Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Hvernig fannst þér dag- skrá sjónvarpsstöðvanna um hátíðarnar? Herdís Þorgrímsdóttir leiðbeinandi: Ég horfði mest á RÚV og líkaði vel flest sem ég sá. Djákninn var góður. Áki Áskelsson tæknifræðingur: Mér fannst of frjálslega farið með sögu- þráðinn í Nonna og Manna. Mér lík- aði Djákninn vel. Ari Sigurðsson skrifstofustjóri: Ég horfði mest á Stöð 2 og líkaði bara nokkuð vel það htla sem ég sá. Ámundi Ámundason smiður: Ég horfi lítið á sjónvarp en ég sá Djákn- ann og fannst hann nokkuð góður. Ég held að dagskráin hafl verið betri á RÚV. Hallgrímur Guðnason smiður: Mér fannst þetta nokkuð gott. Ég sá myndina um Halldór Laxness á Stöð 2 og hkaði bara vel. Það litla sem ég sá var bara nokkuð gott. Djákninn var nokkuð góður. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER lð88. Lesendur Æluslettur vínmenningar? Eru íslendingar staðráðnir í að teyga bikarinn í botn, eða...? Árni Garðarsson skrifar: Á undanförnum árum hefur þjóðin verið að vakna til vitundar um ýmisleg mál sem hafa legið óhreyfð í þögninni. - Ofbeldi á heimilum, misþyrming á börnum, drykkjuóðir ökumenn og vímu- efnaneysla unglinga eru meðal þess sem rætt er um. Hver er svo áhrifavaldur alls þessa? Jú, það er áfengið og aðrir vímugjafar. Aðalrök svokallaöra hófdrykkjumanna hafa verið þau að það neyðir enginn neinn til að drekka. - Þetta er alveg satt. Það neyðir heldur enginn neinn til að sprengja upp hús, en samt getur almenningur ekki keypt sprengi- efni til einkanota. Svo virðist sem við íslendingar séum það barnaleg- ir að okkur sé ekki treystandi til að meðhöndla vímuefni. í tilefni komu bjórsins hefur mik- ið verið rætt um bjór og vínmenn- ingu. Þessi orðskrípi virka hálfein- kennilega á mann þegar ekið er um helgar um miðbæinn eða framhjá veitingahúsum. Ég á erfitt með að sjá menningu í andliti fólks sem er máttlaust vegna drykkju, og flissar heimskulega eins og Ingjaldsfíflið forðum. Ég á erfítt með að sjá menningu í æluslettum sem prýöa miðbæinn á sunnudagsmorgnum. Ég á erfitt með að sjá menningu í glóðaraug- um og áverkum sem gjarnan má sjá eftir hressileg h’elgarfylhrí. - Hvar er þessi svokallaða vínmenn- ing? Mér sýnist hún helst vera falin í myndum sem sýndar eru í sjón- varpinu. Kannski er hún fólgin í því, þegar JR er að blanda sér í tuttugasta viskíglasið (auðvitað án þess að verða fullur) eða ef til vill á hressilegri bjórkrá, þar sem fólk helst í hendur og syngur (myndirn- ar hljóta að vera teknar snemma á kvöldin). Nei, ég held að við verðum að bæta einum staf við orðin vín- og bjórmenning. Þetta er stafurinn „ó“, enda er þá komið réttnefni á þessa hluti. Kannski þýðir lítiö að íjasa um þessi mál þar sem íslend- ingar viröast staöráðnir í að teyga sinn bikar í botn „hvað sem það kostar". Nýjar skiltabrýr. - Mættu vera ferhyrnd og stærri með hvitum stöfum á grænum fleti, segir hér. Skiltabrýr og merkingar Ökumaður hringdi: Ég fagna tilkomu hinna svokölluðu skiltabrúa sem voru orönar nauð- synlegar hér í umferðinni. Það mætti koma meira af þeim víðsvegar, og ekkert síður úti á þjóðvegum þar sem um er að ræða fjölfarin gatnamót. Tek ég sem dæmi er maður ekur til Keflavíkurflugvallar. Þar eru lítil gul skilti sem maöur sér ekkert á fyrr að þeim er komið og þá er orðiö of seint að ætla sér að fara aö rýna út í nóttina og myrkrið til aö sjá almennilega hvað á þeim stendur. - Þarna ættu að vera skiltabrýr með stóru ferköntuðu spjaldi, upplýstu, og geta menn þá séð úr fjarlægö hvað á þeim stendur. Eins er með þessi nýju skilti á brúnum, þau mættu vera ferhymd og lítið eitt stærri og stafirnir stórir og hvítir á grænum fleti. Litirnir hafa mikið að segja og þess vegna er það að í flestum mestu og tækni- væddustu umferðarlöndunum eru skilti meö þessum hætti. Ég skal hins vegar láta af frekara nöldri í þetta sinn og þakka aö það er þó farið að örla á menningarbrag í þessum efnum. Betur má þó ef duga skal og því víöar sem skiltin koma þeim mun betra. Einnig mætti nota þessar brýr til að bera uppi umferð- arljósin eins og víðast hvar er einnig gert. Hærri umferðarljós en hér tíðk- ast eru nauðsynleg á gatnamótum með mikinn umferðarþunga, því há- ar bifreiðar skyggja iðulega á ljósin sem eru á ská framundan. - En stefn- an í þessu öllu er rétt hjá forráða- mönnum gatnakerfisins. Enskar slettur í málinu: Snúum vörn í sókn Ebba skrifar: Mig langar til að vekja svolitía athygli á nútíma íslensku máli. Það er orðið alveg