Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Utlitið dökkt á öllum sviðum
kremin
hafa reynst mér best
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Erfiðleika er farið að gæta í rekstri
frystihúsa í Vestmannaeyjum.
Fyrsta vísbendingin um erfiðleika
frystihúsanna eru vanskil þeirra við
bæjarsjóö í dag en þau voru öll í skil-
um með gjöld sín um áramótin síð-
ustu.
Útflutningsverðmæti fiskvinnslu-
húsa á landinu er áætlað rúmlega 25
milljarðar á þessu ári. Þá er ekki
tahn með rækjuvinnsla og skelfisk-
vinnsla. Verðlækkanir erlendis á
þessu ári eru taldar um 10%.
Hlutur Vestmannaeyja af þessum
25 milljörðum er u.þ.b. 2 milljarðar
sem þýðir tap upp á 200 milljónir ef
miðað er við heilt ár. Umskiptin frá
síðasta ári eru gífurleg því þá voru
öll stóru húsin ofan við núllið og
Vinnslustöðin skilaði um 40 milljón
króna hagnaði eftir afskriftir. Stjóm-
arformaður í einu frystihúsinu lét
hafa eftir sér að ef svo fer sem horfir
verða þeir búnir með allt eigið fé fyr-
irtækisins á næsta ári.
Taprekstur húsanna er farinn að
segja til sín í bænum. Þau voru
skuldlaus viö bæjarsjóö um síðustu
áramót en ef litiö er á dæmið í dag
er annaö uppi á teningnum. Bæjar-
sjóður á útistandandi um 85 milljónir
króna af því eru um 30 milljónir
skuldir frá síðasta ári eða eldri, 55
milljónir álagning þessa árs sem er
aö sjálfsögðu ekki allt gjaldfallið.
enda rúmir þrír mánuöur eftir af
árinu.
Gjöld fiskvinnslufyrirtækjanna til
bæjarsjóðs, fasteignagjöld, aðstöðu-
Erfiðleika er farið að gæta hjá flestum
gjald og vatnsskattur eru um 15 millj-
ónir í ár og verulegur hluti þeirra
er kominn í vanskil. En hver eru
vanskil frystihúsanna við bæinn?
Amaldur Bjamason bæjarstjóri
sagði það trúnaðarmál hvernig
skuldastaða hvers og eins væri við
bæjarsjóð en erfiðleikar frystihús-
anna væru staðreynd.
„Þessir erfiðleikar frystihúsanna
koma fram í því að greiöslustaöa
bæjarsjóðs er lakari en á sama tíma
í fyrra. Við höfum gert okkur grein
fyrir þessum erfiðleikum því þetta
eru fyrirtæki sem hafa staðið sig með
ágætum gagnvart bæjarsjóði. Bein
afleiðing þess er aö innheimtuhlut-
fall bæjarsjóðs er 10% lakara en á
sama tíma í fyrra og kemur fram í
verri greiöslufjárstöðu hans.“
Nýjarbækur
Bókaklúbburinn Veröld velur tólf
sinnum á ári BÓK MÁNAÐARINS,
sem félagsmönnum er gefinn kostur
á að kaupa á hagstæðu verði. Auk
þess eiga þeir kost á fjölmörgum bók-
um sem aukatilboði og einnig bóka-
pökkum, hljómplötum og ýmsum
öðrum vörutegundum.
Lífríki náttúrunnar
Maí-bókin á þessu ári heitir Lífríki
náttúrunnar og er eftr Mark Car-
wardine, en formála ritar Sir David
Attenborough. Hér er um alþjóðlega
bók að ræða sem Veröld kynnir í
fyrsta sinn hér á landi og býður hana
félagsmönnum sínum áöur en hún
fer á almennan markað. Bókin er lit-
prentuð í stóru broti og er gefin út í
samvinnu við Alþjóða náttúruvernd-
arsamtökin (World Wildlife Fund),
en íslenska gerðin er gefin út af
Skjaldborg.
Spádómar Nostradamusar
Júní-bókin er af allt öðrum toga.
Hún heitir Framtíðarsýnir sjáenda -
sýnir Nostradamusar og aðrir spá-
dómar og höfundurinn er Guömund-
ur S. Jónasson. Meginefni bókarinn-
ar er spádómar eins mesta spámanns
allra tíma, Nostradamusar, einnig
hefur hún að geyma ýmsa spádóma
er varða ísland og framtíðarhlutverk
íslensku þjóðarinnar.
Sádanerlivet!
Sádan er livet!
nefnist nýtt danskt smásagnasafn
fyrir framhaldsskóla sem er komið
út hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar. Sádan er livet er gefið
út sem kennslubók fyrir framhalds-
skóla og er unnið af dönskukennur-
unum Annelise Kárason og Gurli
Doltrup sem báðar eru búsettar hér-
lendis.
í safninu eru tólf danskar smásög-
ur, stutt æviágrip höfunda, orðskýr-
ingar og spurningar. Sögurnar í smá-
sagnasafninu eru eftir Ib Lucas,
Karlo Staunskær, Bibi og Franz Berl-
iner, Sören Vagn Jacobsen, Jörgen
Liljensöe, Johannes Möllehave,
Knud Sörensen, Thöger Birkeland,
Martha Christiensen, Benny Ander-
sen, Kristian Tellerup og Bjarne Re-
uter.
