Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Page 15
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
15
Kosningar strax
„Takist okkur ekki að leysa þessi mái á næstunni, er mikil hætta á fólks-
(lótta héðan til Evrópu, því þar er mikil groska framundan," segir i grein-
inni.
Einkennileg staða hefur komið
upp í íslenskum stjórnmálum:
Meirihluti þjóðarinnar vill að
kosningar fari fram fljótlega en
þingflokkarnir, að undanskildum
Kvennalistanum, eru því algjör-
lega andvígir. Er þetta enn eitt
dæmið um hversu langt ráðamenn
þjóðarinnar eru frá þvi að vera
henni samstíga?
Hvers vegna vilja þessir ílokkar
ekki kosningar? Svarið er einfalt:
Fyrrverandi stjórnarflokkar vita
að fólk lítur gagnrýnum augum á
klaufaskap þeirra og klúður og að
það verður erfitt fyrir þá að halda
á lofti gunnfánum ábyrgöar og
stefnufestu eins og oft áður.
Alþýðuflokkurinn veit að hann
mun nær þurrkast út því hann einn
er talinn ábyrgur fyrir gífurlegri
aukningu á skattheimtu í landinu
þótt hinir samstarfsflokkarnir séu
auðvitað samábyrgir.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn komi vel
út í skoðanakönnunum er hiutfall
óákveðinna kjósenda mjög hátt og
þessir flokkar hafa lítinn áhuga á
því að þurfa að verja óstjórn og
ósamkomulag síðastliðins árs.
Borgaraflokkurinn
skríður heim
Stjómarandstaðan ætti að taka
kosningu fegins hendi en því fer
flarri. Borgaraflokkurinn er algjör-
lega búinn að missa tiltrú kjósenda
og þeir sem eftir eru í flokknum
gera sér grein fyrir því að eina von
þeirra um póhtíska framtíð er að
skríða til fóta hjá móðurskipinu,
Sjálfstæðisflokknum, og fallast á
hvaða stefnu sem er þó. svo hún
stangist á við digurbarkalegar yfir-
lýsingar flokksins um lausn efna-
hagsvandans fyrir stjórnarslit.
Færri þingmenn
-minni peningar
Ætla mætti að Alþýðubandalagið
heimtaði kosningar, en málflutn-
ingur flokksins hefur ekki náð til
fólks og þ.a.l. eru menn þar á bæ
hræddir um að þeir myndu missa
helminginn af þingmönnum
flokksins væri kosið fljótt. Sam-
kvæmt heimildum úr innsta hrihg
KjaUariim
Pétur Guðjónsson
stjórnunarráðgjafi
Alþýðubandalagsins vilja þeir ekki
kosningar vegna þess að virkni
flokksfélaganna er oröin nær eng-
in.
Skuldir flokksins frá síðustu
kosningum eru nokkrar milljónir
og útgáfustyrkur myndi minnka í
hlutfalli við tapaðan fjölda þing-
manna. Því eru þeir Alþýðubanda-
lagsmenn til í stjórnarmyndunar-
viðræður með hverjum sem er og
ótti þeirra við kosningar skýrir
e.t.v. vegna hvers forystumenn
flokksins eru til viðræðna, jafnvel
um frystingu launa, því samkvæmt
þeirra túlkun er kaupmáttarskerð-
ing launa orðin „afstætt hugtak'* í
dag.
Kvennalistinn tvístígandi?
Kvennalistinn hefur lýst sig
hlynntan kosningum og þvi er
óskiljanleg afstaða þeirra að taka
þátt í stjórnarmyndunarviðræðum
og einnig þaö að benda á valkost
um bráðabirgðastjórn með jafnri
þátttöku allra flokka sem myndi
aldrei ganga upp.
Þessi „loðna“ afstaða Kvennalist-
ans hefur gert það að verkum að
margir hafa misst tiltrú á heilindi
hans og sumir hafa sagt við mig
að þær séu farnar að stunda það
sem tíðkast í karlapólitík, að segja
eitt og gera annað.
Flokkur mannsins vill
utanþingsstjórn
Sá flokkur einn sem hefur ótví-
ræða afstöðu gagnvart kosningum
er Flokkur mannsins og við send-
um forseta íslands skeyti þar sem
við lögðum til aö þing yröi strax
rofið og að utanþingsstjórn yrði
mynduð með fulltrúum launþega,
atvinnurekenda, bænda, sjó-
manna, kvenna og ungs fólks og
gætt yrði að því jafnvægi ríkti milli
landsbyggðar og höfuðborgar-
svæðis.
Af hverju kosningar strax?
í fyrsta lagi vegna þess að þessi
ríkisstjórn var kosin til að sitja út
kjörtímabilið. Henni tókst það ekki
og þ.a.l. hafa þeir flokkar sem sátu
lí henni fyrirgert rétti sínum til
þess aö sitja í næstu ríkisstjórn án
undangenginna kosninga. Allir
flokkarnir þrír eru ábyrgir fyrir
því hvernig fór og venja er bæði í
stjórnmálum og atvinnulífinu að
þegar menn hafa konunglega
klúörað málum þá eru þeir reknir
allir sem einn og nýir menn teknir
inn í staðinn. Það er sama hvaða
stjórnarmynstur kæmi nú upp,
einn eða fleiri af fyrrverandi
stjórnarflokkum myndu fara í nýja
stjórn og viðhalda klúðrinu.
