Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 21
21 20 íþróttir MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. í MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. íþróttir íþróttamaður ársins 1988 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: Nafn: Sími; Heimilisfang:_ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. Hlýt að standa jaf n- fætis ófötluðum“ spjallað við spretthlauparann og „gullkálfinn“ Hauk Gunnarsson „Eg byxjaði aö iðka íþróttir þegar ég var smápolli og var þá í knattspyrn- unni. Ég fékk að taka þátt í æfmgum en nánast aldrei að spreyta mig í leikjum. Þetta fannst mér lítið gaman og árið 1981 hóf ég að iðka íþróttir hjá fótluðum. Þar lagði ég stund á borðtennis, sund og boccia. Það var svo fyrir um firnm árum að ég hóf að iöka frjálsar íþróttir og af fullri alvöru eftir ólympíuleikana í Bandaríltjunum 1984. Arið áður hafði ég unnið til þrennra gullverðlauna á Norðurlandamóti bama í Noregi.“ Þetta segir Haukur Gunnarsson, spretthlaupari í Ármanni, en hann vann sem kunnugt er mörg glæsi- leg afrek á árinu sem er aö líða. Haukur er eins og allir vita fatlaður íþróttamaður en engu aö síöur vann hann glæsilegustu afrek ís- lendinga á þessu ári á íþróttasvið- inu. Haukur er afar hlédrægur íþróttamaður sem tekur íþrótt sína mjög alvarlega. Árangurinn hefur ekki látiö á sér standa og á þessu ári vann Haukur til þrennra verð- launa á ólympíuleikum fatlaðra. Þar náði reyndar allt fatlaða íþróttafólkið okkar frábærum ár- angri og íslendingar fylltust miklu stolti. Glæsilegur árangur Helsti árangur Hauks á þessu ári var þessi: 3 gullverðlaun á vestur- þýska meistaramótinu í 100,200 og 400m hlaupi. Gullverðlaun á sterku alþjóðlegu móti í Ðanmörku, 3 gull- verölaun á íslandsmóti fatlaðra í 100, 200 og 400m hlaupi. Gullverð- lauh í lOOm hlaupi á OL í Seoul og bronsverðlaun í 200 og 400m hlaupi. Þá má geta þess aö Haukur á heimsmetið í 100m hlaupinu en það er 12,80 sek. „ Aöstaöan bágborin" Haukur sagði í samtali viö DV í gær: „Ég verð að segja aö aðstaðan hér á Valbjamarvelli, þar sem ég æfi, er mjög bágborin. Hvaö þjálf- aramálin varðar þá hef ég frábær- an þjálfara, Stefán Jóhannsson. Hann er sá besti sem ég hef haft. Ég þakka honura að miklu leyti þann árangur sem ég hef náö á hlaupabrautinni. Einnig Ármenn- ingunum Einari Þ. Einarssyni, Höllu Heimisdóttur og Eygló Jós- epsdóttur. Allt þetta fólk hefur stutt mig mikið og hvatt mig til dáöa.“ „Ólympíugullið var hápunkturinn á árinu“ - Hvað er þér minnisstæðast frá liðnu ári? „Það er tvímælalaust þegar ég stóð á verðlaunapallinum í Seoul eftir 100 metra hlaupiö. Það var stórkostleg tilfmning. Ég man að ég hugsaði margt á efsta þrepinu en mest heim til íslands. Ég var verulega stoltur. Það er einnig minnisstætt að hafa yfir höfuð fengiö tækifæri til þess að keppa á ólympíuleikunum. Þá er árangur okkarí heild mjög minnisstæður." „Ég á aö geta bætt árangur minn verulega" - Þú átt heimsmetið í 100 metrun- um, 12,80 sek. Telur þú þig eiga mikið inni og geta bætt þennan góða árangur? „Það er enginn vafi í mínum huga. Ég setti stefhuna á 12,2 sek á ólympíuleikunum. Þar varð éghins vegar að starta i blokkum og það gerði það að verkum að ég bætti ekki heimsmetið verulega. Ég á mikiö inni og hef sétt stefnuna á bættan árangur á næsta ári.