Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 19
• Margrét Theodórsdóttir býr sig undir aö senda boltann í mark Grikklands í fyrsta leik C-heimsmeistara- keppni kvenna sem hófst i Frakklandi í gærkvöldi. íslenska liðið vann stórsigur á Grikkjum, 24-11, án þess að ná að sýna sitt rétta andlit. Sagt er nánar frá leiknum í opnunni. Simamynd Reuter „Hlbúinn á laugardag“ - Sigurður Jónsson byrjaður að æfa á ný eftir meiðslin 2-4 vikur - tognaði illa á læri í gærkvöldi Reikna má með aö Amór Guðjohnsen leiki ekki meö Anderlecht í næstu leikjum vegna meiösla sem hann varð fyrir í Evrópuleik gegn Mechelen í gærkvöldi. Lærvöðvi tognaöi illa og er jafnvel eitthvað riflnn og þaö kostar Amór sennilega 2-4 vikna hvild. Anderlecht beið lægri hlut í leiknum, 1-0, en liðin mætast að nýju á heimavelli Anderlecht eftir tvær vikur. Amór og félagar léku með aöeins 10 menn frá og með 2. raínútu leiksins þegar Stephan Keshi var vikið af leikvelli en nánar er sagt frá leiknum í opnunni. -VS Sænski handboltinn: Saab fékk sextán marka útreið - Malmö náði að vinna fyrsta leikinn Gunnar Gurmaxsson, DV, Sviþjóð: Þorbergur Aðalsteinsson og félag- ar í Saab fengu hrikalega eldskírn í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildar- innar í handknattleik um síðustu helgi. Þeir sóttu Drott heim og máttu þola stórtap, 29-13. Þeir Þorbergur og Pólverjinn Dziuba voru að mestu teknir úr um- ferð og þar með hrundi leikur Saab saman. Þeir voru þó markahæstir í sínu liði, Dziuba skoraði 4 mörk og Þorbergur þrjú. Hinir nýliðarnir. Malmö, náðu hins vegar að vinna Kroppskultur, 23-20, á heimavelli. Gunnar Gunnarsson átti daufan dag og skoraði eitt mark. Leikurinn var hnífjafn þar til Malmö seig fram úr í lokin. ítalskir gullhafar græða Ólympíunefnd Ítalíu hefur ákveðið aö verðlauna ítalskt íþróttafólk sem komst á verðlaunapall á ólympíuleikunum í Seoul. Og þar er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Sex ítölskum íþróttamönnum tókst aö vinna til gullverðlauna í Seoul. Hver þeirra fær um 1,8 milljónir ís- lenskra króna fyrir vikiö. Fyrir silfúrverðlaun veitir ólympíunefhdin 950 þúsund króna og bronsverðlaunin 550 þúsund. -SK Enska knattspyman: Noiwicli stal stig- um á OM Trafford - Liverpool tapaði fyrir Nott. Forest „Ég byijaöi aö æfa á ný með liðinu á mánudaginn eftir þriggja vikna hlé og er nokkurn veginn búinn að ná mér. Ég verð orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Charlton í 1. deildinni á laugardaginn og síðan verður bara að koma í ljós hvort ég verð valinn í liðið,“ ságði Sigurður Jónsson, leik- maður með enska 1. deildarliðinu Sheifield Wednesday, í samtali við DV í gærkvöldi. Sigurður meiddist á ökkla í leik með Sheff. Wed. gegn Aston Villa í lok september. Hann var þá búinn að leika vel og vera fastamaður í lið- inu frá byrjun mótsins. „Ég tel mig ekki hafa tapað niður neinu formi því ég hef æft í tækjum og skokkað að undanfórnu og er því bjartsýnn á að vinna aftur sæti í liðinu. Okkur hefur gengið vel, erum í 6. sæti, með leik til góða, sem gæti fleytt okkur í annað sætið. Við höfum líka leikið betri knattspyrnu en undanfarin ár, spilið