Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Qupperneq 14
14
FIMMTL'PAGUR .27. OKTÖBER 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Velferðarríki fyrirtækja
Ríkisstjórnin telur sig þurfa aö auka skuldabyrði
þjóðarinnar í útlöndum um eina þrjá milljarða til að
mæta halla ríkissjóðs á þessu ári og þar á ofan auka
skattabyrði þjóðarinnar um eina fjóra milljarða á næsta
ári til að mæta halla, sem annars yrði á því ári.
Hinn illa stæði ríkissjóður er hins vegar jafnan fullur
af ímynduðu fé, þegar kosta þarf ýmis gæluverkefni eða
ráðherrar þurfa að sýna örlæti sitt á annarra manna
fé. Hann hefur að meira eða minna leyti verið gerður
ábyrgur fyrir hinum nýja sjóði Stefáns Valgeirssonar.
Það fer því vel á, að hinn nýi íjármálaráðherra hefur
í beinni útsendingu í sjónvarpi lýst yfir hamslausri að-
dáun sinni á Stefáni Valgeirssyni. Má nú búast við, að
myndir af Stefáni verði settar upp hjá Alþýðubandalag-
inu, þar sem áður voru myndir af Marx og Lenín.
Athyglisvert er, að fyrrverandi og núverandi hand-
hafar ríkisvaldsins telja eðhlegt, að hinn galtómi ríkis-
sjóður veiti á hverju ári ýmis fríðindi, er nema miklu
fleiri milljörðum en þeim, sem nú á að útvega með því
að auka skuldabyrði og skattabyrði þjóðarinnar.
Einna hæst ber þar ríkisábyrgðirnar, sem gera gælu-
dýrum kleift að fá lán á 2-3% lægri vöxtum en ella. DV
hefur lauslega reiknað, að ríkið hafi með ábyrgðum sín-
um gefið margvíslegum forgangsaðilum kerfisins vaxta-
mun upp á 15 milljarða króna eða þar um bil.
Ríkisábyrgðir eru einn af mikilvægustu þáttum þess,
sem kallað hefur verið velferðarríki fyrirtækjanna. Hér
á landi hefur komizt í vana, að ríkið hafi ekki efni á að
reka velferðarríki almennings, af því að það er svo önn-
um kafið við að borga velferðarríki atvinnulífsins.
Annar þungbær þáttur örlætis hins magnþrota ríkis-
sjóðs er rétturinn, sem mönnum er veittur til að ffarn-
leiða búvöru, sem almenningur vill ekki kaupa á fram-
leiðsluverði. Ríkið hefur sjálft metið þennan rétt til fjár
með því að bjóðast til að kaupa hann til baka.
Ef ríkið keypti allan framleiðslurétt búvöru á því
verði, sem þaö hefur sjálft auglýst, mundi það kosta
ríkissjóð 13 milljarða króna eða svipaða upphæð og rík-
isábyrgðirnar. Það er verðmæti gjafarinnar, sem felst í
að bændum er leyft að framleiða upp 1 fuhvirðisrétt.
Þriðji þátturinn af þessari stærðargráðu er kvótinn
í fiskveiðum. Með kvótanum er eigendum ákveðinna
skipa afhentur réttur til að veiða svo og svo mikið af
fiski á ári. Ríkið afhendir þeim þennan rétt, en ekki
sveitarfélögum, sjómönnum eða þjóðinni í heild.
Kvótinn í fiskveiðum gengur kaupum og sölum eins
og kvótinn í landbúnaöi og kvótinn í ríkisábyrgðum.
DV hefur reiknað út lauslega, að markaðsverð fiskveiði-
kvótans í heild sé um sex milljarðar á ári. Þessu fé fórn-
ar ríkið með því að selja ekki veiðileyfi sjálft.
Sex milljarðamir eru árvissir. Ekki hefur verið reikn-
að, hvert sé langtímavirði kvótans, eins og það endur-
speglast í mismun á söluverði skipa eftir kvótanum, sem
þeim fylgir. En öruggt er, að það nemur ekki lægri uþp-
hæð en fer í ríkisábyrgðir og fullvinnslurétt.
