Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
21
íþróttir_______________
Frétta-
stúfar
■Belgíska félagið
I Cercle Brugge, sem
; l°i vermir botnsætið í
l. deild, tók í gær
leikmann á leigu frá hollenska
félaginu Feyenord út þetta
keppnistímabil. Leikmaðurinn
heitir Tom Krommendijk og er
21 árs að aldri en nokkur hol-
lensk félagslið höíöu sýnt þess-
um sóknarieikmanni áhuga.
Það sem háð hefur Cercle
Brúgge einna mest er hvað hð-
inu hefur gengið illa að skora
mörk. í þvi skyni leituðu for-
ráðmenn liösins til Sigurjóns
Kristjánssonar og dvaldi hann
hjá félaginu í nokkra daga en
ekkert varð úr því að hann
geröi samning við liöiö.
Kendall hafnaði tilboði frá
Newcastte United
Howard Kendall, sem nú ræður
ríkjum hjá spænska félaginu
Athletic Bilbao, hafnaði í gær
tilboði frá enska liðinu New-
castle United. Félagið hefur
verið án framkvæmdastjóra í
tvær vikur. Einn stjórnar-
manna félagsins flaug til Spán-
ar á mánudag og eftir viðræöur
við Kendall var hann bjartsýnn
á að hann tæki við félaginu. í
gær hins vegar gaf Kendall
Newcastle þaö svar að hann
tæki ekki við liðinu og verða
því forráðmenn Newcastle að
fara á önnur mið í leit að þjálf-
ara en staða hðsins er miög
slæm í 1. deild.
Sparta Prag á toppnum
Að loknum ellefu umferðum í
tékknesku deildarkeppninni í
knattspymu er Sparta Prag í
efsta sæti með 18 stig. Ná-
grannaliðiö Slavia Prag er í
öðru sæti en Banik Ostrava er
í þriðja sæti. Sparta Prag vann
útisigur á Inter Bratislava, 1-2,
Slavia Prag vann Dukla
Banska, 4-1, og Banik Ostrava
sigraöi Cheb, 1-2.
Gold formaður bresku
ólympíunefndarinnar
Bretar hafa skipt um formann
í ólympíunefnd Bretlands.
Charles Palmer, sem verið hef-
ur formaður nefndarinnar frá
því áriö 1983, hefur látið af
störfum en við formennskunni
tekur Sir Arthur Gold en hann
er 71 árs að aldri. Gold er mjög
virtur í Bretlandi og hefur með-
al annars beitt sér mjög gegn
lyíjanotkun íþróttamanna.
Peter Salmon og
Friðbjörn sigruðu
Þrátt fyrir að nú sé langt liöiö
að jólum og októbermánuður
senn á enda era kylfmgar enn
að leika golf hér á landi. Á dög-
unum var haldið golftnót hjá
Golfklúbbnum Keili í Hafnar-
firði til styrktar sveit GK sem
keppir í Evrópusveitakeppn-
inni á Spáni sem hefst 23. nóv-
ember. Þátttakendur vora 84
sem verður aö teljast gott í lok
október.
í keppninni án forgjafar sigr-
aði Peter Salmon, GR, en hann
lék á 70 höggum. í öðra sæti
varð Einar Long, GR, á 72 högg-
um og þriöji Tryggvi Trausta-
son, GK, á 762 höggum.
í keppninni með forgjöf sigr-
aöi Friðbjöm Hólm, GR, og lék
hann á 62 höggum nettó. Annar
varð Stefán Svavarsson, GR, á
62 höggum og þriðji Peter Salm-
on, GR, á 65 höggum. Enn ætla
kylfmgar að reyna með sér á
laugardag en þá fer enn eitt
styrktarmótið fram í Hafnar-
firöinum. Þá veröur keppt eftir
Stabelford 7/8 punktakerfi og
veröur ræst út frá kl. 9.30.
Skráning er í síma 53360 á fóstu-
dag.