“ - Hvaða áhrif hafði árangur ykkar í Seoul á stööu fatlaðs íþróttafólks hér á landi? „Árangurinn styrkti tvímæla- laust stöðu okkar, á því er enginn vafi. Og í framhaldi af ólympíuleik- unum vona ég að okkur takist aö eignast þak yfir höfuðið sem allra fyrst. Húsnæðisskortur fatlaðra íþróttamanna er alvarlegt vanda- mál en eftir góðar undirtektir í ijár- söfnunum undanfarið vonar mað- ur að úr rætíst sem allra fyrst.“ „Hlýt að standa jafn- fætis ófötluðum“ - Nú verður kjör íþróttamanns árs- ins 1988 gert opinbert í dag. Gerir þú þér vonir? „Nei ég geri mér engar vonir um þann mikla titil. Ég hugsa lítið út í þétta. Hins vegar vil ég að þaö komi skýrt fram að ég tel mig standa jafnfætis ófötluðum iþrótta- mönnum í þessu kjöri. Það verður síðan að koma í Ijós hver verður fyrir valinu," sagði Haukur Gunn- arsson. -SK • Haukur Gunnarsson hlaðinn verólaunum. Hann var á dögunum útnefndur íþróttamaður ársins hjá fötluðum. Haukur vann sem kunnugt er til þriggja verðlauna á ólympíuleikum fatlaðra í Seoul í haust Hann segist ekki gera sér neinar vonir um að verða útnefndur fþróttamaður ársins hjá ófötluðum en það kjör var gert opinbert í dag. DV-mynd Brynjar Gauti - Austurríki hætti við á síðustu stundu besfur í Evrópu HoUendingurinn Marco Van Basten var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu af franska tímaritinu France Football. Landar hans og samherjar þjá AC Milano, Ruud Gullit og Frank Rij- kaard, urðu í næstu tveimur sætum en sama röð varð fyrir skömmu þegar World Soccer útnefndi besta knattspyrnumann heims. Efstir í kjörinu urðu þessir: 1. Marco Van Basten, Hollandi....129 2. RuudGullit,Hollandi............88 3. FrankRikjaard,Hollandi.........45 4. AlexejMíkhailítsijenko,Sovét...41 5. RonaldKoeman,Hollandi..........39 Vinningstölurnar 23.12.1988. Heildar- vinningsupphæð: 2.707.624,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á föstudaginn var, færist 1. vinningur, sem var kr. 2.314.614,- yfir á 1. vinning á föstudag- inn kemur. Bónustaia + fjórar réttar kr. 401.675,- skiptast á 5 vinningshafa, kr. 80.335,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 692.820,- skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.132,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.613.129,- skiptast á 4703 vinningshafa, kr. 343,- á mann. Fréttastúfar Eftir mikiö þref og langar viðræöur milli Tottenham og Gautaborgar getur norski landsliðsmarkvörðurinn Erik Thorstvedt nú farið aö leika meö fyrr- nefnda félaginu í ensku 1. deildinni. Hann varö löglegur sl. fimmtudag en nú er næsta hindrun eftir, aö vinna sér sæti í liðinu. Bobby Mimms hefur varið mark Tottenham sem berserkur í síð- ustu leikjum og ætlar greinilega ekki aö hleypa þeim norska að fyrr en í fulla hnefana. Anderson úr leik Viv Anderson, fyrrum bakvörður enska landsliðsins, leikur ekki meira með