Sádan er livet! er 144 bls. að stærð
og unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Guðjón Ingi Hauksson hannaði kápu.
atvinnufyrirtækjum i Vestmannaeyjum
Það er víðar en hjá bæjarsjóði sem
menn verða fyrir barðinu á greiðslu-
erfiðleikum frystihúsanna og þá
veröur að taka útgerðina með í dæ-
mið. Fréttaritari DV ræddi við for-
svarsmenn nokkurra fyrirtækja sem
selja útgerð og fiskvinnslu þjónustu
sína. Bar þeim öllum saman um að
minni peningar væru í umferö.
Kæmi þetta m.a. fram í því að nú
gerðu menn meira af því að semja
um greiðslur til lengri tíma með út-
gáfu skuldabréfa eða víxla sem kost-
ar sitt á þessum síöustu og verstu
tímum. Og þá vaknar spurningin
hvað geta bankastofnanir lengi keypt
þessi bréf og fjármagnað tap þessara
fyrirtækja?
Aðalsteinn Sigurjónsson, banka-
stjóri Útvegsbankans, vildi lítið láta
DV-mynd Omar
hafa eftir sér um stöðu bankans. ,,En
þessi almenna umræða um erfiðleika
í þjóðfélaginu er sannleikur. Ég tek
undir að um alvörumál er aö ræða."
Guðjón Hjörleifsson í Sparisjóön-
um tók í sama streng. „Það er veru-
lega farið aö þrengja að og það er á
öllum sviöum. Það er sama hvar við
berum niöur, í verslun, þjónustu eða
hjá einstaklingum. Það er alls staðar
sama sagan.“
Því verður ekki á móti mælt að
útlitið er dökkt en er allt að fara til
fjandans? Blikur eru á lofti en ekki
er allt svart. Loönuafuröir eru í
hærra verði en mörg undanfarin ár
og fleira má tína til. Þó er ljóst að á
meðan ekki er tekið á vanda útflutn-
ingsatvinnuveganna er varla von að
birti til.
Ég er með þurra og mjög við-
kvæma húð og virðist vera með
ofnæmi því ég þoli bókstaflega
engar snyrtivörur. Evora hef ég
notað í rúm tvö ár og mér líður
sérstaklega vel í húðinni. Ég
nota moisture-línuna ásamt
collagen-kreminu.
Guðrún Aradóttir
Evora-snyrtivörurnar eru vest-
ur-þýskar gæðavörur, fram-
leiddar úr náttúruefnum. Þær
eru ofnæmisprófaðar og sér-
staklega góðar fyrir allar húð-
tegundir, bæði fyrir konur.
karlmenn (raksturslínan) og
börn (papaya-kremin).
Útsölustaðir:
Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9
Póstsendum, sími 91-24311
Árbæjarapótek
Blönduós: Apótekið
Snyrtistofa Þórdísar
Skagaströnd: Apótekið
Akureyri: Heilsuhornið
Höfn: Hafnarapótek
Egilsstaðir: Elín Kröyer, s. 97-11758
Vestmannaeyjar: Ninja
Hella: Sjöfn Árnadóttir, s. 98-75829
Hveragerði: Ölfusapótek
Þorlákshöfn: Ölfusapótek
FRYSTIKISTUR- FRYSTISKAPAR
eins og hlutirnir
gerast bestir
■ ■ ¥■ ■ rTiíiV■ i iili i ii i7 ■ ■'i k\
fmmol
GRAM frystikistumar hafa hraðfrystihólf,
hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að
stafla, Ijós í loki, barnaöryggi á hitastilli-
hnappi, blikkandi öryggisljós við of hátt
hitastig.
GRAM frystiskáparnir hafa jafna kulda-
dreifingu í öllum skápnum, hraðfrysti-
stillingu, öryggisljós fyrir hitastig,
útdraganlegar körfur með vörumerki-
miðum, hægri eða vinstri opnun.
Og auðvitað fylgir hitamælir og ísmola-
form öllum GRAM frystitækjunum.
Kistur: YTRI MÁLlCM. hæð breidd dýpt rými í lítrum orkunotk. frystiafköst kWst/ kg/ sólarhr. sólarhr. VERÐ afborg. st.gr.
HF-234 85,0 x 80,0 x 69,5 234 1,15 17,6 35.450 (33.678)
HF-348 85,0 x 110,0 x 69,5 348 1,30 24,0 41.460 (39.387)
HF-462 85,0 x 130,0 x 69,5 462 1,45 26,8 47.740 (45.353)
H-590 90,0 x 160,0 x 67,5 590 2,85 47,8 59.850 (56.858)
Skápar:
FS-100 71,5 x 55,0 x 60,6 100 1,06 16,3 29.990 (28.491)
FS-175 106,5 x 55,0 x 60,6 175 1,23 24,5 38.200 (36.290)
FS-146 86,5 x 59,5 x 62,1 146 1,21 18,4 36.100 (34.295)
FS-240 126,5 x 59,5 x 62,1 240 1,40 25,3 47.570 (45.192)
FS-330 175,0 x 59,5 x 62,1 330 1,74 32,2 62.980 (59.831)
3 Góöir skilmálar
ýigð Traust þjónusta
^anix
Hatuni 6A Simi (91) 24420