Fyrir almenning, sem nú borgar skatta, og börn, sem
síðar borga þjóðarskuldir, hlýtur að vera forvitnilegt
að sjá örlætið á annarra fé, sem fyrri og síðari ríkis-
stjórnir sýna, þegar þær útdeila ókeypis kvótum og
ábyrgðum, er nema ahs tugum miUjarða að verðmæti.
Örlæti ríkisstjórnarinnar kemur þessa dagana fram
í þriggja mUljarða aukningu á skuldabyrði þjóðarinnar
og flögurra miUjarða aukningu á skattabyrði hennar.
Jónas Kristjánsson
| | i
m'W r «1 c lÆámm
11
„Áttum viö t.d. aö styrkja meö beinum framlögum íslenskan húsgagnaiðnað sem stóð með blóma fyrir nokkr-
um árum en hrundi nánast á örskömmum tíma?“ er spurt hér.
Vaðið var of tæpt
Islenskar skipasmiöastöðvar eru
fyllilega samkeppnisfærar við er-
lendar stöðvar hvað gæðin varðar
en því miður ekki í verði. Hins veg-
ar má þessi iðnaður ekki lognast
út af.
Við þurfum að hafa hér traust
fyrirtæki áfram sem geta annast
viðhald og stundað nýsmíöi í ein-
hverjum mæli. Sú þjónusta má
vera eitthvað dýrari en sambærileg
þjónusta erlendis, án þess að þaö
verði óhagkvæmt, og lánafyrir-
greiðsla á að taka mið af því.
Skipasmíðaiðnaður hefur verið á
niðurleið í Evrópulöndum og er því
þeim mun meiri þörf fyrir öryggi í
viðgerðarþjónustu hér heima, þvi
varla þætti hagkvæmt að sækja
hana um langan veg, t.d. austur í
Asíu.
Svo kann auðvitað aö fara að ís-
lenskar skipasmíöar veröi sam-
keppnisfærar við önnur lönd einn-
ig í veröi, ef svo fer, sem margir
viröast álíta, að arabaþjóðir fari að
kaupa sér fiskiskip í stórum stíl.
Það er vissulega freistandi að reyna
að öðlast þátttökurétt í slíku kapp-
hlaupi, en menn verða aö sjást fyr-
ir í þessum efnum, slíkt má ekki
kaupa of dýru verði.
Stálvík og Marokkó
Um miðjan september sl. barst
þingmönnum Reykjaneskjördæm-
is erindi frá forráöamönnum Stál-
víkur hf. og gögn varðandi samn-
inga um smiöi 10 skuttogara fyrir
Marokkó, sem yrðu þó aðeins aö
hluta til smíöaðir hér innan lands
en að stærstum hluta í Perú. Eins
og málið var þá kynnt virtist ekki
um mikla áhættu að ræða, hvorki
fyrir fyrirtækið né heldur ríkissjóð,
og freistingin var mikil að trúa því
að þetta væri hið besta mál fyrir
framtíð íslenskra skipasmíöa sem
lengi hafa átt erfitt uppdráttar.
Ástandið í stjóramálunum um
þessar mundir olli því að þetta mál
ýttist nokkuð til hliðar og virtist
komið í eindaga þegar það næst
kom upp á borðið, þ.e. í lok sept-
embermánaðar, en þá kom í ljós
að staöan var allmikið breytt. Þá
var farið að tala um miklu stærri
hlut íslendinga í þessu verkefni og
þá um leiö beina hlutdeild ríkis-
sjóðs og miklu meiri áhættu vegna
ábyrgðar, sem var auövitað alveg
ný stefna i máhnu.
Ófær leið
Þegar þessi gögn og aðstæður
voru athugaðar var því miður auð-
séð að hér væri verið að tefla á
tæpasta vað og aö ef þetta skref
yrði stigið væri það hið fyrsta út á
afar vafasama braut ríkisstyrkja
og niðurgreiðslna, sem engin leið
væri að sjá fyrir endann á.
KjaUarinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
Margir telja reyndar slíka fyrir-
greiðslu réttlætanlega til þess m.a.
að bæta samkeppnisstööuna gagn-
vart erlendum aðilum og þá ekki
síst gagnvart frændum okkar
Norðmönnum sem sagðir eru
styrkja sinn skipasmíðaiðnað um
allt að 20%.
Burtséð frá því hversu ógeðfelld
leið það í rauninni er, þá veröum
við einfaldlega að horfast í augu
við að hún er ófær. Þaö eru nánast
engar líkur til þess að við hefðurn
úthald og þrautseigju til þess að
ná viðskiptum af öðrum þjóðum
með þeim hætti. Það er heiðar-
legra, geðfelldara og á allan hátt
skynsamlegra að halda sig við það
sem við getum sjálf betur en aðrir
á sambærilegu verði.
Hvaö með fataiðnaðinn?
Fyrst og fremst er þetta þó spum-
ing um heildarstefnu. Eigum viö
yfirleitt að greiða með iðnaði sem
er illa samkeppnisfær við erlendan
iðnaö?
Áttum við t.d. að styrkja með
beinum framlögum íslenskan hús-
gagnaiðnað sem stóð með blóma
fyrir nokkrum árum en hrundi
nánast á örskömmum tíma?
Hefðum við átt að grípa í taum-
ana og reyna að hefta þróunina í
fataiðnaði, sem hefur valdiö at-
vinnumissi hundraða, jafnvel þús-
unda kvenna? Og fleiri dæmi mætti
nefna.
Þetta er alltaf erfitt að vega og
meta, sérstaklega vegna hins
mannlega þáttar. En sjaldnast er
skynsamlegt aö grípa inn í á þenn-
an hátt því ávinmngurinn er oft
skammvinnur. í Marokkódæminu
var aðeins um haldlitla von að
ræða.
Meira kapp en forsjá
Vafaatriðin voru alltof mörg.
Baktryggingar voru t.d. því miöur
ekki nógu góöar og með öllu óvist
aö Marokkómenn gætu staðið við
sitt. Þeir eru víst ekki heimsins
vinsælustu skuldarar um þessar
mundir.
Hugmyndir um að fóðra stuðning
úr ríkissjóði meö því m.a. að um
þróunaraðstoð væri að ræða eru
vafasamar og óráðlegt að fara út á
slíkar brautir. Þá var það mál
margra í skipasmíðaiönaðinum að
tilboðið væri of lágt, þannig að jafn-
vel þótt umtalsverðir styrkir fengj-
ust og jafnvel þótt gætt væri
ýtrustu hagkvæmni og samvinnu
íslenskra skipasmiðastöðva þá
gengi dæmið ekki upp. Það yrði
samt tap og engin trygging fyrir því
að þetta verkefni leiddi til frekari
verkefna og þar með uppsveiflu í
hérlendum skipasmíðum.
Þaö hefði reyndar ekki verið í
fyrsta skiptið sem hugdjarfir at-
hafnamenn reiknuðu inn á þjóðina
verkefni sem hún þyrfti að greiða
hærra verði en lofaö var í upphafi.
Við höfum satt að segja nóg af slík-
um dæmum þar sem lagt er upp
af meira kappi en forsjá, og síðan
er komiö og talaö um þjóðhagslegt
gildi þess að allir leggist á eitt með
að bjarga þvi sem brugðist hefur.
Vonandi gengurþað samt
Að öllu samanlögðu var ekki
skynsamlegt að styrkja þetta verk-
efni á þann hátt sem eftir var leit-
að. Hins vegar hljótum við aö vona
að þrátt fyrir allt verði unnt að
sinna þessu verkefni í samvinnu
viö erlendar skipasmíðastöövar,
svo sem enn er til athugunar, og
að ekki veröi tap á þeim viðskipt-
um. Ég hlýt að óska viðkomandi
aöilum alls hins besta, tíma og ráð-
rúms, til að vinna aö því máh og
að fara réttir og a.m.k. sléttir út
úr því dæmi.
Kristín Halldórsdóttir
„Hugmyndir um að fóðra stuðning úr
ríkissjóði með því m.a. að um þróunar-
aðstoð væri að ræða eru vafasamar og
óráðlegt að fara út á slíkar brautir.“