íþróttir
samdi við
Skagamenn
Mechelen haföi betur 1 Belgíuslagmim:
Anderiecht með 10
menn í 88 mínútur
UEFA-bikarinn:
Bayera Munchen (V.Þýsk) - Dunajska Streda (Tékk.)..............3-1
(1-0 Flick, 2-0 Wegmann, 3-0 Thon, 3-1 Szaban)
Dinarao Zagreb (Júgóslavíu) - Stuttgart (V.Þýsk)...............1-3
(0-1 Klinsmann, 0-2 Walter, 0-3 Schröder, 1-3 Besek)
Dynamo Dresden (A.Þýsk) - Waregem (Belgiu).....................4-1
(1-0 Kirchner, 2-0 Kirsten, 3-0 Kirsten, 4-0 Kirsten, 4-1 Niederbacher)
Dynamo Minsk (Sovét.) - Viktoria Bukarest (Rúmeniu)............2-1
(1-0 Gurinovitsj, 1-1 Kulchar, 2-1 Zigmantovitsj)
Foto Net Wien (Austurriki)-Turun Pailaseura (Finnlandi)........2-1
(1-0 Drabits, 1-1 JaJo, 2-1 Glatzmayer)
Groningen (Hollandi) - Sei*vette (Sviss).......................2-0
(1-0 Groeleken, 2-0 Meijer)
Hearts (Skotlandi)-Austria Wien (Austurríki)...................0-0
Juventus (Ítalíu) - Atletico Bilbao (Spáni)....................5-1
(1-0 Laudrup, 2-0, 2-0 Galia, 2-1 Uralde, 3-1 Mauro, 4-1 Altobelli,
5-1 Laudrup)
Köln (V.Þýsk) - Glasgow Rangers (Skotlandi)....................2-0
(1-0 Janssen, 2-0 Allofs)
Liege (Belgiu) - Benfica (Portúgal)............................2-1
(0-1 Chalana, 1-1 Varga, 2-1 Balbasa)
Lokomotiv Leipzig (A.Þýsk) - Napoli (Ítalíu)...................1-1
(1-0 Zimmerling, l-l Francini)
Malmö (Svíþjóð) -Inter Milano (ítalíu) ..........................0-1
(0-1 Serena)
Partizan Belgrad (Júgósl.) - AS Roma (ítaliu)..................4-2
(0-1 Conti, 1-1 Djukic, 2-1 Vennezovic, 3-1 Milojevic, 3-2 Conti, 4-2
Djukic)
Sporting Lissabon (Portúgal) - Real Sociedad (Spáni)...........1-2
(0-1 Iturrino, l-l Cascavel, 1-2 Loren)
UjpestDozsa (Ungverjalandi) -Bordeaux(Frakklandi) ..............0-1
(0-1 Stopyra)
Velez Mostar (Júgóslavíu) - Belenenses (Portúgal) .............0-0
PSV í markaham
- og Juventus malaði Bilbao
Risasigrar hollensku Evrópu-
meistaranna PSV Eindhoven og Ju-
ventus frá ítalíu á mjög öflugum
mótherjum vöktu mesta athygli í 2.
umferð Evrópumótanna í knatt-
spyrnu í gærkvöldi.
PSV lék Evrópumeistarana frá
1987, Porto, grátt á heimavelli sínum
í Eindhoven. Þeir Gerald Vanenburg
og Ronald Koeman fóru á kostum
eins og reyndar ílestir leikmanna
PSV og Koeman skoraöi tvö mörk
með þrumufleygum utan vítateigs.
Kieft, Ellerman og Janssen sáu um
hin og staðan var orðin 5-0 þegar
aðeins 7 mínútur voru liðnar af síð-
ari hálíleik. Þá hægðu meistararnir
á og létu þar við sitja en höfðu burði
til að skora nokkur mörk til viðbótar!
• Michael Laudrup lék stórt hlut-
verk hjá Juventus sem malaði At-
letico Bilbao, 5-1, á heimavelli sínum
í Torino.
• Ruud Gullit kom inn á sem vara-
maður hjá AC Milano snemma í síð-
ari hálfleik en það dugði ekki til að
opna vörn Rauðu stjörnunnar frá
Júgóslavíu. Rauöa stjarnan náði dýr-
mætu jafntefli á útivelli, 1-1, og verð-
ur ítölsku meisturunum mjög erfiö í
síöari leiknum í Belgrad.
