um staðhæfingum. Bush gerði ein
mistök. Hann sagðist myndu leggja
niður tvö vopnakerfi sem þegar hafa
verið lögð niður. Fréttaskýrendur
telja að þessi mistök séu þó minni-
háttar.
Fyrstu niðurstöður skoðanakönn-
unar um frammistöðu frambjóðend-
anna, sem ABC sjónvarpsstöðin stóð
fyrir, sýna að fleiri Bandaríkjamenn
telja að Dukakis hafi staðið sig betur
en Bush. Alls töldu 45 prósent að-
spurðra að Dukakis hefði haft betur
en 36 prósent töldu Bush hafa sigrað.
19 prósent töldu að frambjóðendurn-
ir hefðu staðið sig jafnvel. Þess ber
að geta að þetta eru frumniöurstöður
könnunarinnar og að frávik eru um
5 prósent til eða frá.
Kappræðurnar í gærkvöldi voru
harðskeyttari en flestir bjuggust við.
Báðir frambjóðenda notuðu hvert
tækifæri sem gafst til að skjóta hvor
á annan. Dukakis gagnrýndi feril
varaforsetans og Bush réðst að ferli
Dukakis sem fylkisstjóra Massachu-
settsfylkis.
í fljótu bragði er erfitt að spá hvaða
áhrif þessar kappræður hafa á kosn-
ingabaráttuna en víst er að margir
kjósenda eru enn hikandi. Næstu
kappræður forsetaframbjóðendanna
gætu reynst mikilvægari en þær sem
áttu sér stað í gærkvöldi. Einnig má
búast við að kappræöur varaforseta-
efnanna, Dans Quayle og Loyds
Bentsen, sem haldnar verða í byrjun
október, geti reynst afdrifaríkar.
Steinunn Bödvarsdóttur, DV, Washington:
Fyrri kappræður forsetaframbjóð-
endanna í Bandaríkjunum, demó-
kratans Michaels Dukakis og repú-
blikans Georges Bush, voru haldnar
í gærkvöldi. Stuöningsmenn beggja
lýstu yfir sigri strax að kappræðun-
um loknum en fréttaskýrendur eru
ekki á eitt sáttir um hvor hafi haft
betur.
Flestir fréttaskýrendur telja að í
fljótu bragði hafi kappræðurnar ekki
haft þau úrslitaáhrif sem búist var
við. Þær gerðu ekki út um hvor fram-
bjóðendanna myndi taka við embætti
forseta í janúar á næsta ári þegar
Ronald Reagan sleppir stjórnar-
taumunum. Þær höfðu heldur ekki
afgerandi áhrif á afstöðu þeirra 37
prósenta kjósenda sem enn eru hik-
andi eða óákveönir í afstööu sinni til
frambjóðendanna.
Þetta þýðir að mikilvægi seinni
kappræðnanna, sem haldnar verða
um miðjan næsta mánuð, eykst til
muna.
Eins og búist hafði verið við réðst
Dukakis harkalega á stefnu ríkis-
stjórnarinnar í utanríkismálum og á
feril Bush sem varaforseta. Strax í
upphafi kappræðnanna gagnrýndi
hann samningaumleitanir stjórnar-
innar við Manuel Noriega, hers-
höfðingja og leiðtoga Panama, en
Noriega var fundinn sekur um fíkni-
efnasmygl til Bandaríkjanna ekki
alls fyrir löngu.
Dukakis notaði einnig vopnasöl-
una til írans og hneykslið, sem fylgdi
í kjölfarið, þegar upplýst varð að
hluta ágóðans hafði verið varið til
stuðnings kontraskæruliðum í Nic-
aragua.
Dukakis notaði hvert tækifæri til
að gagnrýna stefnu Reaganstjórnar-
innar, bæöi í innan- og utanríkismál-
um.
Val Bush á Dan Quayle sem vara-
forsetaefni reyndist einnig, eins og
búist hafði verið við, tilefni árása af
hendi Dukakis. Bush varði Quayle
og sagði að persónulegar árásir ættu
ekki erindi í kosningabaráttu sem
þessa.
Bush lagði mikla áherslu á reynslu
Bush og Dukakis takast i hendur fyrir kappræðurnar í gærkvöldi.
Símamynd Reuter
Kappræðurnar
Meirihluti styður Bush
Steinunn BöðvaiBdóttír, DV, Washington:
Nýjustu skoðanakannanir í
Bandaríkjunum sýna aö George
Bush, varaforseti og forsetafram-
bjóðandi repúblikana, nýtur meira
fylgis en andstæöingur hans, Mic-
hael Dukakis, forsetaframbjóðandi
demókrata.
Niöurstöður skoðanakönnunar
New York Times dagblaðsins og CBS
sjónvarpsstöðvarinnar, sem birtar
voru áður en kappræður frambjóð-
endanna hófust í gærkvöldi, sýna að
46 prósent kjósenda styðja Bush en
40 prósent styðja Dukakis. Alls kváð-
ust 37 prósent vera óákveðnir.
Bush hefur höggvið nokkuð á for-
skot Dukakis meðal kvenna. 42 pró-
sent kvenna styðja Dukakis en 38
prósent styðja Bush. Alls kváðust 18
prósent aðspurðar kvenna vera óá-
kveðnar en 7 prósent karla höfðu
ekki enn gert upp hug sinn.
í Texas, heimafylki Bush, sem og
Loyds Bentsen, varaforsetaefnis
Dukakis, hefur varaforsetinn 50 pró-
sent stuðning kjósenda samkvæmt
niðurstöðum annarrar skoðana-
könnunar. Dukakis nýtur stuðnings
40 prósenta kjósenda í fylkinu en
rúmlega 8 prósent eru óákveðnir.
Texas er talið eitt af mikilvægari
fylkjunum fyrir kosningarnar en alls
hefur það á að skipa 29 kjörmönnum.
Sigur þar er því mikilvægur fyrir
frambjóðendurna.