Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Eðlilegt fyrlr Islend- inga að sýna fulla hörkn t - segir afskipti Bandaríkjamanna hafa breytt eðli hvalveiðideilunnar „Það er ljóst að hvalveiðideilan er komin á annað svið en áður. Af- skipti Bandaríkjamanna bak við tjöldin hafa síður en svo orðið til að breyta okkar viðhorfi í þessu máli en þau hafa ekki auðveldað þeim sem hér heima hafa kannski vfijað fella niöur hvalveiðar að sumri,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isrráðherra þegar hann var spuröur um hvaða stefnu hvalveiðideilan vaeri að taka. Forsætisráðherra sagði að afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiðideil- unni hafi breytt eðli hennar og hafi verið farið fram á skýringar á þeim. Steingrímur sagði að ekki hafi verið farið fram á afsökunarbeðni en ná- kvæmra skýringa krafist. Hafi þeim skilaboðum verið komiö á framfæri við bandaríska sendiherrann hér. Svara frá Bandaríkjamönnum væri að vænta í upphafi vikunnar „Því er ekki að neita að viðbrögð okkar hafa verið harkaleg sem er ekki óeðlilegt. Það er auðvitað fyrst og fremst af hálfu utanríkisráðherra sem fer með þessi mál. Hann afLýstí. heimsókn á Keflavíkurflugvöll sem ég tel sjálfsagt. Það er eðlilegt fyrir íslendinga að sýna fulla hörku í þessu máli.“ Forsætisráðherra sagði að það sem íslensk stjómvöld vildu fyrst og fremst fá að vita væri hve háttsettir ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu vitað af tilboðum þeim sem Japönum voru send. Sagðist Steingrímur hafa litla trú á því að George Shultz, utan- • ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði vitað af þessu en Ijóst væri að ein- hveijir mjög háttsettir embættis- menn í viðskiptaráðuneytinu og jafn- vel utanríkisráðuneytinu hefðu hafit þama hönd í bagga. Hefur rætt viö hvalavini „Það er rétt að Magnús ræddi við mig einu sinni og skýrði mér frá sín- um hugmyndum," sagði forsætisráð- herra en Magnús Skarphéðinsson hvalavinur hefur skýrt frá því að hann hafi átt samtöl við Steingrím um lausn hvalveiðideilunnar. Sagði Magnús að enn væri mögulegt fyrir íslendinga að komast frá deilunni með virðingu en það þýddi þá að hætta yrði öllum hvalveiðum. For- sætisráðherra sagöi að engin niður- staða hefði fengist af því samtali. -SMJ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra: „Fvamkoma Bandaríkjamanna veldur trúnaðarbresti“ „Við höfum komið því á fram- ingum í gegnum Japani því sem gefnu aö það hafi ekki af- færi að ef Bandarfkjastjóm telur Utanrfkisráðherra afboðaöi fyr- leiöingar.“ sér sæmandi að ganga á bak oröa irhugaða heimsókn sína á Kefla- - Líturþúáþettasemeittalvarleg- sinna, ganga á svig við geröa samn- víkurflugvöll og hefur mótmælum asta áfaíllö sem hefur orðiö í sam- inga og bijóta alþjóðlegar reglur íslenskra stjómvalda verið komiö skíptum Bandaríkjamanna og ís- GATT með þvi að beita okkur viö- áleiðis í gegnum bandariska sendi- lendinga á síðustu áram? skiptaþvingunum, þvert ofan í gef- herrann hér á landi og sendiráðið „Þessi framkoma þeirra veldur in fyrirheit, þá era þeir minntir á í Washington. trúnaðarbresti. Það eru ekki nema aö það kann að hafa alvarlegar af- - En era þessi mótmæli táknræn nokkrir dagar síðan ég ræddi þetta leiðingar,“ sagði Jón Baldvin hvaðherstöðinaíKeflavikvarðar? mál við Shultz, æðsta yfirmann Hannibalsson utanríkisráöherra „ÞaðerveriðaðkomaþvítilskUa utanríkismála i Bandaríkjunum, en íslensk stjómvöld bíða nú eftir á þann hátt, sem við vonum að og var fullvissaður um aö Banda- viöbrögðum Bandaríkjamanna við skfljist, að ef viö erum blekktir eða rikjamenn myndu í einu og öllu harðorðum mótmælum vegna viö- samningar við okkur ekki haldnir halda það samkomulag sem við skiptaþvingana gagnvart islend- þá þurfa þeir ekki að ganga út frá höfumgertumþettamál." -SMJ Viöbrögö viö myndirmi „Svívirtu bömin“: Fjöldi fólks hringdi í Rauða krossinn - Mikil neyð og löng - segir starfsmaður Rauða Krossins „Mest bar á fólki á aldrinum tutt- ugu til þijátíu ára. Flest hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og ekki getað rætt við nokkum þá. Nú er þetta fólk eldra og þroskaðra og þorir að tala um reynslu sína,“ sagði Anna Júlíussen í Rauða kross húsinu. Anna sagði að hringingamar hafi byijað um klukkan átta og síðasta hringing var klukkan fjögur í nótt. Mest var hringt eftir sýningu myndarinnar á Stöð 2 í gærkvöld. Alls náðu tuttugu manns sambandi við Rauða kross húsið. Anna taldi að álíka margjr hafi náð sambandi við aðalskrifstofu Rauða krossins - eða um flöratíu alls. Auk þess var töluvert um að hringjendur legðu símann á þegar var svarað. „Það kom fram mikil neyð og löng í mörgum símtölum. Það á eftir að fara yfir