• Grannar þeirra, Inter Milano,
léku hins vegar geysisterkan varnar-
leik í Malmö í Svíþjóð og stálu síðan
0-1 sigri þegar Aldo Serena skoraöi
eftir skyndisókn 7 mínútum fyrir
leikslok.
• Barcelona stendur höllum fæti
eftir jafntefli gegn Lech Poznan á
heimavelli. Gary Lineker fór illa með
tvö tækifæri til að koma Spánverjun-
um tveimur mörkum yfir áður en
pólska liðiö jafnaði, 1-1, seint í leikn-
um.
Öll úrslit og markaskorara í leikj-
um gærkvöldsins er að finna hér til
hliðar.
-GG/VS
Sigurður
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
Knattspyrnufélag ÍA gekk í gærkvöldi frá samningi við
Sigurð Lárusson um að þjálfa áfram 1. deildar lið félagsins
á næsta keppnistímabili. Ennfremur var frá því gengið að
Hörður Jóhannesson yröi áfram aðstoðarmaður hans og
þeir félagarnir munu jafnframt sjá alfarið um 1. og 2. flokk.
Frumraun Sigurðar sem þjáífari var sl. sumar og hið
unga lið ÍA náði þriðja sæti í 1. deild undir hans stjórn, og
auk þess var það nálægt því að slá ungverska félagið Uj-
pesti Dozsa út úr UEFA-bikarnum. Sigurður lék sjálfur með
liðinu þar til hann meiddist í síðasta leik fyrri umferðar
og eftir það tók hann þá ákvörðun að einbeita sér alfarið
að því að stjórna liðinu utan vallar og hann reiknar með
því að hafa þann háttinn á næsta sumar.
- Amór Guðjohnsen meiddist og varð að fara af leikvelli
Stórsigur ís-
lands þrátt fyrir
slakan leik
- ísland vann Grikkland 24-11 í C-keppninni
íslenska kvennalandsliðið í handknatt-
leik vann léttan sigur á Grikkjum í gær-
kvöldi, 24-11, eftir aö staðan í hálfleik
hafði veriö 11^-6, íslandi í vil. Þetta var
fyrsti leikur íslands í C-keppni heims-
meistarakeppninnar og fór hann fram í
bænum Dreux í Frakklandi.
Leikurinn var ekki vel leikinn þrátt fyr-
ir stórsigur íslands. Mikil taugaveiklun
var í liöinu og náðu stúlkurnar sér aldrei
á strik. Gríska liðið er ákaflega slakt og
hefði sigurinn því getað orðið stærri en
raun bar vitni. Að sögn Bjargar Guð-
mundsdóttur, fararstjóra liðsins, var þetta
leikur mistakanna og lítið sem gladdi aug-
að. Þær Kolbrún og Halla stóðu í markinu
sitt hvorn hálfleikinn og vörðu alls 9 skot.
Dómarar leiksins voru harðir í horn að
taka og þurftu íslensku stúlkurnar að vera
utan vallar í alls 10 mínútur.
• Mörk Islands gerðu: Margrét Theo-
dórsdóttir 6/4, Arna Steinsen 5, Guðríður
Guðjónsdóttir 4/1, Guðný Gunnsteinsdótt-
ir 2, Rut Baldursdóttir 2, Svava Baldurs-
dóttir 2, Erna Lúðvíksdóttir 1, Erla Rafns-
dóttir 1 og Katrín Friöriksen 1 mark.
• Stúlkurnar búa á hótel Balladins í
Dreux og er aðstaðan þar ekki upp á það
besta. Herbergin eru svo lítil að erfitt er
að snúa sér við þar. Fararstjórn íslenska
liðsins bar strax fram kvörtun en hún var
ekki tekin til greina því í ljós kom aö full-
trúar Alþjóða handknattleikssambands-
ins. höfðu lagt blessun sína yfir hótelið!