í öðru lagi, vegna þess að þjóðin
á rétt á því að tjá sig sem fyrst um
afstöðu sína gagnvart efnahags-
málum og um það hvers konar
þjóðfélag meiri hlutinn vill hafa
hér.
í þriðja lagi vegna þess að fram-
undan eru gifurlegir breytingatím-
ar sem eru raunverulega erfiðir og
gera þennan heimatilbúna efna-
hagsvanda sem nú er verið aö
glíma við hlægilegan í samanburði.
Ég á við þær umfangsmiklu breyt-
ingar sem eru í uppsiglingu í Evr-
ópu en 1992 mun hún sameinast í
eitt markaðssvæði. Við íslendingar
veröum að leysa okkar „innan-
hússmál" á næstu tveimur til
þremur árum ef við ætlum að halda
áfram að vera til sem sjálfstæð
þjóð.
Þurfum stjórn
sem hefur lausnir
Við höfum því ekki lengur efni á
fíflalátum, ásökunum, samskipta-
örðugleikum og vandamálaþrasi,
heldur verður þjóðin að hafa
stjórnendur sem hafa frjálsar
hendur til aö leysa þau mál sem
enn gera tilveru' fólks erfiða hér á
landi. Á ég þá viö verðbólgu, háan
íjármagnskostnaö, misrétti milli
landshluta, langan vinnutíma, hús-
næðisyanda, fjárlagahalla og mikl-
ar erlendar skuldir svo nokkuð sé
nefnt.
Takist okkur ekki að leysa þessi
mál á næstunni er mikil hætta á
fólksflótta héðan til Evrópu því þar
er mikil gróska framundan. Fyrr-
verandi stjórnarflokkar sýndu að
þeir gátu ekki leyst heimatilbúin
smávandamál og er þeim þá varla
treystandi til að takast á við raun-
veruleg stórverkefni.
Þær kosningar sem eru í nánd
verða ekki um venjulegt pólitískt
þras heldur um tilveru þessarar
þjóðar. Ég er bjartsýnn á aö við
getum stillt saman strengi okkar
og leyst þau mál sem þörf er á en
við gerum það ekki meö núverandi
stjórnarflokkum. Að halda slíku
fram væri hrein óskhyggja.
Kosningar - engu að tapa
Ég veit að margir telja að efna-
hagsvandinn sé slíkur núna aö
kosningar myndu auka á upplaúsn
í þjóöfélaginu. En hvað hefur fyrr-
verandi stjórnarsamstarf kostaö
okkur? Hvað mun það kosta okkur
ef efnahagsaögerðir næstu sam-
steypustjórnar verða til þess að fá
alla launþega í landinu upp á móti
sér? Ég veit aö það eru líka aörir
sem eru vondaufir og segja að það
breyti litlu þótt kosið verði. Þeir
sömu munu halda áfram að hafa
völdin, segja þeir. Við þetta fólk
segi ég: Hafið ekki svona litla trú á
ykkur sjálfum og lýðræöinu.
Ef nógu margir sýna með atkvæði
sínu aö þeir séu búnir að fá nóg af
rugli síðustu ára og vilji fá í stjórn
flokk eins og okkar sem er hvorki
tengdur hagsmunasamtökum né
núverandi valdastrúktúr og getur
þ.a.l. starfað fyrir fólk en ekki bara
fyrir sig, þá munu verða hér rót-
tækar breytingar. Án kosninga er
þessi möguleiki ekki fyrir hendi.
Pétur Guðjónsson
„Ætla mætti aö Alþýðubandalagið
heimtaði kosningar, en málflutningur
flokksins hefur ekki náð til fólks og
þ.a.l. eru menn þar á bæ hræddir um
að þeir myndu missa helminginn af
þingmönnum flokksins væri kosið
fljótt.“
gægjum
Þætti það eðlilegt ef forráðamenn
Morgunblaðsins fengju reglulega
að skoða bókhald DV og í fram-
haldi af því ákveða hvaða efni DV
mætti birta?
Segjum að til væri efnissjóður
dagblaða og þar sætu Moggamenn
í stjórn. DV hefði ekki fulltrúa í
stjóminni en greiddi 10% af tekjum
sínum til sjóðsins. Mogginn og
Þjóðviljinn ættu hins vegar fulltrúa
í stjórninni og skoðuðu þar bók-
hald DV og áætlanir um ritstjórn-
arefni næstu mánuðina.
Aö sjálfsögðu búa dagblöðin ekki
við slíkan fáránleika, enda mundi
sjóður af þessu tagi brjóta í bága
við prentfrelsisákvæði stjómar-
skrárinnar.
Annars flokks fjölmiðlar?