hefur verið meira en áður, en það má þó alltaf bæta frekar," sagði Sigurður. Eustace tekur við í dag Peter Eustace hefur haldið um stjórnvölinn hjá Sheff. Wed. frá því Howard Wilkinson framkvæmda- stjóri fór til Leeds á dögunum og aö sogn Siguröar mun hann skrifa und- ir samning viö félagið í dag. Hann verður væntanlega ráöinn til loka keppnistímabilsins. „Eustace hefur veriö þjálfari hér í fimm ár og gjörþekkir því liðið og leikmennina. Ég veit ekki hvernig ég stend gagnvart honum en það er ljóst að hann hefur haft mikil áhrif á hvaða leikmenn hafa verið keyptir til félagsins. Eustace þjálfaði áður hjá Sunderland og nú eru komnir hingað fimm leikmenn sem hann þjálfaði þar. Fjórir þeirra eru vel þekktir, Chris Turner, Colin West, Mark Proctor og David Hodgson, og það er ekki ólíklegt að þeir verði í náöinni hjá honum," sagði Sigurður Jónsson. -VS Norwich náði í gærkvöldi sex stiga forystu í 1. deild ensku knattspyrn- unnar með því aö sigra Manchester United, 2-1, á útivelli. Mark Hughes kom Man. Utd yfir í síðari háifleikn- um og allt stefndi í sigur heimahðs- ins en Norwich stal stigunum með því að skora tvívegis á síðustu fimm mínútunum, fyrst Mike Phelan og síðan Andy Townshend. Bryan Gunn, markvörður Norwich, varði vítaspymu frá Brian McClair snemma í leiknum. Meistarar Liverpool biðu einn ósig- urinn enn, nú 2-1 fyrir Nottingham Forest á City Ground. Brian Rice kom Forest yfir, Ian Rush jafnaði, en Neil Webb skoraði sigurmark Forest mínútu síðar. Mike Hooper markvörður forðaði Liverpooi síðan frá stærra tapi þegar hann varði víta- spymu frá Nigel Clough. Loks vann Newcastle 3-0 sigur á grönnum sínum, Middlesboro, og komst þar með af botni deildarinnar. Úrslit í 2. deild urðu þessi: Bradford - Leeds..............1-1 Brighton - Walsall............2-2 Leicester - Swindon...........3-3 WBA - Manch. City.............1-0 Staða efstu og neðstu liða 1. deildar: Norwich 9 7 1 1 17-10 22 Millwall 8 4 4 0 15-9 16 Arsenal 8 4 2 2 20-13 14 Coventry 8 4 2 2 12-« 14 Southton 9 4 2 3 14-13 14 Sheff.Wed.... 7 4 1 2 8-7 13 Luton 9 2 3 4 8-10 9 Wimbledon.. 8 2 2 4 7-12 8 Newcastle.... 9 2 2 5 9-18 8 WestHam.... 9 2 1 6 8-18 7 Tottenham.. 8 1 4 3 14-17 5 -VS Eldur og róstur í Belgrad - júgóslavneskir áhorfendur grýttu einn leikmanna Roma Þaö varð uppi fótur og fit á afvöldumeldflaugaeðaálíkahluta komíIjósaöeinnleikmannaRoma, heimavelli júgóslavneska liðsins sem áhorfendur flækjast jafnan Giuseppe Giannini, féll til jarðar PartizanBelgradígærkvöldierlið- meö á velli nú til dags. Að sögn eftir að hafa veriö grýttur af áhorf- ið lék gegn AC Roma í UEFA- lögreglu og slökkviliðsmanna urðu endum. Þessi uppákoma kann að keppninni. engin meiösli á fólki en ein vél á hafa alvariegar afleiöingar í för Ahorfendur uröu skelfingu lostn- velhnum mun hafa skemmst. 45 með sér fýrir júgóslavneska liöið ir er í ljós kom að eldur hafði þúsund áhorfendur fylgdust meö og mun þaö skýrast nánar á næst- kviknað í vöruhúsi á vellinum og leiknum sem Partizan Belgrad unni. var gefið í skyn aö það hefði gerst vann, 4-2. Á sjónvarpsmyndum -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.