• Frakkland vann Portúgal 22-13 í gær-
kvöldi en þessar þjóðir eru í sama riðli
og ísland og Grikkland. Spánverjar eru
fimmta þjóöin og ísland mætir þeim ein-
mitt í næsta leik, á fóstudaginn.
-ÁS
Úrslit í gærkvöldi
Úrslit leikja á Evrópumótunum í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta
voru fyrri viöureignir liðanna í 2. umferð en þau mætast aftur 9. nóv-
ember:
Evrópukeppni meistaraliða:
AC Milano (Ítalíu) -Rauða Stjaraan (Júgóslavíu)........1-1
(0-1 Stojkovic, 1-1 Virdis)
Club Brúgge (Belgíu) - Monaco (Frakkiandi).............1-0
(1-0 M’Buyu)
Glasgow Celtic (Skotlandi) - Werder Breraen (V.Þýsk)...o-l
(0-1 Wolter)
Goraik Zabrze (Póllandi) - Real Madrid (Spáni).........0-1
(0-1 Sanchez)
Nendori Tírana (Aibaníu) - Gautaborg (Svíþjóð).........0-3
(0-1 Forsberg, 0-2 Ingesson, 0-3 Nilsson)
Neuchatel Xamax (Sviss) - Gaiatasaray (Tyrklandi)......3-0
(1-0 Luethi, 2-0 Luethi, 3-0 Decastel)
PSV Eindhoven (HoOandi) - Porto (Portúgal).............5-0
(1-0 Kieft, 2-0 Ellerman, 3-0 Koeman, 4-0 Janssen, 5-0 Koeman)
Steaua Búkarest (Rúmeníu) - Spartak Moskva (Sovét.)....3-0
(1-0 Dumitrescu, 3-0 Hagi, 3-0 Hagi)
Evrópukeppni bikarhafa:
Barcelona (Spáni) - Lech Poznan (Póllandi)...........
(1-0 Femandez, 1-1 Pachelski)
Cardiff City (Wales) - AGF Aarhus (Danmörku).........
(0-1 Kristensen, 1-1 Giiligan, 1-2 Kristensen)
Carl Zeiss Jena (AJÞýsk.) - Sampdorla (ítaliu).......
(1-0 Weber, 1-1 Vialli)
CSKA Sofia (Búlgaríu) - Panathinaikos (Grikklandi)...
(1-0 Stoichkov, 2-0 Penev)
DundeeUnited(Skotlandi)-DinamoBúkarest(Rúmenlu)..
(0-1 Mateut)
Eintracht Frankfurt (V.Þýsk) -Sakaryaspor (Tyrklandi)....
(1-0 Sievers, 2-0 Balzis, 3-0 Studer, 3-1 Kemal)
KV Mechelen (Belgíu) - Anderlecht (Belgíu)..........
(1-0 Wilmots)
Roda Kerkrade (Hollandi) - Kharkov (Sovét.).........
(1-0 Van Der Luer)
.......1-1
.......1-2
.......1-1
.......2-0
.......0-1
.......3-1
.......1-0
.......1-0
Stuttgart loks-
ins í 3. umferð?
- vann 3-1 sigur 1 Zagreb 1 gærkvöldi
Sgurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi:
Loksins virðist Stuttgart ætla að
komast í gegnum 2. umferö í Evrópu-
keppni. Undanfarin ár hefur liöið
jafnan faliiö fyrir Austur-Evrópulið-
um á þessu stigi en eftir 3-1 sigur á
Dinamo í Zagreb í Júgóslavíu í gær-
kvöldi virðist brautin bein.
Stuttgart varö fyrir áfalli áður en
leikurinn hófst þegar Júgóslavinn
snjalli, Katanec, fékk þau tíðindi að
faðir hans hefði orðið bráðkvaddur
þá um daginn. Hann dreif sig strax
heim og Schröder tók stöðu hans.
Zagreb byrjaði kröftuglega en réð
ekki við Eike Immel, markvörð
Stuttgart. Á lokamínútu fyrri hálf-
leiks reif Jurgen Klinsmann sig upp
allan völl og skoraði glæsilegt mark,
0-1. Walter kom Stuttgart í 0-2 á 51.
mínútu og á þeirri 63. skallaði Scröd-
er í mark heimaliðsins, 0-3. Besek
náði að laga stöðuna fyrir Zagreb
með marki á 79. mínútu.
