Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Sumarbústaðir Nýr, vandaður sumarbústaður til sölu. Er til sýnis í Garðabæ. Til greina kæmi að taka góðan jeppa, t.d. Pajero eða svipaðan bíl. upp í kaupverð. Unnið af fagmanni. Uppl. í síma 53861. M. Benz 809, árg. ’83, með lyftu, möguleiki á stöðvarleyfi, rnjög góður bíll. Uppl. í síma 681155 á daginn. ■ BOar til sölu Varmi BlLASPRAUTUN / BlLARÉTTINGAR AUOBREKKU 14, KÓPAV., SÍMI 44250 Toyota Corolla Twin Cam ’86, ekinn 52 þús. km, bíll í toppstandi. Uppl. í síma 92-13106 og 92-13107. Nissan Sunny SGX ’87 til sölu, litur svartur, ekinn 41 þús. km. Verð 600 þús. Sími 51068 eftir kl. 18. Hafírðu smakkað vm þá MBREI detta í hug að keyra! ©nutrfarauíiSioIau RJQRNINN Jljnls'götu 49 sinti 15105 f f-apQPbPoddi fpá 1928 Á veisluborðið: brauð, snittur og brauðtertur. Munið vinsælu sam- kvæmissnittumar okkar, alveg nýtt af nálinni. Heimilismatur, borðaður á staðnum eða tekinn með heim. Opið frá kl. 9-20. Munið að síminn er 15105. Líkamsrækt Audi 80 árg. '87, með beinni innspýt- ingu. lituðu gieri. tvívirkri sóilúgu. blásanseraður. Góður og glæsilegur bíll. Verðhugmynd 1.050.000. Uppl. í sírna 73704. Toyta Hi-Lux ’86. Til sölu þessi vel með farni Toyota Hi-Lux dísil. árg. '86. Uppl. í síma 91-45928 á kvöldin. Pontiac Grand AM ’87 til sölu, sjálf- skiptur, ekinn 21 þús. mílur, beislitað- ur, góður bíll. Uppl. í síma 91-38.791. Lada Sport '88 til sölu, 4 gíra, útvarp + segulband. vetrar- og sumardekk, ekinn 7000 km. Uppl. í síma 22259. ■ Ymislegt Hárgreiöslustofan £f$ena Leirubakka 36 S 72053 Langar þig til að fá öðruvisi perman- ent? Bjóðum upp á allar helstu nýj- ungar í permanenti, s.s. spíralperma- net, slöngupermanent, bylgjuperman- ent o.fl. Bjóðum einnig upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og herra. Opið laugardaga 10-15. ■ Þjónusta Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Magnetotron rafsegulbylgjur ásamt I.R. laser. Höfum tekið í notkun rafsegul- bylgjutæki gegn bólgu í vöðvum, baki, öxlum, gegn slitgigt, bakverkjum, fótasárum, beinbrotum, alis konar íþróttameiðslum og mörgu fleira. Sjá grein í DV 20. okt. ’88. Líkamsræktar- stöðin hf., Borgartúni 29, s. 28449. Merming Nikka i Norræna - accordion-tónleikar Geirs Draugsvoll Harmóníka er ekkert hversdags- hljóðfæri á tónleikum hér í Reykja- vík fremur en annars staðar. Á öðr- um tónleikum bíenalsins, tvíærings- ins norræna, sem voru í Norræna húsinu í hádeginu í gær, var hins vegar mættur harmónikusnillingur frá Noregi, Geir Draugsvoll að nafni. Hann og hinn frægi kennari hans, Mogens Ellegárd, og reyndar margir fleiri vilja reyndar alls ekki kalla þetta hljóðfæri harmóníku, það heit- ir accordion á þeirra máli og hefur tvö fullkomin, krómatísk hljómborð. Nú jæja, Draugsvoll lék heljarmikið prógramm með meira og minna nýrri og spennandi músík. M.a. var eitt verk sérstaklega samið fyrir þessa tónleika og frumflutt þar, Aprilis eftir Danann Sten Pade. Fyrir utan að vera nafniö á Ijórða mánuði ársins þýðir Aprilis einnig opnun og Tónlist Leifur Þórarinsson tónsmíð Pades opnar sig eins og blæ- vængur, með sífellt stærri