Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 5
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
5
Fréttir
Finnbogi Kjeld útgerðarmaður:
Flytur skipin undir
eriendan þjóðfána
- nauðsyrilegt ef á að halda útgerð skipanna áfram
Finnbogi Kjeld, framkvæmda-
stjóri og aðaleigandi Skipafélagsins
Víkur, er ákveðinn í að þau skip,
sem útgerðin á, verði framvegis
gerð út undir erlendum þjóðfána.
Þegar á Finnbogi meirihluta í út-
gerðarfyrirtæki sem gerir út eitt
skip sem siglir undir Panamafána
á Karíbahafinu. Það skip er 1800
tonn að stærð og heitir Grindavík.
„Markaðurinn aðlagar sig ekki
íslenskum aðstæðum. Þetta er það
eina sem við getum gert ef við ætl-
um að vera með í þessum viðskipt-
um. Nágrannar okkar hafa gert
þetta og við verðum að gera það
sama,“ sagði Finnbogi Kjeld.
Hann segir að rekstraraíkoma
Grindavíkur sé mun betri en þeirra
þriggja skipa sem Skipafélagið Vík-
ur á og gerir út. Finnbogi segir að
stór hluti þeirra verkefna, sem
skipin þrjú sinna, séu siglingar
víða um heim og því sé allt annað
hvort hann fari þessa leið éða stóru
skipafélögin hér á landi sem nánast
sinni eingöngu íslandssiglingum.
Hús
iprona-
banda-
lagsins í
Grímsnesi
selstekki
Illa gengur að selja hús íþrótta-
bandalags Reykjavikur á Reykja-
nesi í Grímsnesi. Húsið hefur
verið á sölu í rúmt ár en ekki
hefur komið tilboð sem þeir hjá
ÍBR sætta sig við. Með í kaup-
unum fylgir jörð með heitu vatni.
Aö sögn Sigurgeirs Guömanns-
sonar, framkvæmdarstjóra ÍBR,
hafa komið fjölmargar fyrir-
spurnir um húsiö en þeim hefur
þó fækkað. Hann sagöi að í dag
væru gjörbreytt viöhorf og fá til-
boð bærust. Hann neitaði því al-
farið aö staðið væii í viöræöum
við nokkum aöila um sölu á hús-
inu núna.
Húsið er tæplega fokhelt og hef-
ur ÍBR fariö fram á 20 milljónir
króna fyrir það. Á sínum tíma
lagöi ÍBR sex milljónir kr. í bygg-
inguna en vegna breyttra við-
horfa var talið heppilegast að
selja húsiö.
-SMJ
-sme
Síld í Fáskrúðsfiröi:
Bátamirfýlltusigog
aðraviðbvyggjumar
Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði;
Töluverð síldveiði hefur verið hér
í firðinum, einkum þó á þriðjudag.
Nokkrir bátar fengu fullfermi og
gátu einnig fyllt aðra í leiðinni.
Nokkrir köstuðu hér rétt við bryggj-
umar og fengu góðan afla, meðal
annars Sæborg RE 20 sem fékk mjög
gott kast. Síldin er blönduð og mikil
áta í henni.
Ekki hefur verið söltuð síld á Fá-
skrúðsfirði síðan á laugardag og að
sögn Hallgríms Bergssonar hjá Pól-
arsíld verður sennilega beðið eftir
að samningar takist við Sovétríkin.
- ''jf . - ■ . ý : ■;
11«
Síldarbátarnir köstuðu nótinni rétt við bryggjurnar svo heyra mátti tal manna um borð. Myndin er af Sæborgu RE
20 sem fékk mjög gott kast. Eyborg EA liggur utan á Sæborgu og er verið að dæla síld í Eyborgina.
DV-mynd Ægir
Fjölmargir vilja flytja til útlanda
- sækja um starf á olíuborpölluin og samyrkjubúum
„Það er mjög mikið hringt til að
biðja um bæklinga. Fólk er orðið
þreytt. Það er skuldunum vafið,
vinnur daga og nætur og sér enga
leið aðra út úr vandanum en að flytj-
ast til útlanda,“ sagði Eggert Guð-
mundsson á Akranesi. Hann hefur
að undanförnu auglýst í DV eftir
fólki til vinnu erlendis. Er um að
ræða ýmiss konar störf víðs vegar í
heiminum. Lysthafendur geta hringt
og fengið sendan 100 síðna bækling
um atvinnumöguleika erlendis.
„Hann hefur að geyma upplýsingar
frá atvinnumiðlunum og fyrirtækj-
um um allan heim. Boðið er upp á
alls konar störf, au pair-störf, vinnu
við samyrkjubú, hótelkeöjur, á olíu-
borpöllum og margt fleira. Bækl-
ingnum fylgja umsóknareyðublöð,
allar upplýsingar um laun, skatta-
mál, húsnæðismál og atvinnuleyfi í
viðkomandi landi,“ sagði Eggert.
„Þetta er þannig til komið að ég fór
fyrir nokkru til Svíþjóðar. Þar komst
ég í kynni við fyrirtæki sem hafði
með þessa atvinnumiðlun að gera.
Ég tók aö mér að sjá um þetta hér
heima. Það eru fjölmargir, sem vilja
komast héðan. Það eru einkum Norð-
urlöndin sem fólk er spennt fyrir því
þá þarf það ekki einu sinni að fá at-
vinnuleyfi.“
VamarMðsþyrla:
Skotið úr hríðskotabyssu
Lögregluskýrslahefurveriðsend Mikill hávaði fylgdi skothríðinni.
til dómsmálaráðuneytisins, varn- Þyrlan, sem skotið var úr, var á
armálaskrifstofu og Varnarliðsins. flugi yfir fjarskiptastöð sem er
Fólk, sem býr í jaðri Grindavíkur, skammt frá vestustu húsunum í
vaknaði upp við skothríð úr hríö- Grindavik.
skotabyssu og leiftur sem því Samkvæmt upplýsingum, sem
fylgdi. Þetta stóð stutt yfir,“ sagði lögreglunni hefur borist, var veriö
Þórir Maronsson, yfiriögreglu- aö æfa varnaraðgerðir gegn hugs-
þjónn í Keflavík. anlegri árás á herstöðina. Láðst
Það var um nótt í síðustu viku hafði að gefa út tilkynningu um
að vamarliðsmenn skutu úr hríð- æfinguna.
skotabyssu skammt frá Grindavík. -sme
Sfldarsamnlngarnlr:
Þungt fyrir fæti
„Við höfum átt þrjá fundi en það
hefur afar lítið þokast og ég held að
þessi vika muni líða án þess að samn-
ingar takist,“ sagði Einar Benedikts-
son, aðstoðarforstjóri Síldarútvegs-
nefndar, um síldarsölusamningana
viö Sovétmenn.
Um síðustu helgi kom sovésk
samninganefnd til landsins, en áður
hafði íslensk nefnd verið í Moskvu
en slitið samningum þegar ljóst var
að sovéska samninganefndin hafði
ekki leyfi til að kaupa meira en 100
þúsund tunnur. í fyrra keyptu Sovét-
menn alls 200 þúsund tunnur af síld
af okkur íslendingum. -S.dór
Seljum í dag og næstu daga nokkur sófasett sem voru í láni
á skákmótinu í Borgarleikhúsinu
Opið ailar helgar
TÆKIFÆRISKAUP
20% AFSLÁTTUR
TM - HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822