Ásgeir Sigurvinsson náði sér ekki
á strik í leiknum og þulur vestur-
þýska sjónvarpsins sagði að hann
hefði leikið jafnilla og gegn Karls-
ruher um síðustu helgi!
Sigurkvöld þýskra
Öll vestur-þýsku liðin unnu í Evr-
ópumótunum í gærkvöldi. Bremen
vann glæsilegan útisigur gegn Celtic
í Glasgow og veröskuldaöan miðað
viö gang leiksins. Thomas Wolter
skoraði sigurmarkið úr góðri skyndi-
sókn, 0-1, á 57. mínútu. Köln skoraöi
tvisvar á síðasta korterinu og vann
Rangers, 2-0. Fyrra markið skoraöi
Jansen með því að lyfta skemmtilega
yfir Chris Woods af 20 metra færi.
Bayern Munchen var heppiö að sigra
tékkneska liðið Dunajska Streda 3-1
því Tékkarnir fengu upplögð færi til
aö skora fleiri mörk. Frankfurt vann
Sakaryaspor frá Tyrklandi örugg-
lega, 3-1, en þar vakti athygli að af
18 þúsund áhorfendum voru 13 þús-
und Tyrkir, flestir farandverkamenn
sem búa í Frankfurt!
• Samningarnir innsiglaðir með handabandi í gærkvöldi. Sigurður Lárusson, lengst til hægri, tekur í hönd Harðar Pálssonar, formanns
Knattspyrnufélags ÍA, og Hörður Jóhannesson, lengst til vinstri, tekur í hönd Þorgeirs Jósefssonar gjaldkera. DV-mynd Sigurgeir
sínum. Mikið áfall fyrir Anderlecht.
Arnór haföi unniö geysilega vel í
leiknum, oft sem aftasti maður, og
einnig sprækur í skyndisóknunum.
Er tvær mínútur voru til leiksloka
náði Mark Wilmots, sem hafði komið
inn á sem varamaður, að skora sigur-
markiö með föstu skoti af stuttu færi.
Þrátt fyrir ósigurinn í gærkvöldi
eru möguleikar Anderlecht ekki úti.
Góður leikur á heimavelli ætti að
fleyta þeim áfram í keppninni og þar
verður örugglega hart barist.
• Club Brugge lék gegn Monaco
frá Frakklandi í Evrópukeppni
meistaraliða og sigraði 1-0. M’Buyu
skoraði sigurmarkiö. Sigur Brugge
var mjög verðskuldaður.
• Guðný Gunnsteinsdóttir brýtur sér leið framhjá þremur grískum stúlkum og skorar annað tveggja marka sinna í leiknum
t Dreux i gærkvöidi. Símamynd/Reuter
Krislján Bemburg, DV, Belgíu: -
Hinn litli heimavöllur KV Mec-
helen var troðfullur af 18 þúsund
áhorfendum og geysileg stemmning
var þegar belgísku liðin KV Mec-
helen og Anderlecht léku í Evrópu-
keppni bikarhafa í gærkvöldi. Mec-
helen, sem er handhafi Evrópubik-
arsins, sigraði 1-0 og greinilegt er að
mikil barátta er framundan í síðari
leik liðanna.
Strax í upphafi var hart barist og
mátti hinn franski dómari Vaugrot
sýna Keshi í liði Anderlecht rauða
spjaldið eftir aðeins tvær mínútur
og tuttugu sekúndur. Hann braut illa
á einum leikmanna Mechelen, gaf
honum olnbogaskot í andlitið. Þjálf-
ari Anderlecht greip þá inn í leikinn
og tók einn framlínumann And-
erlecht út af og setti varnarmann í
hans stað. Eftir það voru allir leik-
menn Anderlecht í vörn ef frá era
taldir Arnór og Krncevic en þeir
voru fremstu menn og oft ekki nema
um tuttugu metra frá eigin marki.