tónbilum sem ná hámarki í miðju verkinu og minnka svo hægt og hægt í lokin. Falleg hugmynd. Tónleikarnir hófust á Les Anges eftir Messiaen, útsetningu á orgel- verki, síðan kom sónata ein mikil eftir Vagn Holmboe og þá Inngangur og tokkata eftir Per Nörgárd. Þá var einnig Ijómandi verk eftir Poul Rov- sing Olsen, svo það má segja að Danskurinn hafi verið í góðum meirihluta. Tónleikunum lauk með hálíþunnu Flashing eftir Norðmanninn Nord- heim en þar á undan var hins vegar eittt besta verk tónleikann, En Avant eftir Austur-Þjóðverjann Georg Katser. Og allt þetta lék Draugsvoll af miklu næmi og músíkahteti. LÞ Blátt áfram töfrandi - ungir, norrænir einleikarar meö Sinfóníunni í gærkvöldi Leif Ove Andsnes, átján ára píanó- leikari frá Noregi, stal „sjóinu” al- gjörlega í lok sinfóníutónleikanna í gærkvöldi. Hann lék þriðja píanó- konsertinn eftir Prokofiev, einn erf- iðasta og ágengasta konsert seinni tíma, með slíkum glæsibrag að allt ætlaði um koll að keyra. Tempóin voru hröð en ákveðin og þó oft væri barið fast og skalahrúgum þeytt fram í salinn af fítonskrafti var fullt af hárfínni lýrikk á milli. Þarna er sannarlega píanisti sem á eftir að ná langt og verður gaman að heyra hann leika einleikinn í Gamla bíói í hádeginu á laugardaginn kemur. Annars voru þetta ágætir tónleikar í heild, sem okkar ágæti Sakari stjórnaði af skörungsskap og rausn. Þeir hófust á Sellókonsert Dvoráks, með tékknesk-dönskum einleikara, Michaelu Fukacova Christiansen. Hún hefur fallegan tón og fína tækni og mikla músíkalska innlifunargáfu. Það var að vísu ekki laust við að manni fyndist hún ofgera í frasering- unum á köflum en í heild var þetta Leif Ove Andsnes stal „sjóinu". sterkt og hrífandi spil. Olle Persson, baríton frá Svíþjóð, söng þá Lider eines fahrendes Gesel- len eftir Mahler. Þó hann hafi kannski ekki sérlega mikla rödd er tæknin í góðu lagi og fyrir bragðið berst hún vel. Hins vegar kunni und- irritaður ekki alls kostar við stílinn, hendingar voru dálítið eins og höggnar í sundur. En það er eflaust einhver meining á bak við það. Tónlist Leifur Þórarinsson Leikur löndu okkar, Ashildar Har- aldsdóttur flautuleikara, gladdi þá ekki síst hjörtun, þegar hún lék hinn níðþunga (og hálfleiðinlega) flautu- konsert Carls Nielsen. Tæknikunn- átta Áshildar og músíkgáfa eru sann- arlega á háu plani. En samt hefði maður kosið að heyra hana í ein- hverju öðru verki, einhverju sem passar henni betur, t.d. Mozart. Og ekki má gleyma hljómsveitinni, hún stóð sig svo sannarlega vel og stund- um var leikur hennar, t.d. sums stað- ar í Mahler, blátt áfram töfrandi. LÞ Fréttir Uppsagnir og samdráttur a Akranesi Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Það er ekki bjart yfir atvinnumál- um Skagamanna um þessar mundir. Halldóri Við undirritaðir, starfsmenn Há- skóla íslands, mótmælum harölega þeim ósönnu fullyrðingum sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra lét hafa eftir sér í DV 24. október sl. varðandi Líffræðistofnun og líffræðiskor Háskólans (sem Halldór kallar líffræðideild) og starf- semi þeirra. Halldór lætur að því liggja að starfsmenn Háskólans sinni ekki vísindalegum rannsóknum á hafinu í kringum landið og hafi „ekki sýnt Hafrannsóknastofnun neinn áhuga í langan tíma.