Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 40
'60- Afmæli MANUDAGUR 26. SEPTEMÉER 1988. Sæmundur L. Jóhannesson Sæmundur L. Jóhannesson. Sæmundur L. Jóhannesson skip- stjóri, Hverfisgötu 52B, Hafnarfirði, eráttræöurídag. Sæmundur fæddist að Efra-Vaðli í Barðastrandarhreppi og ólst upp í Tálknafirði. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1940 og hefur unnið margs konar störf til sjós og lands. Sæmundur var á togurum frá 1932-55, að undanskildum námstím- anum í Stýrimannaskólanum, lengst af á b v. Gylfa frá Patreks- flrði. Frá 1955 starfaði Sæinundur í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hann er nú á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Kona Sæmundar er Sigurveig Guðmundsdóttir kennari, f. 6.9. 1909, dóttir Guðmundar Hjaltasonar og Hólmfríðar Björnsdóttur. Börn Sæmundar og Sigurveigar eru Jóhannes, f. 25.7.1940, d. 10.4. 1983, íþróttakennari við MR, en eft- irlifandi kona hans er Margrét Thorlacius kennari og eignuðust þau þrjá syni; Guðrún, f. 13,4.1942, skrifstofumaður, gift Jóni Rafnari Jónssyni sölumánni og eiga þau þrjú börn; Margrét, f. 22.9.1943, fóstra, gift Þorkeli Erlingssyni verk- fræðingi og eiga þau tvö börn; Gull- veig, f. 27.10.1945, ritstjóri, gift Steinari J. Lúðvíkssyni ritstjóra og eiga þau einn son; Hjalti, f. 11.8.1947, varðstjóri, kvæntur Jennýju Ein- arsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn; Logi, f. 26.11.1949, starfsmaður á olíuborpalli í Norð- ursjó, kvæntur Jóhönnu Gunnars- dóttur nema og eiga þau þrjú böm, og Frosti, f. 24.5.1953, prentari í Noregi, kvæntur Dagbjörtu Bald- ursdóttur nema og eiga þau þrjú börn. Bróðir Sæmundar var Jóhannes, f. 1910, d. 1943. Foreldrar Sæmundar voru Jó- hannes Sæmundsson, sjómaður á Vaðli á Barðaströnd, f. 1879, d. 1910, og kona hans, Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1880, d. 1953. Magnus Jonsson Magnús Jónsson, Maríubakka 4 í Reykjavík, varö sjötíu og flmm ára s.l. laugardag. Magnús er fæddur og uppalinn á Koliafjarðarnesi í Strandasýslu, sonur séra Jóns Brandssonar, prests á Kollafjarðarnesi, og konu hans, Guðnýjar Magnúsdóttur. Magnús bjó á Kollafjarðarnesi með foreldrum sínum og tók við búskapnum þegar þau hættu. Árið 1954 flytur Magnús með fjölskvldu sína til Akraness og þaðan stundaði hann nám við Kennaraskóla íslands og lauk söngkennaraprófi árið 1955. Magnús var söngkennari við barnaskólann á Akranesi til ársins 1971 og einnig kirkjuvörður við Akraneskirkju og safnvörður við við Byggðasafnið á Akranesi. Magnús er kvæntur Ágústu Ei- ríksdóttur, f. 17.11.1921, húsmóður. Hún er dóttir Eiríks Guðmundsson- ar, bónda á Dröngum í Stranda- sýslu, og konu hans, Ragnheiðar Pétursdóttur. Magnús og Ágústa fluttu til Reykjavíkur árið 1971 og vann Magnús sem næturvörður hjá Bræðrunum Ormsson hf. til ársins 1975. Einnig var hann söngstjóri kórs Átthagafélags Strandamanna til ársins 1983. Magnús vinnur núna sem ganga- vöröur við Breiöholtsskóla. Börn Magnúsar og Ágústu eru Ragnheiður Eyrún, f. 30.3.1944, gift Sverri Þórðarsyni húsasmið og eiga þau tvö börn; Guðný Margrét, f. 22.2. 