Arnór reyndi oft að brjótast upp
en var beittur mikilli hörku og sam-
herja vantaði til að senda á. Er dóm-
arinn flautaði til hálfleiks höföu þrír
leikmenn fengið gula spjaldið og einn
rautt.
Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá
fyrri, Mechelen sótti stíft en And-
erlecht svaraöi með skyndisóknum.
En 25. mínútan í síðari hálfleik átti
eftir að verða afdrifarík. Arnór var
illilega felldur og varö aö yfirgefa
völlinn, studdur af tveimur félögum
59. íþróttaþing ÍSÍ á Egilsstöðum:
Rætt um mótun
íþróttastefnu til
næstu aldamóta
59. íþróttaþing ÍSÍ, sem haldið var
á Egilsstöðum 22.-23. október, lagði
drög að mótun íþróttastefnu til
næstu aldamóta í íþróttamálum.
Stefnt verður að því að ná til þeirra
sem ekki hafa sinnt íþróttum áður,
eins og aldraðra, fatlaðra og mið-
aldra. Einnig að auka þátttöku
kvenna í öllum aldurshópum, auka
þátttöku í eldri árgöngum 25-54 ára
aldurshópsins, auka starfsemi fatl-
aðra, hefja starfsemi fyrir hóp 55 ára
og eldri, auka starfsemi barna yngri
en 7 ára, draga úr fráhvarfi í hópnum
16-24 ára og yngri árgöngum 25-54
ára hópsins og fjölga íþróttagreinum.
Bent var á aö nýr lífsstíll er að koma
til þar sem íþróttaiðkun allrar fjöl-
skyldunnar verður fastur og vaxandi
þáttur í daglegu lífi fólksins.
íþróttafræði á háskólastigi
íþróttaþing samþykkti að vinna að
því að tekin verði upp kennsla í
íþróttafræðum á háskólastigi. Þingiö
mælir með að íþróttakennurum
veröi boðið upp á framhaldsmenntun
■á háskólastigi. Námið yrði á sviði
endurhæfmgarbrautar í íþróttum
fyrir hina ýmsu hópa eins
og aldraða og fatlaða og þjálfunar-
braut eins og sérhæfmgu fyrir þjálf-
ara innan einstakra íþrótta-
greina. Þarna fengju einnig tækifæri
stúdentar og leiðbeinendur aö læra
íþróttafræöi, t.d. íþróttasálar- og fé-
lagsfræði, íþróttafjölmiölafræði,
íþróttasagnfræði og íþróttarann-
sóknir.
Ferðaþjónusta
íþróttahreyfingarinnar
íþróttaþing samþykkti aö vinna
áfram að undirbúningi sérhæförar
ferðaþj ónustu íþróttahreyfingarinn-
ar. Sundsamband íslands lagði fram
tillögu í árslok 1987 þess efnis að
skipuð verði nefnd á vegum ÍSÍ að
kanna þörfina á ferðaþjónustu fyrir
íþróttahreyfinguna. Nefndin lagði til
að stofnuð verði ferðaskrifstofa fyrir
íþróttahreyfinguna og taldi þingið
nauðsynlegt að stofna ferðaskrif-
stofu sem ynni að útboði á ferðum
fyrir íþróttafélögin.
íslenska glíman
íþróttaþing lýsti yfir að íslenska glí-
man væri þjóðaríþrótt íslendinga og
að ÍSÍ og Glímusambandi íslands
bæri að standa vörö um varðveislu
hennar. Glímuíþróttm er eina
íþróttagreinin á íslandi sem telja má
séríslenska og er hvergi stunduð
annars staðar í heiminum. Aðrar
þjóðir eiga sér sín þjóölegu fangbrögð
og líkjast sum þeirra íslensku glí-
munni. Fræðimenn telja að uppruni
hinna þjóðlegu fangbragða sé kom-
inn úr bardagaíþróttum sem þróast
hafi í skemmtanir meö tímanum.
Glímusambandið hefur haldið nám-
skeið í skólum þar sem 8000 börn
hafa tekið þátt og hafa jafnt piltar
og stúlkur tekið þátt í þessum nám-
skeiðum. Þorsteinn Einarsson, fyrrv.