Manchester United á þessu keppnis- tímabili. Hann gekkst undir uppskurð á baki nú fyrir hátíðirnar og verður ekki leikfær fyrr en næsta sumar. Eins leiks bannið sem hann var dæmdur í á dögun- um fyrir rimmu sína viö John Fashanu tekur gildi nú eftir áramótin eftir sem áður. Sansom til Newcastle Kenny Sansom, annar fyrrum enskur landsliðsbakvöröur, hefur veriö seldur frá Arsenal til Newcastle. Hann komst ekki lengur í liö Arsenal eftir að hafa „átt“ stöðu vinstri bakvarðar hjá félag- inu og enska landsliðinu í tæpan áratug. Newcastle keypti hann á 300 þúsund pund sem er fimmtíu þúsundum minna en Tottenham mátti punga út fyrir Guðna Bergsson á dögunum. Grobbelaar neitað Liverpool hefur neitaö markverðinum Bruce Grobbelaar um að verða seldur frá félaginu en,kappinn hafði sótt þaö fast. Grobbelaar veiktist í haust og hefur ekki tekist aö vinna sæti sitt í liðinu á ný því Mike Hooper hefur varið mark meistaranna af mikilli prýöi síðan. Enn tapa Lakers Los Angeles Lakers tapaði tveimur leikjum til viðbótar í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik um jólin. Á aöfangadag tapaöi liðið fyrir Utah Jazz, 87-101, og annan í jólum 96-111 fyrir Phoenix Suns. Önnur úrslit í deildinni um jólin urðu þau að Philadelphia 76ers unnu Washington Bullets 125-110, Hous- ton Rockets unnu Charlotte Hornets 97-95, San Antonio Spurs tapaöi fyrir nýliðum Miami Heat, 109-111. Frekar Real en Boston Júgóslavneski körfuknattleiksmaður- inn Stojko Vrankovic hefur hafnað til- boði frá bandaríska liðinu Boston Celtics og hefur í staðinn skrifaö undir samning við spænsku meistarana Real Madrid. Bostonliðið bauð honum 9,2 milljónir króna/yrir eins árs samning en Real 34,5 milljónir fyrir þrjú ár, glæsi- lega íbúð og Porsche-bifreið að auki, og piltur var ekki lengi að hugsa sig um. Hann er 23 ára gamall miðherji og mun spila viö hlið vinar síns, Drazens Petrovic. ísland vann íslenska unglingalandsliðið í knatt- spyrnu sigraði lið írlands á alþjóðlega mótinu í knattspyrnu í ísrael í gær með tveimur mörkum gegn einu. Arn- ar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins en Irar náðu að jafna. Steinar Guðgeirsson skoraði síðan sigurmark leiksins með glæsimarki úr auka- spyrnu af 25 metra færi. ísland leikur gegn Rúmeníu í dag. -SK Norwich á toppinn Norwich náöi í gær tveggja stiga forskoti í 1. deild ensku knattspyrn- unnar með því að sigra West Ham 2-1. Norwich hefur nú 36 stig eftir 18 leiki en Arsenal er með 34 stig eftir 17 leiki. -SK Tvöfaldur á föstudag Marco van Basten frá Hollandi var í gær kjörinn knattspyrnumaður ársins i Evrópu með mikium yfirburðum. Hér fagnar hann einu af mörgum mörkum sínum fyrir hollenska landsliðið á siðasta ári. Símamynd/Reuter Marco Van Basten Dregið verður í lottóinu föstudaginn 30. desember klukkan 20.30. Sölu þann dag lýkur klukkan 20.15. Gleðilegt nýár. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Árangur Bogdans með handboltalandsliðið A.-Þýskaland Spánn Sovétríkin Svíþjóð Tékkóslóvakía Rúmenía V.-Þýskaland S.