1948, gift Pétri R. Siguroddssyni húsasmið og eiga þau tvö börn; Ingi- björg Guðrún, f. 10.6.1953, gift Ein- ari Péturssyni húsasmið og eiga þau þrjú börn; Jón Gunnar, f. 29.11.1958, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Magnús mun taka á móti gestum laugardaginn 1. október að Suður- landsbraut 30, annarri hæð, milli klukkan 16 og 19. Magnús Jónsson. Einar Geir Lárusson Einar Geir Lárusson verslunarmað- ur, Laugarnesvegi 104, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára á laugardag- inn. Hann fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp, en í Eyjum bjó hann til 1941 er hann flutti til Reykjavík- ur. Einar Geir var vörubílstjóri í Vestmannaeyjum og síðan leigubíl- stjóri hjá Hreyfli í Reykjavík í átta ár. Hann var bifvélavirki hjá Agli Vilhjálmssyni um tíu ára skeiö en stofnaði árið 1960 Fataverksmiðjuna Signu sem hann starfrækti til 1968. Hann starfaði síðan í sex ár sem verslunarmaður hjá BYKO og var því næst viðgerðarmaöur hjá Vog- um hf. Einar Geir stofnaði verk- smiðjuna GNÁ sf. árið 1971. Kona Einars Geirs er Sigríður Sig- urðardóttir kjólameistari, f. 10.11. 1911, dóttir Sigurðar Gíslasonar skipstjóra og Ólafíu Sigurþórsdótt- ur. Börn Einars Geirs frá fyrra hjóna- bandi eru Theodór Ragnar, f. 24.4. 1937, leigubílstjóri, kvæntur Sigr- únu Eiríksdóttur; Sigurbjörg Ólafla, f. 28.9.1939, gift Ólafi Torberg raf- virkjameistara; Elsa Dóróthea, f. 22.2.1942; og Þorsteinn Einar, f. 20.5. 1946, bifvélavirkjameistari, kvænt- ur Eygló Bogadóttur. Einar Geir á eina systur á lífi. Sú er Unnur H. Lárusdóttir. Systkini hans sem látin eru: Ólafía, Óskar, TheódórogÓlafur. Foreldar Einars Geirs voru Lárus Halldórsson og Elsa D. Ólafsdóttir í Vestmannaeyjum. Einar Geir Lárusson. Hl hamingju með daginn _______________ í Skíðaskálanum í Hveradölum i __-. 80 ára Í w.«o819. 40 ára Hlíf Magnúsdóttir, Sæbergi 7, Breiðdalshreppi. Jakobina Jónsdóttir, Laugarbrekku 14, Husavík. 75 ára Sigríður J. Sigurgeirsdóttir, Maríubakka 20, Reykjavík. Helgi E. Sumarliðason, Hrafnistu, Reykjavík. 70 ára Daníel F.J. Joensen, Skólageröi 3, Kópavogi. Einar Valgarð Bjarnason, Snorrabraut 42, Reykjavík. Einar Valgarö tekur á móti gestum 60 ára Klemens Sigurgeirsson, Ártúni, Ljósavatnshreppi. Oliver Kristófersson, Háteigi 12, Akranesi. 50 ára Laila Andrésson, Kvistalandi 17, Reykjavík. Guðmundur Hallgrimsson, Grímshúsum, Aðaldælahreppi. Arndis Ágústsdóttir, Borgarholtsbraut 43, Kópavogi. Gunnlaugur B. Óskarsson, Langholtsvegí 60, Reykjavík. Ólafía Sigurbjörnsdóttir, Ölduslóð 16, Hafnarfirði. Anna Höskuldsdóttir, Eyrarlandsvegi 35, Akureyri. Gunnar Bjarnason, Borgarhrauni 2, Hveragerði. Erna Sigurðardóttir, KeilufeUi 7, Reykjavik. Sesselja U. Welding, Bakkaseli 4, Reykjavík. Evelyne Nihouam, Eskihlíð 26, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Brennihlið 3, Sauðárkróki. Heiðrún Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Arnarhrauni 22, Hafnar- firði. Halldóra H, Kristinsdóttir, Blikahólum 6, Reykjavík. Anna Guðmundsdóttir, Breiðabólsstað l, Borgarhöfn. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber- ast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir SMÁMJGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum. hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir'úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 ViÖ birtum... Það ber árangurf Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLADD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.