Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 4
4 MÁNUDAGUR 16! JANÚAR 1989. Fréttir Erfiðleíkar Svansins við Færeyjar: Við vorum ekki í bráðri lífshættu - segir Dagbjartur Einarsson skipstjóri „Viö vorum ekki í bráðri lífshættu en þaö var betra að vita af togaranum í námunda viö okkur þegar útlitaö var verst,“ sagöi Dagbjartur Einars- son, skipstjóri á flutningaskipinu Svaninum, í samtali við DV. Á föstu- dagskvöldið fekk skipið á sig brotsjó suöur af Færeyjum þegar þaö var á leið til íslands meö kolafarm. Togarinn Stapavík var nærri Svan- inum þegar óhappiö varö og fylgdi honum til hafnar. „Ég geri ráð fyrir aö við heföum bjargast í togarann ef verr heföi fariö. Um tíma var úthtið vissulega svart en þetta bjargaðist allt,“ sagði Dagbjartur. Veruleg slagsíöa kom á skipið í brotinu. í því eru um 1000 tonn af kolum sem eiga aö fara til Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Svanurinn hggur nú viö bryggiu á Þvereyri í Trangisvogi á Suðurey. Veður er enn slæmt í Fær- eyjum og bíða skipverjar á Svaninum aöstoöar viö að moka th í lest skips- ins áöur en hægt er aö halda til ís- lands. Þegar talaö var við Dagbjart í gær átti hann von á aö pramminn gæti farið aö athafna sig í nótt. Hann taldi að ekki væri dagsverk að jafna til í lestunum þannig að ef aht gengi að óskum gæti Svanurinn lagt af staö heim á leið í dag. Tjón varö ekkert, hvorki á farmin- um né skipinu. Útgeröin verður þó fyrir nokkru tjóni vegna tafa því ferðum skipsins seinkar um þrjá th ijóra daga vegna óhappsins. Dag- bjartur átti von á aö skipið kæmi th landsins á miövikudag. -GK Glæsifley á fertugsaldri Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum; „Það eina sem eftir er af bátnum frá fyrri tíö eru nokkrar jámplötur í skrokknum, aöalvélin og togspilið, sem aht var yfirfarið. Þaö var byggð ný brú, byggt yfir dekkið og báturinn lengdur um sex metra. Allar innrétt- ingar eru nýjar og fleira mætti telja th,“ sagði Leó Óskarsson, skipstjóri og útgeröarmaður Nönnu VE. Segja má aö nýr bátur hafi siglt hér inn á höfnina þegar Nanna VE kom heim rétt fyrir jól eftir að hafa veriö á annaö ár í endurbyggingu í Portúg- al. Fátt sem minnti á gömlu Nönnu. Aö sögn Leós reyndist báturinn mjög vel á heimsiglingunni frá Port- úgal, sem tók tíu daga. Þeir lentu í fellibylnum mikla, sem gekk yfir Færeyjar, og komust klakklaust frá þeim darraöardansi. Heildarkostnaöur vegna breyting- anna liggur ekki fyrir er verður sennilega um 35 milljónir króna. Nanna er byrjuð á veiöum af fullum krafti. Báturinn var smíðaður í Hol- landi 1955 og er því kominn vel á fer- tugsaldurinn. Ekki annaö hægt að segja en hann beri aldurinn vel. Nanna VE eftir breytingarnar í Portúgal. DV-mynd Omar Skemmdu fjórtán bfla Þrír ungir menn gengu ber- serksgang í Tjamargötu aðfara- nótt laugardags og skemmdu fjórtán bifreiöar sem þar stóðu. Mennimir voru um tvítugt og náöi lögregla tveimur þeirra. Sá þriðji var ófundinn í gær en vitað er hver hann er. Mennirnir voru aö koma af skemmtistaö í miðbænum og voru allir undir áhrifum áfengis. Ekki gátu þeir gefiö nokkra skýr- ingu á skemmdarfýsn sinni. Eng- inn þeirra hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Bharnir urðu ekki fyrir stór- tjóni en speglar voru brotnir, rúðuþurrkur teknar af og loft- netsstangir brotnar. -ELA SAS-flugið: Ennþá leitað í farangri Miklar öryggisráðstafanir eru enn á Keflavíkurflugvelh þegar SAS flugvélar fara héðan. Sér- sveit lögreglunnar er viðstödd þegar farþegar afhenda farangur sinn. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkúrflugvelli mun þessum öryggisráðstöfunum verða haldiö áfram enda eru ströng fyrirmæli frá SAS að svo verði gert. Ekkert óvenjulegt hefur fundist í leit hér á landi. „Þetta hefur verið talsvert starf hjá sérsveit- inni, tohgæslunni og starfsmönn- um flugfélaganna," sagði lög- reglumaður á Keflavíkurflugvehi í samtah við DV. Það er þó full ástæða til að taka þetta alvar- lega.