Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988.
13
Utlönd
Risasamruni
Steiramn Böðvaradóttir, DV, Waahington;
Annar stærsti fyrirtækjasamruni
í sögu bandarísks viöskiptalífs átti
sér stað í gær. Tóbaks- og matvæla-
fyrirtækið Philip Morris yfirtók
Kraft matvælafyrirtækið og greiddi
fyrir 13,1 milljarð dollara.
Samruni þessara fyrirtækja er sá
stærsti í bandarískum viðskipta-
heimi ef olíuiðnaðurinn er undan-
skilinn. Árið 1984 keypti olíufélagið
Chevron Gulf olíufélagið fyrir 13,4
miUjarða doUara.
Fyrir hálfilm mánuði bauð PhiUp
Morris 18 prósent lægra kaupverð
en því var hafnað. í gær hækkaði
fyrirtækið boðið, 106 doUara fyrir
hvert hlutabréf, og Kraft lét undan.
Sérfræðingar telja að kaupverðið
geti hækkað aUt upp í 14 miUjarða
doUara áður en yfir líkur.
Með sameiningu þessara fyrir-
tækja eru þau nú stærsti framleið-
andi neytendavöru í heiminum.
PhiUp Morris hefur um árabU mark-
aössett víða um heim Marlboro síga-
rettur, MiUer bjór auk ýmissa mat-
væla. HlutdeUd tóbakssölu í tekjum
fyrirtækisins hefur verið rúmlega 50
prósent. Vegna minnkandi tóbaks-
notkunar í heiminum leitaði fyrir-
tækið annarra leiða til að auka fjöl-
breytnina sem og auka hlutdeUd
matvæla í sölutekjum.
Með kaupunum á Kraft opnast
PhUip Morris fleiri erlendir markaö-
ir. Um 25 prósent tekna Kraft koma
frá sölu erlendis og hefur fyrirtækið
þegar náð fótfestu í mörgum löndum
Evrópu.
I fangelsi vegna
stöðumælasekta
MXVERÐIÆKKUN
Á HEMIABORDUM í VÖRUBÚA
<*§&»**
Stilling
Skeifunni 11,108 Reykjavík
Símar 31340 & 689340
IUMFERDAR
RÁÐ
BROSUM /
og w
alltgengurbetur *
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Montrealbúi nokkur situr nú í
fangelsi og afplánar tveggja og hálfs
árs dóm fyrir vangoldnar stöðu-
mælasektir. AUs var um 128 ógreidd-
ar sektir að ræða en upphæð skuld-
arinnar nam nærri 500 þúsund krón-
um fyrir fimm árum.
Þá hlaut maðurinn skUorðsbund-
inn fangelsisdóm gegn þeim kostum
að vinna sjálfboöavinnu fyrir góð-
gerðasamtök. Það gerði hann um
hálfs annars árs skeið en þá hljóp
snurða á þráðinn í samskiptum hans
við þá sem hann vann fyrir.
Hann taldi sig lausan aUra mála
þar tU fyrir þremur vikum að hann
var handtekinn af lögreglunni og
umsvifalaust færður í fangelsi. Eftir
árangurslausar tilraunir til að fá
manninn lausan á þeim forsendum
að hér væri um misskilning að ræða,
hefur lögfræðingur hans nú áfrýjað
dómnum í þeirri von að takast megi
að fá fangelsisvistina stytta.
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENNUM BELTIN
hvar sem við sítjum
í bílnum.
aUMFERÐAR
RAO
w
OocJcje
Dodge Aries
Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Dodge Aries og
seljum síðustu bílana af '88 árgerðinni á fádæma
góðum kjörum. Við bjóðurri afslátt og allt niður í 25%
útborgun og eftirstöðvar til 18 mánaða á óverð-
tryggðu láni.
Dodge Aries, 2 dyra, á kr. 741.300,-
Dodge Aries, 4 dyra, á kr. 790.300,- UPPSELDUR
Dodge Aries station á kr. 841.900,-
Innifalið í verði m.a.: sjálfskipting - aflstýri - afl-
hemlar - 4 cyl. 2.2 I vél með beinni innspýtingu, 101
ha - framhjóladrif, litað gler, stereo AM/FM útvarp
með stöðvaminni og 4 hátölurum. Dodge Aries stati-
on hefur auk þess styrkta fjöðrun (heavy duty).
JÖFUR - ÞEGAR
ÞÚ KAUPIR BÍL
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2, SÍMI 42600
OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA
OG 13-17 LAUGARDAGA