Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUiR 28. DESEMBER,1988' 35 Afmæli Gunnar Þórðarson Gunnar Þórðarson, mjólkurfræð- ingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna, til heimilis að Seljavegi 6, Selfossi, erfertugurídag. Gunnar fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp. Hann stundaði hefð- bundið skyldunám í Borgarnesi en strax á unghngsárunum vann hann jafnframt sumarstörf hjá Mjólkur- samlagi Kaupfélags Borgfirðinga. Þar nam hann síðan verklega þátt- inn í mjólkurfræðinámi, en bóklega þátt námsins stundaði hann á Lade- lund-i,,andsbrugs- og Mejeriskole á Jótlandi. Gunnar lauk prófum 1968 og var síðan i framhaldsnámi i mjólkurfræði við sama skóla vetur- inn 1970-71. Eftir heimkomuna flutti Gunnar á Selfoss þar sem hann hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann flutti síðan norður á Ólafsfjörð 1974 og var þar mjólkurbússtjóri hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar til 1977. Hann flutti þá aftur til Selfoss og hefur starfað þar síðan hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Gunnar er mikill bridge-áhuga- maður, en hann er nú íslandsmeist- ari í parakeppni í bridge ásamt föð- ursystur sinni, Margréti Jensdótt- ur. Gunnar hefur setið í stjórn Bridgefélags Selfoss og var formaö- ur þess í eitt ár. Þá er Gunnar knatt- spyrnudómari og hefur dæmt knatt- spyrnuleiki undanfarin sumur. Hann hefur verið varaformaður Mjólkurfræðingafélagsins og sat í varastjórn þess um skeið. Kona Gunnars er Munda Kristín Aagestad, f. 25.4.1952, kennari við Barnaskólann á Selfossi. Foreldrar Mundu Kristínar: Guðmundur Aagestad, bifvélavirki á Selfossi, og Katrín Kristjánsdóttir, verslunar- maðuráSelfossi. Gunnar og Munda Kristín eiga tvo syni. Þeir eru: Guðmundur Þór, f. 15.1.1976, og Þórður, f. 18.4.1980. Gunnar á einn hálfbróður og fjög- ur alsystkini. Systkini hans eru: Jón Björnsson, f. 1941, hálfbróðir sam- mæðra, húsasmíðameistari í Reykjavík, en hann á þrjú börn og er sambýliskona hans María Alex- andersdóttir; Magnús Þórðarson, f. 1945, prentari í Reykjavík; Hörður Þóröarson, f. 1952, húsgagnasmiður, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Maríu Kristjánsdóttur, en þau eiga tvö börn; Þórður Þórðar- son, f. 1955, skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Ingu Sigurðar- dóttur, en þau eiga tvö börn, og Guörún Þórðardóttir, f. 1957, klæð- skeri, búsett í Bandaríkjunum, gift Guðjóni Kristjánssyni nema. Foreldrar Gunnars eru Þórður Magnússon, bifreiðastjóri í Borgar- nesi, f. 28.8.1922, og kona hans, Helga Jónsdóttir, húsmóðir og verkakona í Borgarnesi, f. 11.3.1925. Föðurforeldrar Gunnars voru Magnús Ólafsson, hafnsögumaður, afgreiöslumaöur og útgerðarmaður í Borgarnesi, og kona hans, Guörún Guðmundsdóttir frá Deild á Akra- nesi, systir Sesselju, konu Bjarna Jónssonar frá Galtafelli og móður Harðar Bjarnasonar, fyrrv. húsa- meistara ríkisins. Foreldrar Guö- rúnar voru Guðmundur, b. í Deild, Guömundssonar, b. á Hamri, Þor- bergssonar, b. í Lækjarseli, Ólafs- sonar Snókdalíns, ættfræðings á Borg á Mýrum, Guðmundssonar, b. í Snóksdal, Pálssonar. Móðir Þor- bergs var Steinvör Þorbergsdóttir, prests á Eyri í Skutulsfirði, Einars- sonar, ættfóöur Thorbergsættarinn- ar og fóður Guðrúnar, móður Margrethe Hölter, konu Lauritz Knudsens, ættforeldra Knudsens- ættarinnar. Helga var dóttir Jóns, sjómanns í Reykjavík, Pálssonar, b. á Vallar- húsum á Miðnesi, Jónssonar, b. á Prestbakka á Síðu, Pálssonar. Kona Páls var Margrét Höskuldsdóttir. Móðir Margrétar var Margrét Sím- onardóttir, b. á Fossi á Síðu, bróður Magnúsar, langafa Helga, fóður Jóns ráðherra, og Margrétar, konu Erlends Einarssonar, fyrrv. for- stjóra SÍS. Foreldrar Símonar voru Jón Magnússonar, hreppstjóri á Kirkjubæjarklaustri.og Guðrún Oddsdóttir, systir Guöríðar, langömmu Helga Bergs banka- Gunnar Þórðarson stjóra. Móðir Helgu var Guðleif Ólafs- dóttir, vinnumanns á Hamri í Borg- arhreppi, Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Ferjubakka, bróður Guðbrands, langafa Guðbrands ísbergs, afa Arn- gríms sakadómara. Gunnar verður ekki heima á af- mælisdaginn. Karen Agnete Þórarinsson Karen Agnete Þórarinsson list- málari, til heimilis að Kvisthaga 13, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Karen