Hins vegar eru útvarps- og sjón-
varpsstöðvar hnepptar í sambæri-
legan sjóð. Það er menningarsjóður
útvarpsstöðva. Stöðvarnar greiða
10% af auglýsingatekjum til sjóðs-
ins sem síðan úthlutar þeim svo til
sömu fjármunum til „menningar-
legrar dagskrárgerðar".
Stjórn menningarsjóðsins skipa
fulltrúar þriggja útvarps- og sjón-
varpsstöðva og dagblaösritstjóri.
Þeir skoða bókhaldstölur sinna eig-
in og annarra stöðva og sínar eigin
og annarra áætlanir um dagskrár-
gerð næstu mánuði.
Menningarsjóði útvarpsstöðva
var komið á fót með útvarpslögum.
Þar meö voru útvarps- og sjón-
KjaUaiinn
Ólafur Hauksson,
útvarpsstjóri Stjörnunnar
varpsstöðvar gerðar að annars
flokks fjölmiðlum. Stjórnarskrárá-
kvæði um tjáningarfrelsi var fótum
troðið með lögum um menningar-
sjóðinn. Fjölmiðill, sem þarf að
sýna opinberri sjóösstjórn svo og
helstu keppinautum dagskrár-
hugmyndir og bókhald, býr ekki
við þaö tjáningarfrelsi sem þykir
orðið sjálfsagt í vestrænum ríkjum.
Úthlutar sjálfum sér
Það er fullkomlega óeðlilegt að
Bylgjan, Ríkisútvarpið og ritstjóri
Tímans, sem einnig situr í stjórn
ísfilm, sem undirbýr stofnun sjón-
varpsstöðvar, skuli úthluta sjálfum
sér og keppinautum sínum úr
menningarsjóði útvarpsstöðva.
Bylgjan og Stjarnan eru kannski
í hvað harðastri samkeppni af þess-
um stöðvum þar sem þær keppa á
jafnréttisgrundvelli. En hvers á
Stjarnan að gjalda aö þurfa að sýna
stjórnarformanni Bylgjunnar sölu-
tölur auglýsinga á tveggja mánaða
fresti? Hvaöa réttlæti er í því að
Stjarnan þurfi aö sýna þessum
manni dagskrárhugmyndir?
Og hvað er ritstjóri Timans að
skipta sér af rekstri og efni annarra
fjölmiðla? Hann er formaður
stjórnar menningarsjóðsins. Und-
anfarið hefur hann ásamt félögum
sínum í ísfilm veriö að undirbúa
stofnun Stöðvar 3. Um sama leyti
var hann að skoða niðurstöðutölur
úr bókhaldi Stöðvar 2 og helstu
dagskrárhugmyndir fram í tímann.
Óskapnaður
Menningarsjóöur útvarpsstöðva
er hugarfóstur mesta afturhalds-
þingmanns Framsóknar og slgpp
naumlega inn í útvarpslögin. Á
fundum útvarps- og sjónvarps-
stöðvanna hafa menn, allir sem
einn, lagt til aö sjóðurinn verði
lagður niður við endurskoðun út-
varpslaga.
Ljóst er að menningarsjóður út-
varpsstöðva er vanhugsaður
óskapnaður og til að bæta gráu of-
an á svart hefur óheppilega tekist
til um val sjóðsstjórnar.
Fulltrúar í stjórn sjóðsins hafa
verið þar í aðstöðu til að gæta eigin
hagsmuna og njósna um keppi-
nautana. Þeir hafa ekki séð sóma
sinn í að segja af sér.
Afstaða Stjörnunnar
Stjarnan hefur ekki gert skil til
menningarsjóðs útvarpsstöðva.
Ástæðan er einfóld. í harðri sam-
keppni fórnar enginn eigin hags-
munum með því aö afhenda helsta
keppinautnum upplýsingar um
styrkleika og áætlanir.
Að visu er það brot á lögum um
„Og hvað er ritstjóri Timans að
skipta sér af rekstri og efni ann-
arra fjölmidla?“ spyr greinar-
höfndur - Indriði G. Þorsteinsson,
ritstjóri Tímans.
menningarsjóðinn að gera ekki
skil. En sjóðurinn var aldrei ætlað-
ur til að koma útvarpsstöðvunum
illa, eöa hvað? Hann var ætlaður
til að hafa áhrif á dagskrá þeirra,
væntanlega til góðs.
Það er nauðvörn hjá Stjörnunni
að veita keppinautunum ekki upp-
lýsingar um stöðu og áætlanir.
Énginn á hagsmuna að gæta gagn-
vart menningarsjóði útvarpsstöðva
nema stöðvarnar sjálfar. Það væri
réttarfarsslys ef Stjarnan yröi
þvinguð til að fórna miklum hags-
munum sínum fyrir litla hagsmuni
sína.
Ólafur Hauksson
„Ljóst er að menningarsjóður útvarps-
stöðva er vanhugsaður óskapnaður og
til að bæta gráu ofan á svart hefur
óheppilega tekist til um val sjóðsstjórn-
66