-Kórea Júgóslavía Ungverjaland Frakkland Danmörk Bandaríkin Pólland Finnland Noregur Japan Holland Sviss Alsír ísrael DVJRJ 100 % Island er í 9.-11. sæti - segir tölfræðin um árangur Bogdans Frá því Bogdan Kowalczyck tók viö starfi landsliðsþjálfara íslands í handknattleik haustið 1983 hefur hann stýrt landsliðinu í ríílega 200 leikj- um. Árangurinn er upp og ofan, eftir því hvernig á hann er litið, en stór- mótin segja 6. og 8. sæti á ólympíuleikum, 6. sæti í heimsmeistarakeppni og 4. sæti í heimsbikar. Á þessum rúmlega fimm árum hefur íslenska landsliðið mætt landslið- um 28 þjóða. Ef litið er á tölfræðina kemur í ljós að ísland er meö neikvæð- an árangur gegn átta þjóöum, jafnan gegn tveimur en hagstæðan gegn hinum 18. Samkvæmt þessu er staða íslands á heimslistanum 9.-11. sæti en slíka röðun ber þó að taka með nokkrum fyrirvara þar sem flestir leikjanna eru vináttuleikir en tiltölulega fáir þeirra liðir í stórmótum. Á súluritinu hér að ofan sést árangur íslands í prósentum gegn 21 þjóö undir stjórn Bogdans en þar fyrir utan hefur landsliöið sigrað Austur- ríki, Luxemburg, Belgíu, Kína, Portúgal og ítalíu, einu sinni hverja þjóö, ogunniðogtapaögegnFæreyjum. -VS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF FLUGELDUM, KÖKUM O.FL. Á HAGSTÆÐU VERÐI. VINSÆLU FJÖLSKYLDUPAKKARNIR FÁANLEGIR í FJÓRUM STÆRDUM: STJÖRNUPAKKI m. KR. ÍOOO.- KR. 1.100.- KR. 1.600.- KR. 2 AÐAL ÚTSÖL USTAÐUR HJALLAHRA UNI 9. EINNIG STRANDGA TA 28, FJARDAR GÖTUMEGIN OG FORNUBÚDIR V/SMÁBÁTAHÖFNINA. FLUGELDASÝNING 29. DES. KL. 20.30 AÐ HJALLAHRAUNI 9. BJORGUNARSVEIT FISKAKLETTS HJALLAHRAUNI 9, HAFNARFIRÐI - SÍMI 651500 OPIÐ 27. - 30. DES. KL. ÍO - 22, OG Á GAMLÁRSDAG TIL KL.4 Ekkert verður af alþjóðlega mótinu í körfuknattleik sem halda átti hér á landi á fyrstu dögum nýja ársins. Austurríkismenn til- kynntu fyrir nokkrum dögum aö þeir væru hættir viö aö koma og þar með var grundvöllur mótsins brostinn. Auk landsliða ís- lands og Austurríkis áttu ísraelsku bikarmeistararnir Hapoel Galilea að taka þátt í mótinu og unnið var að því aö fá ijórða liðið en þar komu til greina landslið Jórdaníu og Malasíu. Þrír leikir við Hapoel Galilea ísraelarnir koma eftir sem áður og mæta íslenska landsliöinu þrívegis, dagana 3., 4. og 5. janúar, og fara tveir leikjanna fram í Laugardals- höllinni en óvíst er með þann þriðja. Lið Hapoel hefur innan sinna vé- banda þrjá ísraelska landsliösmenn og tvo Bandaríkjamenn og er því firnasterkt. Það kemur hingað úr æfingamóti í París og er að búa sig undir viöureign við Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fer í ísrael þann 10. janúar. Koma Jórdanir í apríl? Að sögn Péturs Hrafns Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Körfuknatt- leikssambands íslands, standa yfir samningaviðræður við Jórdaníu- menn um að þeir komi hingað til lands í apríl en þá býr íslenska lands- liðið sig undir Polar Cup. Jórdanir muna eiga nokkuð sterku landsliði á að skipa en þeir töpuðu naumlega fyrir Egyptum í baráttu um sæti í körfuknattleikskeppni ólympíuleik- anna í Seoul. -VS Alþjóðlega mótið fór út um þúfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.