“ Hafrannsóknastofnun er afsprengi Háskólans. Háskólinn kom hafrann- sóknum á fót og fóstraði þær þar til Atvinnudeild Háskólans var skipt í rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna. Sérfræöingar Líffræðistofnunar Háskólans, þar á meðal fastir kenn- arar líffræðiskorar, vinna að mjög víðtækum rannsóknum á fjörum og grunnsævi, og rannsóknum á botn- dýrum í djúpsævi Norður-íshafs. Við líffræðiskor eru kennd mörg nám- skeið sem tengjast sjó og sjávarlíf- verum. Þar er nemendum kennt að nota vísindalegar aöferðir viö rann- sóknir á sjávarlífverum. Enda hafa nokkrir af sérfræðingum Hafrann- sóknastofnunar sótt menntun sína Fiskvinnslufyrirtækið Haförn hefur sagt starfsfólki sínu upp og senn kemur að því að uppsagnir starfs- fólks Akraprjóns taki gildi. Þá hefur Ásgrímssyni til líffræðiskorar Háskóla íslands. Líffræðiskor og Líffræðistofnun Háskólans eiga mikla og góða sam- vinnu við sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar sem kemur m.a. fram í eftirfarandi: 1) Sérfræöingar Hafrannsókna- stofnunar hafa kennt fiskifræði við líffræðiskor frá upphafi. 2) Veriö er að skipuleggja nám til meistaragráðu í sjávarlíffræði í samráði við sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar. 3) Margir nemendur viö líffræðiskor hafa fengið aðstöðu á Hafrann- sóknastofnun við rannsóknir sín- ar í framhaldsnámi og unnið und- ir handleiðslu sérfræðinga þar. 4) Hafrannsóknastofnun, Líffræði- stofnun Háskólans og Fiskifélag íslands reka sameiginlega rann- sókna- og skólaskipið Mími RE 3. 5) Ýmsar viðamiklar umhverfis- rannsóknir hafa verið unnar sam- eiginlega af Hafrannsóknastofnun og Líffræðistofnun Háskólans á undanfórnum árum. 6) Ýmsar grunnrannsóknir hafa ver- ið unnar sameiginlega af Hafrann- sóknastofnun og Líffræðistofnun Háskólans undanfarið. Má nefna rannsóknir á stofngerð þorsks. 7) Góð samvinna hefur verið milli starfsmönnum Heimaskaga verið til- kynnt að þeir megi búast við því aö verða sendir heim 1-2 daga í viku fram að áramótum. svarað Líffræðistofnunar og Hafrann- sóknastofnunar við skipulagn- ingu og framkvæmd norrænna námskeiða í sjávarlíffræði og inn- lendra ráðstefna í sjávarlíffræði. í sama viðtali segir sjávarútvegsráð- herra: „Líffræðideild Háskólans hefur unn- ið gegn hvalarannsóknum okkar ís- lendinga um langan tíma“. Margir íslenskir líffræðingar, þar á meðal sumir starfsmenn Líffræðistofnun- ar, hafa fagnað auknum hvalarann- sóknum Hafrannsóknastofnunar, en gagnrýnt þann þátt sem felur í sér veiðar, þar sem ekki hefur verið sýnt fram á aö þau gögn, sem fást með veiðum, bæti verulega við þekkingu okkar á hvalastofnum. Reykjavík 25. október 1988 Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði, forseti raunvísindadeildar, Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði, forstöðumaður Líffræðistofnunar Háskólans, Agnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði, Jörundur Svavarsson, dósent í sjávarlíffræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.