íþróttafulltrúi, er að vinna að sögu
íslensku glímunnar og hafa nú ís-
lenskir glímumenn tekið upp sam-
starf við félög áhugamanna um keit-
nesk fangbrögð um sameiginlega
keppni.
RÆLIS
íþróttaþing samþykkti að athuga
möguleikana á því aö koma á fót
rannsóknar-, æfinga og lækninga-
stöð í tengslum við íþróttahreyfing-
una. Stöðin á að nýta þekkingu í líf-
eðlisfræöi, lífefnafræði og læknis-
fræði í þágu íþróttamanna. Unnið
verði að grunnrannsóknum á þoli,
súrefnistöku lungna viö visst vinnu-
álag, viðbragðssnerpu og styrk
vissra vöðvahópa sem hægt er aö
mæla auðveldlega með tækjum sem
nú eru á markaðnum. Endurteknar
mælingar gefa ákveðnar vísbending-
ar til þjálfara og íþróttamanns um
framfarir og gagnsemi mismunandi
æfinga. Blóö- og veflarannsóknir
auka ennfremur þekkingu á líkama
íþróttamannsins sem má nýta til að
ná betri árangri.
Rannsóknastöðin gefur einnig
möguleika á aö æfa grunn- og þrek-
þjálfun með hjálp sérhæfðra æfinga-
tækja í sérstökum tækjasölum. Æf-
ingar fyrir styrk og snerpu valdra
vöðvahópa með séræfingum af þessu
tagi eru mikilsverðar fyrir flestar
íþróttagreinar og höfuðnauðsyn fyr-
ir sumar.
Stöðin myndi einnig sinna íþrótta-
lækningum eins og túlkun rann-
sókna, ráðgjöf í sambandi við þjálf-
un, slysavarnir, skoðun og mat
áverka og meðferð þeirra. Sjúkra-
þjálfarar eru einnig mikilvægir aðil-
ar við fyrirbyggjandi meðferð, með-
ferð minni áverka og endurhæfingu
eftir aðgerðir. Þingið taldi æskilegast
að stöðin yrði byggð í tengslum við
æfmgabúðir íþróttamiðstöðvarinnar
í Laugardal.
Mörg verkefni framundan
Mörg verkefni önnur eru fyrirhuguð
hjá íþróttahreyfmgunni á næstu
árum eins og íþróttahátíð ÍSÍ 1990,
uppbygging íþróttamiðstöðvar ís-
lands að Laugarvatni, fjórða áfanga
byggingaframkvæmdar íþróttasam-
bands íslands í samvinnu við ís-
lenska getspá og byggingu íþrótta- og
sýningarhcdlar vegna heimsmeist-
arakeppninnar í handknattleik 1995.
Fjölmennasta þingið
Þingið var fjölmennasta íþróttaþing
sem haldið hefur veriö og mættu þar
171 fulltrúi. Síðastliðna þrjá ára-
tugi hefur þingið verið þrisvar haldið
utan Reykjavíkur á ísafirði 1966 og á
Akranesi 1976. Fjölgað var í fram-
kvæmdastjórninni um tvo og er
stjórnin nú skipuð níu mönnum.
Stjórnin var öll endurkosin en auk
þess tóku sæti þar Guðmundur Kr.
Jónsson, trésmiður á Selfossi, form-
aður Héraðssambandsins Skarphéð-
ins, og Sigurður Jóakimsson, fyrrv.
handknattleiksmaður í Haukum og
lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli,
frá íþróttabandalagi Hafnarfjarðar.
Fyrir voru í stjórninni Sveinn
Björnsson forseti, Hannes Þ Sig-
urðsson varaforseti, Friðjón B. Frið-
jónsson gjaldkeri, Jón Ármann Héö-
insson, Lovísa Einarsdóttir, Katrín
Gunnarsdóttir og Hermann Sig-
tryggsson. í varastjórn voru kosin
Geirlaug Karlsdóttir, Árni Þ. Árna-
son, Ingimar Ingimarsson, Ólafur
Jónsson og Ellen Ingvadóttir.
-SÞ