“ -ELA Húsaleiga hækkar ekki Húsaleiga má ekki hækka fram th febrúarloka nú í ár. Ghdir þetta þótt samið hafi verið um að húsaleiga mætti hækka í sam- ræmi við húsaleiguvísitölu eöa aðrar visitölur. Þetta er ákvörðun viðskipta- ráðuneytisins og styðst við verð- stöövunina sem ákveðin var með bráðabrigðalögunum í haust -GK í dag mælir Dagfari Sænska mafían Sjónvarpið efndi th sérkennhegr- ar umræðu eitt kvöldið í síðustu viku. Þar var sænska mafían á ís- landi tekin og rætt um viðhorf ís- lendinga til Svía og Svíþjóðar. Þess ber að geta aö Hrafn Gunnlaugsson kom að sjálfsögðu fram í þættinum enda er varla sá þáttur sýndur í íslenska ríkisjónvarpinu sem þessi sami Hrafn kemur ekki við sögu sem segir okkur hvað það er þýð- ingarmikiö að hafa yfirmann hjá Sjónvarpínu sem er þannig gerður að ekki þarf að leita til annarra. Því miður er ekki vitað hvort hann hafi átt frumhugmyndina, sem stundum kemur fyrir, ekki hvort hann hafi samið þáttinn, ekki hvort hann hafi khppt þáttinn heima hjá sér og ekki var hann stjómandi. En sem betur fer hafði Hrafn tíma th að koma fram í þættinum sjálfur og létti mörgum við það. Á sínum tíma var thkynnt aö Hrafn Gunnlaugsson hefði fengið fjögurra ára launalaust leyfi frá Sjónvarpinu vegna anna viö önnur störf og var þá Sveinn Einarsson ráðinn vegna þess að Hrafn haföi ekki tíma. Síðan kom í ljós að Sveinn haföi ekki tíma th að byija strax vegna mikilla anna og þá var Hrafn ráðinn th að leysa Svein af meöan Sveinn haföi ekki tíma. Þessar annir allar hafa leitt th þess að Hrafn hefur nú tekið að sér að stjórna þáttum Sjónvarpsins og klippa þá heima hjá sér fyrir lítinn pening og þegar verst lætur á hann frumhugmyndirnar að kvikmynd- um Sjónvarpsins og ef annir Sveins verða áframhaldandi er bara að vona að Hrafn megi vera að því að gera það sem Sveinn má ekki vera að sem hann átti þó að gera vegna anna Hrafns. Þetta með sænsku mafíuna er áreiðanlega frumhugmynd Hrafns þótt ekki hafi þótt ástæða th aö geta þess vegna þess að Hrafn kom fram í þættinum. Þannig er nefni- lega mál með vexti að bæði Hrafn og Sveinn, sem hka kom fram í þættinum, eru mikhr Svíavinir og kunna því illa að vera uppnefndir sem mafía, ekki síst vegna þess að Svíar hafa skilning á því hvað þeir Hrafn og Sveinn eru mætir menn. Er það mikið gott að þeir félagar skyldu báðir gefa sér tíma til að taka þátt í þessum þætti. Vonandi er, þegar Sveinn má vera að því að hefja störf Hrafns í Sjónvarpinu, að hann geti haldið áfram á sömu braut og pródúseri þætti þar sem áhugamál þeirra félaga verða tekin fyrir svo þeir geti komið báðir fram til skiptis og helst báöir í einu. Auk þess getur Hrafn klippt þættina heima hjá sér ef Sveinn má ekki vera að því. Þátturinn um sænsku mafíuna var fróðlegur fyrir þær sakir að þar var eiginlega veriö aö sanna að sænsk mafía væri ekki th. Niður- staðan hefur líka orðið sú aö eng- um dettur í hug að amast við Svíum sem hafa heldur ekkert gert af sér sem réttlætir þaö aö íslenska sjón- varpið fari að gera þátt til að sanna hvað þeir séu gott fólk. Miklu frem- ur má álykta að þátturinn hafi ver- ið gerður til að sanna hvað þeir séu gott fólk sem haldi upp á Svía og þá um leið aö sanna hvað þeir eru vondir menn sem eru vondir við Svía. Enda er umræðan, sem á eft- ir fylgir, eingöngu um mennina sem töluðu hla um Svía en ekki Svía sjálfa. Einhver nefndi það í þættinum fræga aö til væru kynvillingar í Svíþjóð og ekki væri það til fyrir- myndar. Þetta hljóp fyrir bijóstið á einhverjum sem þykir vænt um kýnvilhnga en ekki Svía og nú eru bæði kynvillingar og Svíar orðnir miklu betra fólk heldur en þeir sem tala illa um Svía og kynvillinga. Er það tilefni til að Sjónvarpið búi til nýjan þátt um þá sem er illa við Svía. Ef sænska mafían er ekki til en Sjónvarpið getur samt búið til þátt um þessa mafíu, sem ekki er th, hvers vegna þá ekki að búa til nýjan þátt um alla þá sem hvorki eru Svíar eða kynvillingar en tala iha um þá? Nú eru þeir Hrafn Gunnlaugsson og Sveinn Einarsson báöir mjög uppteknir menn. En það hefur sýnt sig að þeir hafa tíma til aö koma fram í sjónvarpinu þegar mikið liggur við, meira að segja líka þegar verið er að tala um mafíur sem ekki eru til. Hvað þá þegar rætt verður um menn og málefni sem sannanlega eru fyrir hendi. Svo má alltaf klippa þættina heima hjá Sveini ef Hrafn má ekki vera að því. Það kostar ekki nema fjörutíu þúsund kall. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.