yfirþyrmandi and- styggilegt hvað enskar slettur eru notaöar mikið hér í daglegu tali. - Orð eins og „bæ“, „djók“, „ókei“, „vídeó“ (myndband) og fleiti og fleiri slettur eru svo til orðin 'föst í málinu. Þeir fullorðnu nota þau óspart ekkert siöur en hinir yngri, sumir alltaf, og bömín halda að þetta séu íslensk orð. Og þvi læra bömin málið að það er fyrir þeim haft. Það þarf að koma þeim áróðri inn hjá fólki að það sé hlægilegt og heimskulegt að nota slettur í ís- lensku máli. Það veröur aö snúa vörn í sókn og það snarlega. Mér fínnst, og legg það hér með til, aö Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verði með fasta þætti í bamatímum sínum, þar sem brýnt er fyrir bömunum að íslensk böm eigi að tala íslensku og þeim sagt að leiðrétta foreldrana þegar þeir nota slettur í málinu. Það mætti t.d. nota vinsæl dýr úr Brúðubílnum og afann á Stöð 2 til að segja bömunum hvað það er Ijótt og bjánalegt að nota erlendar slettur með íslensku máli, því bömin taka mikið mark á þessum vinum sínum. - Eins ættu kennar- ar og fóstrur að skamma börnin fyrir að nota þessi erlendu orð, að ég tali nú ekki um foreldrana. Ef ekkert verður gert í þessu máli talar næsta kynslóð hrogna- mál sem flestir skilja en öllum þyk- ir Ijótt. - Byrgjum brunninn áður en barnið er dottið ofan f. Hræfuglar Lúðvíg Eggertsson skrifar: Nýlega voru hátíöahöld víða um heim í tilefni mannréttindayfirlýs- ingarinnar. Við heiðruðum atburð- inn með öörum hætti. Viö brutum í tvígang þá grundvallarreglu að mað- ur sé saklaus uns hann hefur verið dæmdur sekur. - Tveir mætir og kunnir menn voru dregnir af fjöl- miðlum inn í almenna umræðu og gerðir tortryggilegir að ósekju. Annar var Jóhann Einvarðsson alþm. Mál hans var mál Alþingis og annarra ekki. Einföld fréttatilkynn- ing nægði, en bollaleggingar um málavexti voru óviðeigandi. - Hinn var Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, sem hafði notað risnu- heimild eins og lengi hefur tíðkast í stjórnsýslunni án þess að nokkur athugasemd hafi verið gerð, eða mót- mælum hreyft. Ef risna hans var meiri en annarra var það stigsmunur en ekki eðlis- munur. Slíku moldviðri hneykslunar og skops var þyrlað upp að sterkan mann þarf til að þola. Eins konar mannorðsmorð - án dóms ogjaga. Erfitt er aö skilja hvað fréttamönn- um gengur til. Skýring kann að vera að þeir séu ungir með próf upp á vasann hjá stórþjóðum sem víla ekki fyrir sér. Hér eru aðstæður ólíkar. í okkar litla samfélagi þekkja allir alla. Meiri gætni og varkárni er því þörf í orðum og umgengni. Lengi vel var hér aðeins eitt blaö með reglubundna slúðurdálka. Síðar tók Helgarpósfurinn við en hætti til- tölulega fljótt þegar ritstjórinn varð sjálfur uppvís að yfirsjón sem hann bar á aðra. Ríkisútvarpið hefur til skamms tíma verið blessunarlega laust við þessa hvimleiðu iðju. Hins vegar hefur Bylgjan, sem keppir um vinsældir viö Rikisút- varpið, veriö öllu nærgöngulli viö mannhelgina, er t.d. með fastan þátt (Bibbu og Halldór) fyrir þá lands- menn sem eiga þau áhugamál helst aö vera með nefið ofan í bæjarslúðr- inu og smjatta á því. Sannleikurinn er sá að íslendingar eru vanþroska aö þessu leyti, hnýsin þjóð, umtalsill og tillitslaus. Þetta síðastnefnda má glöggt sjá og finna í umferðinni. Fyrir seinni heims- styrjöldina varð að setja lög, sem bönnuðu óvarleg orð um erlenda ráðamenn. Nú er þörf á lögum, að viölögöum sektum, gegn söguburði um okkur sjálfa. Hverjir fóðra fjölmiðlana á þessum söguburði? Oft uppgjafa drykkju- menn, gervilistamenn og sníkjudýr sem nenna ekki að stunda ærleg störf. - Ég kalla þá hræfugla. Hvalveiðar vegna fiskiverndar? Spurull skrifar: Oft tala hvalveiöifylgjendur um það óhemjumagn, sem stórhvelin, þ.e. skíöishvalirnir, éti af fiski, og sé þar um ómældan skaða að ræöa og þvi verði aö halda fjölda þeirra í skefjum með veiðum. - Hið sanna er aö flestir skíðishvalir lifa ekki á fiski heldur mestmegnis á ljósátu sem nóg mun vera af. Hitt er varla minnst á að tann- hvalirnir, og þeir eru margir, lifa nær eingöngu á fiski (nema búr- hvalurinn sem nær eingöngu lifir á kolkröbbum djúpsævarins). - Þaö eru fyrst og fremst tannhvalirnir sem éta mikið af fiski- en viö þeim er lítið amast. Er ekki eitthvaö málum blandið þegar ráðamenn tala um nauðsyn þess að halda fjölda skíðishvala í skeíjum svo að þeir éti ekki of mikið af nytjafiski? - Eg tel að þessir menn séu aö fara tegundavillt í áróðri sín- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.