gögnin - því starfi. verður væntanlega lokið að mestu í dag. Við buðum þeim sem hringdu aö hafa samband við okkur aftur - annaðhvort í gegnum síma eða koma hingað. Einnig leiðbeindum við fólki um hvemig hægt er að fá stuðning, til dæmis bentum við á þá sjálfshjálparhópa sem hér starfa," sagði Anna Júlíussen. -sme Þingsályktunartillaga um endurskoðun vamarsamningsins „Fimmta grein varnarsamnings- ins milli íslands og Bandaríkjanna er nflög flókin orðalega. íslendingar hafa túlkað hana þannig að ísland verði varið þegar íslendingum þykir það nauðsynlegt, en Bandarikja- menn túlka hana þannig að við verð- um varin þegar þeir telji það nauð- synlegt Það þarf að fá skýrari línur í þessa grein samningsins. Uppákom- ur síöustu daga í hvalamálinu hafa sýnt svo ekki veröur um villst að stórveldum er ekki treystandi þegar á reynir," sagði Ásgeir Hannes Ei- ríksson, þingmaður Borgaraflokks- ins, við DV. Ásgeir Hannes flytur þingsálykt- unartillögu um endurskoðun vam- arsamningsins milli íslands og Bandaríkjanna á þingi í dag. Með- flutningsmenn era 4 borgaraflokks- menn. í greinargerð með tfllögunni segir meðal annars að vamarsamn- ingurinn sé orðinn 37 ára gamall og því eðlilegt að taka hann til endur- skoðunar í flósi reynslunnar. Sé orðalag fimmtu greinar þaö loðið að ekki verði séð hvort vamarliðinu beri skylda til að veija landið frekar en það kæri sig um. „Það þarf líka að fá stöðu Banda- ríkjaforseta á hreint, en það era deildar meiningar um hvort hann geti gripið til vopna fyrir aöra þjóð án milligöngu þingsins. Síðan era önnur sjónarmið í þessu máli sem má alveg skoða þar sem eru hug- myndir Arons Guðbrandssonar og HrifluJónasar." -hlh A meðan á sýningu myndarinnar um „Svivirtu börnin" stóð var strax byrj- að að hringja til neyðarþjónustu Rauða krossins. Þau sátu þrumu lostin við skjáinn Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Oddsson, Dóra Hlin ingvarsdóttir og Ómar Valdimarsson sem stjórnaði umræðum á eftir. Bara á meðan á myndinni stóð voru komin upp sjö stórmál í neyðarsfmanum. DV-mynd Brynjar Gauti Viöbrögö viö norsku bamaklámmyndinni: Erum lemstruð ennþá „Við eram nú hálflemstraö enn- þá,“ sagði Guðrún Jónsdóttir félags- málafulltrúi, nýkomin úr upptöku á Stöð 2 í gærkvöldi. DV hitti hana ásamt Dóra Ingvarsdóttur og Ólafi Oddssyni. Þau virtust vægast sagt eftir sig. Þau vora nýbúin að horfa á þáttinn um kynferðislegt ofbeldi á bömum og taka síðan þátt í umræð- um með Ómari Valdimarssyni í beinni útsendingu á eftir. Aðspurð hvort þeim fyndist eitt- hvað hafa vantaö í þáttinn sagði Guðrún að gróf dæmi hefðu verið tekin fyrir í þættinum sem sýndu margt. Ólafur bætti því viö að það hefði verið komið inn á flest svið kynferðisofbeldis i flölskyldunni. Öll vora þau sammála um að fyllsta ástæða væri til gera íslenskan sjón- varpsþátt þar sem tekið væri á mál- efninu út frá íslensku samfélagi. - En er ástæða til að auglýsa t.d. neyðarsíma í skólum og reyna að koma hjálpinni inn í skólakerfið - inn í daglegt umhverfi? „Það er tímabært að taka þetta vandamál fyrir í skólakerfinu," sagði Guðrún. „Með því móti væri hægt að upplýsa kennara og fóstrur um hvemig á að takast á við þennan vanda ef þau yröu vör við eitthvað í fari bama.“ Ölafur sagði að betur hefði gengið að fá böm til að gefa sig fram og tjá sig og fá hjálp. „Ekki koma hinir," sagði hann. „Aðalatriðið er að koma þeim skilaboðum til bama aö þetta sé ekki þeim að kenna,“ sagði Guðrún. „Þau leita sífellt skýringa hjá sjálfum sér - er eitthvað að mér? Þannig hafa þau sektartilfinningu. En sökin er hjá gerandanum fyrst og fremst. Þaö verður bara að koma þeim skilaboð- um á framfæri, aftur og aftur, að þolendur leiti sér aðstoðar.“ í dómskerfinu þarf auk þess að gera nokkuð mikið átak. „Þaö þarf að upplýsa rannsakendur betur og gera þá sérhæfari," sagði Guðrún. Dóra bætti því við að hafa þyrfti sama fólkið við að rannsaka þessi mál sem þá væri betur í stakk búið til að setja sig inn í aðstæður fómar- lamba. -ÓTT Loðnuskip dregið til Eskifíarðar Emil Thorarensen, DV, Eakifirði; Vélarbilun varð í Guðrúnu Þor- kelsdóttur, Eskifirði, fimm sjómílur noröur af Langanesi kl. 10 í gær- kvöldi. Aö sögn Þorsteins Kristjáns- sonar hjá Hraöfrystihúsi Eskiflarðar var skipið á leiðinni til Eskiflarðar með fullfermi af loðnu. Haft var sam- band við Súluna EA, sem var um 70 mílur á eftir Guðrúnu á leið til Fær- eyja með sinn loðnufárm. Um kl.sjö í morgun var taug komið á milli skip- anna og heldur Súlan meö Guðrúnu í togi til Eskiflarðar. Orsök vélarbil- unarinnar er bilun í sporloftsblásara í aðalvél. Veöur var þokkalegt en Guðrún var á reki í 9 tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.