er af dönskum ættum, fædd í Kaupmannahöfn, dóttir Karls Kristians Enevoldsen verksmiðju- eiganda og konu hans Lovise, f. Mathsen. Karen lærði teiknihgu og vatns- htun við teikniskóla Emils Thorvald Rannow og stundaði síðan nám hjá listakonunni Cörlu Colsmann. Hún hóf nám við Konunglega listahá- skólann í Kaupmannahöfn 1926, en meðal aðalkennara hennar þar voru Sigurd Wandel og síöar Ejnar Niels- en. Útskrifaðist hún frá listaháskó- lanum 1929. Karen fór í námsferðir m.a. til Hollands, Belgíu, Frakk- lands, Spánar og Þýskalands. Karen giftist, 1.6.1929, Sveini Þór- arinssyni listmálara, f. 29.8.1899, d. 19.8.1977. Foreldrar Sveins voru Þórarinn Sveinsson, b. að Kílakoti í Kelduhverfi, og kona hans Ingveld- urBjörnsdóttir. Karen flutti með manni sínum til íslands 1929 og settust þau í fyrstu að hjá tengdaforeldrum Karenar, en byggðu sér síðan hús viö Ásbyrgi þar sem þau bjuggu frá 1931-38. Þau fóru þá aftur til Danmerkur en komu til íslands með Petsamóförum 1940. Settust þau þá að í vesturbæn- um í Reykjavík og bjuggu þar síðan, fyrst á Sólvallagötu en síðan á Kvist- haga þar sem Karen býr enn. Karen hélt fjölda sýninga með manni sínum í Reykjavík, Húsavík, á Akureyri og víðar, auk þess sem hún tók þátt í öðrum samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur haldið einkasýningar í Kaupmanna- höfn og síðast í Reykjavík hjá Gall- eríBorgl985. Karen Agnete Þórarinsson Sonur Karenar og Sveins er Karl Kristján, f. 1.10.1931, kennari við Framhaldsskólann á Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, en sonur hans er Örn Karlsson, tölvunarfræðingur hjá íslenskri forritaþróun sf. í Reykjavík. Ottó Björn Ólafsson Ottó Björn Ólafsson, lyfjafræðing- ur og framkvæmdastjóri Delta hf. í Hafnarfirði, til heimilis að Nausta- nesi á Kjalarnesi, er fertugur í dag. Ottó fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1968 og hóf nám í lyfjafræði viö HÍ1970. Ottó stundaði verknám greinarinnar við Apótek Austur- bæjar 1971 og 72 og lauk kandidats- prófi 1975. Ottó var lyfjafræðingur hjá Pharmaco hf. 1975-83 en er nú fram- kvæmdastjóri Delta hf. í Hafnar- firði. Ottó sat í samninganefnd Lyfja- fræðingafélags íslands frá 1976-81. Sonur Ottós frá fyrra hjónabandi er Bergþór Arnar, f. 4.4.1972. Kona Ottós er Þorbjörg Gígja kennari, f. 21.6.1946, dóttir Geirs Gígja náttúrufræðings og Svanhvít- ar Guðmundsdóttur kennara. Börn Ottós og Þorbjargar eru: Kolbrún Eydís, f. 23.7.1968; Ólafur Geir, f. 4.8.1980; og Helga Guðríður, f. 22.9.1981. Ottó á fimm systkini sem öll eru á lífi og búsett í Reykjavík. Foreldrar Ottós eru: Ólafur Ottós- son, bókbindari hjá Landsbókasafn- inu í Reykjavík, f. 20.10.1915, og kona hans, Ólöf Helga Gunnars- dóttir húsmóðir, f. 23.7.1924. Föðurforeldrar Ottós: Ottó Wathne Ólafsson, trésmiöur í Reykjavík, og kona hans, Guðríður Sigurbjömsdóttir. Foreldrar Ólafar Helgu: Gunnar Jónsson, sjómaður frá Akurgerði í Garði, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir saumakona. Ottó Björn Ólafsson - - á veginn! Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað . leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! llJg™** Til hamingju með 85 ára 60 ára Lilja Víglundsdóttir, ÞUjuvöUum 37, Neskaupstað. Sólveig Anna Jónsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 75 ára Líney Kristinsdóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir, Réttarholtsvegi 73, Reykjavik. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn milli klukkan 20 og 23.00. Þorbjörg Guömundsdóttir, Eikjuvogi 28, Reykjavík. 40 ára 70 ára Björn Einarsson, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Bergsteinn Gunnarsson, Kasthvammi, Reykdælahreppi. Aðalheiður B. Sveinbjörnsdóttir, Oíánleiti 17, Reykjavík. Arnar Gunnlaugsson, Heiðargarði 7, Keflavík. Valgerður Kristjánsdóttir, Lindargötu 15, Sauðárkróki. Sveinn G. Óskarsson, Jakaseli 34, Reykjavík. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir BLAÐ BURDARFÓLK GRETTISGÖTU 64-úl SNORRABRAUT 29-36 RAUÐALÆK oddatölur LAUGALÆK BREKKULÆK BALDURSGÖTU BRAGAGÖTU NÖNNUGÖTU FELLSMULA 7-30 SKEIFUNA GRENSÁSVEG 2-16 VINDÁS VIÐARÁS VÍKURÁS ÞINGÁS HRINGBRAUT 39-91 BIRKIMEL 6-10 AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.